Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1992 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1992 Útgefandi Árvakur h.f., Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Kerfisbreyting í ríkisrekstri Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hefur ein- sett sér að láta af þeirri óráðsíu í ríkisfjármálum sem verið hefur við lýði um árabil og lýsir sér í miklum halla ríkissjóðs og skulda- söfnun innanlands og utan. Þegar hefur náðst árangur í þessum efn- um, en hann er enn langt frá því að vera fullnægjandi, sem m.a. sést af því að fjárlög ársins voru afgreidd með 6,2 milljarða halla, svo og er lánsíjárþörf ríkisins.enn mikil. Ekki voru liðnar nema þijár vikur frá því að Qárlögin tóku gildi, að Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra skýrði frá því að þegar stefni í að halli ríkissjóðs verði a.m.k. milljarði meiri en þau gera ráð fyrir. Nefndi hann sér- staklega aukin fjárútlát til at- vinnuleysisbóta og að horfíð var frá 400 milljóna króna lækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna íbúðaviðhalds. Við ramman reip er að draga í stjóm ríkisfjármála, því hvers kyns hagsmunahópar mótmæla hástöfum þegar reynt er að ná fram spamaði og minnka umsvif ríkisbáknsins. Sífelldar kröfur em gerðar um aukin ríkisafskipti og aukna þjónustu kostaða af al- mannafé. Um þessar mundir em uppi háværar kröfur um að mæta auknu atvinnuleysi og bæta kjör launþega með auknum lántökum erlendis. Samt blasir við að erlend- ar skuldir þjóðarbúsins námu 227 þúsund milljónum um síðustu ára- mót og skuldabyrðin verður komin upp í 60% af landsframleiðslu í árslok. Augljóst er að snúa verður af þessari braut hallareksturs og skuldasöfnunar. En hvað er til ráða? Það ætlar allt vitlaust að verða í þjóðfélaginu þegar ríkis- stjómin grípur til aðhaldsaðgerða, en það er einmitt það sem heimil- in gera þegar tekjur minnka og greiðslubyrðin verður of þung. Dregið er úr neyzlu og eyðslu og sparað. Vandinn er ekki leystur með auknum lántökum og meiri greiðslubyrði. Þetta ætti að vera öllum auðskilið, en þjóðfélagsum- ræðan snýst um þveröfuga leið. Ríkisstjómin og stjórnarflokk- amir mega ekki láta hrekja sig af leið í viðleitninni við að mæta síminnkandi þjóðartekjum með niðurskurði og spamaði. Of mikið er í húfí fyrir þjóðina alla. Þótt aðgerðir hennar hafí skilað árangri er hann ekki nægjanleg- ur. Tregðulögmálið virðist ríkja í ríkisbúskapnum. Þótt takist að spara á einu sviði þá aukast út- gjöldin á öðru. Leita þarf nýrra leiða og þá kemur til greina kerfís- breyting í starfsemi ríkisins. í því sambandi má benda á ummæli fjármálaráðherra í viðtali við Morgunblaðið, sem birtist nokkru fyrir jól. Þar sagði hann m.a.: „Báknið hefur tilhneigingu til að öðlast eilíft líf. Mér sýnist þetta oftast gerast þannig að einhver stofnun eða sjóður er settur á laggimar til þess að vinna ákveð- ið verk. Síðan er því lokið og ann- að umhverfí blasir við, en þá fer heilt kerfí í gang við að breyta markmiðum þessarar stofnunar til þess að hún fái að lifa í stað þess einfaldlega að leggja hana niður þar sem verkefni hennar er lokið. Ég held að við þurfum að losa okkur út úr þessum stofnana- læga hugsunarhætti og líta heldur á starfsemi ríkisins sem verkefni en stofnanir.“ Þessi ummæli fjármálaráðherra sýna að full ástæða er til að endur- skoða alla starfsemi ríkisins og stofnana þess. Þær voru margar hverjar settar á fót fyrir áratugum til að leysa verkefni síns tíma, en þjóðélagið hefur gerbreytzt og aðstæður allt aðrar nú. Hafa allar þessar stofnanir hlutverki að gegna enn í dag? Eru þær nauð- synlegar? Má leggja þær niður eða sameina öðmm? Tveir oddvitar sjálfstæðis- manna í sveitarstjórnum, Bene- dikt Sveinsson, Garðabæ, og Gunnar Birgisson, Kópavogi, hafa vakið máls á kerfísbreytingum til að auka hagkvæmni í opinberum rekstri. Þeir hafa bent á að færsla verkefna frá ríki til sveitarfélaga geti stuðlað að því. Benedikt Sveinsson segir m.a. um þetta: „Sveitarstjómimar standa svo miklu nær kjósendum og það bein- línis blasir við kjósendum hvort sveitarstjómin hefur staðið sig eða ekki. Þetta aðhald veitir núver- andi kosningafyrirkomulag og kjördæmaskipan ekki á lands- vísu.“ Gunnar Birgisson segir m.a.: „Ríkið hefur sýnt sig að því að geta ekki sparað fyrir sjálft sig. Það eru svo margar ríkisstjómir búnar að spreyta sig á þessu sama dæmi að fullreynt er. Ríkið er ein- faldlega of stór eining til þess að geta náð þeirri yfírsýn sem til þarf. Eina færa leiðin virðist því vera aukin valddreifíng. Það verð- ur að færa stjómun fjármunanna nær fólkinu sem greiðir þá.“ Sveitarstjómarmennimir tveir nefna að sveitarfélögin geti sem bezt yfirtekið frá ríkinu verkefni á sviði skólamála, heilbrigðismála, félagsmála, löggæzlu og vega- og hafnarmála. Kerfísbreyting sem þessi getur verið mikilvæg í end- urskoðun á ríkisrekstrinum, en hún er m.a. til athugunar við stjómarskiptin í Bandaríkjunum sem leið til að draga úr gífurlegum halla ríkissjóðs þar í Iandi. Ríkisstjómin má hugleiða það að skipa nefnd stjómarþingmanna til að endurskoða allan rekstur ríkisins, stofnana þess og fyrir- tækja með þá hugsun í veganesti sem felst í gamalkunnu vígorði: „Báknið burt!“ Vaxtamálin eftir Val Valsson Að undanförnu hafa landsmenn fjallað um vexti á hefðbundinn hátt. Aukin verðbólga um sinn veldur hækkun nafnvaxta. Raunvextir í landinu hafa einnig hækkað að und- anfömu. Þessi staða, sem oft hefur komið upp áður, leiðir af sér deilur, þar sem hver fer með sitt hlutverk. Forystumenn á vinnumarkaði og stjómmálamenn deila á banka og sparisjóði fyrir að hækka lánskostn- að í atvinnurekstri og á heimilum að óþörfu eða að minnsta kosti óþarf- lega mikið. Daginn eftir koma fram á sjónarsviðið þeir sem gæta þurfa hagsmuna hinum megin borðs, t.d. fulltrúar fjármála ríkisins og lífeyris- sjóða. Stundum eru þetta sömu mennirnir og sáu hlutina frá allt öðru sjónarhomi daginn áður. í und- anfarinni umræðu má segja að allir aðalleikararnir hafí farið með gamal- kunnug hlutverk sín á þann hátt sem landsmenn eiga að venjast og búast við. Því miður virðist umræða af þessu tagi breyta litlu. Höfuðáhersla er lögð á afleiðingar og einstakar ákvarðanir. Ástæður vandans gleymast. Að öðru jöfnu má gera ráð fyrir að svona deilur verði endurtekn- ar í næstu framtíð með reglubundnu millibili, engum til gagns. Því þykir mér tímabært að spyija hvort ekki megi setja þessar deilur niður. Er ekki unnt með víðtækum viðræðum allra hagsmunaaðila að freista þess að ná sæmilegum friði í landinu um vaxtamálin? Vextir eru ekki einkamál bank- anna, heldur ekki einkamál aðila vinnumarkaðarins eða stjórnmála- manna. Vextir í landinu eru sameig- inlegt mál allra, því þeir snerta alla landsmenn beint eða óbeint. Þess vegna verða vextir ævinlega til um- ræðu. En þannig vill til, að flestir þeir sem opinberlega láta þessi mál til sín taka, sitja oftast báðum meg- in borðs og eiga því að hafa góðan skilning á öllum sjónarmiðum. Bank- amir lifa bæði á innlánum og útlán- um. Hvorir tveggja eru þeim jafn mikilvægir, innstæðueigendur og lántakendur. Því verða þeir að gæta hagsmuna beggja. Forystumenn á vinnumarkaði, bæði fulltrúar at- vinnurekenda og launþega, verða einnig að líta á málin frá báðum hliðum. Launþegar eru mikilvægir lántakendur og því er lánskostnaður þeim ofarlega í huga. En launþegar eru einnig mikilvægasti og stærsti hópur sparifjáreigenda. Sennilega eiga einstaklingar um % hluta inn- lána í bönkum. Þetta verða forystu- menn launþega að hafa í huga. Vissulega er atvinnulífið stór lántak- andi í landinu og fíármagnskostnað- ur oft umtalsverður útgjaldaliður. Á hinn bóginn eru það hagsmunir at- vinnufyrirtækja að innlendur sparn- aður sé mikill, því í hann er lánsféð sótt. Loks má einnig benda á að ríkis- stjórnir á hveijum tíma verða að huga að hvom tveggja samtímis, að raunvextir séu lágir, svo atvinnulíf og hagvöxtur blómgist, svo og að innlendur sparnaður sé mikill til að draga úr skuldasöfnun erlendis. Þannig eru hagsmunirnir sam- tvinnaðir. Og vegna þess að allir aðilar málsins eiga að þekkja og skilja sjónarmiðin beggja vegna borðs, er ástæða að ætla að forsend- ur séu fyrir því, að ná megi þokkaleg- um friði um vaxtamálin. Þótt vextir verði að sjálfsögðu til umræðu áfram á pólitískum vettvangi og í fjölmiðl- um ætti að minnsta kosti sæmileg sátt að vera um mikilvægustu markmiðin í vaxtamálum og leikregl- umar á markaðnum. Að mínu mati 'eru mikilvægustu verkefnin í vaxtamálum í bráð og lengd þessi: Að lækka raunvexti, að minnka þörf fyrir verðtryggingu, að skapa eðlilegar forsendur fyrir hömlulausum ijármagnsflutningum til og frá landinu, að tryggja verð- bréfamarkað í sessi, bæði á lang- tíma- og skammtímafíármagni og að skapa Seðlabankanum eðlilegt hlutverk í vaxtamálum landsmanna. Ýmis fleiri verkefni má nefna, þar á meðal að draga úr ýmsum kerfíslæg- um vanda, en hér á eftir verður drep- ið á nokkra þessara þátta. Raunvextir Á sögulegan mælikvarða eru raunvextir nú háir á íslandi og hafa verið það undanfarin ár. Á árinu 1992 var ávöxtun spariskírteina og húsbréfa á Verðbréfaþingi 7-8%. I desember tölublaði SAL-frétta kem- ur fram að á árunum 1986-1991 var raunávöxtun SAL-lífeyrissjóðanna 6,6% að meðaltali og er þá miðað við vexti umfram hækkun lánskjara- vísitölunnar og að frádregnum kostnaði við rekstur sjóðanna. Sé tillit tekið til hans, má ætla að allt þetta 6 ára tímabil hafi raunávöxtun sjóðanna af fjárfestingum þeirra, sem eru nær eingöngu verðbréf ýmiss konar, verið 7,1-7,6%. Samkeppnin á fjármagnsmark- aðnum snýst fyrst og fremst um spariféð. Ávöxtun á verðbréfamark- aði er ávöxtun á sparifé. Allir aðrir telja sig þurfa að taka mið af þróun verðbréfamarkaðarins. Bankar keppast nú við að auglýsa 7% vexti á verðtryggðum innlánsreikningum. Útlánsvextir geta eðli málsins samkvæmt ekki verið lægri en inn- lánsvextir. Útilokað er að það geti borgað sig að taka lán til að kaupa verðbréf. Lægstu útlánsvextir eru því nú um og yfir 8% á verðtryggðum lánum. Af umræðunni hér á landi að dæma mætti ætla að tiltölulega háir raunvextir séu ávallt böl. Svo er ekki. Raunvextir setja atvinnurekstri og fíárfestingum arðsemiskröfur og í þeim felst oft nauðsynlegur agi. Raunvextir efla einnig að öðru jöfnu vilja til sparnaðar. En við_ núverandi efnahagsað- stæður á íslandi væri þó afar æski- legt að raunvextir lækkuðu. Lægri raunvextir gætu hvatt fyrirtæki til nýrra fjárfestinga. Lægri raunvextir lækkuðu útgjöld fyrirtækja og heim- ila. Lægri raunvextir minnkuðu af- skriftir lána í bönkum og sparisjóð- um og gæfu því færi á minni vaxta- mun inn- og útlána. Flest mælir því með lækkandi raunvöxtum. En því miður eru fá merki þess að raunvext- ir í landinu lækki svo nokkru nemi á næstunni. Að óbreyttu má ætla að ávöxtun á Verðbréfaþingi verði á þessu ári að meðaltali vel yfír 7%. Helstu lántakendur á ljármagns- markaði síðustu ár eru heimilin og hið opinbera. Að undanförnu hefur eftirspurn frá heimilum farið minnk- andi. Eftir stendur þá hið opinbera. Öllum ætti að vera ljóst að hlutur þess í háum raunvöxtum er stærst- ur. Á samdráttartíma er eðlilegt að skoða hvort ekki sé mögulegt að ein- hver hluti lánsijárþarfa hins opin- bera, sem fjármagnaður hefur verið innanlands að undanfömu, verði leystur með erlendum Iántökum. Hætta á verðbólgu af þeim sökum er nú með minnsta móti. Á hitt verð- ur þó að líta, að ísland er skuldsett land og sennilega er nú lítið svifrúm á erlendum lánamörkuðum til að taka við nýjum lánsbeiðnum frá ís- landi. Þess vegna er raunhæfasta leiðin sú að draga úr hallarekstri ríkisins og þar með þörfínni fyrir lántökum þess. Auk þessa er æskilegt að endur- skoða ýmsa kerfíslæga þætti sem kunna að valda hærri raunvöxtum en ella. Sennilega er ekki alltaf nógu gott samræmi milli verðbréfaútgáfu ríkisins og þarfa stórra stofnanaljár- festa, eins og lífeyrissjóða. Þetta lýt- ur bæði að tímasetningum útboða og kjömm þeirra. Smásölustarfsemi fjármálaráðuneytisins er ekki til bóta og ætti að leggjast af. Reglur um bindiskyldu og lausaljárskyldu eru arfur frá þenslutímum. Ástæða er til að endurmeta áhrif og þýðingu þeirra í ljósi breyttra efnahagslegra aðstæðna. Bann við samráði innláns- stofnana um vexti hefur án efa leitt til þess að þeim gengur erfiðlega að lagfæra ýmsar skekkjur í vaxtakerf- inu, þar sem óeðlilega mikill munur er á milli vaxta einstakra innláns- forma. Sama á við um einstök útláns- form. í þröngri efnahagslegri stöðu eru engin töfralyf til að lækka raunvexti umtalsvert. En til lengri tíma Iitið er mikilvægt að flestum sé ljóst, að 7-8% raunvextir á áhættulausum innlánsreikningum eða áhættulitlum verðbréfum eru hærri vextir en at- vinnulífið getur keppt við. Því verða sparifjáreigendur að sætta sig við lægri ávöxtun. Lántakendur verða og að skilja að neikvæðir raunvextir eru skammgóður vermir því þeir leiða til hruns í sparnaðarvilja fólks og þar með uppsprettu lánsfjárins. Því verður á hveijum tíma að finna þann milljveg sem báðir aðilar sætta sig við. Í núverandi stöðu þarf að vera svigrúm til einhverrar lækkunar raunvaxta, en sparifjáreigendur verða jafnframt að hafa trú á því að ekki verði horft til fyrri tíma þeg- ar þeir voru hlunnfarnir árum saman. Verðtrygg’ing' Núverandi og fyrrverandi ríkis- stjórn lýstu því báðar yfír að í byijun þessa árs yrði reglum um verðtrygg- ingu breytt. Þær yrðu hér eftir samn- ingsatriði hvers og eins. Eitthvað stendur á framkvæmdinni. Á því leikur enginn vafí að verð- tryggingin sem innleidd var með Ólafslögum 1979 kom í veg fyrir algjört hrun f sparnaði landsmanna. Eftir áratug sem einkenndist af verð- bólgu og neikvæðum raunvöxtum var sparifjáreigendum með verð- tryggingu tryggt nokkuð öryggi og sparnaður tók að aukast á nýjan leik. Verðtryggingin hafði ýmsa aðra kosti. Hún auðveldaði samninga um lánsfé til langs tíma og skapaði nauð- synlegt traust í fjárhagslegum samn- ingum milli manná. En hún hefur jafnan verið umdeild. Tæknileg hlið málsins, þ.e. útreikningur lánskjara- vísitölunnar, hefur oftlega orðið póli- tískt bitbein og henni verið breytt. Á tímum minnkandi tekna og þegar laun eru ekki lengur verðtryggð hef- ur „sparifjáreigandinn" verið talinn bera meira úr býtum en aðrir vegna verðtryggingar á innlánum og verð- bréfum. Lántakendur, sem dreymir um gömlu góðu dagana þegar verð- bólgan borgaði lánin, hafa og gagn- rýnt verðtrygginguna. Stjórnvöld hafa allt frá byijun sett lánastofnunum margvíslegar og misjafnar reglur um notkun verð- tryggingarinnar. Aðallega hafa verið settar mismunandi reglur um innlán og útlán, þar sem t.d. heimilt er að verðtryggja innlán sem standa í 6 mánuði, en verðtryggð útlán verða að vera skemmst til 3 ára. Afleiðing þessara síbreytilegu reglna er stór- felld áhætta í rekstri banka og spari- sjóða. Talið er að milli 20 og 30 milljarðar króna í verðtryggðum inn- lánum séu ávaxtaðir í óverðtryggð- um útlánum. Þetta þýðir að á verð- bólgutímum geta innlánsstofnanir tapað stórfé gæti þær ekki að því að láta vexti á óverðtryggðum lánum taka mið af verðbólguþróuninni. Með sífelldum og breytilegum afskiptum af verðtryggingunni hefur fjár- magnsmarkaðurinn verið leiddur í mikinn vanda. Verði takmarkanir á notkun verðtryggingar afnumdar Valur Valsson „Að öðru jöfnu má gera ráð fyrir að svona deilur verði endurteknar í næstu framtíð með reglubundnu millibili, engum til gagns. Því þykir mér tímabært að spyrja hvort ekki megi setja þessar deilur nið- ur. Er ekki unnt með víðtækum viðræðum allra hagsmunaaðila að freista þess að ná sæmi- legum friði í landinu um vaxtamálin?“ munu fyrstu viðbrögðin af þessum sökum eflaust verða þau að verð- trygging á útlánum eykst. Sé horft lengra fram í tímann er æskilegt að dregið sé úr notkun verð- tryggingar, sérstaklega á skemmri tíma skuldbindingum. Og verði lítil verðbólga viðvarandi má ímynda sér að einhvern tíma verði verðtrygging- in öll. Og augljóslega gerir tvöfalt vaxtakerfi á Islandi, verðtryggt og óverðtryggt, íslenskum bönkum erf- itt fyrir að keppa í opinni og óheftri samkeppni við erlenda banka. En forsenda þess að hægt sé að draga úr verðtryggingu, er að spari- fíáreigendur beri traust til vaxta- kerfísins í landinu. Því miður hefur umræða af því tagi sem við höfum orðið vitni að síðustu daga þau áhrif, að minna sparifjáreigendur enn á ný á að verðtryggingin er þeirra vörn. Sífelldar kröfur áhrifamanna um óraunsæjar ákvarðanir um vexti á óverðtryggðum inn- og útlánum, staðfesta að enn er stutt í handaflið. Við slíkar aðstæður leitar spamaður- inn eðlilega í verðtryggt skjól. Fari sparnaðurinn þangað verða útlánin einnig að koma þaðan. I ljósi þessa er sæmilegur friður um vextina mikilvægur. Áframhald- andi ósætti og deilur munu viðhalda verðtryggingu á íslandi um ófyrirsjá- anlegan tíma. Frelsi í fjármagnsflutningum Óðum styttist í það að fjármagns- flutningar til og frá íslandi verði í öllum meginatriðum algjörlega fijálsir. Með því skapast ný staða í fjármálum íslendinga. Þótt tolla- lækkun á fískafurðum sé mikilvæg og ástæðulaust að gera lítið úr mikil- vægi hennar, hef ég undrast hve frelsi í fjármagnsflutningum hefur fengið iítið rúm f allri umræðunni um EES. Helst hefur borið á áhyggj- um af væntanlegum fjárfestingum útlendinga á íslandi og þá sérstak- lega í jarðnæði og auðlindum. Þeir sem hafa verið í sambandi við er- lenda fjárfesta vita hins vegar að áhugi þeirra er og hefur verið sáralít- ill á Islandi. Þeim bjóðast yfírleitt mun betri fjárfestingakostir annars staðar. Fáir virðast á hinn bóginn hafa hugleitt þann möguleika að frelsið leiði fyrst og fremst til fjár- festinga íslendinga erlendis og hugs- anlega fjármagnsflótta. Mér er ekki kunnugt um að opin- berir aðilar hafí mótað stefnu um það til hvers menn vilja að fjár- magnsfrelsið leiði. Því síður þekki ég til þess að áætlanir hafi verið gerðar um einhveijar aðgerðir til að ná settu marki. Þess vegna hef ég nokkrar áhyggjur af því að fíár- magnsfrelsið leiði að ástæðulausu til mistaka sem erfítt gæti reynst að lagfæra. Þetta er enn ein ástæða þess að ég tel víðtækar viðræður um fjár- magnsmarkaðinn og vaxtamálin tímabærar. Mikilvægt er að skapa sem fyrst innlendar forsendur fyrir fullu frelsi í fjármagnsflutningum. Verðbréfamarkaðurínn Mikilvægi íslenska verðbréfa- markaðarins hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Allt fram á síð- asta ár hefur þróunin fyrst og fremst verið á langtímahlið markaðarins. Skammtímaþátturinn hefur setið eft- ir. Þó varð töluverð breyting í þessum efnum á síðasta ári. Þá steig fjár- málaráðuneytið mikilvæg skref í rétta átt og sama má segja um samn- ing ráðuneytisins og Seðlabankans þar sem tekið verður fyrir beinar lántökur ríkissjóðs í Seðlabanka. Ýmislegt má þó betur fara. Fram- kvæmd Lánasýslu ríkisins á uppboð- um verðbréfa ríkissjóðs hefur sætt gagnrýni og millibankamarkaður var um hríð nær óvirkur. Þrátt fyrir ýmsa annmarka, sem að hluta má flokka undir byijunar- örðugleika, er enginn vafi lengur á þýðingu markaðarins fyrir vaxta- kerfíð í landinu. Það er sameiginlegt hagsmunamál allra að hlutverk markaðarins í vaxtamynduninni sé styrkt. Hlutverk Seðlabankans Um langt árabil hefur Seðlabank- inn setið undir óvæginni gagnrýni stjómmálamanna fyrir flest sem af- laga fer. Oft og tíðum hefur þar lít- illar sanngimi gætt og skammtíma- sjónarmið í pólitík ráðið umræðunni. Á sama tíma hefur Seðlabankinn búið við lög þar sem markaðssetning er ónákvæm og rekst þar reyndar eitt á annars hom. Vegna þessa og vegna breytinga í fjármálaheiminum hefur smám saman dregið úr áhrif- um hans á vexti. Að sumu leyti var það eðlileg þróun vegna þess að á síðasta áratug var hér á landi sem í nágrannalöndum horfíð frá mið- stýringu peningamarkaðarins til frjálsræðis. í undirbúningi era ný lög um Seðlabanka. Þar era markmið hans skilgreind á skýrari hátt en áður og sjálfstæði bankans aukið frá því sem nú er. Samþykki Alþingi slíka breyt- ingu er það til bóta. En fleira getur styrkt hlutverk Seðlabankans í stjóm peningamála. Með virkum viðskipt- um á Verðbréfaþingi getur bankinn haft áhrif á vaxtaþróunina. Sérstak- lega er mikilvægt þegar fjármagns- flutningar verða ftjálsir, að bankinn hafí stjórntæki til að hafa áhrif á vextina, sérstaklega skammtíma- vexti, til þess á þann hátt að hafa að einhveiju leyti stjórn á fjármagns- hreyfingum til og frá Íslandi. Það er mín skoðun- að hér sem í öðram löndum eigi Seðlabankinn að hafa vissa leiðsögn í vaxtamálum, fyrst og fremst á skammtímavöxt- um. En þetta hlutverk getur Seðla- banki íslands ekki axlað fyrr en hann fær til þess sjálfstæði og frið. Vaxtamunur Oft er því haldið fram að vaxta- munur sé meiri á íslandi en annars staðar. Þetta sýni best óhagkvæmni innlánsstofnana og að þær muni ekki standa sig í erlendri sam- keppni. Samanburður af þessu tagi er erfíður og enn varhugaverðara að draga af honum of miklar álykt- anir. Ástæðan er sú að bankarekstur er ekki sambærilegur milli landa nema að nokkur leyti. Fyrir þessu era sögulegar hefðir og þróun. Svo dæmi sé tekið hafa mál skipast þann- ig hér á landi, að lán til fjárfestinga era að miklu leyti utan bankanna í sérstökum fjárfestingarlánasjóðum eða húsnæðislánum ríkisins. Þetta era lán til langs tíma og þeir sem stunda þessa starfsemi þurfa minni vaxtamun en þeir sem fyrst og fremst sinna skammtímalánum, eins og bankamir. Erlendis era fjárfest- ingarlán víða í verkahring bankanna. Af þessum sökum verður heildar- vaxtamunur íslenskra banka hærri en t.d. þýskra banka. En fleira kemur til. Hér á landi og reyndar sums staðar erlendis hef- ur tíðkast að umtalsverður hluti kostnaðar vegna ýmiss konar ann- arrar þjónustu bankanna en innlána og lána, er borinn af vaxtamun en ekki þjónustugjöldum. Því miður hefur alltof lengi tíðkast að þessi þjónusta sé hreinlega niðurgreidd með vöxtum. Flestar tilraunir banka til að leiðrétta þetta, þó ekki væri nema að hluta, hafa mætt litlum skilningi og oft mikilli pólitískri and- stöðu. Einn liður í því að lækka vaxta- muninn á íslandi er að taka upp raunhæfa verðlagningu á þjónustu banka og sparisjóða þannig að hver viðskiptavinur greiði eðlilegt verð fyrir þá þjónustu sem hann kýs að nota. Endurskoðun á þessum þætti í rekstri innlánsstofnana er nú brýnni en áður, því þær munu glíma á næstu áram við aukna erlenda sam- keppni. Erlendir bankar era komnir mun lengra í því að flytja tekjuöflun sína úr vaxtamuninum í þjónustu- gjöld. Flestum er ljóst að draga má úr ýmsum kostnaði í rekstri. banka og sparisjóða. Við hjá íslandsbanka höf- um unnið stöðugt að spamaði í rekstri undanfarin ár. Við eram að nýta möguleika sem sameining fjög- urra banka í íslandsbanka skapaði til að lækka rekstrarkostnað. Við, eram jafnframt að bæta samkeppnis- stöðu okkar innanlands sem við er- lenda keppinauta. Við drögum úr kostnaði af því allt þjóðfélagið hefur þörf á lægri tilkostnaði. Og við spör- um af því það er alls staðar hægt, vilji menn það á annað borð. Árang- urinn er þegar mikill í íslandsbanka. Á þessu vori verðum við með samein- ingu útibúa búin að fækka þeim um 10, eða fjórðung, frá því þau voru flest fyrir þremur áram. Stöðugildum hefur fækkað jafnt og þétt. Þau era nú 170 færri en fyrir þremur áram og væntanlega hefur þeim fækkaf?^ yfír 200 í lok þessa árs eða um 20% frá því íslandsbanki tók til starfa. Á árinu 1992 einu var dregið úr kostn- aði í íslandsbanka að fjárhæð 200 milljónir króna. Þetta höfum við gert án fjöldauppsagna og án þess að minnka þjónustuna. Við höfum einn- ig í aðalatriðum haldið markaðshlut- deild okkar. Við bíðum hins vegar eftir því að keppinautarnir taki til hendinni. Dráttarvextir Útreikningur dráttarvaxta er þannig lögum samkvæmt að miðað er við meðalvexti liðins tíma og álagi bætt við. Sömu dráttarvextir gilda^j. um öll lán. Þetta leiðir til þess að þegar verðbólga fer vaxandi kemur tímabil þar sem dráttarvextir verða óeðlilega lágir. Á sama hátt verða þeir tímabundið óeðlilega háir þegar verðbólga fer lækkandi. Þá valda sömu dráttarvextir fyrir alla því að dráttarvextir era hlutfallslega mun meiri refsing fyrir þá sem bestu kjör- in hafa, af því þeir era taldir traus' ustu lántakendumir, en fyrir hina sem ótraustir era taldir og era því með hæstu útlánsvextina fyrir. Tímabært er að endurskoða þessar* reglur. Til dæmis kemur til greina að dráttarvextir séu ávallt reiknaðir sem álag ofan á samningsvexti. Þetta er eitt þeirra fjölmörgu atriða sem betur mega fara í vaxtakerfínu. Að lokum Hér að framan hefur verið drepið á ýmsa þætti er snerta vaxtamálin og þróun íslenska fj ármagnsmarkað- arins. Hvergi nærri er hér allt til sögunnar nefnt. En tilgangurinn er að benda á að fjölmörg atriði í vaxta- málum okkar mega betur fara. Lög- bundið bann við samráði bankanna um vaxtamálin gerir það að verkum, að á þeim vettvangi er erfítt að fjallc^" um ýmsar þessar útbætur. En jafn- framt vil ég vekja athygli á því hversu nauðsynlegt er að þessi mál verði rædd. Þvi hvet ég til þess að víðtækar viðræður við alla hags- munaaðila verði nú hafnar í því skyni að koma á úrbótum, búa ísland und- ir frjálsa fjármagnsflutninga og skapa sæmilegan frið um vaxtamálin í landinu. Höfundur erformaður banka- og framkvæmdasljárnar íslandsbanka. Adveituæð bilar í Laxárvatnsvirkjim Blönduósi. AÐVEITUÆÐ að Laxárvatnsvirkjun í A-Húnavatnssýslu gaf sig einhvern tíma milli klukkan átta og tiu á miðvikudag. Engar skemmdir urðu á stöðvarhúsi eða íbúðarhúsi stöðvarstjóra þegar þrjú þúsund sekúndulítrar af Laxárvatni fundu sér farveg skammt fyrir norðan húsin. Haukur Ásgeirsson, rafveitu- stjóri á Blönduósi, sagði að það hefði tekið um þrjá klukkutíma að stöðva vatnsrennslið en óvíst er hvenær viðgerð verður komið við. Ekki mátti miklu muna að vatnselgurinn úr aðveituæðinni fyndi sér farveg á stöðvarhús virkjunarinnar en fyrir einhverja mildi rann vatnið rétt norðan við allar byggingar á virkjunarsvæð- inu. Orsök fyrir þessari bilun er ekki ljós en Haukur rafveitustjóri sagði að hugsanlega hafí myndast undirþrýstingur í aðveituæðinni og hún lagst saman að stóram hluta. Virkjunin var ekki í rekstri þegar þetta óhapp varð því unnið var að viðhaldi. - Jón Sig. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Skrúfað fyrir Starfsmenn rafveitunnar skrúfa fyrir að líkindum stærsta vatnskrana í Austur-Húnavatnssýslu. Flestir nótabátar hættir á síldveiðum og komnir á loðnuveiðar Veiðin gengnr betur með flottrolli BÚIÐ ER að veiða um 105 þúsund tonn af 120 þúsund tonna síldarkvóta. Góð síldveiði hefur verið í flottroll á síldarmið- unum við Suðausturland og fengu Huginn VE 55 og Heima- ey VE 1 fullfermi á þriðjudag. Að sögn Sigurðar Georgssonar skipstjóra á Heimaey hefur verið góð síldveiði að undanförnu. „Það hefur gengið mun betur síðan við skiptum yfir á trollið en með því er hægt að ná síldinni á hvaða dýpi sem er,“ sagði Sigurður. „Við höfum landað öllu í vinnslu hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum sem er með kvótann. Það er nokkur hundruð tonna kvóti eftir hjá fyrir- tækinu og við geram ráð fyrir að halda áfram á síldveiðum þar til við höfum aflað upp í hann.“ Ómar Sigurðsson skipstjóri Sæl- jóni SU sagði að illa hefði gengið með síldamót að undanförnu og væri ótíð um að kenna. Hann sagði að flestir nótabátarnir væru hættir á síldveiðum og færa á loðnuveiðar. Betri síld í haust Háberg GK 299 kom með síðasta síldarfarm sinn til Grindavíkur á miðvikudag, um 400 tonn. Síldin er fremur smá og fer öll í bræðslu. Hún veiddist á Meðallandsbugt og sagði Sveinn ísaksson skipstjóri að túrinn hefði verið sólarhrings lang- ur. „Síldin er orðin mjög blönduð og stenst ekki mælingar, hún er of lítil. Hún má vera 28 cm og við megum vera með um fjórðung af þeirri stærð. Þessi er 30-40% und- ir mælingu núna hjá okkur. Síldin fer öll í bræðslu en það er þó enn verið að veiða í vinnslu. Síldin var miklu betri í haust, þá var mjög góð síld. Þó að hún sé veiðanleg ennþá er hún lítil og svæðum er lokað af þeim sökum,“ sagði Sveinn. Háberg fer nú á loðnuveiðar og kvaðst Sveinn vera bjartsýnn á að nú væri loðnan að gefa sig eftir að hafa verið svo til óveiðanleg í haust. Hann sagði að munurinn á bræðslusíld og sfld til vinnslu væri ekki mikill, en 5 kr. fást fyrir kíló- ið af bræðslusíld og 8,50 kr. fyrir vinnslusíld og sagði Sveinn að þetta væri of lítill munur. Rúm 17.000 tonn af síld hafa borist á land i Grindavík síðan í haust og lætur nærri að fjórðungur hafí farið í vinnslu en afganguriniL í bræðslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.