Morgunblaðið - 25.02.1993, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRUAR 1993
37
KARFA
Hinar ýmsu hliðar á harðjaxlinum
Carles Barkley
_ROCKY
Fóðraðir leðurskór, hlýir og vatnsheldir
Ein skærasta stjarna NBA-
deildarinnar í Bandaríkjun-
um er Charles Barkley, leikmaður
með Phoenix Suns og stigahæsti
leikmaður bandaríska „draumal-
iðsins" í körfuknattleik sem vann
alla leiki sína á Ólympíuleikunum
í Barcelona með yfirburðum. For-
ráðamenn Phoenix voru áfjáðir í
að fá Barkley til liðs við sig þrátt
fyrir heldur laklegt orð sem af
honum fer. Phoenix er þekkt lið
fyrir að vinna aldrei neitt, heldur
hafna jafnan í öðru eða þriðja
sæti í besta falli. Á því gæti orðið
breyting nú, því liðið hefur aldrei
leikið betur. Forráðamenn Phoenix
létu þijá leikmenn úr byrjunarliði
sínu fyrir Barkley og sjá ekki eft-
ir því.
Barkley er sagður fremur
„uppákoma" í leik en „stjarna“.
Eftir einn sigurleikinn hafði félagi
hans í liðinu, Don Majerle, sett
persónulegt met, hafði skorað átta
þriggja stiga körfur. Eigi að síður
hraðaði fréttamannaskarinn sér
fram hjá Majerle í leikslok og sett-
ist um Barkley sem hafði þó ekki
staðið sig vonum framar í leikn-
um. Hann tilkynnti þeim að
þeir yrðu að nýta tímann
vel, því hann hefði aðeins
15 mínútur upp á að
hlaupa. Síðan romsaði
upp úr sér hnyttnum
og meinfýsnum tils-
vörum um allt og
alla í heila klukku-
stund.
Þrátt fyrir að Barkley
þyki vera töframaður í
körfuknattleik byijaði hann
ekki að stunda íþróttina fyrr en
15 ára gamall. „Ég var á góðri
leið að verða glæpamaður. Einu
sinni vorum við nokkrir félagar á
fullri ferð á flótta undan lögregl-
unni og stefndum á skóglendi.
Okkur var skipað að stöðva, sem
við gerðum ekki, heldur köstuðum
okkur niður á fjóra fætur og skrið-
um inn í þykknið og komumst
undan. En svo mikil var ferðin á
mér, að ég skreið á fullri ferð á
tré og fékk skurð á hausinn. Þá
hugsaði ég með mér að réttast
væri að ég legði eitthvað annað
fyrir mig áður en í óefni væri
komið,“ segir Barkley.
Hann fann skjótt út að hann
hefði hæfileika í körfuknattleik í
ríkum mæli og hefur hann um
árabil verið einn snjallasti körfu-
knattleiksmaður Bandaríkjanna.
Böm eru ær og kýr Barkleys.
Hann á eina þriggja ára dóttur
sem hann sér reyndar ekki eins
oft og hann kysi vegná fráskilnað-
ar við barnsmóðurina eftir fjög-
urra ára hjónaband. En hann legg-
ur öllum lið sem bera hag bama
fyrir bijósti og eitt það skemmti-
legasta sem hann gerir er að heim-
sækja sjúk börn á spítölum og
reyna að hressa þau við. „Ég leyfi
þó aldrei sjónvarpsvélum að fýlgja
mér í slíkar heimsóknir. Ég læt
ekki Pétur og Pál úti í bæ
sitja við tækin og segja
hver við ann-
an, „æðislega er
nn fínn náungi
iessi Charles
Barkley". Það
skal aldrei
verða,
nei.
Ein skærasta
stjarna NBA-
deildarinnar í
Bandaríkjunum
er Charles Bar-
kley og hann tek-
ur hlutina engum
vettlingatökum.
AUSTURLAND
Börnin fá skíðahjálma
Börnin í skíðadeild Vals á Reyðarfirði og Austra á Eskifirði hafa
fengið öryggishjálma til eignar. Vátryggingafélag íslands styrkti
deildina til að kaupa hjálmana og Lionsklúbbur Eskifjarðar hefur ákveð-
ið að styrkja Austra í sama skyni.
Síðasta hraðlestrarnómskeiðið
Síðasta námskeið vetrarins hefst fimmtudaginn 11. mars nk.
Viljir þú margfalda lestrarhraðann, hvort heldur er til að
bjarga næstu prófum með glæsibrag eða til að njóta þess
að lesa meira af góðum bókum, ættir þú að skrá þig strax
á næsta námskeið.
Lestrarhraði nemenda fjórfaldast að jafnaði.
Við ábyrgjumst að þú nærð árangri!
Skráning alla daga í síma 641091.
Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson
H RAÐLESTRARSKOLIN N
...við ábyrgjumst að þú nærð árangri!
LÍFSNAUÐSYNLEC STEINEFNI
í RÉTTUM HLUTFÖLLUM FYRIR
FÓLK Á ÖLLUM ALDRI.
1978-1992
1
Fssl m.a. (Hagkaup og Krlnglusporl.
mmuTiuFmm
GLÆSIBÆ • SÍMI 812922
-heldur ótrúlegir afsláttardagar!
Fyrsta, annað og þriðja tilboð seldust upp.
Tilboðsdagarnir halda áfram alla fimmtudaga,
föstudaga og laugardaga út febrúar.
bjóðum við móttökubúnað fyrir gervihnetti frá kr. 54.283.-
ÓtlUS
beint
í vasann
Óvæntur glaöningur fylgir
hverjum þeim hlut sem
keyptur er á fyrsta, ööru,
þriöja eöa fjórða tilboöi
Heimllistækja,
svo sem vönduö
vasatölva, úr eöa reiknivél.
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 00 ■ FAX 69 15 55
GRAFlSK HÓNNUN: MERKISUENN HF. AUGLÝSINGASTOFA