Morgunblaðið - 25.02.1993, Síða 20

Morgunblaðið - 25.02.1993, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993 Greiðsla fvrir lösf- bundin # verkefni - segir formaður Búnaðarfélagsins JÓN Helgason, formaður stjórnar Búnaðarfélags Is- lands, segir að ríkissjóður greiði kostnað við ákveðin verkefni sem félaginu hafi verið falin með lögum og dugi fjárveiting ríkisins varla til þess. Hins vegar greiði bændur sjálfir félags- lega þáttinn, meðal annars kostnað við Búnaðarþing. Fram kom hjá fjármálaráð- herra á Alþingi í síðustu viku að ríkissjóður greiddi 75% af kostnaði við rekstur Bún- aðarfélagsins. Jón sagði að helstu verkefni Bún- aðarfélagsins væru við leiðbeininga- þjónustu samkvæmt jarðræktar- og ' búfjárræktarlögum. Framlag ríkis- ins dygði varla til að standa undir þessum lögbundnu verkefnum. Samkeppnisstaðan skekkist Aðspurður um rökin fyrir því að ríkið greiddi þennan kostnað en ekki atvinnugreinin sjálf sagði Jón að svona væri þetta búið að vera í heila öld. Löggjafanum hafi ávallt þótt þetta eðlilegt. Hann benti á að áherslurnar nú, meðal annars vegna GATT-samninga, væru þannig að ríkið ætti fremur að greiða fyrir þjónustu við landbúnaðinn en fyrir framleiðslu. Jón sagði einnig að ákveðið samræmi þyrfti að vera í stuðningi við landbúnaðinn hér og í nágrannalöndunum. í flestum ríkj- um greiddi ríkisvaldið fyrir leiðbein- ingaþjónustuna og ef því yrði hætt hér stæðu bændur hér verr að vígi í samkeppninni við erlenda starfs- bræður. -----»"»-4--- * A sögn- legan að- draganda - segir formaður Fiskifélags ís- lands um ríkis- greitt Fiskiþing „ÞAÐ á sér fyrst og fremst sögulegan aðdraganda að þessi kostnaður skuli vera greiddur af ríkinu en ég þekki ekki þá sögu,“ sagði Jónas Haraldsson, formaður stjórnar Fiskifélags íslands, þegar hann var spurður um rökin fyrir því að ríkissjóður greiddi kostnað við Fiskiþing Fiskifélags íslands. Á síðasta ári nam kostnaður við Fiskiþing 3,3 milljónum kr. og í fjár- lögum þessa árs er gert ráð fyrir 2 milljóna kr. fjárveitingu til þing- haldsins. Jónas sagði að núverandi stjóm Fiskifélagsins ynni að því að stytta Fiskiþing og minnka kostnað við það en það tæki sinn tíma. Hann sagði að alltaf mætti deila um það hvort ríkið ætti að greiða þennan kostnað. Jónas benti á að Fiskifélagið væri hálfopinber stjóm- sýslustofnun sem hefði meðal annars það hlutverk að safna saman upplýs- ingum um sjávarútveginn og gefa út. Fiskiþing væri hluti af því. Þar kæmu saman fulltrúar hinna ýmsu hópa innan sjávarútvegsins meðal annars til að móta tillögur um stjóm- un fískveiða. * Islandsmeistarakeppni í 8 og 10 dönsum með frjálsri aðferð Morgunblaðið/Jón Svavareson Prúðbúnir keppendur KEPPENDUR í flokki 16-18 ára stilla sér upp prúðbúnir við verðlaunaafhendinguna í íþróttahúsi Hauka við Strandgötu í Hafnarfirði. Mjög lítill mimur á kepp- endum í hveijum flokki ___________Pans_____________ Dröfn Guðmundsdóttir SUNNUDAGINN 21. febrúar fór fram íslandsmeistara- keppni í samkvæmisdönsum með fijálsri aðferð. Keppnin fór fram í íþróttahúsi Hauka við Strandgötu í Hafnarfirði. Eins og áður var það Dansráð íslands sem stóð fyrir keppn- inni. Um 170 pör frá 7 dans- skólum tóku þátt í keppninni að þessu sinni. Keppendur 12-13 ára og 14-15 ára kepptu í 8 dönsum þ.e. Cha- cha, sömbu, rúmbu, jive og quickstep, hægum foxtrot, vals og tangó, en 16-18 ára, 19 ára og eldri og atvinnu- menn kepptu einnig í paso doble og vínarvalsi. Saman- lagður árangur í öllum döns- um réð úrslitum í keppninni. Til þess að gefa fleirum tæki- færi að taka þátt í keppninni að þessu sinni fór einnig fram keppni í einum dansi með grunnsporum. Þar voru auk blandaðra riðla sér- stakir dömuriðlar fyrir 10-11 ára og 12-13 ára. Þrátt fyrir það að strákar hafi ekki síður en stelpur gott af því að læra dans þá er meira af stelpum en strákum í þess- um aldurshóp í dansskólunum. Strákar 10-13 ára, það vantar fleiri herra í dansinn! Því er það vel til fundið hjá Dansráðinu að hafa sérstaka dömuriðla og man ég ekki til að það hafi áður verið gert í keppni sem þessari. En Dansráðið ætlar að gera meira til þess að sem flest- ir geti tekið þátt í danskeppnum. Að sögn Hermanns Ragnarssonar formanns Dansráðs íslands, hefur verið ákveðið að breyta keppnis- reglum þannig, að í upphafi hvers dansárs ákveði nemendur dans- skólanna hvort þeir ætli að taka þátt í íslandsmeistarakeppnum með fijálsri aðferð eða grunnspor- um það skólaár. Með því verður fjöldi þátttakenda í fjölmennustu keppnunum viðráðanlegri og fleiri taka þátt. Miðað við að keppendur í grunnsporum fengu sinn dans í þessari frjálsu keppni má ætla að þeir sem nota fijálsa aðferð fái einnig dans í keppninni með grunn- sporum sem haldin verður í maí. Dómararnir í keppninni voru fímm og komu frá Danmörku, Noregi, Englandi og íslandi. n Wskao Efnilegir dansarar MARGIR mjög efnilegir dansarar eru í yngri aldursflokkunum í dansi. Hér hefur hópur 14-15 ára dansara stillt sér upp við verðlaunaafhendinguna. Frú Vigdís heiðursgestur Heiðursgestur keppninnar var forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir. Keppendur og áhorf- endur kunnu vel að meta áhuga frú Vigdísar og fögnuðu henni inni- lega. Meðal áhorfenda voru Evrópu- meistaramir í 10 dönsum með fijálsri aðferð, Martin og Alison Lamb frá Englandi en þau voru hér á landi á vegum Nýja Dansskól- ans. Aðspurð sögðust þau hafa haft mjög gaman af því að horfa á keppnina. Hún hafí verið mjög jöfn og spennandi og allir reynt að gera sitt besta. Þeim fannst geta þátttakendanna mikil og „dansstandardinn" hár sem undir- strikaði hæfileika íslenskra dans- ara. Eins og fyrr í vetur var keppnin mjög spennandi og hörð, því ótrú- Iega lítill munur var á beztu kepp- endunum í hverjum flokki. Hart var barist og ekkert gefíð eftir. í heildina fannst mér keppnin takast vel og að sumu leyti betur en keppnin í gömlu dönsunum sem fram fór á sama stað fyrir nokkrum vikum. Þá fannst mér umgjörðin tæpast nægilega hlýleg en hvort sem það voru meiri blómaskreyt- ingar, betri lýsing eða nærvera forseta íslands fannst rnér húsið mun hlýlegra en áður. Ég saknaði þess að fá ekki ítarlega dagskrá eins og á fyrri keppnum vetrarins. Blöðin, sem dreift var, voru tæpast fullnægjandi. Vel gerð og ítarleg dagskrá er ekki aðeins auglýsing fyrír keppnina heldur dansinn í heild. Meðal þess er ætti að vera í prentaðri dagskrá eru upplýsingar Úrslit urðu eftirfarandi 12 og 13 ára, 8 dansar Sigursteinn Stefánsson - Elísabet Haraldsdóttir Brynjar Ö. Þorleifsson - Sesselja Sigurðardóttir Daníel Traustason - Hrefna R. Jóhannsdóttir 14 og 15 ára, 8 dansar Ólafur M. Sigurðsson - Hilda Stefánsdóttir Birgir Ö. Einarsson - Erla S. Eyþórsdóttir Einar G. Ingvarsson - Lóa Ingvarsdóttir 16 til 18 ára, 10 dansar jtai Þ. Eyþórsson - Anna M. Ragnarsdóttir Ólafur M. Guðnason - íris A. Steinarsdóttir Gunnar M. Sverrisson - Eygló K. Benediktsdóttir 19 ára og eldri, 10 dansar Víðir Stefánsson - Petrea Guðmundsdóttir Bjami Þ. Bjamason og Jóhanna Jónsdóttir Atvinnumenn Jón P. Úlfljótsson - Kara Amgrimsdóttir Haukur Ragnarsson - Esther I. Níelsdóttir Hinrik N. Valsson - Kristín Vilhjálmsdóttir Úrslit í einum dansi 10 og 11 ára, enskur vals Benedikt Einarsson - Berglind Ingvarsdóttir Andri Stefánsson - Ásta L Jónsdóttir Ragnar Guðmundsson - Eva Hermannsdóttir 10 og 11 ára e. vals dömuriðill Elísabet Jónsdóttir - íris D. Lámsdðttir Eva S. Jðnsdóttir - Sigrún H. Sveinsdóttir Unda S. Bragadóttir - Sigrún Ó. Ingólfsdóttir 12 og 13 ára samba Hjörtur Hjartarson og Laufey L Sigurðardóttir Baldur Gunnbjömsson - Halldóra Jónsdóttir Bjartmar Þórðarson - Ingunn A. Sigmundsdóttir 12 og 13 ára samba dömuriðill Guðrún L. Gísladóttir - Karen L. Ólafsdóttir Lilja Gunnarsdóttir - Aðalheiður Sigurðardóttir Katrín í. Kortsdóttir og Magney Ó. Bragadóttir 14 og 15 ára tangó Hjalti Pálsson - Elínborg • Magnadóttir um dómarana, feril þeirra og reynslu. Einnig fannst mér að keppnin hefði mátt vera betur auglýst og kynnt. Dansráð íslands hefur unnið mjög gott starf við skipulagningu og framkvæmd íslandsmeistara- keppnanna í vetur en ég vil benda á tvö atriði til athugunar. Það er erfitt og krefjandi að taka þátt í harðri danskeppni. Þess vegna er betra að hafa keppnina á laugar- degi með frídag að morgni. Það er um nóg að hugsa á sjálf- an keppnisdaginn, sérstaklega fyrir aðstandendur yngri keppendanna, þótt ekki bætist við að standa í biðröð og það oft lengi til að fá miða á borð eða jafnvel í stæði. Er ekki hægt að selja aðgöngumiða í forsölu eða jafnvel láta dansskól- ana sem taka þátt í keppninni um málið? Ásgeir J. Einaisson - Hrafnhiidur Benediktsdóttir Snæbjöm Sigurðsson - Friða R. Valdimarsdóttir 16 tii 18 ára rúmba Baldur R. Gylfason - Hildur Stefánsdóttir Friðrik I. Karelsson - Sigríður Sigmarsdóttir Guðlaugur Ottesen - Nanna Gísladóttir Wium 19 til 24 ára quickstep Jón B. Baldursson - Anna L. Reynisdóttir Einar P. Guðlaugsson - Auður E. Guðlaugsdóttir 25 til 34 ára jive Hrafn Friðbjömsson - Ágústa Johnson Guðm. Æ. Guðmundss. - Aðalheiður Jóhannsd. Hafliði Jónsson - Adda M. Jóhannsdóttir 35 ára og eldri c. vals Jón S. Hilmarsson - Berglind Freymóðsdóttir Ragnar Hauksson - Eygló Alexandersdóttir Bjöm Sveinsson - Bergþóra M. Bergþórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.