Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1993 Hlj[ómsveit Orvars í Ártúni HLJÓMSVEIT Örvars Kristjáns- sonar mun um helgina, sem og um allar helgar í vetur, leika fyr- ir dansi. Hljómsveitina skipa: Örvar Krist- jánsson, harmónikka, hljómborð og söngur, Már Elíasson, trommur og söngur, Júlíus Jónasson, bassi og söngur, Sveinn Björgvinsson, gítar og söngur og söngkonan Anna Jóna Snorradóttir. Veitingahúsið Ártún býður upp á þjónustu á ýmiss konar mannfögnuð- um svo sem þorrablótum og árshátíð- um. Til vorsins eru aðeins örfá kvöld til ráðstöfunar. (Úr fréttatilkynningu) .....4-------- Janúarhrað- skákmót TR JANÚARHRAÐSKÁKMÓT Taflfélags Reykjavíkur verður haldið sunnudaginn 31. janúar kl. 20. Þátttökugjald er 500 krónur og verða 1. verðlaun 50% þátttöku- gjalda. Auk þess verða þrír verð- launapeningar veittir. ------»■ ------- Sálin á Hvoli og í Keflavík SÁLARMENN leika um helgina á tveimur stöðum eins og endra- nær. Á föstudaginn halda þeir í Rang- árþing og leika fyrir dansi í félags- heimilinu Hvolsvelli. Á laugardags- kvöldið leika Sálarmenn í Keflavík þar sem slegið verður upp afmælis- balli fyrir Suðumesjamenn í veit- ingahúsinu Þotunni, en veitinga- húsið heldur upp á eins árs af- mæli sitt það sama kvöld. Sálin hans Jóns míns fyrirhugar að fara í langt frí innan tíðar og alls óvíst hvenær þráðurinn verður tekinn upp að nýju. (Úr fréttatilkynningu) BP MæBÆ Ábendingar frá lögreglunni: Viðurlög við ölvunarakstri Árlega eru á þriðja þúsund ökumenn staðnir að því að aka undir áhrifum áfengis hér á landi. Fæstir gera sér grein fyrir hver viðurlög eru við ölvunarakstri, en þau em eftirfarandi: Ölvunarakstur, fyrsta brot: 0/00 Sekt Svipting 0,60-0,70 18.000 1 mánuður 0,71-0,85 21.000 2 mánuðir 0,86-0,99 24.000 3 mánuðir 1,00-1,19 27.000 4 mánuðir 1,20-1,32 30.000 6 mánuðir 1,33 og yfir 35.000 12 mánuðir Refsing og ökuleyfissvipting vegna ítrekaðs ölvunaraksturs: 2. brot: 60.000-70.000 króna sekt og 15-20 daga varðhald til vara. Ökuleyfíssvipting 2 til 3 ár. 3. brot: 30 daga varðhald. Ævi- löng svipting. 4. brot: 60 daga varðhald. 5. brot: 3 mánaða fangelsi. Refsing ef ekið er eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum: 1. brot: 35.000 kr. sekt. 2. brot: 70.000 kr. sekt. 3. brot: 30 daga varðhald. 4. brot: 60 daga varðhald. 5. brot: 3 mánaða fangelsi. Margir ölvaðir ökumenn hafa slasast eða slasað aðra. í slíkum tilvikum getur það orðið til að þyngja refsingu, allt eftir eðli mála hveiju sinni. Hver sá sem vill vera öruggur um að komast hjá sekt eða öku- leyfíssviptingu vegna ölvuna- raksturs á að hafa það sem reglu að aka ekki eftir að hafa neytt einhvers áfengis. Fyrirlestur um þolfimi JOSHUA Askew frá Bandaríkjun- um er staddur hér á landi til 1. febrúar og mun hann haida fyrir- lestur fyrir væntanlega keppend- ur í þolfimi fyrir Islandsmótið sem haldið verður 14. mars nk. á Hót- el Islandi. Fyrirlesturinn verður haldinn laugardaginn 30. janúar í líkamsræktarstöðinni World Class. Joshua er vel þekktur þol- fimikennari og hefur verið dómari í fjölmörgum þolfimikeppnum og mun hann fara í reglurnar með væntanlegum keppendum fyrir Islandsmótið í þolfimi. Islandsmótið í þolfimi verður hald- ið í annað sinn hér á landi. Verðlaun eru í boði og munu sigurvegararnir fara til Tókýó að keppa á Suzuki- heimsbikarmótinu í þolfimi í apríl. Sigurvegarar frá því í fyrra hafa keppt á heimsbikarmótinu og í Norð- urlandakeppninni í þolfimi og hafa náð mjög góðum árangri og sýnir það hversu framarlega íslendingar eru í þessari íþrótt. (Úr fréttatilkynningu) RADA UGL YSINGAR STJÓSEFSSPlTALlBB HAFNARFIRÐI Hjúkrunarfræðingar athugið Hjúkrunarfræðingur óskast í 100% starf til afleysinga á handlækningadeild spítalans frá 1. mars til 1. nóvember 1993. Möguleiki er á hlutastarfi. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, Gunn- hildur Sigurðardóttir, í síma 50188. Sölumaður - útflutningur Fyrirtæki í Reykjavík, sem annast sölu og útflutning á ýmsum sjávarafurðum, óskar eftir góðum sölumanni sem fyrst. í þetta krefjandi og spennandi starf er leitað að ábyrgum aðila, sem getur unnið sjálf- stætt. Umsækjendur þurfa að hafa framkomu og málakunnáttu til að umgangast fólk af ýmsu þjóðerni á traustvekjandi og afslappaðan máta. Umsóknum, með upplýsingum um starfs- reynslu og menntun, skal skila til auglýsinga- deildar Mbl. fyrir 2. febrúar nk. merktar: „Fiskur - 10184“. Húseigendur Eigum til á lager fokfestingar fyrir sorptunnur. Blikksmiðja Gylfa Konráðssonar, Funahöfða 17, sími 674222. Félagasamtök og skólar Eins og undanfarin ár er skíðaskáli KR í Skálafelli til útleigu í vetur. Góð aðstaða til skíðaiðkunar fyrir alla aldurshópa. Nánari upplýsingar veita: Guðjón Olafsson, s. 91-37591. Heimir Sigurðsson, s. 91-687220/13966. Haukur Bjarnason, s. 91-682102. Spánn - Benidorm Styttu veturinn og komdu til Spánar! Notaðu tímann til að fara á námskeið, t.d. í tungumálum, keramik eða málaralist, nú, eða bara til að slappa af. Hitastigið hjá okkur núna er um 15-20 stig og dagarnir sólbjartir. Tek á móti fólki frá íslandi til dvalar í stóru einbýlishúsi með tennisvelli og sundlaug. Herbergi með hálfu fæði 1.400 kr. ísl. á dag. Næ í fólk á Alicante-flugvöll. Hringdu eða sendu fax í síma 90 34 66 873752. Margrét Sölvadóttir. Framsóknarvist - Framsóknarvist verður spiluð nk. sunnudag 31. janúar kl. 14.00 í Hótel Lind, Rauðarárstíg 18. Veitt verða þrenn verðlaun karla og kvenna. Finnur Ingólfsson, alþing- ismaður, mun flytja stutt ávarp í kaffihléi. Aðgangseyrir kr. 500 (kaffiveitingar innifaldar). Reykjavík Framsóknarfélag Reykjavíkur. Félagar í Sölusambandi ísl. fiskframleiðenda! Stjóm SÍF boðar til félagsfundar á Hótel Sögu, Súlnasal, mánudaginn 1. febrúar 1993, kl. 13.30. Dagskrá: Endanleg staðfesting á samþykkt félags- fundar Sölusambands ísl. fiskframleiðenda, haldinn 26. janúar 1993, um að leggja niður félagið skv. 37. grein laga SÍF. Stjórn SÍF. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvötlum 1, Seífossi, miðvikudaginn 3. febrúar kl. 10.00, á eigninni Bjargi, Stokkseyri, þingl. eig. Hafsteinn Pálsson og Gunnhildur Magn- úsdóttir. Uppboðsbeiðendur eru Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og Stokkseyrarhreppur. Sýslumaðurinn á Selfossi, 28. janúar 1993. Uppboð á hrossum Helgi Jóhannsson hdl. hefur óskað eftir uppboði á 27 hrossum, f.h. dánarbús Kristins Brynjólfssonar, Gelti, Grímsneshreppi. Lausafjár- uppboð þetta mun fara fram á jörðinni Gelti í Grímsneshreppi, föstu- daginn 5. febrúar 1993, kl. 14.00. Greiðsla áskilin við hamarshögg. Ávísanir ekki teknar til greina nema með samþykki uppboðshaldara. Sýslumaðurinn á Selfossi, 28. janúar 1993. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Berugata 26, Borgarnesi, þingl. eig. Ásmundur Ólafsson, gerðarbeið- endur innheimtumaður rikissjóðs og Landsbanki (slands, lögfræð- ingadeild, 4. febrúar 1993 kl. 10.00. Björk, Reykholtsdalshreppi, þingl. eig. Jón Pétursson og Þórvör Embla Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðar- ins, 4. febrúar 1993 kl. 10.00. Böðvarsgata 12, efri hæð, Borgarnesi, þingl. eig. Hörður Jóhannes- son, gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar hf., 4. febrúar 1993 kl. 10.00. Kjartansgata 5, Borgarnesi, þingl. eig. Konráð Andrésson, gerðar- beiðandi (slandsbanki hf., 4. febrúar 1993 kl. 10.00. Kringlumelur, Skilmannahreppi, þingl. eig. Margrét Ingimundardóttir og Kjartan Þröstur Ólafsson, gerðarbeiðandi Tryggingastofnun ríkis- ins, 4 febrúar 1993 kl. 10.00. Laxeyri, Hálsahreppi, mannvirki Fiskræktarst. Vesturlands, þingl. eig. Fiskræktarstöð Vesturlands hf., gerðarbeiðendur Landsbanki (slands og sýslumaðurinn í Borgarnesi, 4. febrúar 1993 kl. 10.00. Mávaklettur 3, Borgarnesi, þingl. eig. Torfi Július Karlsson, gerðar- beiðandi Tryggingastofnun ríkisins, 4. febrúar 1993 kl. 10.00. Miðfossar, Andakílshreppi, þingl. eig. Gísli Jónsson, gerðarbeiðend- ur Byggingasjóður ríkisins, Búnaðarbanki (slands, Fóðurblandan hf., Vátryggingafélag (slands og islandsbanki hf., 4. febrúar 1993 kl. 10.00. Þórólfsgata 4, Borgarnesi, þingl. eig. Ólafur Þorgeirsson, gerðarbeið- endur P. Samúelsson hf. og Steinar Hallgrímsson, 4. febrúar 1993 kl. 10.00. I.O.O.F. 12 = 174129872 = 7. þorramatur FERÐAFÉLAG 0 ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Vætta- og þorrablóts- ferð 6.-7. febrúar Frábær gisting í nýju gistihúsi að Leirubakka í Landsveit. Nánari upplýsingar á skrifstof- unni, Mörkinni 6. Einstök og þjóðleg ferð sem enginn œtti að láta framhjá sér fara. M.a. skoð- aðir manngerðir hellar að bæn- um Hellnum. Þorrahlaðborð inni- falið í framiða. Brottför laugard. kl. 8.00. Fararstjórar: Ólafur Sig- urgeirsson og Kristján M. Bald- ursson. Sýslumaðurinn i Borgarnesi, 28. janúar 1993. Sunnudagsferðir 31. janúarkl. 11: 1. Skíðaganga. 2. Verferð að Stafnesi og Hvalnesi. Myndakvöld miðvikudags- kvöldið 3. febrúar í Sóknarsaln- um, Skipholti 50a (kl. 20.30). Fáið ykkur nýja, fjölbreytta ferðaáætlun Ferðafélagsins 1993. Ferðafélag (slands. NÝ-UNG KFUM & KFUK Suðurhólum 35 Á samverunni í kvöld mun Guð- mundur Jónsson fjalla um efnið: „FYRIRBÆN - gerist eitt- hvað?“ ásamt bænafulltrúum Ný-Ungar. Öllum er heimilt að taka þátt í samverunni. Fyrirbænastund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.