Morgunblaðið - 03.03.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.03.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1993 Mcð mor^unkaffinu Ertu búin að hreinskrifa ræð- una mína, Jóna? Jóna?! Ást er ... ... stundum torfarin leið. TM Ftog. U.8 Pat Off.—aH rights raaarvad • 1993 Loa Angatas Tknas Syndicata Því skildi ég viya giftast þér peninganna vegna? Eg veit um miklu auðveldari leið til að hafa 30 þúsund krónur á viku! HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Samanber orð Gísla S. Frá Ásdísi Erlingsdóttur: í DV 20. janúar sl. birtist grein undir heitinu: Hvað með samfær- ingu forsetans? eftir hr. Gísla Sig- urðsson sérfræðing við Stofnun Árna Magnússonar. Það virðist af blaðagreinum að dæma vera fleiri en Gísli S. sem álíta sig hafa ver- ið sviknir vegna undirritunar for- seta íslands, Vigdísar Finnboga- dóttur, á EES-samningum. En ég spyr: Við hveiju bjuggust þeir eða hafa þeir ekki fylgst með orðum og störfum forseta V.F. nema í þessu eina tilviki? Létt í vasa í kosningabaráttunni fyrir for- setakjör 1988 sagi forseti V.F. í viðtali við fjölmiðla að hún mundi láta alþingismenn um alla stjórn landsins, þ.e.a.s að forseti V.F. muni undirrita öll lög samþykkt á Alþingi, nema að forseti muni ekki undirrita lög um dauðadóm. En þessi yfirlýsing forseta er létt í vasa því að ekki fyrirfínnast nein lagaákvæði viðvíkjandi dauðadómi í stjórnarskránni. í þessu fyrr- nefnda fjölmiðlaviðtali 1988 afsal- aði forseti V.F. sér að mínu mati fyrirfram að nýta óskorað laga- greinar stjómarskrárinnar þrátt fyrir það að hafa unnið eið eða drengskaparheit að virða- stjórnar- skrá lýðveldisins og þar með hefír forseti V.F. valið sér það hlut- skipti að sinna aðeins hefðbundn- um skyldustörfum forsetaembætt- is íslands. Það er mín skoðun að það sé ekki sómasamlegt af stjórn- völdum að vinsa að eigin geðþótta úr lagagreinum stjórnarskrárinnar sem eru í fullu gildi til að starfa eftir. Og það er hlálegt til þess að vita að fólkið í landinu almennt séð ber ekki skynbragð á það að yfírvöldin hafa í seinni tíð verið samtaka í því að rýra gildi og mikilvægi þess að taka mark á lagagreinum stjómarskrárinnar sem eiga að vera grundvöllur í stjórnskipan landsins þ.e.a.s.: Ekki bijóta lögin heldur að breyta þeim ef þurfa þykir. Heilbrigð lífsskoðun og sannfæring! Gísli S. segir: Forseti er kjörinn vegna heilbrigðrar lífsskoðunar sinnar og forseti er bundinn af sannfæringu sinni eins og allir aðrir er veljast til trúnaðarstarfa. Vegna þessara orða Gísla S. ætla ég að rifja upp nokkur atriði í störfum forseta V.F. eins og þau hafa komið mér iyrir sjónir og það er umhugsunarvert hvaða lífs- skoðun og sannfæringu (samanber orð Gísla S.) forseti íslands þarf að hafa til að bera, til að ná kjöri og þar að auki að hafa getað mnn- ið eins og á færibandi í gegnum lyörtímabil forsetaembættisins. Eg ætla að gera mínar athuga- semdir og tilvitnanir í fjórum eftir- töldum málsgreinum: 1. í forsetakosningunum 1980 fékk sá eini af fjórum forsetafram- bjóðendum flest atkvæði sem átti engan kristilegan trúarvitnisburð til að styðja og vernda kristni og kirkju í landinu. Forseti V.F. sem vemdari þjóðkirkju, leyfði Hari Krishna konu að setja Hari Kris- hna krans um háls sér á sama degi og forseti V.F. var í þriðja sinn (1988) settur í embættið og forseti V.F. hafði milligöngu fyrir því að Japanir gáfu íslendingum 120 miljónir króna til að iðka Buddah-trú (list). 2. Sá forsetaframbjóðandi fékk flest atkvæði 1980 sem hafði eitt sinn verið í forsvari baráttufólks fyrir svonefndri Keflavíkurgöngu sem m.a. var andsnúin NATO. En sami forseti V.F. lét þau orð eftir sér á blaðamannafundinum í Was- hington í fyrra að kalda stríðinu væri ekki lokið og þess vegna yrði bandaríski herinn að vera hér á landi í náinni framtíð. 3. Sá forsetaframbjóðandi fékk flest atkvæði 1980 sem sagði að enginn forseti ætti að sitja lengur í embætti en tvö kjörtímabil — 8 ár — og að forseti íslands eigi að borga skatta af launum sínum. 4. Eftir að úrslit í forsetakosn- ingunum 1988 vom kunn spurði fréttakona sjónvarpsins forseta V.F. í lok viðtalsins hvað væri næst á döfínni. Þá svaraði forseti V.F. að bragði: Það að fínna ný verkefni til að gera forsetaemb- ættið spennandi. Ég spyr: Hefði það getað gerst, ef forsetar ann- arra þjóða sem hefðu verið spurð- ir sömu spumingar eftir kosninga- sigur að þeir mundu hafa svarað á sama hátt og forseti V.F. þ.e.a.s.: Að fínna ný verkefni til að gera forsetaembættið spenn- andi? Hvorki Gísli S. eða aðrir óánægðir, samanber af blaða- greinum að dæma, hafa svo ég viti til látið í ljós vandlæti venga eyðslu forseta V.F. fram yfír leyfí- lega fjárveitingu Alþingis. En mér persónulega er ekki sama og máli mínu til stuðnings skora ég á ríkis- endurskoðanda hr. Sigurð Þórðar- son að birta í Morgunblaðinu íjár- veitingar Alþingis til forsetaemb- ættisins (forseta V.F.) frá árinu 1980-1993 og fá á hreint hve raunveruleg eyðsla forsetaemb- ættisins á þessum tilteknu tíma hafí farið fram yfír leyfileg fjárút- lát Alþingis. ÁSDÍS ERLINGSDÓTTIR, Mávanesi 2, Garðabæ. Yíkveqi skrifar Nú styttist í að íslenska karla- landsliðið í handbolta haldi til Svíþjóðar til þátttöku í HM. Þorbergur Aðalsteinsson landsliðs- þjálfari mun tilkynna HM-hópinn í dag og það er svo á þriðjudaginn í næstu viku sem liðið leikur sinn fyrsta leik gegn gestgjöfunum sjálfum, Svíum. Það er alkunna, þegar íslensk landslið taka þátt í stórmótum erlendis, að þá em gerð- ar miklar kröfur til þeirra af ís- lenskum íþróttaunnendum. Lands- liðin okkar hafa iðulega með sér í farteskinu óhemju kröfur um að standa sig vel, og helst að verða í fremstu röð. Þó að kröfurnar séu gjarnan miklar þá eru þær að mati Víkverja aldrei meiri en þar sem handboltinn á í hlut. Nú í kjölfar þess að íslenska landsliðið er í tví- gang búið að leggja Dani að velli, samtals með 11 marka mun, munu margir hugsa sem svo, að íslend- ingarnir eigi að geta staðið sig með sóma þegar út í keppnina í Svíþjóð er komið. Menn muna fremur eftir nýlegum sigrum á Pólvetjum, held- ur en tapi gegn þeim, eða sex marka tapi gegn Dönum á Akur- eyri. Þeir eru því ekkert öfunds- verðir strákamir, að hefja keppni á HM, ásamt 15 öðrum bestu hand- knattleiksþjóðum heims, þar sem kröfurnar sem fylgja þeim úr hlaði eru þær að þeir helst komist á verð- launapall í Svíþjóð, en ef ekki, að þeir verði í hópi átta bestu. xxx Fullyrða má að nú þegar dags- birtan er farin að vara fram á kvöld, þá hýrnar yfír þjóðarsál- inni, þrátt fyrir að umhleypingatíð- in sé hin sama og hún hefur verið það sem af er þessu ári. Þannig heyrir Víkvetji kunningja sína vera farna að skipuleggja sumarfrí næsta sumars og hefur þannig fengið staðfest, að þótt í hans aug- um komi sumaráætlunarbæklingar ferðaskrifstofanna óheyrilega snemma út, þá er því ekki þannig farið í huga mjög margra, sem vilja skipuleggja og ákveða ferðalög sín með margra mánaða fyrirvara. En það er nú einu sinni þannig með þessar ferðir, eins og svo margt annað, þegar illa árar í þjóðfélag- inu. Víkveiji verður var við það að margir vilja einungis skoða hugs- anlega ferðamöguleika, með það í huga, að komi betri tíð og blórn í haga, þá séu þeir undir það búnir að velja sér þann sumarleyfiskost sem þeim hugnast best. Fæstir virðast þora að taka skuldbindandi ákvarðanir, og binda sér þar með fjárhagsbagga, sem þeir ekki eru vissir um að standa undir, þegar á hólminn er komið. Þetta telur Vík- veiji mjög skiljanlega afstöðu, en skyldi hún ekki gera það að verkum að það sé erfíðara fyrir ferðaskrif- stofurnar að ganga frá samningum við erlenda ferðaþjónustuaðila og flugfélög, en ella? xxx Annars heyrir Víkveiji það í kunningjahópnum að ýmsir telja að ferðaskrifstofur hér á landi séu með afar staðlað form á ferða- tilboðum, þar sem sömu áfanga- staðir, sömu hótel, sömu sólar- strendur séu uppistaðan í því sem boðið er upp á, ár eftir ár. Þetta getur vissulega verið skiljanlegt, út frá því sjónarmiði að ferðaskrif- stofur nái bestum samningum um kjör, þar sem þær eru fastir við- skiptavinir. En mætti ekki leggja ögn meiri áherslu á frumleikann og nýjungar. Víkveiji heyrir að ferðaskrifstofa sú sem ætlar að bjóða upp á beint leiguflug til Mex- íkó í sumar við verði sem er lítið eitt hærra en hin dæmigerðu sólar- landaverð Evrópuáfangastaða, muni geta laðað til sín fjölda við- skiptavina, einmitt vegna þess að hér er um nýjung að ræða, sem margir kunna vel að meta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.