Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1993 33 stóð mér opið svo lengi sem ég þyrfti. Þessu gleymi ég aldrei. Hvað hann brá skjótt við og hversu mót- tökur voru góðar af hendi þeirra hjóna. Ég dvaldi hjá þeim til vors; þá fékk ég mér herbergi á leigu. En heimili þeirra stóð mér alltaf opið. Þangað gat ég komið hvenær sem ég vildi og alltaf sömu ljúfmannlegu móttökurnar. Ég var á faraldsfæti frá 14 ára aldri og fram yfir tví- tugt. Og ef ég hef einhvers staðar átt vísan samastað á þeim árum þá var það hjá þeim sæmdarhjónum Óðni og Guðrúnu. Óðinn frændi minn hafði skýrar og fastmótaðar lífsskoðanir og stóð fast á sínu svo að manni fannst á stundum að hann væri óþarflega fastur fyrir. En hann var sannfæringu sinni trúr og var tilbúinn að standa og falla með henni og það er karlmann- legt. Hann var enginn hentistefnu- maður og hefði að öllum líkindum ekki náð langt á vettvangi stjórn- málanna, þótt hann hefði þar mjög ákveðnar skoðanir er hann hvikaði aldrei frá, þá hefði hann aldrei get- að tekið þátt í þeirri refskák. Hann var enginn undirhyggjumaður. Þegar ég settist niður til að hripa þessar línur var það fyrst og fremst til að þakka frænda mínum fyrir alla hans góðsemi við mig. Þannig hlýhug sem hann og öll fjölskylda hans hefur sýnt mér bæði fyrr og síðar og eigi hvað síst er ég þarfnað- ist stuðnings, heimilis og vináttu. Blessuð sé minning Óðins S. Geirdals. Svanur Geirdal. Óðinn Steinólfsson Geirdal var fæddur á Húsavík 24. apríl 1907 og vantaði því rétta þijá mánuði í að verða 86 ára, er hann andaðist á Sjúkahúsi Akraness 24. janúar sl. Foreldrar hans voru Steinólfur Eyjólfsson, Bjarnasonar Eggerts- sonar prests í Stafholti, Bjarnason- ar Pálssonar landlæknis, er kvænt- ur var Rannveigu Skúladóttur * Minninff Sunnudaginn 24. þ.m. lést í Reykjavík Haraldur Siguijónsson trésmiður, 76 ára að aldri (fæddur 24. desember 1916). Haraldur fædd- ist og ólst upp á Granda í Dýra- firði. Haustið 1941 settist hann í Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þar búfræðiprófi vorið 1943. A full- orðinsaldri lauk Haraldur síðan sveinsprófi í þeirri starfsgrein sem átti eftir að verða ævistarf hans, i þ.e. trésmíði. Meðan Haraldur var við búfræði- nám sitt á Hvanneyri kynntist hann ^ tilvonandi eiginkonu sinni, Eygló Gísladóttur á Innri-Skeljabrekku í Andakíl, en fjölskylda hennar hafði, g er hér var komið sögu, nýverið unn- ið það afrek að breyta veigalítilli bújörð á Innri-Skeljabrekku í eitt öflugasta stórbýli Borgarijarðarhér- aðs á örfáum árum. Eygló og Har- aldur giftust og stofnuðu heimili á Hvanneyri vorið 1944. Þau byggðu sér fljótlega hús á frábærlega fögr- um stað og bjuggu þar uns þau flutt- ust burt vorið 1968 og settust að í Reykjavík. Á Hvanneyri fæddust og ólust upp þrjú börn þeirra hjóna, glæsilegt fólk og dugmikið, sem vegnað hefur eins og best verður á kosið. Sá er hér heldur á penna var um árabil næsti nágranni Haraldar og Eyglóar og raunar fermingarbróðir þeirrar síðarnefndu. Kynni mín af Haraldi hófust er hann var búfræði- nemi á Hvanneyri fyrir hálfri öld, og varð úr vinátta er hélst meðan báðir lifðu. Haraldur var kappsamur og afkastamikill starfsmaður. Hann var þúsundþjalasmiður, eins og þeir menn verða að vera er annast fram- kvæmdir og viðhald á umsvifamiklu skólasetri. Haraldur var frábærlega verkhygginn og útsjónarsamur — Magnússonar landfógeta í Viðey, og Hólmfríður Petrea Sigurgeirs- dóttir Bjarnasonar, Bjömssonar Einarssonar prests Hjaltasonar á Þóroddsstað í Kinn. Faðir hans tók sér ættamafnið Geirdal. Hann vildi minnast Geir- dalsins, en hann var fæddur í Gils- fjarðarmúla í Geiradal. Rúmlega ársgamall fluttist hann með foreldmm sínum og tveimur eldri systkinum til Grímseyjar og þar ólst hann upp. Þau vom 10 systkinin og upp komust 8. Þau hétu öll goða- og gyðjunöfnum og fæddust í þessari röð: Bragi, Saga, Óðinn, Edda, Gefn, Freyr, Freyja og Iðunn. Foreldrar hans bjuggu í Grímsey þar til faðir hans lést 15. apríl 1950, tæplega 75 ára að aldri. Steinólfur var söðlasmiður að iðn og gagn: fræðingur úr Möðmvallaskóla. í Grímsey stundaði hann útgerð, verslun og búskap og var barna- kennari í yfír 30 ár. Hólmfríður, móðir Óðins, mun hafa verið meira en meðalmann- eskja að öllu atgervi, því þegar ljós- móðurlaust varð í Grímsey, fer þessi 10 barna móðir til ljósmóðumáms í Reykjavík, lýkur þar tilskildu prófi og varð síðan ljósmóðir í Grímsey. Hún andaðist á Akranesi 7. febrúai 1954, á 75. aldursári. Á uppvaxtarárum sínum í Gríms- ey vann Óðinn öll algeng störf við landbúnað og sjómennsku og auk þess sigmennsku, því 13 ára gam- all byijaði hann að síga í björg til fugla- og eggjatekju eins og venja var þá. Þar sagðist hann hafa þrí- vegis komist í mestan lífsháska á sinni ævi en bjargast fyrir Guðs hjálp. Óðinn lauk gagnfræðaprófi frá Akureyri 1928 og nýttist það nám vel til starfa auk sjálfsnáms ævina út. Búnaðar-, héraðskóla- og gagn- fræðanám varð miklum fjölda ís- lendinga heilladijúgt til margvís- legra og mikilvægra starfa í þjóðfé- laginu á fyrsta þriðjungi þessarar aldar, ekki síður en langskólanám nú. Árið 1932 fluttist Óðinn til Akra- ness og átti hér heima æ síðan. jafnvígur á tré og járn. Það var eins og allt léki í höndunum á honum, einnig viðgerðir ótrúlegustu tegunda véla. Haraldur var greiðvikinn og hjálpsamur, svo af bar. Þegar vélakostur og bílaeign manna jókst óðfluga upp úr stríðs- ámnum leituðu menn í stórum stíl til Haraldar með bilaðar vélar og bíla. Meðan tími og þrek entist virt- ist Haraldur nánast engum geta neitað um aðstoð. Árum saman vom óteljandi þau kvöld, sunnudagar og jafnvel nætur sem Haraldur stritaði við að gera við dráttarvélar, bíla og annan vélakost sem menn komu með til hans í vandræðum sínum. Harald- ur reyndi hvers manns vanda að leysa — greiðsla var aukaatriði — en allt gekk þetta út yfír nauðsynleg- an hvíldar- og svefntíma sumarlangt og tók, eins og best sást er frá leið, þungan toll af þreki Haraldar og heilsu. Á góðra vina fundum var Harald- ur hrókur alls hvers fagnaðar. Hann var glaðlyndur maður og skemmti- legur, sérlega félagslyndur, og við áralöng störf hans við félagsmál í sveitinni (ungmennafélag o.fl.) birt- ist sama eljan og ósérplægnin eins og _að ofan er lýst. Á heimili Eyglóar og Haraldar í Garði á Hvanneyri ríkti íslensk gest- risni og hlýja eins og best hefur þekkst fyrr og síðar. Það er dýrmæt reynsla og ógleymanleg að hafa ver- ið gestur þeirra hjóna meðan allt lék í lyndi. Minningin um þær sælu- stundir er hið þekkta sambland af gleði og trega. Við fráfall hins góða og trausta vinar okkar votta ég Eygló og börn- unum einlæga samúð. Benedikt Sigvaldason. Hann réðst sem landmaður á mótor- bátinn Sigurfara þennan vegur og kom hingað 23. nóvember. Óðni urðu minnisstæðir þessir fyrstu dagar á Akranesi og sagði frá því á skemmtilegan hátt. „Þrem dögum eftir komuna gekk ég inn í verslun hér til þess að kaupa mér flibba- hnapp. Innan við búðarborðið var ung og falleg stúlka er afgreiddi mig. Þar með voru örlög mín ráðin, því réttum 350 dögum seinna, 11. nóvember 1933, gengum við í hjónaband.“ Þessi fallega stúlka var Guðrún Margrét Jónsdóttir kaup- manns Jónssonar frá Landakoti á Vatnsleysuströnd og móðir hennar var Guðbjörg Einarsdóttir Gíslason- ar Einarssonar útvegsbónda í Akur- prýði á Akranesi. Óhætt er að fullyrða að þessi spor Óðins inn í verslun Jóns kaup- manns voru mikil gæfuspor og undrar engan sem til þekkir, þótt Óðni hafí orðið heitt um hjartaræt- ur. Enn í dag, þótt Guðrún sé á níræðisaldri, er auðsær glæsileiki hennar og reisn. Samstiga urðu þau æ síðan og umhyggjusemi Guðrún- ar eftir að heilsu Oðins hrakaði og hann varð að dveljast langdvölum á sjúkrahúsi sýna, að undirstaða hjónabandsins var traust. Óðinn og Guðrún eignuðust tvö börn. Og í nafngiftum barnanna hélt Óðinn sig við goðafræðina. Dóttirin Dröfn, fædd 30. maí 1934, gift og búsett í Voss í Noregi, maður hennar er Severin Lavik héraðsráðunautur og eiga þau fjóra syni; sonurinn Njörður, arkitekt, fæddur 6. júlí 1939, kvæntur Sigur- björgu Snorradóttur úr Reykjavík og búa þau þar. Þau eiga tvær dætur. Barnabörnin eru 6 og barna- barnabörn 4. Á Akranesi stundaði Óðinn versl- unar- og skrifstofustörf, var lengi skrifstofustjóri hjá Rafveitu Akra- ness og lét af þeim störfum fyrir áratug. Öll störf Óðins hafa ein- kennst af framúrskarandi snyrti- mennsku, reglusemi og heiðarleika og eru þar fæst orð um höfð. Hann var sérstakt snyrtimenni í útliti og öllum háttum og rithönd hans með Kveðja frá barnabörnum Nú er elskulegur afí okkar og vin- ur dáinn og mun hann ætíð eiga sér stað í hjarta okkar. Söknuður okkar til hans mun seint hverfa enda er sárt að missa eins góðan vin og hann var, enda var hann ætíð eins og einn okkar. Hjálpsemi hans var ótakmörk- uð og alltaf var hægt að leita til hans ef eitthvað var að. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Brynja, Börkur, Haraldur, Arnar, Andri Freyr og Óðinn Örn. Tengdafaðir minn Haraldur Sig- uijónsson var fæddur á Granda í Dýrafirði 24. desember 1916. Hann ólst upp ásamt fimm systkinum hjá foreldrum sínum Guðrúnu Sigríði Guðmundsdóttur og Siguijóni Sveinssyni á Granda og var hann næstelstur af systkinahópnum. Árið 1941 fór Haraldur að Hvanneyri í Borgarfirði í búfræðinám, sem tók tvö ár. Að því loknu starfaði hann við Hvanneyrarbúið og skólann sem trésmiður. Hann var mikill hagleiksmaður og var alveg sama hvað hann tók sér fyrir hendur, það lék í höndum hans. Hann kynntist tengdamóður minni Eygló Gísladóttur frá Skeljabrekku í Borgarfirði og giftu þau sig 15. júní 1944. Þau bjuggu lengst af í Garði á Hvanneyri og eignuðust þijú börn, Brynjar, Þóri og Guðrúnu Sig- ríði, sem ólust þar upp. Éins og áður kom fram lék allt í höndum Haraldar, hann var sann- kallaður þúsundþjalasmiður. Það var sama hvort hlutimir voru úr járni eða tré, hann gat gert við allt, jafn- vel ef slys bar að höndum og sauma þyrfti skrámur saman, það gerði Haraldur. Lengi vel klippti hann stór- an hluta íbúanna á Hvanneyri og nálægum sveitum, t.d. fór eiginmað- ur minn Brynjar ekki til rakara fyrr en við fluttum til Danmerkur þar sem hann fór í framhaldsnám. Það er afbrigðum falleg. Tómstundastörfin, eins og Óðinn nefndi félagsmálaafskipti sín, segja meira en mörg orð um manninn, hugsjón hans, metnað og mann- gildi. Ég ætla að rekja þau hér í aðalatriðum án umsagnar að mestu og aðeins geta um leið nokkurra viðurkenninga, sem hann hefur hlotið á þeim vettvangi. Hann gekk í knattspyrnufélagið Kára 20. júní 1933 og var formað- ur þar í 17 ár og gerður að heiðurs- félaga þar. Hann var stofnandi Taflfélags Akraness og formaður fyrstu árin. Hann hefur verið í stjórnum eftirtalinna félaga: Skauta- og skíðafélags Akraness, Leikfélags Akraness, Karlakórs Akraness og síðar Karlakórsins Svana. í stjórn Sjálfstæðismannafé- lags Akraness. I Góðtemplararegl- unni frá 1945 og í áratugi æðsti- templar stúkunnar Akurblóms nr. 3 og umboðsmaður stórtemplars í tvo áratugi. Hann hafði teírið öll stig reglunnar og var heiðursfélagi Stórstúkunnar. Varagæslumaður barnastúkunnar Stjörnunnar nr. 103 í 25 ár. Formaður Akranes- deildar Bindindisfélags ökumanna frá stofnun og ritari landssamtaka BFÖ frá stofnun 1960. í stjórn Ábyrgðar, tryggingafélags bindind- ismanna, frá stofnun 1960 og ritari um árabil. Lengi í stjórn ÍA og var dæmdur gullmerki þess. Hann var í sambandsráði ÍSÍ og var sæmdur bæði þjónustumerki og heiðurs- merki ISI 50 ára. Hann vígðist í Oddfellowregluna 21. mars 1954 og var einn af stofnendum Odd- fellowstúkunnar nr. 8, Egils IOOF, 11. nóvember 1956 og fyrsti ritari. Hann hefur gegnt þar æðstu emb- ættum og hlotið helstu heiðurs- merki fyrir störfin þar. Óðinn og þau hjón bæði urðu miklir áhuga- menn um golfíþróttina á efri árum. Þau urðu stofnendur golfklúbbsins Leynis og þar varð hann heiðursfé- lagi. Segja má að hann hafi stund- að golf á meðan fæturnir gátu bor- ið hann um völlinn. Hann vann það afrek að fara holu í höggi. Áuk þessa vann hann í niðuijöfnunar- nefnd Akraness í 25 ár og í barna- erfítt að lýsa Haraldi í fáum orðum, slíkan mannkærleika sem hann hafði tii að bera. Hann var svo góður við okkur öll. Ég kom inn á heimili þeirra árið 1966 og mér var strax teírið eins og einu af þeirra börnum. Eitt dæmi sem sýnir þá umhyggju sem hann bar fyrir okkur var þegar ég varð ófrísk að dóttur okkar, Brynjar var í námi hér í bænum og ég var úti eins og gengur, hann fór í skólann kl. átta en ég átti að mæta kl. níu. Tengda- foreldrar mínir voru nýbúnir að kaupa sér nýjan bíl og höfðu ekki enn selt þann gamla. Þá ákvað Har- aldur að ég skyldi hafa nýja bílinn um veturinn, svo ég þyrfti ekki að fara af stað klukkutíma fyrr á morgnana. Þó okkur fyndist að gott væri að fá þann gamla lánaðan, kom það ekki til mála. Árið 1968 fluttu Haraldur og Ey- gló til Reykjavíkur. Tengdamóðir mín átti við erfið veikindi að stríða, svo fyrstu árin í Reykjavík voru nokkuð erfíð. Flutningurinn úr sveit- inni þeirra og að byggja upp nýtt heimili í borginni var nokkuð erfítt, en Haraldi féll aldrei verk úr hendi og fyrr en varði voru þau búin að 1 Haraldur Siguijóns- son trésmiður verndamefnd, áfengisvamanefnd og fleira mætti eflaust til telja. Þetta vom „tómstundastörfín" hans Óðins. Einhver tími mun hafa farið í þau og án góðs skilnings, áhuga og velvilja Guðrúnar konu hans hefði þátttakan orðið honum þyngri jundir fæti. Er Óðinn varð áttræður 1987 kom glöggt fram hversu vel öll þessi félög mátu „tómstundastörf" hans. Undirritaður átti því láni að fagna að vera samstarfsmaður og félagi Óðins bæði í Góðtemplara- reglunni og Oddfellowreglunni í áratugi. Hann var aðstoðargæslu- maður minn í barnastúkunni í 21 ár eða þar til við báðir hættum þar 1978. Það voru yndisleg ár, því starfið var með miklum blóma lengst af. Hann stjórnaði öðmm hvorum fundi. Það brást aldrei. Stundvísi hans, reglusemi og hátt- vísi höfðu góð fordæmisáhrif á börnin. Þó að hann væri aðeins áratug eldri en ég var mér mikið traust af nærvem hans og á sam- starf okkar bar aldrei skugga. Fyr: ir það er ég ævinlega þakklátur. í stúkunni Akurblóminu nr. 3 nutu þessir hæfíleikar hans sín enn bet- ur, því um miðja öldina, er templar- ar hér reistu sitt ágæta félagsheim- ili í sjálfboðastarfí, var vegur regl- unnar mestur; Óðinn var þá í for- ystu. Það sem einkenndi Óðin í störfum hans og hátterni, bæði í góðtempl- arareglunni og Oddfellowreglunni, öllu öðru frmeur, var, hversu vel hann naut og vildi láta aðra njóta fegurðarinnar í innra starfí og sið- um þessara samtaka. Hann gat þess oft við mig, hversu honum fyndist mikil hvíld og beinlínis líf- snautn og endurnýjun frá striti hins daglega lífs að sitja fundi þar sem vel til tækist um framkvæmd þess- ara_ þátta. Ég og kona mín, Ingibjörg F. Hjartar, þökkum Óðni og Guðrúnu langt og gott samstarf og vináttu og óskum henni, börnum og öðrum ættingjum velfarnaðar í framtíð- inni. Þorgils V. Stefánsson. koma sér vel fyrir og Eygló yfírvann sjúkdóminn. Árið 1971 heimsóttu þau okkur til Danmerkur og varð það upphaf af ferðalögum þeirra, sem þau lifðu fyrir. Þau hafa notið þess að ferðast og sjá sig um í heiminum, upplifa hinar mismunandi aðstæður í veröld- inni og hafa þau heimsótt um það bii 30 til 40 lönd fram að þessu. Lengsta ferðin stóð fyrir dyrum, en það var ferð í kringum hnöttinn með viðkomu í Ástralíu, en Harald hafði lengi dreymt um að fara þangað, en - það fór á annan veg. Ekki má gleyma að minnast á vin- ina þeirra í Skorradalnum. Þau byggðu bústað á Háafellslandi árið 1967, þegar stóð til að flytja úr Borgarfírðinum. Það var paradísin hans, hann naut þess að fara út á vatnið og leggja netin og fá silung í soðið sem var alveg fastur liður ásamt því að dytta að ýmsu og lag- færa eins og gengur. Hann naut bamabarnanna í ríkum mæli og var þeim hinn besti vinur. Þau em sex talsins, frá 3 ára til 25 ára og langafabörnin eru þijú. Sá yngsti af barnabörnunum var þó mesti sólargeislinn hans, Óðinn Öm, en þeir vom miklir félagar þar sem þeir bjuggu í sama húsi á Suðurgöt- unni. Þeir vom gjaman kallaðir „afg- ar“. Tímunum saman gátu þeir dund- að sér í bílskúrnum og þurfti sá stutti að gera allt eins og afí. Svo kom að bílskúrinn var kallaður „afganistan". Við, börnin og tengdabömin, erum öll þakklát fyrir að hafa átt Harald að. Hann var alltaf kominn ef fram- kvæmdir voru í gangi hjá einhveiju okkar, hvort sem var hérlendis eða erlendis og var boðinn og búinn að rétta hjálparhönd. Við þökkum fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur og hvernig hann var. Það skarð sem hann skilur eftir verður ekki fyllt, en ef orðatiltækið sælla er að gefa en að þiggja er haft að leiðarljósi, þá er ljóst að hann getur verið sæll eftir sitt lífsstarf og minningin um hann hjálpar okkur að sætta okkur við framtíðina án hans. Blessuð veri minning hans. Unnur Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.