Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 37
 M Minning Jón Eðvarð Jóns- son rakarameistari Fæddur 11. apríl 1908 Dáinn 19. janúar 1993 Mig langar með örfáum fátæk- legum orðum að minnast vinar míns, Jóns Eðvarðs Jónssonar, eða Edda, eins og við kölluðum hann alltaf. Mörg minningarbrot leita á hugann. Lítill drengur stendur hugfanginn við hlið píanóleikarans og heyrir hann töfra fram und- urfagra tóna, sem brenna sig var- anlega inn í barnssálina. Þannig er fyrsta minning mín um heim- sókn á heimili Edda og Ingibjargar með afa og ömmu, Agli Þórláks- syni og Aðalbjörgu Pálsdóttur. Unglingur nýtur leiðsagnar reynds áhugamanns um völundarhús Ijós- myndatækninnar. Minningin er þó ekki bara um tónlist eða ljósmyndir eða klipp- ingu á rakarastofunni, heldur einn- ig og ekki síður um hlýju, glað- værð og vináttu sem stafaði frá Edda og Ingibjörgu, sem alltaf kom fram hvort sem spilað var á píanó, spiluð var vist, skoðaðar rósir eða skyggnst inn í töfraheim ljósmyndanna. Eddi var mikill hag- leiksmaður og listamaður á öllum þessum sviðum sem víðar. Mér er efst í huga þakklæti fyr- ir að fá að kynnast honum og njóta leiðsagnar og lærdóms um áhuga- mál hans um leið og ég færi Ingi- björgu, börnum og allri fjölskyld- unni, innilegar samúðarkveðjur. Egill B. Hreinsson. Látinn er á Akureyri Jón Eðvarð Jónsson rakarameistari, 84 ára að aldri. Hann hafði átt við nokkurt heilsuleysi að stríða hin síðari ár, en var þó jafnan hress í bragði eins og honum var farið. Hann var sonur merkishjónanna Aðalbjargar Benediktsdóttur' og Jóns Baldvinssonar, smiðs og síðar rafveitueftirlitsmanns á Húsavík. Aðalbjörg var dóttir Benedikts Jónssonar frá Auðnum, en Jón sonur Baldvins Sigurðssonar í Garði í Aðaldal, svo að styrkir þin- geyskir stofnar stóðu að Eðvarð 1 báðar ættir. Foreldrar hans voru raunar náskyld, bæði barnabörn Jóns Jóakimssonar á Þverá í Lax- árdal. Eðvarð var fimmti í röðinni í stórum systkinahópi. Alls eignuð- ust foreldrarnir níu börn. Tvær dætur dóu á unga aldri, en upp komust sjö: Benedikt, bókavörður og listmálari á Húsavík; Baldvin, rafvélaviðgerðarmaður og upp- finningamaður í Reykjavík; Guðný, saumakona og síðar versl- unarkona, sem lengi bjó með móð- ur sinni og bræðrum, bæði í Reykjavík og á Húsavík; Eðvarð, sem hér er minnst; Ásmundur, iðn- verkamaður; Þorgeir, læknir og Egill, klarinettuleikari. Af þeim eru nú aðeins tvö á lífi, Guðný og Þor- geir. Eðvarð hefur reist sér og fjöl- skyldu sinni óbrotgjarnan minnis- varða með því að rita dálitla bók um endurminningar sínar frá bemsku- og æskudögum á Húsa- vík á fyrstu áratugum aldarinnar og frá síðari hluta ævi sinnar eftir að hann settist að á Akureyri. Endurminningarnar nefnir hann Loftspeglanir frá liðinni tíð. Hann átti því láni að fagna að fá í vögg- ugjöf fjölhæfar gáfur, bjartsýni og glaða lund. Hann átti ekki langt að sækja margvíslega listhneigð, því hún var rík í báðum foreldrum hans. Einkum unnu þau ljóðlist og tónlist, og í bókinni Þingeysk ljóð eiga þau bæði nokkur falleg ljóð. Eðvarð lýsir því á eftirminnilegan hátt hvernig foreldrar hans lifðu í heimi ljóða og tóna og léttu sér þannig margvíslega erfiðleika og fátæktarbasl. Merkilegt er að lesa um það hve glöggskyggn hann var á unga aldri og skilningsríkur á margvíslegar hugrenningar full- orðna fólksins. Hann hafði óþrjót- andi áhuga á öllu í kringum sig — náttúrunni, fegurð himinsins, gróðri jarðar og lífi dýranna jafnt sem athöfnum manna og orðum. Átakanleg er frásögn hans af því þegar foreldrar hans verða að láta allar eignir sínar upp í skuldir. Jafnvel orgelið varð að fara, orgel- ið sem þau höfðu lengi þráð að eignast af því að þau unnu tónlist- inni svo mjög. Loksins höfðu þau keypt þetta hljóðfæri af naumum efnum og síðan lært mest af sjálf- um sér að spila á það. Og nú voru bömin tekin við að hlusta og leika. Drengurinn grætur þegar orgelið er flutt á brott, en huggast þegar móðir hans lofar honum nýju orgel- ið seinna; það á að vera fallegra og betra, með gylltum kertastjök- um. Hann lýsir líka söng þeirra hjónanna er þau stilltu saman raddir sínar, og síðar tóku systkin- in undir svo að úr varð margradda kór. Það er líka unun að lesa frá- sögn hans af því þegar ung stúlka framan úr sveit, sem send hafði verið til móður hans að læra að sauma, huggar hnugginn fimm ára svein, segir honum sögur úr sveit- inni og býður honum svo að koma með sér nokkra daga fram í dal, hann geti setið á hnakknefinu fyr- ir framan hana. Hann lýsir reiðferð þeirra á Gránu gömlu fram Aðald- alinn og úr þessu verður síðan ára- tugar sumardvöl hjá þessu góða fólki í Glaumbæ, Jóni bónda og Lilju húsfreyju og Fanneyju dóttur þeirra. Hann lýsir margs konar ævintýrum sveitadrengsins, sem gerist með tímanum sláttumaður og fjáreigandi og fer í göngur langt fram í afrétt. Eg átti því láni að fagna að vera daglegur heimagangur hjá þessu ágæta fólki, Aðalbjörgu og Jóni og börnum þeirra, í æsku minni á Húsavík. Náinn vinskapur var með þeim og fósturforeldrum mínum, Ágli Þorlákssyni kennara og Aðalbjörgu Pálsdóttur, og ótal ljóslifandi minningar standa mér fyrir hugskotssjónum frá þessum árum. Alltaf voru þau systkinin glöð og hress í bragði, og bræðurn- ir höfðu jafnan margvísleg gaman- mál og skringilyrði á vörum. Eð- varð var einkar bamgóður, kunni að lýsa ýmsum merkilegum hlutum og segja sögur sem luku upp furðu- heimum fyrir unga og barnslega vinkonu hans. Eðvarð hleypti heimdraganum 22 ára gamall og fluttist til Akur- eyrar í leit að menntun og starfi. Réð hann sig til náms í rakaraiðn og setti síðan upp rakarastofu á Akureyri. Fyrst rak hann stofuna með öðrum, síðan einn í allmörg ár og loks með syni sínum Reyni, sem rekur stofuna enn í dag. Hann kvæntist 17. júní 1937 Ingibjörgu Sigurðardóttur frá Siglufírði, sem nú sér á bak ástkærum eigin- manni. Hin síðari ár áttu þau in- dælt heimili í litla húsinu sínu í Lögbergsgötu 9. Börn Jóns Eð- varðs eru fjögur og eiga öll heima á Akureyri: Eðvarð er fram- kvæmdastjóri fyrir pijónastofunni Glófa; Reynir stýrir rakarastofu eins og fyrr segir; Sigurður er skrifstofumaður og Áðalbjörg fæst við verslunarstörf. Barnabörnin eru 18 og barna-barnabörnin 9. Við Eðvarð áttum eftir að end- urnýja vináttu okkar þegar ég fluttist til Akureyrar á unglingsár- um mínum. Ótal ógleymanlegar stundir áttum við, ég og fósturfor- Helga Guðríður Vetur- iiðadóttir — Minning Fædd 13. ágúst 1917 Dáin 9. janúar 1993 Fimm ár eru ekki langur tími af mannsævi en þegar Helga var ann- ars vegar voru fímm ára kynni mjög dýrmætur tími. Helga var sérlega gefandi og hlý kona. Hún var næm á flesta þá strengi sem búa í mannlegri sál og það var fátt sem fór framhjá henni. Hún var ung í anda og vissi alltaf hvað klukkan sló. Þrátt fyrir rúm- lega fimmtíu ára aldursmun á okk- ur var hún eins og besta vinkona. Við skiptumst á mataruppskriftum, ræddum fatatískuna, fjölskyldu- málin og allt hitt. En hún var meira en besta vin- kona. Hún var sú sem talaði af reynslu og visku og það var hún sem gaf. Það var ekki aðeins að hún gæfi mér uppskriftina af súr- sætu rækjunum eða hefði bent mér á oroblu-sokkabuxurnar, hún gaf af sínu stóra hjarta. Þar hafði hún pláss fyrir alla, ekki síst þá sem minna máttu sín. Um það ber lífs- starf hennar glöggt vitni svo og smáfuglarnir fyrir utan stofu- gluggann hennar. Alltaf var manni tekið opnum örmum í heimsókn hjá Helgu og Geira. Það voru ekki aðeins tegund- irnar á borðum sem drógu mann að heldur höfðu þau tíma til að spjalla. Helga hafði frábæra frá- sagnarhæfileika og minni og synd > að hún skyldi ekki fást til að skrifa ævisögu sína. Frásögn hennar af því hvernig hún fékk fermingar- skóna, sagan af hröfnunum sem björguðu henni út úr húsinu og fleiri slíkar sögur standa manni ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum. Helgu tókst að gæða allar frásagnir svo miklu lífi að það var eins og allt hefði gerst í gær. Þrátt fyrir mikil og erfið veikindi síðustu árin lét Helga aldrei bug- ast. Hún var svo hamingjusöm með Geira sem stóð traustur og tryggur við hlið hennar allan tímann. Helga og Geiri voru gersemar sem féllu svo vel hvor að annarri að hjónaband þeirra var eins og fögur perla. Þau virkilega nutu þess að vera saman. Megi Guð veita Geira styrk i hans miklu sorg. Hildur Sólveig Pétursdóttir. + Innilegustu þakkir til allra, sem sýnt hafa okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS EÐVARÐS JÓNSSONAR, Lögbergsgötu 9, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Sigurðardóttir, Eðvarð Jónsson, Reynir Jónsson, Rósa Anderseri, Sigurður Jónsson, Aðalbjörg Jónsdóttir, Tryggvi Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. eldrar mínir og elsti sonur á heim- ili þeirra Edda og Ingibjargar, við spjall, tónlist og góðar veitingar. Þá var gjama gripið í spil, Eddi og Egill pabbi minn sögðu sögur og rifjuðu upp vísur og gamanmál og hlátrasköllin glumdu svo að undir tók. Ævistarfið átti að mörgu leyti vel við Eðvarð. Á stofnuna sína fékk hann marga merkilega menn og gat spjallað við þá um heima og geima meðan hann rakaði og klippti. Ég veit að sú stund leið fljótt bæði fyrir hann sjálfan og viðskiptavininn. Auðvitað var hann oft þreyttur að kvöldi dags, en þá kom hans létta lund og fjöruga hugmyndaflug að góðu haldi. Sak- ir fátæktar fékk hann ekki að njóta langrar skólagöngu, en af eigin rammleik varð hann fjölmenntaður í besta lagi. Hann iðkaði margvís- leg og holl tómstundastörf sem veittu yndi, ekki aðeins honum sjálfum heldur einnig fjölskyldu hans og vinum. Hann var slyngur laxveiðimaður og glímdi þá helst við sjálfa drottningu íslenskra veið- iáa, Laxá í Aðaldal. Um veiðar sín- ar skrifaði hann nokkrar snjallar og listfengar greinar í tímaritið Veiðimanninn. Hann var áhuga- ljósmyndari og kunni að framkalla myndir sínar með góðum árangri. Áhugi hans og þekking á ljósmynd- un kom einnig fram í því að hann verslaði með ljósmyndavörur á rakarastofu sinni. Hann átti fallegt og valið bókasafn og batt bækur sínar sjálfur af meðfæddum hag- leik. Áf Ijóðskáldum mat hann mest Stephan G. Stephansson, en af skáldsagnahöfundum Halldór Laxness, og kunni mörg verk þeirra nálega utanbókar. í garðin- um sínum reisti hann lítið gróður- hús, en þar ræktaði hann skrúðrós- ir og varð fjölfróður um tegundir þeirra og heiti. Og síðast, en ekki síst, var hann frábærlega músík- alskur eins og hann átti kyn til. Á Akureyri eignaðist hann fljótlega píanó og lék á það sér og öðrum til yndisauka allt til hinstu stund- ar. Hann sótti hljómleika hvenær sem færi gafst og hlýddi á verk meistaranna í hljómtækjum heima í stofunni sinni. Við hjónin sendum Ingibjörgu og barnahópnum hennar innilegar samúðarkveðjur. Með Eðvarð er genginn einn af kærustu og trygg- ustu vinum okkar og fjölskyldu okkar. Við þökkum alla vináttu hans, hjálpsemi og skemmtun á glöðum stundum. Minning hans lifir í hugum hinna mörgu vina hans og vandamanna og mun lýsa til eftirbreytni um ókomnar stund- ir. Sigríður Kristjánsdóttir. Oskar Bertels Magn- ússon - Minning Fæddur 20. júní 1915 Dáinn 22. janúar 1993 Afi okkar, Óskar B. Magnússon, er látinn. Fyrstu minningar okkar af honum eru þegar hann kom með ömmu í heimsókn til Ólafsvíkur. Okkur leist vel á manninn hennar ömmu, treystum honum og án þess að spyija um leyfi tókum við þá ákvörðun að kalla hann afa. Afi hafði unun af útveru og taldi það ekki eftir sér að fara með hæg- fara smástelpur í langar gönguferð- ir. Við gengum m.a. upp á Enni, að Hróa og að rótum Snæfellsjök- uls. Óskar varð hinn besti vinur okk- ar og eini afinn sem við þekktum. Þegar við heimsóttum afa og ömmu upp á Hellisheiði var alltaf tekið vel á móti okkur. Afi fylgdist með bílaferðum og kom niður að vegi þegar okkur bar að garði. Hann gekk stórstígur og ákveðinn upp heiðina og vísaði okkur veginn. Þegar snjór var yfir og kalt fengum við eitthvað heitt að drekka þegar inn í hús var komið, en annars var alltaf sérstaklega búið að kaupa gos „handa stelpunum“. Þegar langur tími leið á milli heimsókna stóðu gosflöskurnar rykfallnar inni í skáp og biðu okkar. Afí hleypti fáum að sér, en þegar við höfðum unnið traust hans og væntumþykju, var þar góðan mann að finna. Við vottum ömmu, Blóm- eyju Stefánsdóttur, okkar dýpstu samúð. Halla og Heiða + Öllum þeim, er sýndu okkur hlýhug og heiðruðu minningu elskulegs föður okk- ar, tengdaföður og afa, JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR, Bjarkarbraut 1, Dalvík. Nanna Jónasdóttir, Jónatan Sveinsson, Halla S. Jónasdóttir, Anton Angantýsson, Júlíus Jónasson, Mjöll Hólm og barnabörn. . LOKAÐ í dag, föstudaginn 29. janúar, frá kl. 13.00-16.00 vegna jarðarfarar FJÓLU EINARSDÓTTUR. Freemans, Bæjarhrauni 14, Hafnarfirði. Lokað verður frá kl. 11.00 í dag, föstudag, vegna jarðar- farar HARALDAR SIGURJÓNSSONAR. Frostverk hf., Smiðsbúð 12, Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.