Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.01.1993, Blaðsíða 12
812 HIJGUR OG HÖND List og hönnun Bragi Asgeirsson Rit Heimilisiðnaðarfélags ís- lands, „Hugur og hönd“, kemur að öllu jöfnu út í desember og barst mér það í hendur í byrjun janúar. Þrátt fyrir að ekki komi út nema eitt hefti á ári sætir furðu hve erfiðlega gengur með útgáfu blaðsins og einkum vegna þess að hér er um merkilega fram- kvæmd að ræða, er byggist á því að viðhalda áhuga á þeim hluta þjóðararfs okkar, er að handíðum lýtur. Jafnan er staðið vel að út- gáfunni og er það eitt af mínum ánægjulegustu verkum ár hvert 'að fjalla um ritið. Hér fer saman hagnýtur fróð- leikur um heimilisiðnað og handíð- ir hvers konar, auk þess sem ís- lenzka ullin fær jafnan sinn skerf, bæði sjálf vinnsla hennar sem fatnaður og klæði ofin úr ullar- bandi. Á seinni árum hefur svo verið lögð meiri áhersla á að gera skapandi mótun atvinnulista- manna skil, og er t.d. kápa ritsins í ár með nokkurs konar nýlista- bragði. Hér sker ritið sig allnokkuð úr varðandi skylda útgáfustarfsemi á hinum Norðurlöndunum, sem tekur yfirleitt fyrir afmarkaðri svið og ber það bæði vott um for- dómaleysi og að ritnefndin hafi víðari yfirsýn, ásamt því að hún geri sér ljósari grein fyrir skyld- leikanum hér á milli. Hugtökin föndur og handíðir eru ekki ein- angruð fyrirbæri, en geta markað grunn að rismikilli list og skulu því ekki vanmetin. Dæmin sýna líka að atkvæðamiklir núlista- menn úti í heimi hafa ekki síður leitað til þjóðlegs arfs á þessum sviðum en t.d. tónsmiðir til þjóð- laga. Fanga skal þannig ekki síð- ur leita innávið en útávið, en hér er það hin þroskaða kennd sem ræður framúrskarandi árangri. Mönnum er löngu orðið Ijóst að það sem hendur íslenzkra al- þýðukvenna spunnu og mótuðu, ásamt því sem heldri konur saum- uðu út, átti drjúgan þátt í því að varðveita listneistann í íslending- um á myrkasta skeiði í sögu þjóð- arinnar. Efni ritsins í ár er mjög áhuga- vert og skarar bæði nútíð og for- tíð. Þannig segir Áslaug Sverris- dóttir í upphafsgrein frá merki- legu og lofsverðu framtaki nokk- urra kvenna í Þingborg, sem er níu kílómetra frá bæjarmörkum Selfoss. Fyrrum barnaskóli og samkomuhús hefur orðið vett- vangur smáiðnaðar í kringum ull, ásamt ýmsum rannsóknum á möguleikum hennar. Hugarflugið er svo óspart notað við hönnun- ina, t.d. eru tölur á peysurnar stundum úr ýsubeini eða tré. Mjór er mikils vísir og þannig fara menn einmitt að áður en þeir fjöldaframleiða vörurnar, því að það er nokkur vegur frá fijálsri hönnun til iðnhönnunar og þessu tvennu ber ekki að rugla saman. Var t.d. sérsýning á þessu ferli á listiðnaðarsafninu í Kaupmanna- hfön, er mig bar að garði í desem- ber sl. í næstu grein spjallar Oddný E. Magnúsdóttir við Bóthildi Benediktsdóttur frá Arnarvatni (f. 1906), en hún og systir hennar, Sigurbjörg, voru merktar hann- yrðakonur, er fengust m.a. við lit- un ullar með mosa, sortuiyngi og HUGUR 06 HÖHD beitilyngi. Að mínu viti geta slíkar tilraunir og hagnýting þeirra haft þýðingu til útslita um framtíð ís- lenzks ullariðnaðar, en því miður hefur skilningurinn á því ekki verið nægilegur til þess. Rúna Gísladóttir fjallar þarnæst um margræðan brúðu- heim Sigríðar Kjaran, en hún klæðir brúður sínar á þjóðlegan hátt, og Kristrún Matthíasdóttir frá Fossi, Hrunamannahreppi, segir sitt af hveiju um hversdags- klæðnað kvenna fyrir 80-100 árum. Þar kemur m.a. fram að um og fyrir aldamót gengu eldri konur buxnalausar, og þegar þær komust svo í gagnið voru þær gjarnan opnar, þ.e. í þeim var ekkert spjald, svokölluð ganhöld. Hins vegar var siðprýðinni bjarg- að með því að brækurnar náðu vel niður fyrir hné klauf á báðum hliðum, strengur á fram- og aftur- stykki og hneppt báðum megin til hliðanna. Þá ræðir Þórir Sigurðsson við eldsmiðinn Hafstein Guðmunds- son, en það var og er mjög sjón- ræn lifun að fylgjast með slíkum og störfum, er járnið glóðhitnaði í aflinum og smiðurinn mótaði og sveigði járnið að vild á steðjanum. Gréta Pálsdóttir segir frá Lenu Zachariassen, sem flutti til Norð- urlands frá Tönsberg í Noregi fyrir 10 árum og réð sig í kaupa- vinnu, en er nú húsfreyja í Dæli í Skíðadal. Hún er nú nafnkennd norðan heiða meðal áhugafóls um ullarvinnu, en hún vefur einnig úr refahári, mannshári, búkhári af hesti, geitarull, kanínufiðu, kattarhári og hrosshári. Hannar að auk skartgripi úr hrosshári og silfurvír. Gréta E. Pálsdóttir segir frá Snæbjörgu Qlafsdóttur frá Vindheimum í Tálknafirði, en hún hannar skó úr roði, og Sigríður Halldórsdóttir fjallar um lopa- leista og lopavettlinga. Rúna Gísladóttir fjallar um einn efnilegasta mótunarlistamann okkar, Guðjón Ketilsson, sem vinnur aðallega í tré og þá oftast reyni eða birki, og fylgja grein- inni margar litmyndir, er opinbera þá sterku og sértæku formkennd sem listamaðurinn býr yfir. Loks fjallar Þórir Sigurðsson um rakubrennslu leirmuna, en aðferðin hefur verið notuð öldum saman í Japan. Segir frá munum Elínar Guðmundsdóttur í Hafnar- firði. Þórir hermir svo einnig frá Finnlaugi Þorvaldssyni, sem vinn- ur í því sem nefna má ekta heimil- isiðnað og er með verkstæði í bíl- skúr í Breiðholtinu. í ritinu eru svo fastir liðir, svo sem uppskriftir og sagt er frá Norrænu heimilisiðnaðarþingi, er haldið var í Reykjavík á sl. sumri. Af framanskráðu má ráða hve fjölbreytt ritið er og það á erindi til allra, sem áhuga hafa á þjóð- legri geymd sem nútímalegri hugsun á vettvangi heimilisiðnað- ar, handíða og skapandi hönnun- ar. Leikfélag Kópavogs Otto nas- hyrningur frumsýndur LEIKFÉLAG Kópavogs frum- sýnir Otto nashyrning eftir sögu danska rithöfundarins Ole Lund Kirkegaard í leikgerð Harðar Sigurðarsonar á laugardaginn 30. janúar kl. 14.30 og 17.00 í Félagsheimili Kóppavogs. Þór- unn Magnea Magnúsdóttir leik- stýrir, Jósep Gíslason samdi lög við söngtexta Harðar, Arnar Alexandersson og Sigurður Grétar Gunnarsson hönnuðu leikmynd og búninga. Otto nashyrningur er fjórða verkið sem Leikfélag Kópavogs setur upp eftir Ole Lund Kirkega- ard, hin eru barnaleikritin Gúmmi- Tarzan, Fróði og allir hinir grisl- ingarnir og Virgill litli. Otto nas- hymingur fjallar um samnefndan nashyrning sem tveir drengir teikna á vegg en öðlast skyndilega líf, öllum að óvörum. Otto er afar vinanleg skepna, en það breytir hins vegar ekki því að hann getur ekki búið á þriðju hæð í fjölbýlis- húsi, sérstaklega þar sem gæludýr eru illa séð. Helstu hlutverk skipa Leifur Arnar Gunnarsson, ívar Guð- mundsson, Ágúst Kristmannsson, Skúli Rúnar Hilmarsson, Silvía B. Gústafsdóttir, Einar Þór Samú- elsson og Jóhanna Pálsdóttir. Sýn- ingar fara fram í Félagsheimili Kópavogs. Saga Húsmæðra- skóla Reykjavíkur Bækur Sigríður Kristjánsdóttir Á síðasta ári kom út Saga Hús mæðraskóla Reykjavíkur í 50 ár, hið fallegasta rit og myndarlega úr garði gert. Bókin skiptist í 10 kafla, og auk þess eru í henni marg- ar myndir og skrár yfir nemendur gang að æðri framhaldsskólum. Fram að þeim tíma urðu þær að láta sér nægja þá fáu kvennaskóla sem á fót komust á síðari hluta 19. aldar, en þar voru þá kenndar bók- legar greinár og handavinna. Svo einkennilega vildi til að hús- mæðraskólar voru risnir í mörgum héruðum landsins um 1930, og þá harðnar sú barátta sem heyja þurfti Hússljórnarskóli Reykjavíkur. Morgunblaðið/Júlíus skólans á þessum árum, skóla- stjóra, kennara, stundakennara og skólanefnd. Einnig er fjallað um margvíslega starfsemi skólans, námstilhögun og fyrirkomulag kennslunnar. Ung stúlka í sagnfræðinámi við Háskóla íslands, Eyrún Ingadóttir, tók sér þetta verkefni til BA-prófs, og virðist ágætlega hafa til tekist. Núverandi formaður skólanefndar, Jóna I. Guðmundsdóttir, og kennar- ar skólans hafa einnig lagt lið við útgáfu bókarinnar. I fyrsta kapítula er lauslega rak- in baráttusaga og upphaf skipulegr- ar húsmæðrafræðslu í landinu. Það voru djarfar konur og viljasterkar sem stóðu í broddi fylkingar og ruddu hina ógreiðu braut. Barátta þeirra tók mörg ár, áður en skólinn á Sólvallagötu 12 gat tekið til starfa í ársbyijun 1942. Þetta er merkileg saga. Um hana má einnig lesa í Afmælisriti Kvenfélagasambands íslands, Margar hlýjar hendur, sem kom út 1982, og í Sögu Bandalags kvenna í Reykjavík (1983), báðar skrifaðar af Sigríði Thorlacius, en Bandalagið átti dijúgan þátt í því að skólinn komst á fót og stóð löng- um vörð um hann. í hinni nýju sögu Húsmæðraskóla Reykjavíkur er vitnað í báðar þessar bækur og í margar aðrar heimildir, prentaðar og óprentaðar, sem fróðlegt er fyr- ir áhugamenn að kynna sér. Ekki er það fyrr en nokkuð er komið fram yfir aldamót að konur fá að- til að koma upp husmæðraskóla í höfuðstaðnum. Þar lögðu vissulega margar dugmiklar konur hönd á plóginn, en þó mun Ragnhildur Pétursdóttir hafa átt drýgstan hlut. Saga Húsmæðraskóla Reykjavíkur segir frá þessum málum í skýrum dráttum, og framsetning er ljós og læsileg. Fyrir þá sem vilja kynna sér og fræðast um þennan þátt í menningarsögu Reykjavíkur er bar- áttusagan merkilegur lestur. Erfitt er fyrir ungt fólk nú á dögum að gera sér grein fyrir þeim miklu þjóð- félagsbreytingum sem urðu hér á landi á fyrri hluta þessarar aldar. Nú þykir það sjálfsagt að allir eigi kost á skólagöngu, og hægt sé að velja hvað sem menn helst vilja læra og möguleikar til náms komi fyrirhafnarlítið á móti þeim. En öðruvísi var áður fyrr, á dögum mæðra okkar og formæðra. Það þóttu þá mikil fríðindi er ungar stúlkur áttu kost á að ganga í kvennaskóla eða húsmæðraskóla eða sækja námskeið í heimilisfræð- um. I öðrum kafla bókarinnar er sögð forsaga að stofnun Húsmæðraskóla Reykjavíkur, og segir þar frá nám- skeiðum og fyrsta húsmæðraskó- lanum í höfuðstaðnum. Eins og margir vita var það dugnaðarkonan Elín Briem sem stofnaði fyrsta skól- ann 1897 í húsi iðnaðarmanna við Lækjargötu. Hún hafði áður komið við sögu fyrsta kvennaskólans sem stofnaður var á Hjaltastöðum í Skagafirði, en fluttist síðan að Ytri- Ey og loks að Blönduósi. Elín er einnig kunn fyrir að semja bókina Kvennafræðarann, sem kom út árið 1899 og var handbók margra hús- mæðra allt fram á okkar daga. Þriðji kafli bókarinnar segir svo nánar frá aðdraganda og stofnun Húsmæðraskóla Reykjavíkur, fundahöldum, nefndarstörfum og ályktunum sem um málið voru gerð- ar. Merkilegt ávarp er birt á bls. 28, þar sem margar kunnar konur og nokkrir karlar skrifa undir áskorun um söfnun til að koma skólanum á fót. Um áramótin 1940-41 hafa nægilegur stuðningur fengist frá ríki og bæ til að fram- kvæmdanefndin gæti hafist handa um leit að húsnæði og skólastjóra. Skólinn tók svo til starfa í byijun árs 1942. Það mun hafa þótt mik- ill fengur að fá hina vel menntuðu konu Huldu Á. Stefánsdóttur til að veita skólanum forstöðu í fyrstu. Síðan hefur hver ágætis forstöðu- kona tekið við af annarri. Þegar Hulda hætti skólastjórn árið 1953 tók Katrín Helgadóttir við, en hún hafði verið kennari við skólann frá 1949. Katrín var skólastjóri við góðan orðstír meir en tuttugu ár, frá 1953-74, en þá tók Jakobína Guðmundsdóttir við skólastjórninni. í seinni köflum bókarinnar má síðan lesa nánar um allt skólastarf- ið og tilhögun námsins. Frá upp- hafi var skólanum skipt í tvær deild- ir, heimavistardeild og dagskóla, þar sem nemendur bjuggu úti í bæ. Aðsókn var stax miklu meiri en hægt var að anna, og hélst það næstu 30 árin. Góðar og fræðandi myndir af nemendum skólans við störf sín og nám ásamt ítarlegum lýsingum á stundaskrá og kennslu sýna lesanda hversu traust og gagnleg stofnun þetta hefur verið öll þessi ár. Enginn vafi er á því, að margar mikilvægar og nytsamar greinar voru kenndar í hússtjórnar- skólum, og að innan veggja þeirra ríkti heilbrigt menningarumhverfi, sm hollt var hverri ungri stúlku að kynnast til undirbúnings því mikil- væga starfí sem fram fer á hvejru góðu heimili í landinu. Eftir því sem stúlkum hafa gefist betri færi til náms í hinum almennu framhaldsskólum og möguleikar til atvinnu fyrir konur hafa orðið fjöl- breyttari á síðustu áratugum, hefur dregið mjög úr aðsókn að hús- mæðraskólum. Svo fór einnig um Húsmæðraskóla Reykjavíkur. En reynt hefur verið að laga starfs- háttu skólans að breyttum aðstæð- um. 7. og 8. kafli bókarinnar greina frá þáttaskilum í starfí og nýju skipulagi, eftir að lögum um hús- mæðraskóla var breytt 1975. Þá varð skólinn ríkisrekinn og nafni hans breytt, og heitir hann síðan Hússtjórnarskóli Reykjavíkur. Upp frá því byggðist kennslan á styttri og lengri námskeiðum, þar sem það virtist hæfa betur breyttum þjóðfé- lagsháttum. Kom það í hlut Jakob- ínu, sem þá var skólastjóri, að móta þessa nýbreytni í starfi skólans, og virðist hún hafa heppnast vel. Hin síðustu ár hefur svo Ingibjörg Þór- arinsdóttir verið skólastjóri. Skólinn hefur nú lagað sig að hinu nýja skipulagi, og má segja að starfsem- in sé aftur í fullum gangi. Margvís- leg verkefni eru tekin fyrir á þess- um námskeiðum, og fjöldi nemenda er mikill. Námskeiðin sækja bæði karlar og konur, ungir og fullorðn- ir, og stundum koma ýmsir sam- stæðir hópar. Ingibjörg skólastjóri ritar formála að þessu afmælisriti og segir þar, að sú fræðsla sem veitt er í hússtjórnarskólum megi aldrei falla niður, hún sé jafn brýn í dag og hún var fyrir 50 árum. Eins og áður er að vikið er frá- gangur og útlit þessarar bókar að flestu leyti prýðilegt. Gamall rósa- bekkur skreytir kjölinn og hið fal- lega merki skólans kápuna. Prent- villur trufla lesturinn minna en í mörgum öðrum bókum nú á dögum, enda þótt fáeinar hafi slæðst inn. Ekki hefi ég kannað nákvæmlega nemendaskrá og myndatexta, en þó hafa fundist nokkrar missagnir, og hluta vantar af höfnurn undir mynd á bls. 154. Meinleg villa hef- ur orðið í skrá um skólanefndarkon- ur, þar sem talið er að ein hafí átt sæti í nefndinni ári eftir að hún er dáin og önnur talin fædd nær tutt- ugu árum eftir að hún dó, en átti þó sæti í skólanefndinni í fímm ár. Eftir lestur þessarar bókar situr í huga manns mynd af hinum dug- miklu forvígiskonum sem háðu bar- áttu fyrir hugsjónum sínum og unnu sigur, mynd af merku skólastarfi, af forstöðukonum og kennurum sem störfuðu af ósérplægni með velferð nemenda sinna í huga án þess að telja vinnustundimar, og mynd af ungum stúlkum fullum af áhuga og vilja til að nema og starfa til undirbúnings því hlutverki sínu að búa uppvaxandi kynslóðum sem best þroskaskilyrði. Gott væri að slíkur andi ríkti í sem flestum skólum og öðmm menntastofnunum um ókomin ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.