Morgunblaðið - 25.02.1993, Page 42

Morgunblaðið - 25.02.1993, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993 ,,/yiérþykir leitt ab 'cgr ábjloli- fourex, aður en messunni lAak. í svefrii." Ast er ... \c1-22 ... aflið sem snýr jörð- inni í hringi. TM Rm. U.8 Pat Off.-ail rlflhU rsMrvod • 1903 Lo* AngMM Tlm®« Syndlcat* Farðu varlega. Hann hefur ver- Af því þú hefur staðið þig svo ið lengi í eigu fjölskyldunnar vel í megruninni ákvað ég að og mér er annt um hann! færa þér bló . . . ! HÖGNI HREKKVlSI BRÉF TIL BLADSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Athugasemd Frá Sveini Einarssyni: Undirritaður hefur ekki lagt það í vana sinn að svara skrifum Ólafs M. Jóhannessonar um fjölmiðlun, þó að hann hafi oftlega verið þeim ósammála, enda mundi það æra óstöðugan; stundum reyndar sam- mála. En umræddur gagnrýnandi er nánst í einokunaraðstöðu í út- breiddasta blaði landsins, sem yfir- leitt hefur virtan gæðastuðul á mati sínu, og æ oftar ber á því að skoðanir rýnis eru settar fram af sjónarmiðum, sem koma annarlega fyrir eða einstefnulega og ekki út frá listrænum forsendum. . Undanfamar vikur hafa neikvæð skrif í garð Sjónvarpsins ágerst, svo að annað hefur ekki verið mark- tækt, því að allt sem vel er gert, er gert vegna þess að það á að heita einkaframtak og allt sem hjá Sjónvarpinu er gert er vont — vegna þess að það er gert af ríkisfyrir- tæki. Sjónvarpið er þó við kröpp kjör — ög það eru kröpp kjör, þrátt fyrir afnotagjöld og auglýsingatekj- ur — að myndast við að reyna að búa til metnaðarfulla íslenska dag- skrá í stað þess að hafa 4 morð á engilsaxnesku á matseðli hvers kvölds, en þeirri hættu er boðið heim, ef menn halda ekki vöku sinni. í pistli í dag, 19. febrúar, kast- aði þó tólfunum, og því sting ég hér niður penna í eitt skipti. Tilefn- ið er tvær myndir, miðmyndin úr stuttmyndaröðinni um fisk og há- lendisþátturinn sem sýndur var sl. sunnudag. Þar segir orðrétt: „Já, í þessum myndum komu starfsmenn ríkissjónvarpsins við sögu, þannig að segja má að myndimar hafi ver- ið framleiddar á ábyrgð ríkissjón- varpsmanna. Vissulega er margt vel gert hjá Ríkissjónvarpinu en vekja ekki slík vinnubrögð upp spumingar um hvort rétt sé að starfsmenn Sjónvarpsins standi yf- irleitt í að framleiða leiknar sjón- varpsmyndir. Er ekki miklu nær að bjóða slíkar myndir út á almennum markaði eins og Hrafn Gunnlaugs- son stefnir að, er hann tekur á ný við stjórn innlendrar dagskrárdeild- ar?“ Hér er margs að gæta. í fyrsta lagi hafa þeir sem gerðu þessar myndir, Hákon Már Oddsson og Þór Elís Pálsson, áður gert fjölda þátta, sem hlotið hafa almennt lof, ég nefni sem dæmi Síðasta blúsar- ann (um Bólu-Hjálmar) og Stríðs- árablús. Þeim er þá ekki alls varn- ar, bara af því að þeir era starfs- menn Sjónvarpsins. Báðir fengu þeir auk þess nýlega stóra styrki úr kvikmyndasjóði, svo að þeir eru fleiri en við sjónvarpsmenn, sem hafa á þeim trú. í öðru lagi stóðu allir þeir sem gerðu stuttmyndirnar um fisk eins að vígi — og þar var einmitt notuð svipuð aðferð og við lokað útboð: Þremur ungum kvikmyndagerðar- mönnum var gefið tækifæri til að útbúa stuttmyndir algjörlega að eigin smekk og geðþótta — nema þemað átti að vera fiskur. Að einn þeirra var starfsmaður Sjónvarps- ins hékk saman við það, að Sjón- varpið hefur reynt að leitast við að hafa hæfileikafólk í þjónustu sinni og þarf það svo sem engum að koma á óvart — andstæðan væri eftirtektarverðari. Að öðru leyti var staða þessara ungu kvikmynda- gerðarmanna eins — því að Hákon Már vék úr föstu starfi meðan hann var að gera þessa mynd (ólíkt því þegar hann var að vinna að Bólu- Hjálmari). Og svo er óþarfi að gleyma því að aðrir starfsmenn Sjónvarpsins unnu að gerð allra þriggja myndanna. Hitt er svo annað mál, að mið- myndin var annars, eðlis en hinar tvær myndirnar, svo vora í alþýð- legum raunsæislegum ýkjustíl. En miðmyndin, sem hér um ræðir, var gerð eftir handriti Sjón, sem er svolítið súrrealískt og gerir öðravísi kröfur til áhorfandans; persónulega þykir mér meira til þeirrar myndar koma sem ég sé hana oftar. Sömu- leiðis þykir mér þáttur ríkisstarfs- manna í Landinu ókunna einna bestur, gullfallegar tökur Einars Rafnssonar og myndryþmi og myndskyn Þórs Elíss. í þriðja lagi á eitt ekki að útiloka annað. Við höfum ágæta reynslu af því að utanhússmenn útbúi sjón- varpsmyndir — en við höfum líka ágæta reynslu af því að innanhúss- menn geri slíkar myndir. Öll ein- stefna í þeim efnum er í rauninni í andstæðu við það sem heilbrigð samkeppni getur fætt gott af sér. Samkvæmt því sem Ólafur heldur fram, ætti Hrafn Gunnlaugsson að hafa gert vondar myndir þann tíma sem hann var hér dagskrárstjóri, aðeins af því að hann vann hér, en við höfum mörg dæmi að svo var ekki. Sú stefna, að leita til utanhúss- manna, hófst að ég held fyrir tíð Hrafns Gunnlaugssonar hér í Sjón- varpinu og mótaðist síðan á hans árum, enda þá komin fram fag- kunnátta á þeim bæjum, sem sjálf- sagt er að virkja. Þeirri stefnu hef- ur verið fram haldið; t.d. tvöfaldað- ist hlutur sjálfstæðra kvikmynda- og sjónvarpsgerðarmanna í dag- skránni milli áranna 1989 og 90. Get ég vitnað um það hér, að sam- vinnan við þessa „utanhússmenn" hefur verið með því ánægjulegasta sem ég minnist frá veru minni í Sjónvarpinu. En mér sámar þegar samstarfs- menn njóta ekki sannmælis, aug- Ijóslega af ástæðum sem verða að teljast annarlegar eða einstreng- ingslegar. Yfirleitt er öll einokun og einstefna af hinu vonda. Einokun Ríkissjónvarpsins var aflétt sem öll fjölmiðlaþróun gerði sjálfsagt og óhjákvæmilegt, en hins vegar gegnir það hlutverki, sem enginn annar fjölmiðill hefur tekið að sér eða virðist jafnvel fær um í dvergsamfélagi okkar. Ég veit að Ólafur M. Jóhannesson er sammála mér um þetta. Vil því hvetja hann að láta af neikvæðum órökstuddum skrifum, en taka upp baráttuna með góðum mönnum, því að hér er hvorki meira né minna en andlegt sjálfstæði þjóðarinnar í húfí. SVEINN EINARSSON, dagskrárstjóri innlendrar dagskrárdeildar. Víkveiji skrifar Fámenni íslensku þjóðarinnar gerir það að verkum að al- menn viðbrögð við einhveiju sem sem hana snertir verða oft sterkari en víðast hvar annarstaðar: Allir fyllast stolti og sigurgleði ef íslend- ingar ná að standa sig vel í sam- keppni við fulltrúa stórþjóðanna en skammast sín niður í tær ef illa gengur. Þetta kemur einnig fram í viðkvæmni okkar fyrir umtali ann- arra þjóða um ísland og þeirri til- hneigingu til að mikla fyrir okkur áhrif þess að eitthvað neikvætt birt- ist um ísland eða íslendinga í er- lendum fjölmiðlum. Stundum hafa viðbrögð okkar við slíku gengið út í öfgar. X X x Um þetta eru til ýmis dæmi. í nýju hefti tímaritsins Sagna rifjar Eggert Þór Bernharðsson til dæmis upp hálfrar aldar gamalt mál af þessu tagi, nefnilega fjaðra- fokið sem varð hér á landi vegna kvikmyndarinnar Iceland. Sú mynd var frumsýfid í Hollywood árið 1942 með norsku skautadrottninguna Sonju Heine í hlutverki íslensku blómarósarinnar Katinu Jonsdottur. Þessi kvikmynd átti að gerast í Reykjavík skömmu eftir að banda-. rísku landgönguliðssveitirnar komu til íslands árið 1941. Helstu kenni- leyti Reykjavíkur í myndinni era Hótel Jorg (!) og Tjörnin, þar sem haldin er heilmikil snjóhátíð um miðjan júlí. Þá eru „íslenskar" sögu- persónur myndarinnar heldur álappalegar og fráhrindandi, auð- vitað að Katinu Jonsdottur frá- taldri. Og síðast en ekki síst vora Islendingar í myndinni látnir tala ensku með hreim sem minnti á þýskan, og það þótti ekki smekk- legt á þessum tíma. xxx Víkveija rámar í að hafa séð Iceland í sjónvarpinu fýrir nokkrum áram, hlegið með sjálfum sér að afbökunum hollywoodsku kvikmyndagerðarmannanna á ís- lenskum staðháttum og talið þær fyrst og fremst merki um menning- ar- og menntunarskort þeirra. En íslendingum var ekki hlátur í hug árið 1942, þegar fréttir af þessari kvikmynd bárast hingað til lands. íslenska utanríkisráðuneytið fól meðal annars sendiherra Islands í Bandaríkjunum að gera viðeigandi ráðstafanir þar sem lýsing myndar- innar á landi og þjóð væri engan veginn viðunandi. Atti sendiherrann að sjá til þess að sýning myndarinn- ar yrði hindrað eða að myndinni yrði breytt. íslendingar voru raunar ekki einir um að hneykslast á mynd- inni og eftir að Bandaríkjastjóm lét málið til sín taka munu framleið- endur Iceland hafa lofað því að breyta nafni myndarinnar og taka það úr úr henni sem benti til þess að hún gerðist á íslandi. Við það loforð var þó ekki staðið og myndin er enn sýnd í uppranalegri útgáfu. Höfundur greinarinnar í Sögnum segir að íslendingar virðist hafa tekið ótrúlega alvarlega áhrifin sem ein kvikmynd gat hugsanlega haft á viðhorf heimsbyggðarinnar til þeirra. „Kannski helgaðist það af því hversu mótandi áhrif kvikmynd- ir höfðu á hugarheim þeirra sjálfra,“ segir greinarhöfundur að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.