Morgunblaðið - 03.03.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.03.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1993 Landssöfniin til styrktar Sophiu Hansen Aðeins 7,5 imUjómr 12,7 hafa skilað sér AÐEINS 7,5 milljónir af loforðum um 12,7 milljóna fjárframlög í Landssöfnun til styrktar málarekstri Sophiu Hansen í Tyrklandi hafa skilað sér og er nær eingöngu um ógreidda gíróseðla að ræða að sögn Sigurðar Péturs Harðarsonar sem hafði veg og vanda af söfnuninni. Sjálf vill Sophia koma á framfæri kæru þakk- læti fyrir stuðning og hlýhug almennings. „Ég vil af öllu hjarta þakka þann mikla stuðning og hlýhug sem ég hef fundið fyrir í minn garð meðal almennings. Fjöl- skylda mín hefur líka verið mér ómetanleg. Sennilega stæði ég ekki uppi núna ef ég hefði ekki fundið fyrir stuðning alls þessa fólks,“ sagði Sophia Hansen á mánudag, nýkominn frá Istanbúl í Tyrklandi. Þrátt fyrir söfnunarféð sagði Sophiu að sér hefði ekki tekist að aflétta lánum af húseign móður sinnar en hún sagðist vonast til að geta gert það í þessum mán- uði. Enn kemur inn styrktarfé vegna sölu á geisladiskum til styrktar Sophiu en þeir eru aðeins seldir í gegnum síma og er ekki farið að selja þá í Reykjavík. Kostnaður 17 milljónir Sophia sagði að mikið fé færi í að greiða fyrir þjónustu lögfræð- inga, leigu á íbúð í Tyrkland og ferðir, en síðustu tvær ferðir hefur hún þurft að greiða að fullu sjálf. Hún vonast til að geta fengið stuðning frá utanríkisráðuneytinu eftir að hafa útbúið fjárhagsáætl- un á grundvelli upplýsinga sem von er á frá Hæstarétti í Ankara. Kostnaður vegna málsins var kominn yfir 17 milljónir í febrúar. , Rústir einar Hænsnabúið á Kambshóli í Hvalfjarðarstrandarhreppi var rjúkandi rúst eftir eldsvoðann í gærmorgun. m VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl veftur Akureyri 2 léttskýjaft Reykievfk 2 skýjaft Bergen 1 léttskýjað Helslnki +2 skýjaft Kaupmannahöfn 0 súld Narssarssuaq •f12 akýjaft Nuuk +7 snjókoma Osló +5 hálfskýjaft Stokkhóimur +1 skýjað Þórshöfn 4 skýjaft Algarve 13 léttskýjsð Amsterdam 3 mlstur Barcelona 4 súld Berlfn 1 mlstur Chicago 1 þoka Feneyjar 7 þokumóða Frankfurt 8 léttskýjaft Glasgow 3 rigning Hamborg 1 heiðskírt London 3 mistur LosAngeles 10 heiftskirt Lúxemborg 4 skýjað Madrkt 7 skýjað Malaga 12 léttskýjaft Mallorca 12 skýjaft Montreal +9 skýjaft NewYork 1 léttskýjað Orlando 8 þokumóöa Parls 5 skýjað Madeira 16 skýjaft Róm 12 alskýjað V(n 4 skýjaft Washington 1 skýjaft Wlnnipeg 8 þokumófta 1500 varphænsni drápust í eldsvoða 1.400-1.500 varphænsni drápust í eldsvoða í hænsnabúinu á Kambs- hól í Hvalfjarðarstrandarhreppi í gærmorgun. Hænsnahúsið brann til kaldra kola og tjónið er talið nema nokkrum milljónum króna. Tvíbýli er á Kambshóli og varð móðir bóndans, Hallfreðar Vil- hjálmssonar, fyrét eldsins vör um sexleytið í gærmorgun. Slökkvilið Hvalfjarðarstrandarhrepps kom á staðinn en fékk ekkert við ráðið og brann útihúsið til kaldra kola. Hallfreður hefur rekið hænsnabú á Kambshóli frá því 1984. Hann sagði að þetta væri mikið áfall, þar sem hænsnabúið hefði verið hans lifibrauð. Ekkert væri hægt að segja um eldsupptökin, en þó hefði fulltrúi frá Rafmagnseftirlitinu talið fullvíst að þau væru út frá raf- magni. Hann sagði að búið hefði verið tryggt að einhverju leyti. Þremur sagt upp hjá Tímanum ÞREMUR starfsmönnum dag- blaðsins Tímans, þar af blaða- manni og Ijósmyndara, hefur ver- ið sagt upp störfum vegna breyt- inga sem framkvæmdastjórinn er að undirbúa á blaðinu. Hrólfur Ölvisson framkvæmda- stjóri Tímans hf. sagðist hafa ákveðnar hugmyndir um breytingar sem hann væri að hrinda í fram- kvæmd en vildi ekki segja frá að svo stöddu. Fulltrúar undirmanna neituðu að ræða við stjóm Herjólfs Uppsagnir verði aft- urkallaðar án skilyrða EKKERT varð af boðuðum fundi í Herjólfsdeilunni hjá ríkissátta- semjara í gær og að sögn Hólmgeirs Jónssonar, framkvæmda- sljóra Sjómannasambandsins, sem fer með samningsumboð fyrir hönd sjómannafélagsins Jötuns i Vestmannaeyjum, munu fulltrú- ar undirmanna á Heijólfi ekki mæta til samningaborðsins fyrr en stjórn Heijólfs hefur gefið yfirlýsingu um að hún dragi upp- sagnir undirmanna til baka án skilyrða. Boðað hefur verið til sáttafund- ar með öllum yfírmönnum á Her- jólfí kl. 14.30 í dag og auk þess hafa fulltrúar Sjómannasam- bandsins verið beðnir um að vera í viðbragðsstöðu síðdegis, að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar ríkis- sáttasemjara. Deilt um tilboðið Að sögn Gríms Gíslasonar, stjórnarformanns Herjólfs hf., mættu fulltrúar undirmanna ekki á samningafundinn í gær þrátt fyrir tilboð stjórnarinnar um að uppsagnir verði dregnar til baka um leið og þeir kæmu til viðræðna um gerð nýs kjarasamnings. Hólmgeir Jónsson sagði að í boði stjórnarinnar hefði komið fram að stjórnin væri tilbúin að íhuga að draga uppsagnirnar til baka ef fulltrúi Jötuns kæmi til samningaviðræðna. „Það er ekki venja að mótheijinn ráði því hverj- ir skipa samninganefnd gagnaðil- ans,“ sagði Hólmgeir. Bræla haml- ar veiðum BRÆLA hefur hamlað loðnu- veiði á Breiðafirði og bíða margir bátar betra veðurs. Nokkrir bátar fengu reitings- afla fyrir utan Grindavík í gær. Ilrognataka hefst þegar næst gefur í loðnuna. Heildar- afli á loðnuvertiðinni er um 550 þúsund tonn en óveidd eru um 270 tonn. Kap VE beið betra veðurs á Breiðafirði í gær og sagði Haf- þór Theodórsson stýrimaður að margir loðnubátar væru þar. Spáð var batnandi veðri í nótt. Þórshamar GK var á veiðum ásamt sex öðrum bátum utan við Grindavík síðdegis í gær. Sagði Jón Eyfjörð skipstjóri að þar hefðu fundist sæmilegar torfur og átti von á sæmilegri veiði fram eftir kvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.