Morgunblaðið - 25.02.1993, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK
SIMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Morgunblaðið/Júlíus
Ljósastaur gekk inn í bíl
FÓLKSBÍL var ekið utan í ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi í gær.
Við áreksturinn gekk staurinn langt inn í bílinn ökumannsmeginn
og slasaðist ökumaðurinn töluvert en hann var einn í bílnum.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi eru tildrög
slyssins ekki ljós en bifreiðinni var ekið suður Hafnarfjarðarveg
og rétt norðan við Amarneshæðina missti ökumaður vald á henni
með fyrrgreindum afleiðingum. Talið er að hálku geti verið um
að kenna.
Hæstiréttur í Ankara ógilti dóm undirréttar
Dómara gert að
endurskoða fyrri
niðurstöðu sína
HÆSTIRÉTTUR í Ankara hefur fellt úr gildi úrskurð
undirréttar í forræðismáli Sophiu Hansen og Halims Al.
Málið verður sent undirrétti á ný og breyti hann ekki úr-
skurði sínum fer málið að nýju fyrir hæstarétt. Sophia
Hansen sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki geta lýst
gleði sinni með orðum. Hún sagði að óttast væri að mikill
múgæsingur yrði í dag í Istanbúl þegar fjölmiðlar skýra
frá úrskurði hæstaréttar.
„Hæstiréttur ógildir fyrri úrskurð
og það verður komið svar innan
tveggja til þriggja daga af hvaða
ástæðum þeir ógilda hann,“ sagði
Sophia.
Forræðismálið fer á ný til undir-
réttar í Istanbúl og sami dómari
tekur þar málið til endurskoðunar.
Verði niðurstaða hans óbreytt fer
málið aftur fyrir hæstarétt í Ankara
og 15-25 dómarar munu þá dæma
í málinu. Fimm dómarar felldu úr-
skurðinn í gær.
Farið fram á vernd
„Hasip ftyrkneskur lögfræðingur
Sophiu] sagðist eiga von á miklum
viðbrögðum og að mikið yrði fjallað
um þetta í fjölmiðlum. Við förum
fram á vernd því við sem verðum
hérna þá höfum ábyggilega aidrei
verið í meiri hættu en þegar undir-
réttur fjallar um málið á ný,“ sagði
Sophia, sem er í Istanbúl ásamt
systur sinni og manni úr stuðnings-
hópi hennar.
Dæturnar í Istanbul
„Ég held að dætur mínar séu
örugglega hér í Istanbúl hjá föður
sínum. Það er fasta hjá þeim, sem
hófst í gær, og ég held að fjölskyld-
an sé öll samankomin þar. Ég hef
reynt að hringja í þær en fæ ekki
að tala við þær. Annaðhvort svarar
hann eða eiginkona hans og það
er lagt á,“ sagði Sophia.
Domíno
Pizzastil
Islands
SKÚLI Þorvaldsson í Hótel
Holti, Sigurjón Sighvatsson
kvikmyndaframleiðandi í
Hollywood og Hof hf., eignar-
haidsfélag Hagkaupsmanna,
hafa stofnað hlutafélagið Fut-
ura hf.. Fyrirtækið hefur m.a.
fengið umboð fyrir Domino
Pizzas en undir því nafni eru
reknir um 5.000 pizzastaðir
víða um heim.
Futura hf. mun fyrst um sinn
einbeita sér að veitingarekstri
hér á landi en jafnframt er í
athugun að Futura fái umboðið
fyrir Domino Pizzas á öllum
Norðurlöndunum. Stefnt mun
að því að fyrsti pizzastaðurinn
af þessu tagi verði opnaður hér
á landi síðar á þessu ári. Að
sögn Birgis Bieltvedt, fram-
kvæmdastjóra Futura hf., er
reiknað með að raunhæft sé að
reka þrjá slíka staði hér á landi.
Sjá Viðskiptablað, Bl:
„Viðskiptajöfrar ...“
Sjúkratryggingar rúman milljarð fram úr fjárlögum á síðasta ári
Sparnaður í lyfjakostn-
aði tókst ekki sem skyldi
ÚTGJÖLD skattgreiðenda til sjúkratrygginga
fóru 1.087 milljónir króna fram úr fjárlögum
á síðasta ári, þrátt fyrir áform um sparnað.
Þessi hækkun er að hluta til komin vegna
þess að áform um 800 milljóna króna spamað
í lyfjamálum tókust ekki sem skyldi, heldur
fór lyfjakostnaður sjúkratryggðra 490 milljón-
ir króna fram úr áætlun. Þetta kemur fram i
"^rskýrslu fjármálaráðuneytis um ríkisfjármálin
1992, sem lögð var fram á Alþingi í gær.
Fram kemur að meðal annarra orsaka hækkunar
útgjalda til sjúkratrygginga sé að lækniskostnaður hafi
farið 300 milljónir króna fram úr fjárlögum, þrátt fyrir
aukna kostnaðarþátttöku sjúkratryggða. Astæður þess-
arar hækkunar séu útgáfa fríkorta sem ávísunar á lækn-
ishjálp og fleiri aðgerðir utan sjúkrahúsa í kjölfar sparn-
aðar þar. Sextíu milljónir bætast við vegna hærra þaks
■ á greiðslur fyrir læknisþjónustu barna. Tannréttinga-
og tannlæknakostnaður hafí farið um 300 milljónir fram
úr áætlun Loks hafí daggjaldagreiðslur farið 200 milljón-
ir fram úr heimildum, meðal annars vegna þess að ekki
hafí orðið úr áformum um að Framkvæmdasjóður aldr-
aðra legði fram 137 milljónir króna til hjúkrunarheimila.
Landbúnaðargreiðslur fram úr fjárlögum
Fleiri rekstrartilfærslur ríkissjóðs, sem oft eru nefnd-
ar til sögunnar sem helzta rót sjálfvirkrar útþenslu
ríkisútgjalda, fóru fram úr fjárlögum á síðasta ári.
Atvinnuleysistryggingar fóru t.d. 481 milljón fram úr
ijárlögum, meðal annars vegna aukins atvinnuleysis.
Þá urðu niðurgreiðslur landbúnaðarafurða 285 milljón-
um hærri en fárlög gerðu ráð fyrir og aðrar greiðslur
vegna búvöruframleiðslu 473 milljónum hærri.
LÍN innan fjárlagaheimilda
Útgjöld til Lánasjóðs íslenzkra námsmanna voru
hins vegar innan fjárlagaheimilda að þessu sinni vegna
nýrra úthlutunarreglna. Slysatryggingar, uppbætur á
lífeyri og fleiri millifærslur voru einnig innan heimilda.
Sparnaðaráformin
og niðurstaðan
Lífeyristryggingar
Fjárlög '92
14.757
Útkoman '92
15.110
Sjúkratryggingar
milljónir kr.
9.083
10.170
Niðurgreiöslur búvöru
Aðrar greiðslur v. búvðruframleiðslu
l ----13.281
I IS-7S4
Lánasjóður Isl. námsmanna
2.220
1.996
Atvinnuleysistryggingasjóður
r......11.280
■Wi 1-761
Stöövun Herjólfs
Fiskurinn
fímmdaga
gamall til
kaupanda
STÖÐVUN Heijólfs hefur víða
haft áhrif í Vestmannaeyjum.
Dæmi er um að fiskur hafi verið
orðinn fimm daga gamall er hann
komst í hendur kaupanda og far-
ið að slá í hann. Þá voru annir
hjá flugmönnum í gær og voru
farnar margar ferðir með mjólk
milli lands og Eyja.
Þorsteinn Arnason fram-
kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Vest-
mannaeyja sagði að á síðasta ári
hefðu 49% fisks frá Fiskmarkaðn-
um farið til lands. Nánast allt var
flutt með Herjólfi. „Kaupendur hafa
getað gengið að því vísu að kaupa
af okkur ftsk í dag og fengið hann
á morgun í Þorlákshöfn. Nú er ekki
á vísan að róa. Eins og veðrið hefur
verið standast engar áætlanir,
hvorki hjá Eimskipi né Samskipum.
Við seldum físk hér á föstudegi og
kaupendur fengu hann á miðviku-
dagsmorgni upp á land. Það segir
sig sjálft að hluti af honum var
ónýtur og það er skaði sem við
verðum að bera,“ sagði Þorsteinn.
Fiskverð lækkar
Þorsteinn sagði að strjálar ferðir
til og frá Eyjum hefðu einnig haft
áhrif til lækkunar á fískverði, auk
þess sem fískur hefði almennt lækk-
að í verði að undanförnu. „Mér
fínnst ég skynja minni áhuga fyrir
fískviðskiptum þegar menn geta
ekki verið vissir um afhendingu,"
sagði Þorsteinn.
Flogið með mjólk
Valur Andersen sem rekur sam-
nefnt leiguflug í Eyjum flaug átta
ferðir til Bakka í Austur-Landeyjum
og sótti þangað mjólk. Alls flutti
hann um 2.200 lítra til Eyja fyrir
tvær verslanir í eigu Kaupfélags
Ámesinga. Þá flutti leiguflug ísleifs
Ottesens aðra 2.000 lítra í tveimur
ferðum til Eyja í gær, en mjólkur-
þörfin í Vestmannaeyjum er um
2.500 lítrar á dag.
Flugleiðir
Viðhalds-
stöð tek-
inínotkun
VIÐHALDSSTÖÐ Flugleiða á
Keflavíkurflugvelli var formlega
tekin í notkun í gær. Húsið er
12.500 fermetrar að stærð og
byggingarkostnaður er áætlaður
um einn milljarður kr.
Öll starfsemi tæknisviðs Flug-
leiða flyst í nýju viðhaldsstöðina en
viðhald og stórskoðanir hafa farið
fram í flugskýli á Reykjavíkurflug-
velli og í leiguhúsnæði. Vinnurými
flugvirkja í nýju stöðinni verður
fjórum sinnum stærra og þar munu
starfa um 160 manns.
Sjá bls. 24-25: „Vinnustað-
• ,x <>