Morgunblaðið - 25.02.1993, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 25.02.1993, Qupperneq 45
r 1 I I I J I B I I I i i J i w > i'i •< * ;; i sft% * uiU/-.i;i/..jt)HOW. - * MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993 45 Persónu- leikar De Palmas Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Geðklofinn („Raising Cain“). Sýnd í Laugarásbíói. Leikstjóri og handritshöfundur: Brian De Palma. Framleiðandi: Gale Anna Hurd. Aðalhlutverk: John Lithgow, Lolita Davidovich, Steven Bauer, Francis Stern- hagen. Brian De Palma er mikilsvirtur leikstjóri úr skóla Alfred Hitch- cocks, sem tók sér frí frá litlu skólamyndunum til þess að gera tvær frábærar (Hinir vammlausu, „Casualties of War“) og eina vonda stórmynd (Bálköstur hégó- mans). Þessi vonda mynd sneri honum aftur á braut Hitchcocks- stælinganna og útkoman er Geð- klofinn eða „Raising Cain“, sem býr yfír öllum brellum og brögðum gömlu De Palma myndanna og markar bæði ánægjulegt og spennandi afturhvarf þessa spor- göngumanns meistara spennu- myndanna til sálfræðitryllanna. í Geðklofanum er De Palma reyndar farinn að stæla sjálfan sig meira en átrúnaðargoðið. Áhorf- endur hljóta að þekkja orðið hvítu strigaskóna sem skaga út undan skúmaskoti en enginn er í, kyn- skiptingur með flugbeittan kuta er fastur passi, barnavagn rúllar á milli manna í spennuatriðum, lyftur eru varasamasti staður ver- aldar (þær hafa tekið við hlutverki sturtuklefans), draumar og draumar inní draumum magna andstyggðar andrúmsloftið, klofn- ir persónuleikar, framhjáhald, losti, morð og meiðingar. Heila klabbið. De Palma er greinilega snúinn aftur í ríki sitt. John Lithgow fer á kostum í myndinni sem hinn truflaði Cart- er, bamasálfræðingur sem tekið hefur sér frí frá vinnu til að ala upp og fylgjast með þroska dóttur sinnar. Hann er klofinn í þrjár aðrar persónur, ein er sjö ára strákur, ein kvenmaður og ein bil- aður morðingi, og Lithgow er straufínn í hverri og einni auk þess sem hann leikur líka aldraðan föður Carters, vísindamann með skuggalega fortíð. Lolita Davidovich leikur eiginkonu hans, sem heldur framhjá með Steven Bauer, en það hefur slæmar afleið- ingar í för með sér, og loks leikur Francis Stemhagen vísindamann sem þekkir vel til mála og sér ógnarlegri kvenpersónu Carters fyrir hárkollu. Uppeldið á Kain er heiti Tiutcutcv Hcílsuvörur nútímafólks Stretsbuxur kr. 2.900 Mikid úrval af allskonar buxum myndarinnar á ensku og í því ligg- ur lykillinn að persónuklofningi Carters. En hið vísindalega húll- umhæ er aukaatriði hjá De Palma og jafnvel klaufalegt í sínum til- búna hryllingi. Spennan er hins- vegar raunvemleg og næstum vís- indalega útfærð af De Palma. Mjög hreyfanleg myndataka, kra- namyndatökur og langar, óklippt- ar tökur (í einni labbar Sternhagen niður margar hæðir í fylgd lög- reglumanna, inní lyftu og oní kjall- ara, nokkuð sem De Palma var búinn að æfa í Bálkestinum) tví- skiþtur myndflötur fyrir djúpan fókus og hægar tökur þjóna De Palma mjög vel. Ef einhverjum finnst hann hafa séð þetta allt áður er hann ekki íjarri sannleik- anum. En leikstjórinn hefur lag á að gera það part af gamninu. Það er orðinn langur tími síðan maður sá upprunalegan De Palma. Hann, hún o g hundurinn Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarson Regnboginn: Svikahrappurinn - Man Trouble Leikstjóri Bob Rafelson. Aðalleik- endur Jack Nicholson, Ellen Bark- in, Harry Dean Stanton, Beverly D’ Angelo. Bandarísk. Penta 1992. Þótt ótrúlegt megi virðast þá er Svikahrappurinn gerð af Bob Rafel- son og Jack Nicholson, sömu aðilum og stóðu að einni eftirminnilegustu mynd áttunda áratugarins, Five Easy Pieces. Nicholson reyndar búinn að berjast fyrir því að fá tækifæri til að vinna með leikstjóranum á ný allar götur aftur til 1970, en þessi afrakstur hefur skilað af sér með ólíkindum lélegri og heimskulegri mynd í alla staði. Hvergi stendur steinn yfir steini, meira að segja er Nicholson hvimleiður í þreytandi of- leik hundatamningamanns og bragð- arefs sem kynnist af tilviljun óperu- söngkonunni (já, óperusöngkonu af öllum manneskjum!) Ellen Barkin. Er henni ógnað af ókunnum karl- manni og fær hundatamningamann- inn til að gefa sér góð ráð og lána sér varðhundinn Duke. Verður hundsleigan til að kveikja amorsbál í bijóstum þeirra meðfram þvi sem þau reyna að hafa uppá ógnvaldin- um. Það er furðulegt að einn virtasti og hæstlaunaðasti leikari Hollywood- borgar skuli taka að sér jafn nauðaó- merkilegt hlutverk og þetta og ekki síður undarlegt hvernig hann mat- reiðir það ofaní áhorfendur, virðist einfaldlega vera að gera grín að þeim og sjálfum sér og lætur vaða á súð- um, útkoman hörmung. Aðrir leikar- ar lítið skárri enda sagan og samtöl- in fyrir neðan allar hellur. Fyrir kurt- eisis sakir er best að sleppa fang- brögðum hinnar annars ágætu leik- konu Barkin við hundatamninga- manninn. Stanton, sem sjaldan fat- ast flugið, bregður fyrir í álappalegu hlutverki milljónera sem beitir öllum brögðum til að komast yfir ævisögu- legt handrit sem systir Barkin, rit- höfundurinn D’Angelo, hefur í fórum sínum og fer heldur illum orðum um millann. Þessi hliðarsaga, líkt og önnur um sneyptan vonbiðil Barkin, eru hvorugar til þess fallnar að bæta uppá sakinar. Rafelson hefur ekkert markvert gert eftir Five Easy Piece- sog ekki verður þetta samstarf við stórstjömuna honum til framdráttar. Hundurinn Duke er sá eini í hópnum sem hvað helst sýnir leikgleði og áhuga. Fylgstu meb a fímmtudögum! Vibskipti/atvinnulíf kemur út á fimmtudögum. Þar birtast nýjustu fréttir úr viðskiptalífinu hér á landi og erlendis. Fylgst er meðal annars með verðbréfamörkuðum, bílaviðskiptum, verslun, afkomu fyrirtækja og mannaráðningum. Viðtöl eru tekin við athafnasama einstaklinga og framkvæmdafólk. Einnig skrifa sérfróðir aðilar um málefni sem tengjast tölvum og viðskiptum. ^HSÍl/, JHtogtmfrlnMfr - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.