Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 48
Gæfan fylgi þér
i umferðinni
SJOVAt*ALMENNAR
5L
m
I
LETTOL
MORGUNBLAÐW, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVlK
SÍMI 691100, StMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FOSTUDAGUR 29. JANUAR 1993
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Jórdani sýnir áhuga á Áburðarverksmiðjunni
Vill fjárfesta
fyrir 380 millj-
ónir hér á landi
MOHAMMED Khalifeh, efnaverksmiðjueigandi í Jórdaníu,
hefur sýnt áhuga á að fjárfesta á íslandi fyrir fimm til sex
milljónir Bandaríkjadala eða 320-380 milljónir króna. Khal-
ifeh, sem er eiginmaður Stefaníu Khalifeh, ræðismanns
íslands í Jórdaníu, segir að augu sín hafi beinzt að Áburðar-
verksmiðjunni í Gufunesi eftir að hafa rætt við Halldór
Blöndal samgöngu- og landbúnaðarráðherra í opinberri
heimsókn hans til Jórdaníu. Hann hyggst einnig kanna fleiri
möguleika á að fjárfesta í efnaiðnaði á íslandi.
Khalifeh, sem er verkfræðingur
af palestínskum uppruna, á efna-
verksmiðjur í Jórdaníu og Dubai við
Persaflóann. Þar er einkum fram-
leitt hráefni til þvottadufts- og sápu-
gerðar. Khalifeh sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann væri einnig
áhugasamur um áburðarframleiðslu
og hefði viðskiptasambönd við aðila,
sem vildu kaupa áburð.
„Ahugi minn er einkum til kominn
vegna hinnar ódýru raforku á ís-
landi,“ sagði Khalifeh. Hann sagðist
hafa viljað grafast fyrir um hvort
einhveijar verksmiðjur væri að finna
á íslandi, þar sem mætti með ódýr-
um hætti framleiða efni þau, sem
hann notar í framleiðslu sinni.
Khalifeh kemur sennilega til
landsins í maí ásamt konu sinni og
hyggst hann þá viða að sér upplýs-
ingum um fjárfestingarmöguleika.
Skýrsla send til Jórdaníu
„Ég sagði Khalifeh að ég myndi
biðja Hákon Björnsson, fram-
kvæmdastjóra Aburðarverksmiðj-
unnar, að taka saman grejnargerð
og senda honum, bæði um Áburðar-
verksmiðjuna og Kísiliðjuna við Mý-
vatn, auk annarra möguleika hér á
landi,“ sagði Halldór Blöndal í sam-
taii við Morgunblaðið. Hann sagði
að menn hefðu verið að þreifa fyrir
sér um það hvemig styrkja mætti
undirstöður Áburðarverksmiðjunn-
ar, en áburðarframleiðsla hefði farið
minnkandi og horfur væru á að hún
yrði gefin frjáls. Lagt hefur verið
fram á Alþingi frumvarp um að
breyta verksmiðjunni í hlutafélag.
„Ég er ekki að segja að þetta
samstarf takist, en það kom fram
sterkur áhugi fyrir því að iöndin
efndu til viðskipta sín á milli," sagði
ráðherrann. Hann sagði að Hákon
Björnsson hefði einnig verið beðinn
að athuga hvort fínna mætti sam-
starfsaðila í fleiri löndum, sem væri
tilbúinn að „leggja fram fé, þekkingu
og reynslu til að víkka starfsgrund-
völl Áburðarverksmiðjunnar".
Morgunblaðið/Kristinn
Mæðgiirnar þrjár
I gærkvöldi undu Elísabet Jane Pittman og Anna Nicola Grayson sér við að teikna á heimili
afa síns og ömmu, en Erna Eyjólfsdóttir móðir þeirra fylgdist með.
Urskurður um gæsluvarðhald kveðinn upp í dag í máli barnsræningjanna
Ræningjarnir hetjur í
bókum og bíómyndum
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur mun í dag kveða upp úr-
skurð um gæsluvarðhaldskröfu RLR yfir James Brian Gray-
son og Donald Michael Feeney, sem handteknir voru á
Keflavíkurflugvelli í fyrradag eftir að hafa reynt að nema
Onnu Nicolu, 5 ára dóttur Graysons, og Elísabetu Jane,
10 ára hálfsystur hennar, á brott frá móður þeirra, Ernu
Eyjólfsdóttur. Donald Feeney, sem tók þátt í stríðinu í
Víetnam og er sérþjálfaður í að eiga við hryðjuverka-
menn, er forsvarsmaður fyrirtækisins CTU í Fayetteville
í N-Karólínu í Bandaríkjunum. Það sérhæfir sig m.a. í
verkefnum af þessu tagi fyrir bandaríska foreldra.
Kona hans, Judy, sem tók þátt í
barnsráninu, er fyrrverandi njósnari
á vegum bandaríska hersins. Til
þessa hafa þau hjón yfirleitt unnið
verkefni af þessu tagi í löndum þriðja
heimsins. Bókin Rescue my Children
var nýlega gefin út í Bandaríkjunum
um fyrirtækið, verkefni þess og að-
standendur. ATBC-sjónvarpsstöðin
hefur gert sjónvarpsmynd, Desper-
ate Rescue, um eitt verkefna fyrir-
tækisins.
í gær höfðu ekki verið tekin form-
Margir nótabátar fengu fullfermi af loðnu við Papey
Areiðanlega upp-
hafíð að veishmni
Eskifirði.
SÚLAN EA landaði loðnu á Norðfirði í gær og sagði Bjarni
Bjarnason skipstjóri að loðnan væri vel á sig komin og
hrognainnihald um 12%. „Loðnan er að koma upp á grunn-
slóðina núna en er ekki komin í verulegt gönguform enn-
þá. Þetta er þó áreiðanlega upphafið að veislunni ef ein-
hver friður verður fyrir tíðarfarinu,“ sagði Bjarni. Margir
bátar voru á leið í land í gær með fullfermi.
Bjarni Ólafsson AK 70 kom til
Eskifjarðar með fullfermi af loðnu,
1.000 tonn. Þetta er fyrsti stóri
farmurinn sem kemur hér á land
eftir áramót.
Loðnan fékkst austur af Papey.
Hún er stór og falleg. Menn lifna
við að sjá loðnuna því mjög dauft
hefur verið yfir atvinnulífinu það
sem af er árinu. Þá kom Gullberg
VE síðdegis í gær með 600 tonn
af loðnu.
ísleifur VE og Helga II RE lönd-
uðu á Seyðisfírði í gær. B.J.
Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson
Fullfermi
Bjarni Ólafsson leggst að bryggju á Eskifirði í gær með fullfermi af loðnu.
leg skref af hálfu íslenskra yfirvalda
til að óska framsals eða handtöku
þeirra sem áttu aðild að málinu en
komust úr landi til Lúxemborgar og
fóru þaðan til London samdæg-
urs.
Umgengnisrétti hafnað
Með dómi héraðsdóms í Santa
Rosa héraði í Flórída-ríki 15. októ-
ber síðastliðinn var James Brian
Grayson úrskurðað forræði yfir dótt-
ur sinni, Önnu Nicolu. í dóminum
var tekið fram að móðirin hefði eng-
an rétt til umgengni við barnið. Þá
er rakið að hún hafi strokið með
börnin úr farbanni sem henni hafði
verið sett og hafi ekki mætt fyrir
dóm þrátt fyrir að hafa fengið boðun
um það í tilskilinn tíma.
Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins hefur James Brian
Grayson borið að hafa komið hingað
til lands á mánudagsmorgun, eftir
að hafa fengið boð um það frá Feen-
ey og hans fólki að Erna væri reiðu-
búin að afhenda honum dóttur hans.
Hann hafi beðið í bíl fyrir utan hótel-
ið meðan Anna Nicola hafi gengið
þaðan út og inn í bíl til sín.
Faðir eldri telpunnar Frederick
Arthur Pittman, kom ekki hingað
til lands meðan á aðgerðinni stóð
en beið henar er vélin frá íslandi
lenti í Lúxemborg. Hann var fyrri
maður Ernu en við skilnað frá hon-
um hafði henni verið dæmt forræði.
Þegar seinna skilnaðarmálið var
komið í gang og Erna hafði yfirgef-
ið Bandaríkin með dæturnar tók
Pittman upp málið að nýju í sam-
ráði við James Brian Grayson.
Sjá fréttir á bls. 20-21.