Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1993
HARRODS
verslunin
Vefst fyrir Clint-
on að uppræta
hommabannið
Washington. Reuter.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti er kominn í mestu vand-
ræði vegna þeirra kosningaloforða sinna að afnema bann
við því að hommar gegni herþjónustu. Freistar hann þess
nú að finna leið út úr ógöngunum þann veg að hann kom-
ist hjá átökum við þingið.
í fyrrakvöld áttu Clinton og Les
Aspin varnarmálaráðherra árangurs-
lausan fund með leiðtogum Demó-
krataflokksins á þingi þar sem ætl-
unin var að finna lausn er kæmi í
veg fyrir deilur milli forsetans og
þingsins.
Heimildir hermdu í gær að meðal
flokksforystunnar og þingleiðtoga
ríki gremja í garð Clintons fyrir að
gera málið svo áberandi á fyrstu
dögum sínum í Hvíta húsinu í stað
þess að einbeita sér að efnahagsmál-
unum. Hafi hann fyrst og fremst
verið kosinn til að koma þeim í lag.
Bftir fundinn í fyrrakvöld sagði
Aspin að forsetinn myndi senn gefa
út tilskipun þess efnis að hætta beri
að spyija nýliða í hemum um kyn-
ferðislegar hneigðir þeirra. Jafn-
framt yrði tekið fram að ákvörðunin
kæmi ekki að fullu til framkvæmda
fyrr en eftir hálft ár til þess að þing-
ið fengi tækifæri til þess að kanna
afleiðingar og áhrif breytingarinnar.
í stað þess vill Clinton fá tryggingu
fyrir því að þingið hindri ekki það
að ákvörðunin komist í framkvæmd.
Víða fijálsræði
Hommar eiga misjafnlega erfitt
uppdráttar í heijum Evrópuríkja. í
Hollandi ríkir hvað mest fijálsræði í
þessum efnum og að Bretum und-
anteknum hafa flest ríki Evrópu af-
numið bann við því að hommar fái
inngöngu í heri landanna. Þýsk
hommasamtök hafa haldið því fram
að hommar eigi enga möguieika á
stöðuhækkun í her landsins og hafa
krafíst breytinga þar á. í Frakklandi
þykir ráðlegt að hafa hljótt um kyn-
ferðislegar tilhneigingar sínar vilji
menn ná frama í hernum. í Bret-
landi er samkynhneigð ekki lengur
talinn glæpur en hermenn sem upp-
vísir verða að því að svala kynferðis-
legri fýsn sinni meiga búast við því
að verða leystir undan herþjónustu.
I rússneska hernum hefur samkyn-
hneigð verið talin til glæps frá dögum
Jósefs Stalín.
Danmörk
Nýr þingfor-
seti kosinn
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdótt-
ur, fréttaritara Morgunblaðsins.
DANSKA þingið kaus Henning
Rasmussen þingmann jafnaðar-
manna þingforseta í fyrradag er
það kom saman í fyrsta sinn í
stjórnartíð Pouls Nyrups Ras-
mussens forsætisráðherra.
Eitt fyrsta verk stjórnar Pauls
Nyrups verður að endurskoða skatta-
kerfíð. Þegar er farið að kvisast út
að miðdemókratar og róttækir séu
ósammála um hvemig beri að haga
þeim.
Lis Noer Holmberg, sem kosinn
var á þing fyrir Miðdemókrataflokk-
inn, gekk í Vinstriflokkinn í gær og
hafa fyrrum stjórnarflokkamir tveir
þá jafnmarga þingmenn hvor eða 31.
Reuter
Fagna dómnum
Félagar í samtökum sem kalla sig „Fórnarlömb arabískra hryðjuverka"
fögnuðu í gær í Jerúsalem dómi Hæstaréttar ísraejs. Allir þeir sem sjást
á myndinni segjast hafa misst ættingja í átökum ísraela og araba.
Reuter
Fjórir særast í sprengingu
hjá Harrods
Lögreglumaður á varðbergi við framhlið verslunarhúss Harrods
í London í gær. Talið er að írsku hryðjuverkasamtökin IRA beri
ábyrgð á sprengingu sem varð við aðalinngang hússins í gærmorg-
un með þeim afleiðingum að fjórir menn slösuðust. Skömmu
áður en sprengjan sprakk barst lögreglunni viðvörun og var ver-
ið að rýma verslunina þegar atvikið átti sér stað.
Palestínsku útlagarnir í Suður-Líbanon
Hæstiréttur Isr-
aels segir brott-
vísunina löglega
Jerúsalem, París. Reuter.
HÆSTIRÉTTUR ísraels úrskurðaði í gær að sú ákvörðun
stjórnar Yitzhaks Rabins forsætisráðherra að senda 415
Palestínumenn í útlegð til Líbanons fyrir sex vikum bryti
ekki í bága við ísraelsk lög. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
hafði áður samþykkt að ákvörðunin samræmdist ekki þjóða-
rétti og Frelsissamtök Palestínumanna (PLO) hvöttu til þess
að ráðið kæmi saman sem allra fyrst til að samþykkja refsi-
aðgerðir gegn Israelum vegna málsins.
Tilraunir með bóluefni gegn
munn- og nefkokskrabba
Lengi veríð vitað að veirur valda krabbameinssjúkdómum
BRESKIR vísindamenn hafa framleitt bóluefni gegn tveim-
ur tegundum krabbameins og vekur það upp vonir og
vangaveltur um hvort hugsanlegi megi vinna á öðrum teg-
undum þessa illkynja sjúkdóms, svo sem brjóstakrabba,
með bóluefni. Kemur þetta fram í breska blaðinu Daily
Telegraph í fyrradag. Að sögn Sigurðar Björnssonar sér-
fræðings í krabbameinslækningum er hér ekki um ný sann-
indi í læknaheiminum að ræða. Vitað hefur verið lengi að
veirur valda algengum krabbameinstegundum í Suðaustur-
Asíu og Afríku, aðrar tegundir krabbameins eru algeng-
ari á Vesturlöndum og fer nú fram umfangsmikil rannsókn-
arstarfsemi austan hafs og vestan til þess að reyna finna
út hvort veirur eigi þátt í tilurð þeirra og þá hvort hugsan-
lega megi finna bóluefni til að vinna á þeim.
Vísindamenn við Paterson-
stofnunina á Christie-sjúkrahús-
inu í Manchester í Englandi hafa
búið til bóluefni sem tilraunir
verða gerðar með á mönnum þeg-
ar á þessu ári. Tilraunir í rann-
sóknarstofum þykja lofa góðu og
næsta skrefið er að kanna gagn-
semi lyfsins með því að bólusetja
menn. í fyrstu verða rannsóknim-
ar bundnar við fámennan hóp
sjálfboðaliða en á næstu tveimur
til þremur árum verða þær auknar
og mikill fjöldi manna bólusettur.
Talið er að gagnsemi bóluefnis-
ins verði mest gegn svonefndri
Burkitt’s-veiki sem er krabbamein
í munni og dregur árlega þúsund-
ir manna til dauða í Mið-Afríku,
og gegn nefkokskrabba sem al-
gengur er í Suðaustur-Asíu og
dregur t.d. árlega 50.000 manns
til dauða í Kína. Sýnt þykir að
svonefnd EB-veira (Epstein-Barr
veira), sem er ein af herpesveirun-
um, orsaki þessi krabbamein.
Þá er talið að bóluefnið geti
komið að gagni við lækningu
Hodgkin’s-veiki sem er eitla-
krabbi er greinist í um 1.200
manns árlega í Bretlandi. Að sögn
Sigurðar Bjömssonar koma nokk-
ur tilfelli hennar upp á ári hveiju
hérlendis. Ennfremur er bóluefnið
talið geta orðið gagnlegt gegn
kirtlabólgu, sem gjarnan gengur
undir nafninu kossaveikin.
Engin tímamót
„Ut af fyrir sig er hér ekki um
stórkostleg tímamót að ræða í
læknisfræðinni. Það hefur lengi
verið vitað að veimr valda sumum
tegundum krabbameins og þróun
bóluefnisins í Manchester hefur
tekið áratugi. Og þar sem rann-
sóknarferillinn er tímafrekur og
seinvirkur munu mörg ár líða
þangað til við getum verið fullviss
um að bóluefnið virki,“ sagði Sig-
urður.
John Arrand, læknir sem veitir
rannsóknunum á Paterson-stofn-
uninni forystu, sagði í samtali við
Daily Telegraph að yrði sami
árangur af tilraunum á mönnum
og á tilraunum í rannsóknarstof-
unni gæti bóluefnið hugsanlega
komið í veg fyrir að milljónir
manna yrðu krabbameinum sem
stöfuðu af EB-veirunni að bráð.
Hann sagði að með aukinni þekk-
ingu á orsökum og eðli krabba-
meins beindist athyglin í auknu
mæli að því hvort veirur kynnu
að einhveiju leyti að skýra tilurð
algengra krabbameina á borð við
bijóstakrabba, krabbamein í ristli
og hvítblæði. „Við höfum enga
áþreifanlega sönnun þess að svo
sé en ég mundi ekki vilja útiloka
þann möguleika að veirur eigi ein-
hvem hlut að máli,“ sagði Arrand.
„Með úrskurðinum staðfestir
rétturinn að ákvörðunin var lög-
leg,“ sagði talsmaður Rabins, sem
spáði því á miðvikudag að Bill
Clinton Bandaríkjaforseti myndi
koma í veg fyrir að öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna samþykkti
refsiaðgerðir gegn ísraelum.
Sendiherra ísraels hjá Sameinuðu
þjóðunum sagði í gær að Banda-
ríkjamenn beittu sér nú gegn því
að tillaga um refsiaðgerðir yrði
lögð fram í ráðinu.
Stjórn ísraels fagnaði úr-
skurðinum en arabar fordæmdu
hann. Leah Tsemel, lögfræðingur
sem hefur barist fyrir málstað
útlaganna, sagði að úrskurðurinn
væri „stórslys" og ísraelar gætu
nýtt sér hann til að réttlæta það
að reka fleiri araba úr landi.
Daniel Bernard, utanríkisráð-
herra Frakklands, hvatti öryggis-
ráðið til að neyða Israela til að
taka við Palestínumönnunum aft-
ur. „Það er vafasamt að ísraelsk
lög nái til hernumdu svæðanna,
sem falla, sem slík, undir alþjóða-
lög, einkum Genfar-sáttmálann,“
ERLENT'