Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1993
Einkarekin sérsveit að baki brottnámstilrauninni
Stallone mun leika í mynd hjá Carolco
Feeney kynntur fyr-
ir Ernu undir réttu
nafni forstjórans
Stórmynd Carolco
Úr „Reservoir Dogs“, stórmynd
kvikmyndafyrirtækisins Carolco,
sem frumsýnd verður í Reykjavík
á morgun.
Faðirinn vill
ekki að greint
verði frá sinni
hlið málsins
ÓSKAR Magnússon hrl., sem í
gær var skipaður veijandi Jam-
es Brians Graysons, hefur um
nokkurt skeið unnið að málinu
á vegum hans hér og reynt að
ná sáttum í því, en hann tók að
sér málið fyrir milligöngu
bandaríska utanríkisráðuneyt-
isins.
í samtali við Morgunblaðið
sagði Óskar að þrátt fyrir einhliða
fréttaflutning, þar sem sannleik-
urinn hefði hvorki komið fram hjá
fjölmiðlum né yfirvöldum, vildi
skjólstæðingur sinn ekki að greint
yrði frá sinni hlið málsins.
KVIKMYNDAFYRIRTÆK-
IÐ Carolco Pictures Inc.,
sem gegndi hlutverki vinnu-
veitandans í sögunni sem
samverkamenn Donalds
Feeneys sögðu Ernu Eyjólfs-
dóttur og fjölskyldu hennar,
er þekkt í Hollywood.
Stjórnarformaður þess heit-
ir Mario Kassar. I samtali
Morgunblaðsins við Ernu
Eyjólfsdóttur kom fram að
þegar hún var stödd í Sviss
með „kvikmyndafólkinu“,
hefði hún verið kynnt fyrir
hinum kunna Mario Kassar.
Það mun hafa verið Donald
Feeney, sem lék hlutverk
Mario Kassars í leikþætti
Corporate Training Unlim-
ited í Sviss.
Morgunblaðið hafði samband
við Carolco í Hollywood og ræddi
við blaðafulltrúa þess og síðar
einnig lögfræðing fyrirtækisins
Robert Goldsmith. Þeim þótti sag-
an af barnsráninu í Reykjavík með
ólíkindum og sögðu að fyrirtækið
hefði engin tengsl við CTU.
„Ég er ekki alveg viss um ferða-
áætlanir herra Kassars undan-
famar vikur en ég er þó nokkuð
viss um að hann hefur ekki verið
í Sviss eða Þýskaiandi nýlega og
ég er alveg viss um að þótt svo
væri þá hefði það ekkert með þetta
fólk að gera,“ sagði Goidsmith.
„Það vinnur engin Jacklyn Davis
hjá okkur og enginn Donald Feen-
ey.“
Ein af stórmyndunum
Carolco átti aðild að gerð mynd-
arinnar „Reservoir Dogs“, sem er
ein af stórmyndum síðasta árs og
verður frumsýnd í Regnboganum
á morgun, laugardag.
í næstu mynd fyrirtækisins
verður Sylvester Stallone í aðal-
hlutverki, að því er fram kom í
máli Roberts Goldsmiths.
Fáorðir í Dómhúsinu
DONALD M. Feeney, sá skeggjaði fyrir miðri I hvað það kostaði að ráða hann til starfa við
mynd, leiddur inn í Dómhúsið við Lækjartorg aðgerð af þessu tagi. „Ekki neitt,“ svaraði
um hádegi í gær. Blaðamaður Morgunblaðsins hann. Að öðru leyti svaraði hann ekki þeim
fylgdi Feeney um ganga Dómhússins og spurði I spurningum sem til hans var beint.
Móðurinni synj að
um umgengnisrétt
ERNA Eyjólfsdóttir höfðaði haustið 1991 skilnaðarmál gegn
seinni eiginmanni sínum, James Brian Grayson, í héraðsdómi
Santa Rosa héraðs í Flórída, en þau bjuggu þá í borginni
Fort Walton í því héraði ríkisins. Hún krafðist forræðis yfir
dóttur þeirra, Önnu Nicolu Grayson, sem fædd er árið 1987,
en við skilnað frá fyrri manni sínum, Frederick Arthur Pitt-
man, hafði henni verið úrskurðað forræði yfir dóttur þeirra,
Elísabetu Jane, sem fædd er árið 1982. Við þingfestingu
málsins varð Erna við kröfu um að leggja inn hjá dómaranum
vegabréf sitt og dætra sinna beggja.
Atjánda apríl síðastliðinn, áður en til ísiands án vegabréfa.
málið var til lykta leitt fyrir dómi,
strauk hún úr farbanni sem dómur-
inn hafði sett henni og tók dætur
sínar með sér. Eftir tveggja vikna
tímabil þar sem mæðgurnar fóru
huldu höfði komust þær úr landi og
James Brian Grayson, sem nú sit-
ur í haldi í Síðumúlafangelsi og bíður
gæsluvarðhaldsúrskurðar, hélt mál-
inu áfram og krafðist forræðis. 15.
október síðastliðinn var svo kveðinn
upp dómur í forræðismálinu þar sem
hjónabandið er slitið og fallist á allar
kröfur eiginmannsins. í ítarlegum
niðurstöðum dómsins er meðal ann-
ars sérstaklega áréttað að Erna hafi
strokið úr farbanni og hafi ekki
mætt tii að flytja mál sitt fyrir dómin-
um þrátt fyrir að hafa verið boðuð
með nægilegum fyrii-vara.
Niðurstaða dómarans var á þá leið
að föðurnum einum var falið forræði
telpunnar, Önnu Nicoiu, og að móð-
urinni væri synjað um rétt til um-
gengni við hana. Dómurinn áskildi
sér rétt til að fjalla að nýju um
umgengnisréttinn og um meðlags-
skyldu móðurinnar og fleira, á
grundvelli vitnisburðar sem fram
kunni að koma um þau atriði.
Þótti útséð um að íslensk yfirvöld
yrðu bandarísku feðrunum að liði
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins.
MENNIRNIR sem stóðu að brottnáms-
tilraun tveggja stúlkna frá íslenskri
móður þeirra eru engir viðvaningar á
sínu sviði. Þeir starfa á vegum banda-
rísks fyrirtækis sem nefnist Corporate
Training Unlimited (CTU), og hafa sótt
böm bandarískra foreldra til átta ríkja.
Yfirleitt láta höfuðpaurar CTU, Donald
M. Feeney og kona hans Judy, ekki til
skarar skríða fyrr en fokið er I öll
önnur skjól og Neil C. Livingstone, sem
skrifað hefur bók um ævintýralegar
aðgerðir CTU og fylgst með skipulagn-
ingu ránsins á Islandi, kvaðst í viðtali
við Morgunblaðið standa í þeirri trú
að þótt hefði útséð um að íslensk yfir-
völd myndu verða bandarískum feðrum
stúlknanna að liði.
Don Feeney er nú í fangelsi á íslandi, en
Judy gengur laus. Þegar hringt var í höfuð-
stöðvar CTU í Fayetteville í N-Karólínu í gær
fengust þau svör að Judy Feeney væri úti,
ekki var upp gefið hvort hún hefði skroppið út
í búð eða væri erlendis. Judy tók hins vegar
þátt í aðgerðinni á íslandi, en komst undan.
Livingstone sagði að Feeney-hjónin létu
yfirleitt ekki til skarar skríða fyrr en ljóst
væri að aðrar leiðir, svo sem dómsmál, væru
ófærar. „Ég hygg að þau hafi aidrei haft
betri málstað en í þessu máli,“ sagði Living-
stone. Hann sagði að móðirin hefði í tvígang
virt dómstóla.að vettugi og báðir feður hefðu
fengið yfirráð yfir börnum sínum.
Mannrán eða björgun
Livingstone var ákveðið þeirrar skoðunar
að tilraun Feeney-hjónanna til að nema brott
stúlkurnar tvær flokkaðist undir „björgun".
Honum fannst „mannrán" ótækt og „brott-
nám“ of sterkt til orða tekið.
Don Feeney var í svokallaðri Delta-sveit,
sem skipuð er sérþjálfuðum liðsmönnum
bandaríska landhersins. Hann tók þátt í að-
gerðum í Súdan, Beirút og innrásinni á
Grenada fyrir tíu árum. Einnig tók hann þátt
í misheppnaðri tilraun stjórnar Jimmys Cart-
ers til að frelsa bandarísku gíslana í íran.
Judy Feeney starfaði við njósnir á vegum
hersins.
Nú reka þau CTU. Þar er fyrst og fremst
fengist við að þjálfa sveitir lögreglu og starfs-
menn sendiráða. Kennd er skotfími og bar-
átta gegn hryðjuverkum, hvernig komast skuli
að því hvort manni sé veitt eftirför og önnur
atriði sem komið gætu að gagni í kröppum
leik. Það er aukastarf að sækja börn til er-
lendra ríkja.
í ljósi reynslu þeirra hjóna í aðgerðum af
þessu tagi vaknar spurningin um það hvað
hafi farið úrskeiðis. Svo virðist sem nema
hafí átt stúlkurnar á brott í fimm daga ferða-
lagi til Sviss, en hætt hafi verið við er móðir-
in tók yngri dóttur sína ekki með.
„Hlutirnir fara aldrei á þann veg sem þeir
eru skipulagðir án tillits til þess ófyrirséða,"
sagði Livingstone. „Það á jafnt við í hernaði
sem í aðgerðum af þessu tagi.“
Judy Feeney sagði í viðtali við Henry Cun-
ingham, blaðamann The Fayetteville Obser-
ver-Times, um það leyti sem bók Livingston-
es, Bjargið barni mínu (Rescue my Child),
kom út í nóvember, að þau létu „stjórnast
af hjartanu" þegar þau legðu foreldrum brott-
numinna barna lið: „Ekki getum við sagt nei
þegar við vitum að við getum hjálpað."
Ekki eru það peningar sem stjórna, því að
CTU rambar á barmi gjaldþrots. Sú er ástæð-
an fyrir því að CTU hefur verið í sviðljósinu
undanfarið að sögn Davids Bourns, fjármála-
penna The Fayetteville Observer-Times.
Vegna fjárhagsörðugleikanna samþykktu
hjónin að bók Livingstone kæmi út og að
gerð yrði sjónvarpsmynd undir nafninu „Desp-
erate Rescue“, sem sýnd var fyrir skömmu.
Livingstone tiltók þessa ástæðu, en sagði
einnig að ekki hefði verið hægt að halda að-
gerðunum leyndum. Yfirleitt hefðu foreldri
sem orðið hefðu viðskila við börn sín vakið
athygli á málstað sínum við íjölmiðla og þá
væri ekki hægt að halda því leyndu þegar
börnin skytu skyndilega upp kollinum.
Feeney-hjónin hafá haft mest umleikis í
þriðja heiminum, í Bangladesh og Túnis, svo
dæmi séu tekin. Að sögn Livingstone er þetta
hins vegar ekki í fyrsta skipti sem þau láta
að sér kveða í hinum vestræna heimi: „Þau
hafa einnig sótt barn til Skandinavíu, en ekk-
ert var um það skrifað af ótta við hefndarað-
gerðir vegna þess að faðirinn var viðriðinn
skipulagða glæpastarfsemi.
(
í
r
í
I
.
I:..
«
i
I;
b
l
I
l
>