Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1993 Torfærur á vegi blaðbera Starf blað- og bréfbera er sjaldan erfíðara en þessa dagana. Auk þess sem þeir þurfa að klofa fleiri skafla og snjóruðninga en flestir aðrir er allur gangur á því hversu duglegir húseigendur eru við að gera hreint fyrir dyrum sínum og moka snjó. Á einstaka stað þurfa bréfberar og blaðberar jafnvel að leggja sig í umtalsverða hættu við að klífa ómokaðar tröppur til að koma bréfum og blöðum til skila. Enn dreff st að afgreiða námslán AFGREIÐSLA námslána fyrir haustönn á síðasta ári mun drag- ast nokkuð enn hjá hluta af stúd- entum í Háskóla Islands þar sem Lánasjóðurinn hefur ekki fengið í hendur gögn um alla nemendur sem eiga rétt á lánum. Lárus Jóns- son framkvæmdastjóri LÍN segir að þetta sé bagaiegt en rætt hafði verið um að öll gögn lægju fyrir hinn 22. janúar og þá hæfist út- borgun lána. Samkvæmt upplýsingum frá Lár- usi kom töluvert af gögnum frá Háskólanum sl. föstudag og þá hófst útborgun á lánum til þeirra sem náð höfðu tilskildum námsárangri. Ein- hveijir námsmenn bíða enn eftir af- greiðslu og kemur sú frestun í kjöl- far á vikufrestun. Þórður Kristinsson, prófstjóri Há- skólans, sagði að ákveðið óhagræði væri fólgið í því að Lánasjóðurinn byijaði að greiða út lán til þeirra sem hefðu fengið tilskilinn einkunna- fjölda, strax 15. janúar en frestur háskólakennara til að skila einkunn- um væri til 21. janúar. VEÐUR .......""..........................1"111 IDAG kl. 12.00 Heimíkt: Veöurstofa ísiands f f (Byggt é veöurspá W. 16.15 í gmr) VEÐURHORFUR í DAG, 29. JANÚAR: YFIRLIT: Á vestanverðu Grænlandshafi er 968 mb lægð sem þokast norðaustur, en yfir Skandinavíu er 1.018 mb vaxandi háþrýstisvæði. Austur af Nýfundnalandi er síðan víðáttumikil og vaxandi 975 mb lægð. Hreyfist hún allhratt í norðaustur og verður suðvestur af Reykjanesi um miðjan dag á morgun. SPÁ: Hvöss sunnanótt, jafnvel skúrir eða rok um tíma og hlýnandi veð- ur. Rigning sunnanlands og vestan og einnig norðaustantii þegar líður á daginn. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Hvöss suðvestanátt og él sunnanlands og vestan, en heldur hægari og úrkomulaust norðaustan- til. Vægt frost verður um allt land. HORFUR Á MÁNUDAG: Sunnan- og suðvestanátt, víða hvöss, Skúrir eða rigning sunnan- og vestanlands en að mestu þurrt norðaustantil. Veður fer hlýnandi í bili. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 18.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 890600. O * * Á * Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað r r r * , * r r * / r r r r * r Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma V $ Skúrír Slydduél * V Sunnan, 4 vindstig. Víndörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig^ 10° Hitastig V Súld = Þoka stig.. FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30 fgær) Greiðfært er á aðalleiðum í nágrenni Reykjavíkur og á Suðurnesjum nema ófært er um Mosfellsheiði. Flestir vegir á Suðurlandi eru færir og sama er að segja um Austfirði. Ágæt færð er um allt Vesturland, en þungfært er um GilsfjÖrð til Reykhóla og Brattabrekka er ófær. Frá Patreksfirði er þungfært til Brjánslækjar en ófært um Hálfdán. Góð færð er frá Reykjavík til Hólmavfkur, en þungfært er um Steingrímsfjarð- arheiöi. Frá Isafirði er fært til Þingeyrar. Ágæt færð er um allt Norður- land og með ströndinni til Vopnafjarðar. Víða er hálka á vegum landsins. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænnilfnu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavlk hiti 3 1 vefiur skýjað haglél Björgvin +4 léttskýjaö Helsinkl +12 heiðskfrt Kaupmannahöfn 3 léttskýjað Narssarssuaq vantar Nuuk +17 snjókoma Ósló +4 heiðskírt Stokkhólmur +3 léttskýjað Þórshöfn 4 alskýjað Algarve 16 skýjað Amsterdam 8 rigning Barcelona 11 mistur Beritn 0 skýjað Chicago +1 léttskýjað Feneyjar 7 þokumóða Frankfurt 3 súld Glasgow 3 þokumóða Hamborg 1 skýjað London vantar Los Angeles 10 þokumóða Lúxemborg 6 rigning Madrid vantar Malaga 16 hálfskýjað Mallorca 13 heiðskírt Montreal +19 lóttakýjað NewYork +2 léttskýjað Orlando 7 léttskýjað París vantar Madeira 17 skýjað Róm vantar Vín 2 snjókoma Washington 0 skýjað Winnipeg +19 skafrenningur Viðhorfskönnun Félagsvísindastofn- unar Háskólans fyrir Morgunblaðið Félagsvísindastofnun Háskóla íslands hefur gert könnun fyrir Morgunblaðið, þar sem spurt er um viðhorf almenn- ings til blaðsins. Könnunin náði til úrtaks 1.000 íslendinga á aldrinum 16 til 75 ára um allt land. Meðal annars voru settar fram nokkrar fullyrðingar í könnuninni og svarend- ur beðnir um að svara því til hvort þeir væru þeim sam- mála eða ósammála. Morgunblaðið er nútímalegt blað 57,9% sammála - 37,2% ósammála „MORGUNBLAÐIÐ er nútímalegt blað,“ var fullyrt í könnun Fé- lagsvísindastofnunar. Sammála fullyrðingunni sögðust 57,9% en ósammála voru 37,2%. Mjög sammála því að Morgun- mála. Tæplega 5% voru á báðum blaðið væri nútímalegt blað voru áttum, 29,6% sögðust frekar ósam- 10,8% en 47,1% voru frekar sam- mála og 7,6% mjög ósammála. Fullyrðing: Morgunblaðið er gamaldags blað Morgunblaðið er gamaldags blað 35,4% sammála - 60,1% ósammála í KÖNNUN Félagsvísindastofnunar var þeirri fullyrðingu varpað fram að Morgunblaðið væri gamaldags blað. Sammála fullyrðing- unni sögðust 35,4% en ósammála 60,1%. Frekar ósammála því að Morgun- fullyrðingunni frekar sammála og blaðið væri gamaldags sögðust 6,4% mjög sammála. Þeir sem ekki 42,2% og 17,9% voru því mjög gátu gert upp hug sinn voru 4,5%. ósammála. Hins vegar voru 29% Varað við farandsölum FÉLAG íslenskra stórkaupmanna hefur sent frá sér aðvörun til al- mennings við erlendum farandsölum sem nú ganga hús úr húsi og bjóða teppamottur til kaups. I fréttatilkynningu frá félaginu segir að farandsalarnir haldi því fram að þeir selji handofin tyrknesk teppi úr kamelull en fyrir liggi að um sé að ræða ódýr og óvönduð gervi- teppi úr 100% polypropylene. Teppi þessi eru boðin til kaups á allt að 40 þúsund krónur en Félag stórkaupmanna bendir á að hægt væri að fá samskonar teppi í verslun í Reykjavík fýrir 6-8.000 kr. Ómerkt teppi „Teppin eru ómerkt með öllu. Því verður ekki séð úr hveiju þau er né hvaðan þau eru upprunnin. Nafn seljanda og heimilsfang er hvergi að finna og ábyrgðarskírteini eru ekki afhent við sölu. Hér er því um að ræða skýlaus brot á nýjum lögum um húsgöngusölu, sem samþykkt voru á Alþingi nú fyrir áramót,“ segir í tilkynningu Félags íslenskra stórkaupmanna. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.