Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1993 Góð afkoma SH í fyrra Hugmyndum um að breyta SH í hlutafélag hefur vaxið fylgi meðal félagsmanna, að sögn Jóns Ingvarssonar stjómarformanns JÓN Ingvarsson formaður stjórnar Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna segir að félagsform Sölumiðstöðvarinnar hafi verið rætt mjög ítarlega á tveggja daga stjórnarfundi SH sem lauk síðdegis í gær, án þess þó að nokkur ákvörð- un hafi verið tekin. Hann sagði jafnframt að þótt endanleg- ar niðurstöðutölur um afkomu SH og dótturfyrirtækja lægju enn ekki fyrir, væri þó hægt að segja nú þegar, að afkoma fyrirtækisins á liðnu ári hefði verið góð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjaraþref Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður funduðu í gær til að ræða stöðu mála. Hjúkrunarfræðingar og Landspítali Ekkert samkomu- lag enn í augsýn FUNDAÐ var nær óslitið í allan gærdag í deilu ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga við vinnuveitandann, Ríkisspítala. Ekki náð- ist samkomulag, en boðað hefur verið til annars samningafund- ar eftir hádegi í dag. Náist ekki samkomulag hefur verið rætt um að Iögjafna út frá læknalögum, á þann hátt að aðrir starfs- menn geti gengið í störf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra. Eins og skýrt var frá í Morgun- „Það verður ekki gerð veigamikil breyting á félagsforminu, nema um slíkt sé víðtæk samstaða, það er al- veg ljóst,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi. „Ég held að óhætt sé að segja að meðal félags- manna í Sölumiðstöðinni hafi þeirri skoðun vaxið fylgi að breyta beri félagsforminu yfir í hlutafélagsform, en það er jafnframt ljóst að enn eru skoðanir talsvert skiptar um ágæti þeirrar hugmyndar,“ sagði Jón. Hann kvaðst telja að fylgisaukn- inguna við hlutafélagsformið mætti m.a. rekja til þess að miklar breyt- ingar hefðu átt sér stað frá því að mál þetta var skoðað af alvöru innan SH fyrir tæpum þremur árum og að miklar breytingar væru í vænd- um, t.d. sú að ísland yrði aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Margir teldu að SH gæti skilað hlutverki sínu betur í nýju rekstrarumhverfi sem hlutafélag. Breytt viðhorf með EES „Mörgum fínnst greinilega að aðild okkar að Evrópska efnahags- svæðinu kalli enn frekar á að við hugum að einhverjum breytingum á félagsforminu," sagði Jón. Hann sagði að málið yrði skoðað enn frek- ar á næstunni, en ekkert lægi fyrir um það hvenær endanleg ákvörðun yrði tekin. Jón var spurður hvort einhveijar upplýsingar lægju fyrir um afkomu SH á síðastliðnu ári. „Án þess að niðurstöðutölur liggi fyrir, held ég að óhætt sé að segja að afkoma Sölumiðstöðvarinnar og dótturfé- laga hennar fyrir síðastliðið ár muni verða góð,“ sagði Jón. Hann sagði að Sölumiðstöðin stæði geysilega vel nú, með eigið fé á annan milljarð króna. Á liðnu ári flutti Sölumiðstöð- in út 84.500 tonn fyrir 19,3 millj- arða króna. Jón sagði að það væri aðeins minni útflutningur en á árinu 1991, eða 0,7% í magni og 1,7% minna í verðmætum. Sömuleiðis hefði framleiðslan á liðnu ári, sem var 83.400 tonn, verið heldur minni en á árinu þar á undan, eða 2,5% minni. Dómari í um- gengnismáli tók sér frest MÁL SOPHIU G. Hansen gegn fyrrum eiginmanni hennar, Halim Al, um brot á umgengnisrétti hennar við dætur sínar, var tekið fyrir hjá saksóknara í Istanbul í gær. Dómari tók sér frest þar til um miðjan febrúar til að kveða upp dóm. Tólf mál eru rekin gegn Hal- im A1 í Tyrklandi vegna forræð- ismálsins. Að sögn Sigurðar Péturs Harðarsonar, aðstoðar- manns Sophiu, verður þetta mál sérstaklega kært fyrir hæsta- rétti og farið með það sem sér- mál ef ekki fæst niðurstaða um miðjan febrúar. blaðinu í gær hefur yfirstjóm Land- spítalans helst horft til þess að reyna að ná samkomulagi við hjúkrunar- fræðinga og ljósmæður um að hætta ekki störfum hinn 1. febrúar. Þess í stað verði deilan lögð í eins konar gerðardóm aðila. Þá verði einnig kannað hver launamunur milli sjúkrahúsa og sambærilegra starfs- stétta sé í raun. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins var áfram rætt um möguleika á samkomulagi í þess- um dúr í gær og aftóku hjúkrunar- fræðingar og ljósmæður ekki þennan möguleika. Vongóðar „Fulltrúum okkar finnst raunhæft að sitja þessa samningafundi, sem nú hafa staðið og við erum vongóðar um að málin séu að þokast í rétta átt. Svo er bara að vona að samning- ar strandi ekki,“ sagði Þorgerður Ragnarsdóttir hjúkrunarfræðingur. Seðlabankastjóri um auknar útlánaafskriftir banka Forgangsmál að bregð- ast víð þessum vaiula JÓHANNES Nordal seðlabankastjóri segir að það fari eftir eiginfjárstöðu viðkomandi banka og í hvað langan tíma miklar útlánaafskriftir standi yfir hvort afskriftahlutfallið teljist nálgast hættustig. Hann segir enga ákveðna reglu til um þetta, það fari eftir stöðu hverrar stofnunar fyrir sig. Jóhannes segir miklar afskriftir útlána í innlendum og erlendum bönkum áhyggjuefni og segir það forgangsmál hjá íslensku bönkunum að bregðast við þessu vandamáli. í dag Kristján Jóhannsson Stórsöngvarinn syngur í óperu í Þjóðleikhúsinu haustið 1994 5 Aðstaða Háskólans í Eyjum Með stöðu fískifræðiprófessors við HÍ verður sett upp aðstaða fyrir hann í Vestmannaeyjum 18 Norð-austur tenging_____________ Áætlaður kostnaður við næsta stór- verkefni í vegagerð, norð-austur tengingu, er 1.200 milljónir 28 Leiðari ________________________ Kerfisbreyting í ríkisrekstri 24 i « •Á*í • ii. 11 j-‘4'4hs^ as, l«!lí!! fli'-; H |0 5^: Húsnæóiskaupendur ' ■ ■ fu||nýto ekki veötmmildir r.ÁrrvJ; rFBA?5?. f-friííÉÍ- gjjrá mm -------------mrm- r-VE V iW Fasteignir ► Æ meiri kröfur til húsvarða - Sveiflur í húsbréfakerfi - Nýjar íbúðir og húsnæðislánakerfið - Með allar klær úti - Afdrifaríkt ár í fasteignasölu í Danmörku Daglegt líf ► Eftirlætishlutimir þeirra - Ferðamál á föstudegi - Flug- þreytuvörur á markað - Gæða- stjómun á heimilum - Terrano venst vel - Lipur Land Cruiser Áætlað er að íslenskir bankar og sparisjóðir leggi 3,5 til 4 milljarða kr. á afskriftareikninga útlána vegna síðasta árs, en endanlegar tölur liggja ekki fyrir. Er þetta að minnsta kosti 45% aukning frá tveimur árum þar á undan. Jóhannes sagðist telja að afskriftir útlána þeirra þriggja síðustu ára sem endanlegar upplýs- ingar liggja fyrir um hjá íslenskum bönkum og sparisjóðum væru innan viðráðanlegra marka. Áhyggjuefni „Hins vegar eru auknar afskriftir { innlendum og erlendum bönkum áhyggjuefni og er eitt af því sem bankamir eru að reyna að bregðast við,“ sagði hann. Jóhannes sagði að það væri gert með því að taka á þeim útlánavandamálum sem við væri að etja, meðal annars með því að leita eftir endurskipulagningu og aðgerðum af hálfu lántakanda til að draga úr töpum. Þá þyrfti að hag- ræða og draga úr öðrum kostnaði og reyna að afla tekna til að standa undir þessu. „Endalaust má deila um hvað er nógu öflugt. Bankarnir hafa lagt sí- vaxandi áherslu á að leysa þetta mál, það hefur forgang hjá þeim núna,“ sagði Jóhannes þegar hann var spurður hvort hann teldi að bank- arnir hefðu brugðist nægilega kröft- uglega við vaxandi útlánatöpum. 23,0% Dráttanvextir 1 992 Mel J ]. '93 17,0% -J sss! m J M 4 M J J \ s 3 N D J F ’92 __________________________________________'93 Dráttarvextirnir Alag er í lágmarki DRÁTTARVEXTIR hækka um 1% um mánaðamótin, úr 16% í 17%. Er það vegna vaxta- hækkunar viðskiptabankanna í byijun mánaðarins. Seðlabankinn ákveður dráttar- vexti. Þeir eiga að vera meðaltal af vöxtum víxillána og óverðtryggðra skuldabréfalána hjá bönkunum og 2-6% álag þar á. Að sögn Eiríks Guðnasonar, aðstoðarbankastjóra Seðlabankans, eru meðalvextirnir nú 14,7% og álagið rúmlega 2%. Með margfeldisáhrifum gerir það 17%. Dráttarvextir voru 18,5% síðari hluta síðasta árs. í efnahagsaðgerð- um ríkisstjómarinnar í árslok var dráttarvaxtaálagið lækkað og við það lækkuðu dráttarvextirnir niður í 16%. Þá var álagið um 3% en er nú í lágmarki, eða 2%. ----» ♦ ♦- Forvextir víxlalækka LANDSBANKINN lækkar for- vexti víxla um Vi% um næstu mánaðamót. Vextirnir lækka úr 13*/2% í 13%. Brynjólfur Helgason aðstoðar- bankastjóri segir að bankinn hafi verið með lægstu vexti í flestum útlánaflokkum, þar á meðal yfir- dráttarlánum og verðtryggðum og óverðtryggðum skuldabréfalánum. Væri verið að færa forvexti víxla til samræmis. Fyrir vaxtabreyting- ar nú um mánaðamótin er íslands- banki með hæstu forvexti víxla, 14%, sparisjóðimir eru með 13,6% en Búnaðarbankinn er enn með lægstu forvextina, 12,75%. -----♦ ♦ ♦--- 500 milljóna sparnaður FLUGLEIÐIR tilkynna í dag um sparnaðaráform fyrirtækis- ins, sem hafa verið í undirbún- ingp síðustu vikur. Áformað er að spara samtals 500 milljónir á þessu og næsta ári. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins fá á bilinu 10-20 starfs- menn uppsagnarbréf í tengslum við þessar aðgerðir. ——■ ♦ ♦ ♦---- Tveir Rússar gripnir í Sorpu LÖGREGLAN í Reykjavík var kvödd að Sorpu við Ananaust um miðnættið í fyrrakvöld eftir að sást til grunsamlegra manna- ferða á svæðinu. í ljós kom að hér voru tveir rússneskir sjó- menn á ferð að leita að ein- hveiju nýtilegu í sorpinu. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni voru Rússarnir bókstaf- lega á kafi í rusli er að var komið því aðeins fætur þeirra stóðu upp úr einum ruslagámnum á svæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.