Morgunblaðið - 25.02.1993, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993
17
Meðan Róm brennur ...
Breytingar eru forsenda árangurs
••
eftir Onnu Birnu
Snæbjörnsdóttur
Á síðastliðnu ári fengu íslenskir
námsmenn harkalega að kenna á
niðurskurðarexi núverandi ríkis-
stjómar. Vissulega var það viðbúið
að námsmenn þyrftu að taka á sig
eitthvað af þeim samdráttaraðgerð-
um, rétt eins og aðrir þegnar þessa
lands. Hins vegar er það deginum
ljósara að þessar niðurskurðarað-
gerðir komu mun harðar niður á
námsmönnum en flestum öðrum
þjóðfélagshópum. Námsmenn fengu
á sig þung högg á tveimur vígstöðv-
um, stórfelldur niðurskurður til
Háskólans og grundvallarbreyting-
um á lögum um Lánasjóð íslenskra
námsmanna. Nú hafa komið fram
tillögur um grundvallarbreytingar á
skipulagi Stúdentaráðs Háskóla ís-
lands. Tilgangurinn með tillögunum
er sá að gera Stúdentaráð hæfara
til að sinna brýnustu hagsmunamál-
um stúdenta og koma í veg fyrir
að stúdentar missi tökin á atburðar-
rásinni eins og átti sér stað þegar
nýju lögin um Lánasjóð íslenskra
námsmanna voru samþykkt.
Allt stefndi í voða - hvar voru
stúdentar?
Það var fyrirséð löngu áður en
Lánasjóðsbreytingamar urðu loks
að veruleika að stjórnvöld hygðust
stokka sjóðinn upp. Fjármálin voru
í ólestri og vitað var að reynt yrði
að hagræða og draga verulega sam-
an. Ljóst var að námsmenn þyrftu
að taka höndum saman í tæka tíð
til að geta haft áhrif á stefnumótun
stjórnvalda svo úr yrðu raunhæfar
breytingar fyrir stúdenta. En hvar
voru fulltrúar okkar, allan þann
tíma sem stjórnvöld unnu að undir-
búningi aðgerðanna? Það var ekki
fyrr en stjómvöld voru í raun búin
að móta stefnu sína til fullnustu og
ákvörðunin ein eftir sem kallaður
var saman fjöldafundur með ráð-
herrum og þingmönnum í Háskóla-
bíó og fulltrúum stúdenta; að mínu
mati of seint.
30 manna Stúdentaráð
Stúdentaráði er ætlað að það
hlutverk að vinna að hagsmunamál-
um stúdenta og um það verður ekki
deilt að lánamálin skilgreinist sem
slík. Það olli því mörgum vonbrigð-
um hversu vanmáttugt það reyndist
í þeirri baráttu sem var háð til vám-
ar Lánasjóðnum. Auðvitað eru
margar ástæður til þessa. Auðvelt
væri að kenna þeim um, sem fara
með stjórnina í Stúdentaráði. En svo
einfalt er það nú ekki. í Stúdenta-
ráði sitja 30 fastir fulltrúar sem
kosnir em úr tveimur fylkingum
námsmanna, Vöku og Röskvu.
Það þarf varla mörg lýsingarorð
til að gera sér í hugarlund hvernig
fundir slíkrar samkundu ganga fyr-
ir sig og hvaða árangri starf hennar
skilar námsmönnum. Raunveruleg
stefnumörkun ðg framkvæmdir
verða skiljanlega heldur torveldar í
meðfömm við slíkt fýrirkomulag.
Félagsmál eiga ekki heima
innan SHI
En fjöldinn sem í ráðinu situr er
því miður ekki eini gallinn; fyrr-
greint hlutverk þess varðandi með-
ferð hagsmunamála er nefnilega
ekki eini málaflokkurinn sem því
er ætlað að sinna, heldur em fé-
lags- og menningarmál einnig hluti
af starfssviði þess. Því hefur þróun-
in viljað verða sú að allt of miklum
tíma er varið í ráðagerðir og umfjöll-
un um þann málaflokk, enda hann
oft tilvalinn til stundarvinsælda.
Deildarfélögin em vegna nálægðar
sinnar við nemendur miklu betur til
þess fallin að sinna félags- og menn-
ingarmálum. í framhaldi af því telj-
um við eðlilegt að fækka um helm-
ing í Stúdentaráði. Með þessum
aðgerðum aukum við skilvirkni
Stúdentaráðs, nemendum til hags-
bóta.
Endurskoðun vinnubragða
Nú þegar komin' er eins árs
reynsla á breytingarnar á Lána-
sjóðnum er nauðsynlegt að við stúd-
entar einbeitum okkur af öllum
kröftum að því að ná fram þeim
breytingum sem mögulegar eru í
samvinnu við stjómvöld. Á þessu
eiga stúdentar kröfu. Við í Vöku
viljum breyta Stúdentaráði úr því
bákni sem það er í dag t virkt fram-
kvæmdaráð sem skilar árangri.
Aldrei hefur verið meiri þörf á end-
urskoðun á vinnubrögðum og upp-
byggingu þess en einmitt núna.
Látum ekki telja okkur trú um neitt
annað.
Höfundur er nemi í
sijórnm&lafræði og skipar 2. sæti
framboðslista Vöku til
Stúdentaráðs.
Anna Birna Snæbjörnsdóttir
„Aldrei hefur verið
meiri þörf á endurskoð-
un á vinnubrögðum og
uppbyggingu SHÍ en
einmitt núna. Látum
ekki telja okkur trú um
neitt annað.“
asm
.
f ly tj um
Við f lytjum!
li 1*1
.
Mánudagiun 1. mars n.k. flytur
Fjárfestingarfélagið Skandia alla
’semi sína úr Hafnarstræti,
í aðalstöðvar Skandia að
augavegi 170.
með sama tíma verður því
árfsemi Váftryggingarfélagsins
kandia, Líftryggingarfélagsins
ia og Fjárfestingarfélagsins
andia á sama stað að Lauga-
170.
þ
mnurn einnig á útibú okkar
í Kringlunni og á Akureyri.
w
Skandia
Tfl hagsbóta
fyrir íslendinga
\ FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ SKANDIA HF.
61 97 00: Fjárfestingarfélagið Skandia* Líftryggingarfélagið Skandia • Vátryggingarfélagið Skandia.
S 68 97 00: Útibú í Kringlunni. S (96) 1 11 00: Útibú á Akureyri.