Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 44
44 C£= MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 29. JANUAR 1993 I't'l'l Hy'.'J/A1. J.'l 'dlUlí(í:JT'U'I Ui rP'UUTPTT TW R«. U.S Pat Otl ■!; rlghta raaarvad * 1903 Loa Ang«éM TlmM Syndicat* bollur með kartöflumús, brúnni sósu, lauk og sígarettuösku! J&lf* BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Evrópuhraðlestin Frá Þóri Karli Jónassyni Nú hefur samningurinn um Evr- ópskt efnahagssvæði verið stað- festur á Alþingi Islendinga og hef- ur utanríkisráðherra ásamt öllum krötum sem sitja á Alþingi lofað þennan samning og líkt honum við paradís á jörðu. Ennfremur hefur utanríkisráðherra sagt orðrétt að hagur íslendinga muni batna í hag- vexti um 3% en hann tiltók ekki á hvað löngum tíma sá hagvöxtur næðist, eða til að gera langa sögu stutta, EES-samningurinn myndi bjarga efnahag þjóðarinnar í einum vetvangi. Það hryggilegasta við orð Jóns Baldvins er að hann trúir þess- ari vitleysu sjálfur, en því miður er hann ekki einn á báti, allur þing- flokkur Alþýðuflokksins virðist trúa þessu líka. Nýlega kom fram sjónarmið eins af þingmönnum flokksins, Karls Steinars Guðna- sonar, og tjáði alþjóð það að ísland ætti að sækja um inngöngu í Evr- ópubandalagið (EB). Því miður er Karl Steinar ekki einn á báti í Al- þýðuflokknum því samband ung- krata hefur sent frá sér ályktun um það sama. Nú fyrst eru kratar á íslandi að koma úr skúmaskotun- um og segja raunverulega skoðun sína, samningurinn um EES var alltaf blekkingarleikur. Málflutningur Jóns Baldvins og hans félaga hefur einkennst af hroka og yfirgangi og ef einhveijir hafa verið á annarri skoðun, hvort sem það hafa veri félagasamtök eða einstaklingar, hefur hann full- yrt að þeirra málflutningur sé byggður á misskilningi og rang- færslum. Þau orð sem Jón Baldvin lét falla um dr. Guðmund Alfreðs- son í sjónvarpsumræðum frá Al- þingi 7. janúar sl., eru vægast sagt ógeðfelld. Hann sagði að Guð- mundur hefði ekkert vit á þessum samningi og hann væri sérfræðing- ur í frumbyggjarétti, þar af leið- andi virðist vera að Guðmundur megi ekki hafa sitt álit á þessum samningi. En hrokinn kemur ekki bara frá krötum, því forsætisráð- herra hefur fallið í sömu gryfju og Jón Baldvin. Prófessor Björn Þ. Guðmundsson hefur sömu skoðun og Guðmundur Alfreðsson á samningnum, þeir telja að hann standist ekki stjórnar- skrána og sendi Björn Þ. Guð- mundsson Alþingi álit sitt nýlega um þennan samning. Forsætisráð- herra, Davíð Oddsson, telur það álit sem Bjöm sendi Alþingi vera marklaust plagg sem Alþingi bað ekki um, en skiptir það máli hvort Alþingi hafi beðið um þetta álit, er maður sem er prófessor við laga- deild Háskóla íslands ekki tekinn alvarlega eða hvað? Er það álit sem íjórmenningarnir sendu frá sér hinn eini rétti sannleikur? Þegar málflutningur EES-sinna er orðinn jafn lágkúrulegur á Al- þingi íslendinga og raun ber vitni, ætti auðvitað að vísa málinu frá vegna ónógs rökstuðnings af hálfu EES-sinna. Afstöðuleysi framsóknarmanna Margir af þingmönnum Fram- sóknarflokksins sátu hjá í atkvæða- greiðslunni um samningin, og fluttu þeir margar skrítnar ræður málflutningi sínum til rökstuðn- ings. Það athyglisverðasta í ræðum þeirra allra var vafinn um stjórnar- skrárþátt samningsins, en nær allir hjásetuþingmennimir töldu að samningurinn stæðist ekki íslensku stjómarskrána. Samt sem áður sátu þeir hjá í atkvæðagreiðslunni. Þegar þingmenn sitja á Alþingi vinna þeir eið að stjómarskránni. Samkvæmt þessu ættu þingmenn að láta allan vafa vera stjómar- skránni í vil. ísland utan EES Það er skoðun mín að íslandi væri betur borgið utan EES vegna þess að samningurinn um EES er aðeins millibilsástand flestra EFTA-ríkjanna sem hafa flest sótt um aðild að EB. Með gildistöku samningsins um EES emm við að yfírtaka um 80% af lögum og regl- um EB-ríkjanna, sem þýðir að Rómarsáttmálinn er að flestu leyti lög íslenska lýðveldisins. Flestir þeir aðilar sem lofað hafa þennan samning hafa reynt að nota þau þau rök að með honum aukist frelsi til viðskipta og verslunar, en færri hafa bent á að með gildistöku samningsins gilda hér þau höft sem í honum eru lögð á fijálsan samn- ingsrétt verkalýðsfélaga. Ef við lítum á þróun mála innan EB varðandi verkalýðsfélög, er óhætt að fullyrða að miðstjórnar- vald í Brussel er lítt hrifið af verka- lýðsfélögum og fijálsum samnings- rétti. Það hefur verið með mikinn áróður gegn því að fólk sé í stéttar- félögum og höfum við íslendingar orðið varir við það á undanförnum árum að nú þegar er hafinn mikil áróðursherferð gegn verkalýðsfé- lögum hér á landi. Hafa samtök atvinnurekenda meðal annars stað- ið að því ásamt ungliðum í Sjálf- stæðisflokknum. Þessi samningur er mikið lofaður fyrir frelsi og aftur frelsi, en er það ekki grundvallarmannréttindi að verkalýðsfélög fái að vaxa og dafna, eða nær frelsið ekki svo langt? Það frelsi sem boðað er í þessum samningi er að mínu mati aðeins frelsi stórfyrirtækja og fjár- málabraskara, því með samningn- um er það tryggt að ef þú átt nóg af peningum þá eru þér alir vegir færir, en ef þú átt þá ekki er ekki tekið tillit til þín og þinna þarfa. Orðið frelsi og lýðræði eru orð sem mikið eru notuð nú til dags. En orðið frelsi er auðvitað afstætt eins og önnur orð, því þegar auðjöfrar Evrópu taka sér það í munn eiga þeir auðvitað við frelsi peninganna, en almúgamaðurinn skilur orðið frelsi sem frelsi frá fátækt, og svo framvegis. Það er mat mitt að ísland eigi ekki heima meðal þeirra stórþjóða sem ráða ferðinni í EB einfaldlega vegna þess að íslandi stendur ógn af þeim fyrirtækjum sem eru hvað stærst í EB. Með litlum tilfærslum á fjármagni þessara fyrirtækja geta þau orðið ráðandi hér á Is- landi og við erum fámenn þjóð og lítil. Þess vegna eigum við ekki að að vera í neinum vipskipta- og efna- hagsblokkum með stórþjóðum. ÞÓRIR KARL JÓNASSON, Hátúni 7b, Bessastaðahreppi. HÖGNI HREKKVÍSl VBKTt) MANKi ...SÍfióABÖB> TIL HANS." Víkveiji skrifar Víkveiji átti erindi í eitt af bfla- geymsluhúsum Reykjavíkur- borgar fyrir skömmu. Þar var sjálf- sali, sem tók á móti peningum og lét kvittanir í staðinn. Þegar Vík- veiji hafði lokið viðskiptum sínum við sjálfsalann birtist í litlum skjá á vélinni: „Pakka per.“ Víkveiji varð svolítið hvumsa, en ályktaði að vélin kynni ekki íslenzka stafróf- ið og væri að reyna að segja: „Þakka þér.“ Væri ekki hægt að forrita vélina þannig að þetta enskumælandi apparat segði bara „takk fyrir“ og íslenzku stafímir þyrftu ekki að þvælast fyrir því? xxx Skrifari dagsins brá sér í Borgar- leikhúsið fyrir skemmstu og skemmti sér ágætlega á leiksýn- ingu. í fyrsta sinn frá því hann fór að venja komur sínar í nýja leikhús- ið ákvað hann að nýta sér þjónustu veitingastofunnar í kjallara hússins. Þar niðri var ágætt að vera, mjúkir stólar og hlýlegri litir en í anddyri leilchússins. Hins vegar vakti það furðu Víkveija hvað stiginn niður í veitingabúðina er níðþröngur. Þar geta tveir fullvaxnir menn ekki mætzt nema annar þeirra stanzi og þrýsti sér upp að veggnum svo að hinn komist framhjá. Er þarna um hönnunarmistök að ræða eða var kannski aldrei reiknað með veit- ingastofu í kjallaranum? Og hvað segja til dæmis brunamálayfirvöld um þetta? Þurfa stigar í leikhúsi, þar sem oft er mikill mannfjöldi saman kominn, ekki að vera sæmi- lega rúmir ef slys verður? xxx að er mjög athyglisvert hvernig fegurðarskynið dettur stund- um úr mönnum þegar þeir setjast í pólitískar valdastöður. í Morgun- blaðinu í gær var mynd af nýrri verzlunarmiðstöð, sem á að reisa í miðbæ Hafnarfjarðar. Það má vera öllum ljóst að húsið stingur alvar- lega í stúf við gömlu byggðina í Hafnarfirði, þótt ekki væri nema stærðarinnar vegna. Þrátt fyrir mótmæli íbúanna, sem meðal ann- ars hafa birzt í greinum á síðum Morgunblaðsins, virðist meirihluti bæjarstjórnarinnar áfram halda að þetta sé fallegt hús og eigi vel heima á þessum stað. Að minnsta kosti hefur bæjarstjórnin ekki léð máls á breytingum á Stórhýsinu. Getur það verið að meirihluti bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar hafí ekki betra auga fyrir hlutföllum og sam- ræmi í stíl en þetta? Getur verið að arkitektarnir sem teiknuðu húsið séu svona smekklausir? Langar væntanlega eigendur til að eiga svona ljótt hús? Eru þetta ekki allt fagmenn á sínu sviði? xxx Húsbyggingin í Hafnarfirði er hins vegar ekki eina dæmið um að svona sé staðið að verki. Um allt land blasa við mönnum forljótir nútímasteinkassar í ætt við Hafnarfjarðarómyndina. Skipulags- mál hér virðast í meiri ólestri en víðast hvar í nágrannalöndunum. í þeim löndum, sem Víkveiji hefur heimsótt, hefur honum einna helzt fundizt óskapnaðurinn í Rússlandi sambærilegur. wJ »*V‘ * »»"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.