Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C 23. tbl. 81.árg. FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Frumvarp um olíuskatt veldur ólgu New York. Reuter. OLÍUVERÐ hækkaði í gær á markaði í New York eftir að þingmaður í lykilstöðu boðaði frumvarp um skatt á innflutta olíu. Fatið af olíu hækkaði um 1,09 dali í 20,75 dali og hefur ekki verið hærra síðan 2. nóvem- ber. Síðar um daginn lækkaði fatið nokkuð í verði. Það kom á óvart er Bennett Johnston, formaður orku- og auð- lindanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, boðaði frumvarp til laga þar sem sett yrði lágmarks- verð á innflutta hráolíu, 25 dalir fatið. Sérfræðingar sögðu í gær að um helmingur þeirrar olíu sem Bandaríkjamenn nota kæmi frá útlöndum. Regla af þessu tagi myndi þýða mikla verðhækkun olíu almennt í landinu. Hækkun á inn- lendri olíu myndi leiða til aukinnar olíuvinnslu innanlands. Johnston sagði markmið frumvarpsins að auka tekjur ríkisins, efla atvinnulíf innanlands og stuðla að betri nýt- ingu orkugjafa. Tvö tímarit fjalla um meint framhjáhald breska forsætisráðherrans Reuter Neitar aðdróttunum Clare Latimer neitaði í gær að tjá sig um meint ástarsamband við forsætisráðherrann. Major stefnir viku- ritum fyrir meiðyrði Konan sem kennd er við ráðherrHm höfðar einnig mál London. Reuter. JOHN Major fól lögfræðingum sínum í gær að höfða meiðyrðamál á hendur tveimur vikuritum, New Statesman og Scallywag, sem fjölluðu um það í máli og myndum að sterkur orðrómur væri á kreiki um að hann héldi við konu sem séð hefur um veisluföng í embættisbústað hans í Downing-stræti 10. Meint ástkona Majors, Clare Latimer, fór að dæmi forsætisráðherrans og stefndi vikuritunum einnig. Hún er 42 ára og einhleyp, rekur veitinga- fyrirtæki sem sérhæfir sig í að sjá um matarföng í móttökum og veislum stjórnmálamanna og skemmtikrafta. Bæði Major og Latimer vísuðu sögusögnum um lautarferðir á bug og tvö stærstu blaðsölufyrirtæki Bretlands, WH Smith og John Menzies, tóku viku- blöðin tvö úr dreifingu. Fá fordæmi eru fyrir því að breskur forsætisráð- herra höfði meiðyrðamál. Síðasta málshöfðunin er frá 1967 er Harold Wilson, þáverandi forsætisráð- herra, stefndi popphljómsveit vegna plötuauglýs- ingar þar sem mynd af honum var notuð. Ritstjórar veijast Ritstjóri New Statesman sagði að það hefði ekki verið tilgangur greinarinnar að meiða forsætisráð- herrann. Greinin snerist um söguna á bak við orð- róminn, hvernig kviksagan varð til, en ekki um hvort ástarsamband væri milli Majors og Latimer. Sagðist hann myndu veijast fyrir rétti. Hið sama gerði ritstjóri Scallywag og sagðist hann hlakka til þess að spytja Major spjörunum úr fyrir rétti. Breska dagblaðið The Daily Telegraph segist sjá þá athyglisverðu hlið á málinu að e.t.v. fáist úr því skorið fyrir rétti hvort það gæti talist ærumeið- andi að segja kviksögur án þess að gefa til kynna að þær séu sannar. Reuter Gæfunnar freistað BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti segir að heimsókn sín til Indlands nú í vikunni hafi verið árangursrík. M.a. hafi deila um skuldir Indveija við Rússa verið leyst farsællega. Hér brosir forsetinna er hann grípur um lófa eigin- konu sinnar, Nainu. Þjóðtrúin segir að takist mönnum að ná höndum saman utan um járnsúlu þessa, sem er í Qutab Minar, boði það hamingju. Ræða rússneska forsætisráðherrans kemur á óvart Keppir að minni verðbólgu Moskvu. The Daily Telegraph. BARÁTTAN við verðbólguna er forgangsatriði hjá rússnesku stjórn- inni, sagði Viktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra í þingræðu í gær. Umbótasinnar fögnuðu þessum ummælum en harðlínumenn, sem hingað til hafa talið Tsjernomyrdín sinn mann, voru að sama skapi miður sín. Þegar Tsjernomyrdín tók við embætti í desember var búist við að hann myndi auka ríkisstyrki til fyrirtækja sem nú eiga í erfiðleík- um. Þótti kosning hans boða að nú yrði horfið að nokkru leyti til gam- alla sovéskra úrræða í efnahags- málum. En í gær flutti Tsjerno- myrdín ræðu sem var mjög í anda hins róttæka forvera hans, Jegors Gajdars. „Við hröpum ofan í dýfliss- una ef okkur skilst ekki að setja verður bönd á peningamagn í um- ferð og verðbólguna [sem er nú 50% á mánuði]. Við verðum að vera sammála um að ekki þýðir að auka ríkisútgjöld nema tekjur komi á móti eða niðurskurður annarra út- gjalda,“ sagði Tsjernomyrdín. Qtti við að Serbar sprengi raforkuver Bresti stíflan eru þúsundir mannaíhættu Split. The Daily Telegraph. HÆTTA var á því í gær að átökin milli Serba og Króata í Krajina-héraði stofnuðu þúsundum manna í hættu. Króat- ar náðu á sitt vald stórri stíflu sem Serbar höfðu þakið sprengiefni. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) skoruðu í gær á stríðandi aðilja að hætta að beijast í nágrenni við Peruca- vatnsorkuverið 40 km austan borgarinnar Split. Stíflan er í útjaðri vopnahléssvæð- I og ágreining við Sameinuðu þjóðirn- isins sem Sameinuðu þjóðirnar hafa | ar. haft á sínu valdi undanfarið ár. Serb- neskir hermenn komu þar m.a. fyrir jarðsprengjum áður en þeir afhentu friðargæsluliðum SÞ stífluna í september síðastliðnum. Breskir verkfræðingar hafa staðfest að mik- ið sprengiefni sé við stífluna. Serbar tóku stífluna herskildi í gærmorgun en fregnir í gærkvöldi hermdu að Króatar hefðu náð stíflunni á sitt vald eftir harðar árásir á Serba. Óttast var að Serbar myndu svara fyrir sig með því að koma af stað sprengingum með þráðlausum boð- um. Talið er að líf tíu þúsund þorpsbúa fyrir neðan uppistöðulónið sé í hættu. Króatísk lögregla í Sinj, sem er 10 km sunnan stíflunnar, sagðist telja að Serbar hefðu þegar sprengt þijár sprengjur í viðvörunarskyni. Raforkuverið, sem er eitthvert hið stærsta í Júgóslavíu fyrrverandi, sá miklum hluta Dalmatíu-strandarinn- ar fyrir rafmagni. Það telst nú til þeirra hernaðarlega mikilvægu staða og mannvirkja sem Króatar eru að reyna að ná á sitt vald jafnvel þótt það kosti harða bardaga við Serba 58% ánægð með Clinton Washington. Reuter. SAMKVÆMT skoðanakönn- un CNN og USA Today eru 58% aðspurðra Bandaríkja- manna ánægð með fyrstu viku Bills Clintons í embætti en 20% óánægð. Þetta er meiri stuðningur en repúblikanarnir Ronald Re- agan og George Bush nutu eftir jafnlangan tíma í emb- ætti. Hins vegar er þessi út- koma fyrir neðan meðaltal nýskipaðra Bandaríkjaforseta síðustu fjörutíu árin. Svo virðist sem almenningur átti sig ekki á efnahagsstefnu forsetans. 24% sögðust vita hver hún væri en 73% sögðust ekki skilja hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.