Morgunblaðið - 03.03.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.03.1993, Blaðsíða 21
J MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1993 21 Þyrluslys á Grænlandi ÞRÍR fullorðnir og mánaðar- gamalt barn létust þegar þyrla af gerðinni Bell 212 hrapaði til jarðar á Norðvestur-Grænlandi í fyrrakvöld. Var um að ræða tvo Svía, flugmanninn og flug- vélstjóra, grænlenskan starfs- mann flugfélagsins og litla stúlku, sem var farþegi ásamt móður sinni og tveimur systkin- um. Þau þijú komust hins veg- ar lífs af og voru flutt til byggða á hundasleðum. Var veður mjög slæmt þegar þyrlan hrapaði en hún lenti á hafísnum milli bæj- anna Upernavik og Tasiusaq. Ekkert er enn vitað um ástæðu slyssins en dönsk rannsóknar- nefnd kom í gær til Grænlands. Genscher vin- sælastur HANS-Diet- rich Genscher, fyrrverandi utanríkisráð- herra Þýska- lands, nýtur mests fylgis sem næsti for- seti landsins ef marka má skoðanakönnun, sem tímaritið Stern birti í gær. Leitað var álits rúmlega þúsund manna og nefndu 48% þeirra Genscher. Helmut Kohl kansl- ara, sem ætlar ekki að sækjast eftir forsetaembættinu, nefndu 6% og sami fjöldi Ignatz Bubis, leiðtoga þýskra gyðinga. Næst- ir Genscher voru hins vegar tveir jafnaðarmenn, stjórn- málamennirnir Johannes Rau og Hans-Jochen Vogel, en fengu þó aðeins stuðning 12% hvor. Stórslys í Zaire AÐ minnsta kosti 146 manns, Zairebúar, sem reknir höfðu verið frá nágrannaríkinu Kongó, drukknuðu eða krömd- ust til bana í gær. Varð atburð- urinn með þeim hætti, að fólkið var að reyna að komast um borð í feiju en þegar hún lagði skyndilega frá hafnarbakkan- um hrökkluðust þeir, er fremst- ir stóðu, ofan í Kongó-fljótið. Þá lagðist feijan aftur upp að og kraindi marga til dauðs. Viðamikil rannsókn RANNSÓKN á sprengingunni í World Trade Centre í New York beinist nú aðallega að myndbandstökum, bílastæða- kvittunum og frásögnum vitna af því, sem fyrir augu bar. Til eru kvittanir með númerum, að hluta að minnsta kosti, allra bíla, sem komu á bíiastæðin þennan dag en sérstaka at- hygli vekur frásögn margra af flutningabifreið, sem ók hratt út úr byggingunni rétt áður en sprengingin varð og augljós- lega með engan farm. Eindaginn er í árslok KOMAST verður að samkomu- lagi um nýjan GATT-sáttmála fyrir árslok, að öðrum kosti eru Urúgvæ-viðræðurnar endan- lega farnar út um þúfur. Art- hur Dunkel, framkvæmdastjóri GATT, lýsti þessu yfir á ráð- stefnu, sem haldin var í Björg- vin á vegum norska hagfræði- og viðskiptafræðiháskólans. Kvaðst hann þó vera bjartsýnn því það væri meiri ábyrgðar- hlutur en svo, að nokkur ein ríkisstjórn fengi undir því risið að koma í veg fyrir GATT- samning. - mæting 5x í viku í leikfimi - fitumælingar og vigtun - fræðslufundur þátttakendur skila matardagbók og fá - matardagbók umsögn og ráðgjöf um breytt mataræði - Ijúffengar mataruppskriftir m. léttu fæði - aðhald og hvatning Skemmtilegir tímar í góöum félagsskap og þú losnar við óvelkomna fitu og lærir að tileinka þér nýjan lífsstíl svo að aukakílóin verði ekki framar vandamál. Þú færð allar upplýsingar í síma 68 98 68. Verð kr. 9.900,- AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 68 98 68 ★ Morgunhópur ★ Daghópur ★ Kvöldhópur ★ Vaktavinnufólk velkomið ★ Barnagæsla í Kaupmannahöfit FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Andrej Kozyrev sem staddur var í Kaupmannahöfn í síðustu viku svaraði fyrirspurn Morgunblaðsins á blaðamannafundi um álit hans á stefnu EB í alþjóðaviðskiptum á þá leið að hann væri mjög óánægð- ur með nýjar hömlur á innflutningi á fiski og áli. Besta aðstoð Evrópu- ríkja fælist í að opna markaði sína í stað skammvinnrar hjálpar og gjafa. Aðeins uppbyggjandi lang- tímaaðstoð gæti stutt við umbótat- ilraunir Borís Jeltsíns forseta og komið í veg fyrir upplausn og ólgu. Ekki þróunarland Kozyrev sagði að hvernig sem á það væri litið væri Rússland ekki þróunarland heldur stórveldi. Rússar réðu yfir hráefni og tækni- þekkingu, sem þeir vildu geta nýtt á opnum markaði í Evrópu í 'eðli- legri samkeppni við evrópska aðila. Slík samskipti yrðu aðalefni sam- starfssamnings við EB, sem væri verið að vinna að og sem vonandi yrði lokið við á næstu mánuðum, meðan Danir fara með formennsk- una í EB. Karlaveldið í Sviss Verður umdeild kona ráðherra? North vill hommabann í Washington. The Daily Telegraph. OLIVER North ofursti, sem dæmdur var fyrir aðild að íran- kontramálinu þegar hann var starfsmaður þjóðaröryggisráðs Bandarílganna, hefur hafið trúarlega herferð gegii þeim áformum Bills Clintons Banda- ríkjaforseta að afnema bann við herþjónustu samkynhneigðra. North og fleiri hægrimenn telja að áform forsetans bijóti í bága við ritninguna. Hefur hann skrifað bréf til trúarhópa í Bandaríkjunum í því skyni að fá þá til að styðja herferð- ina með fjárframlögum. „Opin sár eru ekki óalgeng. Þegar fólk er að deyja á vígvellinum af völdum sára sem það fær í bardaga megum við ekki auka hættuna á alnæmi, lifrar- bólgu og öðrum sjúkdómum sem eru tíðir á meðal samkynhneigðra,“ segir meðal annars í bréfinu. Málsvarar homma og lesbía hafa brugðist ókvæða við þessum um- mælum. David Smith, talsmaður Herferðar fyrir herþjónustu, bar- áttusamtaka homma og ýmissa fijálslyndra hreyfínga, hefur sakað North um að „ala á móðursýkisleg- um ótta við samkynhneigða og færa sér hann í nyt til að afla pen- inga“. og pú ncerö únœgjulegum úrcmgri Hefst 6. mars ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMEINAÐ þing svissnesku þjóðarinnar kýs ráðherra í stað Rene Felbers, utanríkisráðherra, í dag. Felber sagði af sér vegna veikinda og Jafnaðarmannaflokkurinn, SPS, hefur tilnefnt Christiane Brunner, þingmann og verkalýðsleiðtoga frá kantón- unni Genf, í hans stað. Hún er umdeild og með öllu óvíst hvort meirihluti þingheims greiðir henni atkvæði. Ef hún nær ekki kjöri þá verður það í annað sinn sem þingmenn styðja ekki kvenframbjóðenda SPS í ríkisstjórn. Þingmenn borgarlegu flokkanna eru fyrst og fremst á móti Brunn- er vegna skoðana hennar en einka- málin bæta ekki úr skák. Hún Kozyrev á fundi EB er að reisa við múrana studdi til dæmis tillögu um að leggja niður svissneska herinn fyr- ir nokkrum árum. Þriðjungur þjóð- arinnar studdi tillöguna um að leggja niður herinn í þjóðarat- kvæðagreiðslu en hann er heilög kýr í augum margra og þeim fínnst andstæðingur hersins ekki eiga erindi í ríkisstjórn. Ákvarðanir stjórnarinnar mótast af málamiðl- unum og andstæðingar Brunners telja róttækar skoðanir hennar ekki eiga heima í ríkisstjórninni. Brunner er lítil og ljóshærð, 46 ára, hefur fijálslega framkomu og hefur verið þingmaður á annað ár. Hún var kjörin formaður eins mik- Odtlny Ólafsdóttir, Eddct Sigurbergsdóttir og Ingibjörg Siguröardóttir tnisstu samtals 34 kg offitu. Líkamsrækt er nií peirra lifsstíU. Christiane Brunner ilvægasta verkalýðsfélags Sviss, málm- og úraverkalýðsfélagsins, í fyrra. Hún býr með eiginmanni sínum og tveimur sonum hans frá fyrra hjónabandi, eigin syni úr fyrra hjónabandi, syni fyrri sam- býlismanns síns og fóstursyni frá Tælandi. Hún er hlynnt fijáls- lyndri fóstureyðingarlöggjöf og talið er víst að hún hafi sjálf látið eyða fóstri ólöglega. Hún hefur hvorki viljað neita því né staðfesta og segir það ekki koma hæfni sinni sem stjórnmálamanni við. Nokkrir þingmenn Kristilega þjóðarflokks- ins (CVP) munu ekki kjósa hana þess vegna. Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdótt- ur, fréttaritara Morgunblaðsins. STJÓRNVÖLD í Rússlandi telja að verndartollar Evrópu- bandalagsins (EB) séu í mót- sögn við alla viðleitni við að styðja uppbyggingu og efna- hagsframfarir í Rússlandi. Andrej Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, hefur látið þau orð falla að síst af öllu sé ástæða til að reisa nýja múra þegar þeir gömlu séu fallnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.