Morgunblaðið - 03.03.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.03.1993, Blaðsíða 34
34 fclk f fréttum MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1993 r MATARGERÐ Nýr matar- og vínklúbbur í vændum Andri Þór Guðmundsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Almenna bókafélagsins og verður eitt af fyrstu verkum hans að koma á lagg- imar matar- og vínklúbbi. Ritstjóri klúbbsins verð- ur matreiðslumeistarinn Sigurður Hall, sem kunnur er orðinn af matreiðsluþáttunum á Stöð 2. Aðspurð- ur hvort hann héldi áfram með þættina þar sagði hann svo vera og nú þegar væri búið að taka upp rúmlega þijátíu þætti. Andri Þór segist ekki vera með mikla reynslu af matargerð. „Ég ætla að láta Sigurði alveg eftir faglegu hliðina og held að ég noti bara tækifærið og læri eitthvað af honum. Ekki veitir af,“ sagði hann. Andri og eiginkona hans, Gréta Björk Guðmunds- dóttir, eru nýkomin úr brúðkaupsferð frá Kúbu og aðspurður hvort hann hefði komið með einhvem góðan rétt handa Sigurði sagðist hann kannski geta gaukað að honum einhveijum humarrétti. í hveijum mánuði verða gefnar út mat- reiðslubækur um eitthvert ákveðið efni, s.s. nauta- kjöt eða sósur o.s.frv. „Með hverri bók fylgir mán- aðarrit, þar sem gefin em holl ráð í sambandi við matreiðslu, ábendingar um ódýrt hráefni, svör til klúbbfélaga, ráðgjöf og umíjöllun um það sem hæst þer hveiju sinni og heimilsráð. Við ætlum að leggja mikla áíierslu á að gefa hagnýt ráð til spam- aðar og segja frá hvemig hægt er að búa til veislu- máltfð úr ýsu, nautahakki og slíku hráefni,“ sagði Sigurður. — Maður þarf þá ekki að eiga ijóma, humar og slíkan munað í ísskápnum til að búa til réttina? „Nei, það er ekki alltaf dýra hráefnið sem skipt- ir máli, heldur áhuginn við að búa til matinn." Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sigurður Ilall verður ritstjóri nýs matar- og vínklúbbs, sem er að hefja göngu sina hjá Al- menna bókafélaginu. Með honum á myndinni er Andri Þór Guðmundsson, sem tók við starfí markaðsstjóra um mánaðamótin. Ekki bara bókaútgáfa Ekki verður eingöngu um útgáfu á matreiðslu- bókum að ræða, heldur verður ýmis starfsemi tengd matargerð á dagskrá, eins og vínklúbbur, mat- reiðslukennsla og fleira. Einnig stendur til að kynna veitingahús mánaðarins, þar sem verður gefinn 15% afsláttur af heildarreikningi. Síðan er ætlunin að félagar klúbbsins velji veitingahús ársins. „Eins verður boðið upp á samstarf við heildsölur með áhöld til matargerðar líkt og pastavélar, tortilla- pressur og fleira. Verður veittur afsláttur gegn framvísun klúbbskírteinis," sagði Sigurður. Hann sagði einnig að til stæði að fara í sælkera- ferðir út fyrir landsteinana og jafnvel hópferðir á veitingahús innanlands. -Svona litu þau Bill og Hillary Clinton út árið 1979. Myndin er greini- lega tekin áður en hún var nokkuð farin að velta útliti sínu fyrir sér. BANDARÍKIN Hillap/ Clinton þá og nú Hillaiy Clinton segist aldrei hafa hugsað eins mikið um föt og undanfarið hálft ár. Þá segist hún heldur aldrei hafa einblínt eins mik- ið á ímynd sína eins og þennan tíma, og það er að skilja á henni að hún sé hvort tveggja undrandi og fari hálfpartinn hjá sér vegna þessa. En þegar flett er blöðum sem sýna myndir af henni frá árinu 1979 þykir manni ekki mikið, að hún hafi gert eitthvað fyrir útlit sitt. Eða hver hefði trúað því, að með- fylgjandi mynd frá 1979 sýni sama kvenmann og myndin frá 1993? Hillary er sú manngerð sem kaupir fiit af nauðsyn ekki áhuga og yfirleitt alltaf á síðustu stundu — eða svo var það þar til hún fór að vera meira í sviðsljósinu um það leyti sem Bill Clinton var kosinn ríkisstjóri. Meira að segja brúðar- kjóll hennar var keyptur daginn fýrir brúðkaupið, 11. október 1975. Nú fer hún mun oftar í búðir, en að sögn er hún ekki haldin neinu kaupæði og fær sér því aðeins eina flík í einu. Uppáhaldslitimir eru himinblár (túrkís), jaðigrænn, rauð- ur og purpurarauður. Nemendur 8.,9. og 10. bekkja fengu kennslu í hinum ýmsu blóma- skreytingum, m.a. borð- og hattaskreytingum. SKÓLAR Listavika í Folda- skóla Nemendur Foldaskóla brugðu út svo sem forðun, blómaskreytingar af hefðbundnu skólahaldi ný- og fleira. Á myndunum má sjá af- lega og héldu Listaviku. Þar var rakstur þessara listgreina. ýmislegt gert sér til skemmtunar, Morgunblaðið/Sverrir Edda Sóley Þorsteinsdóttir málar Huldu Sigríði Ólafsdóttur. Hljómsveitin Facon. leiSarf Söngleikur Baldurs- manna Leikfélagið Baldur hélt árshá- tíð sína fýrir skömmu í Bald- urshaga fyrir fullu húsi. Frum- sýndur var söngleikur eftir Haf- liða Magnússon við góðar undir- tektir. Þá var endurvakin hljóm- sveitin Facon með Jóni K. ólafs- syni söngvara í fararbroddi. Dans- að var fram eftir nóttu á þessari vel heppnuðu árshátíð Baldurs. Bræðurnir. Morgunblaðið/Róbert Schmidt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.