Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 32
MORGjUIjB^ÐIÐ FQSTy^AGU?..^- •JANÚAft 1993
Minning
Oðinn S. Geirdal, fv.
skrífststj., Akureyrí
Fæddur 24. apríl 1907
Dáinn 24. janúar 1993
Óðinn S. Geirdal fæddist á Húsa-
vík. Foreldrar hans voru Steinólfur
Geirdal, söðlasmiður og kennari,
Eyjólfsson í Gilsfjarðarmúla,
Bjamasonar, prests í Garpsdal,
Eggertssonar, og kona hans Hólm-
fríður Petrína Ijósmóðir, Sigurgeirs-
dóttir, Parti í Reykjadal, Stefáns-
sonar.
Hann fluttist á öðru ári með for-
eldrum sínum til Grímseyjar og ólst
þar upp. Þar var faðir hans mikill
frammámaður til margra ára.
Óðinn var gagnfræðingur frá
Akureyri, en starfaði sm verslunar-
og skrifstofumaður á Akranesi. En
það segir ekki allt. Við kveðjum í
dag mikinn starfsmann sem helgaði
mikið af kröftum sínum málum sem
hann taldi verða til heilla fyrir æsk-
una. Hann vann að knattspyrnu-
málum, söng- og leiklistarmálum.
Hann fór m.a. sem fararstjóri með
Kára og ÍA til Noregs og Danmerk-
ur 1952. Seinna var það golfíð sem
átti hug hans allan og við það var
staðið meðan stætt var.
En það sem ég þekki best til og
minnist er starf hans að bindindis-
málum. Hann og Guðrún kona hans
gengu í stórstúkuna Akurblóm 17.
apríl 1945. Þessi grein er fyrst og
fremst kveðja og þökk okkar fyrir
samstarfíð þar, því að þar eins og
annars staðar valdist hann til for-
ystu vegna áhuga og hæfni. Hann
gegndi um áratugi æðstu embætt-
um stúkunnar, síðast umboðsmaður
stórtemplars, meðan heilsan leyfði.
Ymsar viðurkenningar hlaut hann
og var heiðursfélagi Stórstúku ís-
lands. Hann starfaði í barnastúk-
unni Stjörnunni. Einnig var hann
einn af forystumönnum Bindindis-
félags ökumanna. Við þökkum hon-
um fyrir öll þessi störf hans. Þetta
bæjarfélag væri vel sett ef það hefði
marga slíka hugsjónamenn í sínum
röðum.
Óðinn kvæntist 1933 Guðrúnu
Jónsdóttur, kaupmanns á Akranesi
og bónda á Bekansstöðum, Jónsson-
ar og konu hans Guðbjargar Einars-
dóttur. Öll þessi ár stóð hún við
hlið hans og studdi hann í hans
störfum, og þegar heilsan bilaði og
hallaði undan fæti gerði hún allt
sem í hennar valdi stóð til að létta
honum erfíðleikana. Þau eignuðust
tvö böm, sem nú horfa á eftir
mætum manni öldruðum, sem horf-
inn er til fegri heima, laus við þraut-
ir lífsins. Þau eiga góðar minningar
að ylja sér við og líta í þakklæti til
liðinna tíma.
Þegar ég kom á Akranes og gekk
í stúkuna Akurblóm hitti ég Óðin
fyrst og fann fljótt að þar fór hug-
sjónamaður sem ekki þoldi neina
hálfvelgju í bindindismálum frekar
en öðrum menningarmálum.
Ég á margar góðar minningar
frá því starfí sem við unnum sam-
an, og ég saknaði hans þegar hann
varð að hverfa af þeim vettvangi.
En þannig er þetta, menn koma og
fara, en minningarnar skilja þeir
eftir. Þær minningar sem við stúku-
félagar í Akurblómi eigum um þann
bróður sem við kveðjum í dag eru
bjartar og hvetja til dáða. Þökk
fyrir samveruna. Guð blessi minn-
inguna um Óðin Geirdal. Friður
Guðs þig blessi.
Arí Gíslason.
Sumarið 1948 réðst ég unglingur
á síldarbát sem stundaði veiðar fyrir
Norðurlandi. Minnisstæður er mér
dagur þegar við lágum við festar úti
fyrir höfninni í Grímsey. Þetta var i
blíðskaparveðri um mánaðamótin
júní-júlí. Það hafði verið hálfgert
reiðileysi á flotanum af því að enga
síld var að hafa. Við fengum að fara
í land á einum nótabátnum. Mér er
enn í fersku minni er við gengum
um eyjuna sem iðaði af lífi. Tugþús-
undir fugla flugu fram og aftur og
selir flatmöguðu á skeijum. Fólk var
að vinna í aðgerðarhúsi við bryggj-
una. Var það á öllum aldri - frá
bömum upp í harðfullorðið fólk.
Þama var ekkert kynslóðabil. Mikið
held ég að það hafí verið þroskandi
og skemmtiiegt að alast upp á þess-
um stað. Það hlotnaðist þeim sem
hér er minnst nokkrum orðum.
Þegar Óðinn var eins árs flutti
fjölskyldan til Grímseyjar og átti
hann heima þar allt til 25 ára ald-
urs. Hann var pfyðilega gefínn og
því varð það að ráði að hann var
sendur til náms við Gagnfræðaskól-
ann á Akureyri og Iauk hann þar
gagnfræðaprófí 1928.
Seint á árinu 1932 fór Óðinn á
vertíð til Akraness. Segja má að sú
ferð hafí ráðið örlögum hans. Þar
hitti hann konuefni sitt, Guðrúnu
Jónsdóttur. Þau gengu í hjónaband
11. nóvember 1933 og hér á Akra-
nesi hafa þau átt heima allar götur
síðan. Guðrún var og er glæsileg
kona og mikil húsmóðir. Sameigin-
lega bjuggu þau sér fagurt heimili.
Ég kom þar oft og þar var alltaf
jafngaman að dveljast.
Þeim hjónum varð tveggja barna
auðið. Þau eru Dröfn, húsfreyja í
Noregi, o g Njörður, arkitekt í
Reykjavík. Afkomendur þeirra eru
nú 11 talsins.
Óðinn S. Geirdal var verslunar-
stjóri á Akranesi 1934-1937 og rak
eigin verslun 1938-1943. Jafnframt
því stundaði hann skrifstofustörf frá
1939 og vann eingöngu að skrif-
stofustörfum frá 1943. Fyrst vann
hanri tíu ár hjá Jóni Sigmundssyni
sem var hreppsnefndaroddviti og
hafði með höndum margs konar
umboðsstörf og bókhald fyrir ýmis
fyrirtæki. Þá vann hann önnur tíu
ár hjá Fiskveri hf. Skrifstofustjóri
var hann síðan hjá Rafveitu Akra-
ness frá 1. maí 1959 tii 1980. Óðinn
var afburða skrifstofumaður, giögg-
ur og skýr og rithöndin einstaklega
fögur.
Óðinn S. Geirdal var í niðuijöfn-
unarnefnd Akraness meðan hún
starfaði eða í 20 ár. Einnig átti hann
sæti í barnavemdarnefnd og áfengi-
svarnanefnd frá stofnun hennar
1952.
Auk þessara starfa lét Óðinn önn-
ur félagsmál afar mikið til sín taka.
Fljótlega eftir að hann fluttist til
Akraness gekk hann í knattspymufé-
lagið Kára. Var hann mjög virkur í
því félagi og formaður í 17 ár og
var gerður heiðursfélagi þess. Hann
var einn af stofnendum Taflfélags
Akraness og var formaður þess
fyrstu árin. Hann átti sæti í sam-
bandsráði ÍSÍ frá stofnun þess og
var sæmdur þjónustumerki og heið-
ursmerki ÍSÍ. Óðinn var meðal stofn-
enda golfklúbbsins Leynis og stund-
aði þá íþrótt af kappi fram yfir átt-
rætt. Hann var gerður heiðursfélagi
klúbbsins. Hann var auk þessa í
stjórn og formaður í eftirtöldum fé-
lögum: Leikfélagi Akraness, Karla-
kómum Svönum, Skauta- og skíðafé-
lagi Akraness, Sjálfstæðisfélagi
Akraness og íþróttabandalagi Akra-
ness sem sæmdi hann gullmerki.
Óðinn var einn af stofnendum Bind-
indisfélags ökumanna og ritari
stjómar þess í 20 ár. Þá var hann
einn af stofnendum og í stjórn
Ábyrgðar hf. Hann var og í stjórn
Umdæmisstúku Suðurlands og
gæslumaður bamastúkunnar Stjöm-
unnar nr. 103 um árabil. Hann var
gerður að heiðursfélaga í Stórstúku
Islands IOGT.
Þetta er löng upptalning sem sýn-
ir að Óðinn hefur víða komið við á
félagsmálasviðinu. Þó era ótalin þau
tvö félög sem við Óðinn störfuðum
saman í um áratuga skeið en það
eru stúkan Akurblóm nr. 3 og Odd-
fellowstúkan nr. 8 Egill IOOF. Hann
var umboðsmaður stórtemplars í
stúkunni Akurblómi um árabil og ein
traustasta stoð templara á Akranesi.
Meðan heilsa hans entist var hann
alltaf á sínum stað á stúkufundunum
og hafði ætíð eitthvað gott til mál-
anna að leggja. Óðinn var einn af
stofnendum Oddfellowstúkunnar nr.
8 Egils IOOF. Hafði hann gegnt öll-
um helstu embættum stúkunnar.
Fundi rækti hann með sömu trú-
mennskunni og í góðtemplararegl-
unni. Ég kynntist Óðni mjög vel í
starfinu í þessum félögum. Heilli og
sannari félagsbróður en Óðin get ég
ekki hugsað mér.
Að leiðarlokum er margs að minn-
ast. Og ég held að allir sem til þekktu
geti verið sammála um að sæti Óðins
mun vandfyllt.
Góðtemplarareglan og Oddfellow-
reglan þakka störf Óðins öll, minn-
ast hans með djúpri virðingu og votta
ástvinum hans samúð.
Kæra Guðrún. Ég bið góðan Guð
að blessa þig og styrkja á þessum
erfiðu tímum og við Inga vottum þér
og ástvinum þínum okkar dýpstu
samúð.
Hörður Pálsson.
Óðinn S. Geirdal, fyrrverandi
skrifstofustjóri Rafveitu Akraness,
er látinn. Ékki er hægt að segja
að lát hans komi á óvart, en lengi
hefur hann átt við vanheilsu að
stríða. Alltaf er samt sárt þegar
að lokastund er komið, en kært er
að minnast góðs drengs og trausts
vinnufélaga.
Óðinn hóf starf sitt sem skrif-
stofustjóri Rafveitu Akraness í maí
árið 1959 og gegndi því til ársins
1979, en þá lét hann af störfum
vegna aldurs. Hann starfaði samt
í hlutastarfi áfram á skrifstofunni
allt til ársins 1983. Öll störf sín
innti hann af hendi með sérstakri
vandvirkni og samviskusemi svo að
á betra varð ekki kosið.
Óðni kynntist ég fyrst þegar ég
réð mig til starfa hjá Rafveitu Akra-
ness á árinu 1968. Hann var þá
skrifstofustjóri og jafnframt bókari
rafveitunnar. Bókhald fyrirtækisins
vakti strax sérstaka athygli mína
vegna þess að engu var_ líkara en
það væri skrautskrifað. Óðinn not-
aði skriftarpenna við færslur í bók-
haldinu og færði það með sérstakri
listaskrift, enda var hann annálaður
fyrir sína fögru rithöfnd. Það var
hrein unun að fletta bókhaldi fyrir-
tækisins. Tilfinningin var lík því að
skoða listaverk.
Óðinn var óvenju heilsteyptur og
vandaður maður. hann var glöggur
á tölur og útreikninga. Vandvirkni
hans og samviskusemi kom einnig
AUGLYSING
UM INNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00
1984 -1 .fl. 01.02.93-01.08.93 kr. 59.940,16
*)lnnlausnarverð er höfuðstóil, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, janúar 1993.
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Heildsöluverð á undirfatnaði
frá CACHAREL og PLEYTEX.
Einnig snyrtivörurá
kynningarverði.
ÞOKKI
Faxafeni 9, sími 677599
fram í öðrum störfum, því vegna
hæfileika sinna valdist hann í for-
ystu í ýmsum félagsstörfum. Hann
Íagði víða gjörva hönd á plóginn í
málum sem voru til heilla fyrir sam-
ferðamenn hans á lífsleiðinni. Sér-
staklega var honum kært að vinna
að íþrótta- og bindindismálum.
Hann var um árabil í stjórn íþrótta-
bandalags Akraness og formaður
þess 1949-1951. Hann var farar-
stjóri þegar gullaldarlið Akurnes-
inga í knattspyrnu fór sínar fyrstu
ferðir á erlenda grund og gerði
garðinn frægan. Það var oft gaman
að heyra hann segja frá þessum
ferðum og eins þegar hann minnt-
ist uppvaxtarára sinna í Grímsey.
Óðinn var mikill áhugamaður um
golfíþróttina og átti sæti í stjórn
golfklúbbsins Leynis um langt ára-
bil. Vegna langs og farsæls starfs
þar var hann gerður að heiðursfé-
laga klúbbsins.
Okkur samstarfsmönnum Óðins
á rafveitunni er efst í huga að við
kveðjum góðan dreng, traustan,
samviskusaman starfsmann og
góðan félaga.
Óðinn var giftur Guðrúnu Geir-
dal, sem lifír mann sinn, og eignuð-
ust þau tvö börn. Hún var stoð
hans og stytta í öllu því sem Óðinn
tók sér fyrir hendur. Henni og börn-
um þeirra hjóna, barnabörnum og
öðru venslafólki sendum við einlæg-
ar samúðarkveðjur.
Magnús Oddsson.
Mig langar til með nokkrum orð-
um að minnast frænda míns og vin-
ar, Óðins S. Geirdals frá Grímsey.
Óðinn fæddist á Húsavík, þriðji
í röðinni af sjö systkinum en flutt-
ist með foreldrum sínum, Steinólfi
E. Geirdal kaupm. og Hólmfríði
Sigurgeirsdóttur, til Grímseyjar, þá
fárra ára gamall.
Og í Grímsey ólst Óðinn upp, fjör-
mikill og skemmtilegur unglingur
að sögn þeirra er muna hann, og
uppvaxtarára sinna í Grímsey
minntist hann jafnan með mikilli
hlýju, einkum er aldurinn færðist
yfir þrátt fyrir að lífið þar væri
ekki alltaf dans á rósum.
Óðinn gekk í barnaskólann hjá
föður sínum er var skólastjóri
barnaskólans í fjölda ára og síðan
fór hann til náms í Gagnfræðaskól-
ann á Akureyri.
Eftir það vann hann ýmis störf,
en svo kom að því að hann settist
að á Akranesi. Kvæntist þar Guð-
rúnu Jónsdóttur kaupmannsdóttur
og stunduðu þau hjónin verslunar-
rekstur um skeið. Síðan vann hann
skrifstofustörf ýmiskonar, skrif-
stofustjóri hjá Fiskiveri hf. í mörg
ár og síðan, allt þar til hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir, var hann
skrifstofustjóri hjá Rafveitu Akra-
ness.
Hér er stiklað á stóra, enda var
það ekki meiningin að tíunda störf
Óðins um dagana. Ég veit að ná-
kvæmar verður farið í það í ann-
arri grein hér í blaðinu og þá sér-
staklega getið hans mikla og góða
framlags til félagsmála og félags-
starfa hér á Akranesi.
Óðinn mun hafa þótt sérlega
samviskusamur starfsmaður. Við-
urkenndur fyrir fagran frágang á
öllu sem hann lagði hönd á enda
hafði hann sérstaklega fagra rit-
hönd, afar nákvæmur svo að engu
mátti skeika.
Svona var frændi minn líka í
einkalífinu, snyrtimenni hið mesta,
allt í röð og reglu og hann mat
fátt meira en að allt stæði eins og
um var talað, eins og stafur á bók.
Orðheldni og samviskusemi voru
þær dyggðir sem hann taldi að sér-
hveijum manni bæri að iðka.
Fyrir mörgum, alltof mörgum
árum, er ég var enn fyrir norðan
og á mörkum manns og drengs, þá
skrifaði ég frænda mínum bréf þar
sem ég fór þess á leit við hann að
hann yrði mér innan handar með
vinnu ef ég kæmi til Akraness.
Bréfinu var svarað um hæl og
eftir að búið var að dást að fagurri
utanáskriftinni var bréfíð opnað og
þar stóð skýrum stöfum: „Komdu
strax ef þú vilt, ekkert vandamál
með vinnu.“
Ég fór suður á Akranes í byijun
vertíðar. Allt stóð, næg vinna og
heimili þeirra Óðins og Guðrúnar