Morgunblaðið - 03.03.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.03.1993, Blaðsíða 26
Vínartónleikar Kammerhljómsveitar Akureyrar í Iþróttaskemmunni á sunnudag 100 manna kór með hljómsveit VÍNARTÓNLEIKAR Kammerhljómsveitar Akureyrar verða haldnir í íþróttaskemmunni á Akureyri næstkomandi sunnudag, 7. mars kl. 17. Einsöngvarar verða þau Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Jón Þor- steinsson og þá hefur hljómsveitin fengið til liðs við sig Kór Dalvíkur- kirkju. Vínartónleikar Kammerhljóm- sveitar Akureyrar hafa á undan- fömum árum átt miklum vinsæld- um að fagna, en slíkir tónleikar hafa verið haldnir fjórum sinnum áður og gestir hafa verið 6-700 talsins á hveijum tónleikum. Stjóm hljómsveitarinnar lítur svo á að vin- sældir Vínartónleikanna endur- spegli áhuga Norðlendinga fyrir slíkum tónleikúm sem árvissum þætti skemmtanalífsins. Færa út kvíarnar Jón Hlöðver Áskelsson fram- kvæmdastjóri Kammerhljómsveitar Akureyrar sagði er tónleikamir vora kynntir að hljómsveitin væri smám saman að færa út kvíamar varðandi Vínartónleikana og væri mikið í þá lagt nú. Á fyrri hluta tónleikanna verða flutt vinsæl óperaatriði eftir Ross- ini, Verdi, Mascagni og Gounod, en í síðari hlutanum verður farið til Vínar og flutt atriði úr Sígaunabar- óninum eftir Johann Strauss yngri ásamt fleiri lögum eftir sama höf- und auk verka eftir Lanner kennara -i hans. Hljómsveitin verður skipuð 50 hljóðfæraleikuram, en auk hennar syngur 50 manna kór, Kór Dalvík- urkirkju með á tónleikunum. Jón Hlöðver sagði það sérstakt fagnað- arefni að fá kórinn til liðs við hljóm- sveitina og Hollendingurinn Gerrit Schull, stjómandi tónleikanna, lauk miklu lofsorði á frammistöðu kórs- ins. Þetta er í fyrsta skipti sem Guðsþjónusta Föstuguðsþjónusta verður í Ak- ureyrarkirkju í kvöld, miðvikudags- kvöld, og hefst hún kl. 20.30. Sung- . ið verður úr Passíusálmunum. Fólk er hvatt til að sækja sér uppbygg- ingu og styrk í lestur og hugleið- ingu píslarsögunnar. hann stjórnar hljómsveit hér á landi, en hann hefur stjómað hljómsveit- um í fjölmörgum löndum. Einsöngvararnir Einsöngvarar á tónleikunum verða þau Ólöf Kolbrún Harðardótt- ir, sópran, og Jón Þorsteinsson, ten- ór. Ólöf Kolbrún er óperastjóri Is- lensku óperannar og hefur hún ver- ið í aðalhlutverki í fjölmörgum upp- færslum þar um árabil. Jón hefur starfað sem óperasöngvari í Hol- landi um margra ára skeið og sung- ið flölda stórra hlutverk þar, en hann tekur þátt í uppfærslu Leikfé- lags Akureyrar á Leðurblökunni sem framsýnd verður síðar í þessum mánuði. Staðið MIKIÐ er lagt í árlega Vínartónleika Karamer- hljómsveitar Akureyrar sem haldnir verða um helgina, en þau Jón Hlöðver Áskelsson, Gerrit Morgunblaðið/Rúnar Þór í strönffu Schull, Hlm Torfadóttir, Guðmundur Óli Gunnars- son og Elísabet Eyjólfsdóttir hafa staðið í ströngu við undirbúning tónleikanna. 516 voru á atvinnuleysisskrá á Akureyri um mánaðamótin Atvinnuátak er hafið en 70 störf eru í boði UM SÍÐUSTU mánaðamót voru 516 á atvinnuleysisskrá á Akureyri, en það er örlítil fækkun á milli mánaðamóta, í lok janúar voru 523 á atvinnuleysisskrá. Karlar á atvinnu- leysisskrá eru 294 og konurnar 222. Fyrstu starfsmennimir sem fá vinnu í átaki í atvinnumálum hófu störf í gær, en alls hafa verið sköp- uð störf fyrir 70 manns á atvinnu- leysisskrá við ýmis störf. Þeir sem byijuðu að vinna í gær fengu störf við uppbyggingu Listasafns Akur- eyrar í Grófargili, en einnig verður boðið upp á störf í skólum, íþrótta- mannvirkjum, við umhverfísmál og ýmislegt fleira. Á fundi bæjarstjómar Akureyrar í gær var gagnrýnt hvemig staðið hefði verið að þessum málum eink- um af hálfu heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra. Formaður bæjarráðs, Sigurður J. Sigurðsson, sagði málið hafa tekið undarlega stefnu og vís- aði hann alfarið á bug ásökunum sem fram hefðu komið um að sveit- arfélög væru að misnota Atvinnu- leysistryggingasjóð. Óréttmætt Sigríður Stefánsdóttir, forseti bæjarstjórnar, sagði það hafa verið mikla lífsreynslu að taka þátt í sam- starfi fulltrúa sveitarfélaga og heil- brigðisráðherra vegna þessa máls. Hún sagði ásakanir ráðherrans eins óréttmætar og mest mætti vera, m.a. um að sveitarfélögin væru að misnota sjóðinn með þvi að hafa á atvinnuleysisskrá fólk sem ætti að vera á framfæri sveitarfélaganna. Vísaði Sigríður til laga um atvinnu- leysistryggingasjóð þar sem fram kæmi að bótaréttur félli ekki niður þótt fólk neiti starfi sem það ekki geti stundað. Sigríður sagði að í skýrslu sem gerð hefði verið eftir atvinnuátakið sem stóð síðasta haust hefði verið tekið fram að á atvinnuleysisskrá væri fólk sem illa gæti sinnt sumum störfum. Akureyri fær Nonna-styttu MENNTAMÁLARÁÐ hefur ákveðið að gefa Akureyrarbæ styttu Nínu Sæmundsson af rithöfundinum Nonna. Listakonunni var falið að gera styttuna að tillögu menntamálaráðherra árið 1958 og var frá upphafi gert ráð fyrir að hún yrði á Akureyri. Svo fór þó ekki og stóð styttan um árabil á lessal Borgarbókasafns íslands. Þaðan var hún flutt fyrir um það bil 10 árum og virtist engin vita hvað orðið hefði af henni þegar Anna S. Snorradóttir fann þana á hlöðu- lofti Korpúlfsstaða 9. nóvember í vetur. Aldarafmæli Nonna 1957 Samkvæmt fundargerðabók menntamálaráðs má rekja aðdrag- andann að gerð styttunnar allt til ársins 1957 þegar ákveðið var að gangast fyrir minningarsýningu í tilefni af aldarafmæli skáldsins. Ári síðar var tekið fyrir á fundi « ráðsins bréf menntamálaráðherra þess efnis að Nínu Sæmundsson yrði falið að gera mynd af Jóni Sveinssyni og samþykktu fundar- menn að skrifa bæjaryfirvöldum á Akureyri um málið og heyra álit þeirra á þessari hugmynd. Sumarið 1958 voru hafnar við- ræður við Nínu og henni greiddar 30.000 kr. í verklaun á árinu. Haustið eftir sést hins vegar gjörla í fundargerðinni að ekki ríkti ein- hugur um gerðina í ráðinu. Þannig óskar Magnús Kjartansson sér- staklega eftir því að bókað sé á fundi ráðsins 14. október 1959 að honum þyki miður að kaup á jafn dýru verki hafi verið ákveðin á ófullskipuðum fundi. „Ég er and- vígur því, að fé Menningarsjóðs sé varið til kaupa á þessu verki," seg- ir í niðurlagi bókunarinnar. Vangreitt kaupverð Árið 1960 er málið aftur tekið fyrir og kemur þá í Ijós að Nínu Nonni fer norður ANNA S. Snorradóttir hafði uppi á styttunni af Jóni Sveinssyni, Nonna, á hlöðulofti Korpúlfsstaða í vetur. höfðu aðeins verið greiddar 50.000 kr. af þeim 160-170.000 sem hún hafði farið fram á. Haft er eftir framkvæmdastjóra ráðsins í þessu sambandi að henn teldi að Nína væri fáanleg til að lækka verðið nokkuð en engin tala er nefnd í því sambandi. Næst er minnst á styttuna í fundargerð frá árinu 1964. Er þar samþykkt að fela framkvæmda- stjóra að ganga endanlega frá samningum við listakonuna um greiðslu fyrir verkið, svo og að skrifa Akureyrarbæ og bjóða hon- um myndina að gjöf. Sama hug- mynd kemur upp á fundi mennta- málaráðs árið 1972 en þá er einnig ákveðið að athuga hvort Akur- eyrarbær væri fáanlegur til þess að taka þátt í að steypa styttuna í eir. Árið 1975 er svo eftirfarandi í fundargerð: „Styttan af sr. Jóni Sveinssyni (Nonna). Fram- kvæmdastjóra falið að komast að uppruna styttunnar og hvernig hún komst I eigu menntamálaráðs.“ Miðstöð fólks í atvinnuleit Kostnaður við læknis- þjónustu MIÐSTÖÐ fyrir fólk í atvinnu- leit verður með fjölbreytta dag- skrá í „opnu húsi“ í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkj u í dag, miðvikudaginn 3. mars, á milli kl. 15 og 18. Ólafur H. Oddsson héraðslæknir ræðir um kostnað við læknishjálp og aðra heilbrigðisþjónustu og svarar fyrirspurnum. Þá verða gefnar upplýsingar og fyrirspurn- um svarað um átak í atvinnumál- um sem Akureyrarbær hefur beitt sér fyrir í samvinnu við Atvinnu- leysistryggingasjóð og er að hefj- ast. Jón Viðar Guðlaugsson lyfja- tæknir kemur í heimsókn og slær á létta strengi og Friðrik Vagn Guðjónsson heilsugæslulæknir liðk- ar liðamótin og fær hjartað til að slá hraðar. Veitingar verða á boð- stólum öllum að kostnaðarlausu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.