Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTT1R FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1993
47*
KORFUKNATTLEIKUR
Nafnar kljást. Bakverðimir Jón Kr. Gíslason og Jón Öm Guðmundsson á fullri ferð í leiknum í gær. Jón Öm og félgarar í Haukum höfðu betur. Morgunbiaðið/Kristinn
Famir að finna lyktina
- sagði IngvarJónsson, þjálfari Hauka, eftir sigurá Keflvíkingum
„ÞETTA var flott. Við erum
farnir að finna lyktina," sagði
Ingar Jónsson þjálfari Hauka
eftir að lið hans hafði sigrað lið
Keflvíkinga með 90 stigum
gegn 79 í gærkvöldi.
eð sigrinum tryggðu Haukar
sig endanlega í úrslita-
keppnina, eru nú aðeins tveimur
stigum á eftir Kefl-
víkingum í A-riðli.
Þetta var annar tap-
leikur ÍBK á keppn-
istímabilinu. „Þetta
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
var slakt hjá okkur. Hittnin var
léleg en það má segja að þetta sé
ágætt til að koma okkur niður á
jörðina fyrir bikarúrslitaleikinn,“
sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og
leikmaður ÍBK. Keflvíkingar leika
til úrslita við Snæfell um aðra helgi
og er þetta í þriðja sinn sem ÍBK
leikur til úrslita. Liðið tapaði tveim-
ur fyrri úrslitaleikjum.
Jón Arnar lék ekki með Haukum
að þessu sinni, er meiddur, og var
sigur Haukanna því enn sætari. Það
var John Rhodes sem var besti
maður vallarins, gerði 33 stig og
tók annað eins af fráköstum auk
þess sem hann átti nokkrar stoð-
sendingar á félaga sína.
Leikurinn var hraður og
skemmtilegur, sérstaklega í fyrri
hálfleik. Gestimir byrjuðu betur og
eftir eina og hálfa mínútu höfðu
þeir gert 6 stig án þess að Haukar
næðu að svara. Það var geysileg
barátta og menn fleygðu sér út um
allt hús frekar en tapa knettinum.
Jafnræði var allan fyrri hálfleik-
inn en eftir tólf mínútna leik í þeim
síðari höfðu Haukar náð tíu stiga
forskoti, gerðu níu stig í röð, og
það var of mikið fyrir IBK.
Lykilmenn í liði ÍBK náðu sér
ekki á strik á meðan Haukarnir
léku allir vel. Mestu munaði þó að
ÍBK réði ekki við Rhodes. Pétur var
traustur og Bragi naskur í síðari
hálfleiknum. Jón Örn stjómaði leik
Hauka einstaklega vel og gerði góð
stig. Sigfús kom sterkur inn og lék
sérlega vel í vöminni.
Kristinn var eiginlega sá eini sem
lék vel hjá Keflvíkingum, en hann
gerði sex þriggja stiga körfur.
Varamenn IBK gerðu 32 stig í
leiknum og sýnir það ef til vill best
hvemig lykilmönnum ÍBK gekk.
Einnig var áberandi að ÍBK vantaði
stóran mann til að kljást við Rhodes.
Webster
hættir
að spila
ÆT
Ivar Webster, körfuknatt-
leiksmaður, leikur sinn síð-
asta leik á sunnudaginn þegar
Breiðablik mætir KR. Webst-
er, sem leikur með Blikum,
hóf einmitt keppnisferil sinn
hér á landi með KR-ingum
fyrir 13 árum. Ástæða þess
að Webster hættir er að hann
er slæmur í fótunum og getur
því ekki leikið körfuknattleik
af fullum krafti.
Haukar-IBK 90:79
íþróttahúsið við Strandgötu, úrvalsdeildin í
körfuknattleik, fimmtud. 28. janúar 1993.
Gangur leiksins: 0:6,4:10,12:12,17:16,23:22,
31:31, 38:31, 45:38, 48:40,49:50, 51:54, 68:58,
70:67, 83:70, 90:76, 90:79.
Stig Hauka: John Rhodes 33, Pétur Ingvars-
son 18, Bragi Magnússon 16, Jón Öm Guð-
mundsson 15, Sigfús Gizurarson 6, Sveinn A.
Steinsson 2.
Stig ÍBK: Kristinn Friðriksson 24, Jonathan
Bow 22, Albert Óskarsson 10, Jón Kr. Gíslason
7, Guðjón Skúlason 6, Einar Einarsson 4, Sig-
urður Ingimundarson 4, Nökkvi Már Jónsson 2.
Áhorfendur: 360.
Dómaran Kristinn Albertsson og Heigi Braga-
son dæmdu mjög vel.
Handknattleikur
2. deild karla
Grótta-Ögri.......................28:9
Fyikir-HKN.......................21:24
Pjölnir - Ármann.................21:22
Knattspyrna
ítalska bikarkeppnin
I’yrri leikur í átta liða úrslitum:
Lazio - Torino.................... 2:2
Maurizio Neri (4.), Guiseppe Signori (36. vsp.)
- Luca Fusi (45.), Enzo Scifo (89.). 30.000.
Pétur Guðmundsson
Pétur fékk ekki heimild
til að leika með Val
Pétur Guðmundsson, körfuknattleiksmaður, mun
ekki leika með Val í vetur. Félagaskiptanefnd
KKÍ tók málið fyrir og hafnaði beiðni hans um félaga-
skipti.
Reglurnar segja að ætli leikmaður að skipta um
lið á tímabilinu 16. desember til 15. febrúar skuli
félagskiptanefnd taka málið fyrir. Meginreglan skal
vera sú að félagaskiptanefnd heimili ekki félaga-
skipti nema mjög sérstakar ástæður séu fyrir hendi.
Pétur, sem lék með UBK, framan af vetri mun
því ekkert leika í vetur nema ef vera skyldi með ís-
lenska landsliðinu, því landsliðsþjálfarinn hefur fullan
hug á að nota hann.
SUND
Verður íslands-
GETRAUNASPA MORGUNBLAÐSINS
Tíu fyrstu leikirnir á seðlinum að þessu sinni eru í ensku úrvalsdeildinni en þrfr síðustu úr 1. deild. Giskað er á 144 raða
/Arh
vina 1 X 2
Chelsea - Sheffield Wed. X 2
Coventry City - Wimbledon 1
Crystal Palace - Tottenham X 2
Everton - Norwich City 1 opin seðil, sem kostar
Ipswich Town - Manchester Utd. X 2 1.440 krónur. Tveir
Leeds United - Middlesbno 1 leikir eru þrítryggðir, fjórir tvítry'ggðir og sjö þar af leiðandi fastir - með einu merki.
Manchester City - Blackburn 1 X 2
Notth. Forest - Oldham 1
Sheffield Utd. - Q.P.R. 2 Sjónvarpsleikur
Southampton - Aston Villa X 2 dagsins hjá RUV er
Leicester City - West Ham 1 viðureign Chelsea og Sheffield Wedensday á Stamford Bridge.
Oxford - Millwall 1
Swindon Town - Wolves 1 X 2
mótið í Skotlandi?
JÓN B. Helgason, stjórnar-
maður í Sundsambandi ís-
lands, sagði við Morgunblað-
ið i gærkvöldi að verið væri
að kanna möguleika á því að
halda íslandsmótið í sundi í
Edinborg í Skotlandi í sumar.
Jón sagði að mikil óánægja
væri með aðstæður hér á landi
og þrátt fyrir loforð ráðamanna
um 50 m innilaug hefði ekkert
breyst. „Islandsmótið á að vera
toppurinn á tímabilinu, en það er
háðung og hefur farið versnandi.
Laugardalslaugin er engin keppn-
islaug og það er slembilukka ef
þar næst árangur. Hinn kosturinn
er Kópavogslaug, en hún er of
grunn í grynnri endanum," sagði
Jón.
Hann sagði að rætt hefði verið
við Skota um að halda mótið í
Edinborg í samvinnu við þá og
yrðu heimamenn þá með sem
gestir. Óformlegar viðræður
hefðu átt sér stað við Flugleiðir
varðandi ferðir, en gert er ráð
fyrir 100 til 150 keppendum.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins er leiga fyrir umrædda
laug í Edinborg í fjóra daga um
tvær milljónir króna og því heldur
skoska sundsambandið ekki
meistaramót sitt þar, en hefur
staðið fyrir opnum mótum á
staðnum með fyrirgreiðslu frá
Edinborg. Jón sagðist ekki geta
staðfest töluna, en sagði að unnið
yrði að því að Skotar tækju þátt
í kostnaði.