Morgunblaðið - 03.03.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.03.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1993 41 Svar til Jens í Kaldalóni Frá Bimi Bjarnasyni: JENS Guðmundsson í Kaldalóni kýs að nota Morgunblaðið til bréfaskrifta til mín, eins og sjá má í blaðinu 28. febrúar 1993. Af því tilefni mælist ég til þess við blaðið, að það komi eftirfarandi svari á framfæri: í upphafi vil ég þakka Jens í Kaldalóni móttökurnar um árið, þeg- ar við nokkrir ferðafélagar, sem nutum gestrisni Engilberts á Tyrðil- mýri, litum inn hjá Jens og áttum við hann hressilegar viðræður um landsins gagn og nauðsynjar. Um langt árabil hafa lesendur Morgun- blaðsins átt þess kost að kynnast afdráttarlausum viðhorfum Jens til manna og málefna. Þótt ég hafi ekki alltaf verið sam- mála Jens, hefur mér aldrei dottið í hug að telja það honum til niður- lægingar. Jens er hins vegar þeirrar skoðunar, að það verði mér til ævar- andi niðurlægingar, að ég styð aðild íslands að Evrópska efnahagssvæð- inu (EES), lagðist gegn því á Al- þingi, að málinu yrði vísað til þjóðar- atkvæðagreiðslu, og gaf kost á mér til fomennsku í utanríkismálanefnd Alþingis. Það er rangt hjá Jens, að á „vís- Hentístefnulógík og reikningskúnstír Lokaorð um forfallagjald Frá Karli Sigurhjartarsyni: Félag íslenskra ferðaskrifstofa og V erðlagsstofnun eða Trygginga- eftirlit eiga ekki í neinum útistöðum sín á mill og þessir aðilar þurfa ekki milligöngu Visa Ísland til að ræða sín mál. Það er ekki Visa ís- land sem ákvður hvað er innifalið og hvað ekki í ferðum ferðaskrif- stofa eða hvenær þær veita af- slætti. Því er ábyrgðarhluti hjá Visa ísland að reyna að etja viðskiptavin- um sínum til illdeilna við ferðaskrif- stofur með málatilbúnaði sem á sér enga stoð I raunveruleikanum. Annars eru hún oft skondin hentistefnulógikin hjá Visa ísland. I fjöldamörg ár hafa viðskiptavinir þeirra þurft að greiða fyrir misjafn- lega víðtækar ferðatryggingar hvort sem viðkomandi yfirhöfuð ferðast eða ekki. Visa ísland telur hins vegar óeðlilegt og jafnvel ólög- legt að viðskiptavinur ferðaskrif- stofu, sem þó sannlega er á leið í ferðalag, þurfi að greiða forfalla- gjald. Það er líka svolítið kostulegt að sjá fulltrúa Visa ísland reyna að sannfæra sig og aðra um að ferða- skrifstofur féfletti viðskiptavini sína með forfallagjaldi. Fæstum bland- ast hugru um að ferðaskrifstofur eiga í mikilli sámkeppni sín á milli, sem kemur ekki síst fram í verði leiguflugsferða, og það sjá það allir sem vilja að verðsamráð um forfal- lagjald, sem að jafnaði er um 2,5% heildarverðs er til lítils. Þegar bull- andi samkeppni er um hin 97,5% prósentin. Forráðamenn Visa ísland mega mín vegna gera reikningskúnstir með forsendur sem þeir þekkja hvorki haus né sporð á til að reikna út hagnað af forfallagjaldi. Niður- staðan sem þeir fá er náttúrulega í samræmi við forsendur, en það er ekki hagnaður eða tap af forfalla- gjaldi sem slíku sem skiptir máli þegar upp er staðið, það er heildar- verð ferðarinnar sem skiptir máli fyrir viðskiptavininn og ræður af- komu ferðaskrifstofunnar. Og úr því talað er um afkomu vil ég óska Visa ísland til hamingju með hagn- að síðasta árs, var hann ekki 124 milljónir? Ekkert að verðlagningu á þeim bæ. Því miður vantar mikið á að ferðaskrifstofur geti státað af jafn góðum árangri þó þær legðu allar saman. Kannski eiga þær eitthvað ólært í að verðleggja sína þjónustu. KARL SIGURHJARTARSON, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra ferðaskrifstofa. Bolholti 6, Reykjavík. I ' k VELVAKANDI ÞAKKIR TIL STÁL- SMIÐJUNNAR Forsvarsmenn Kattholts vilja komá á framfæri þakklæti til starfsmanna Stálsmiðjunnar. Þeir fundu kött, kalinn og illa á sig kominn, þann 21. febrúar sl. Þeir tóku hann að sér, hlynntu að honum í tvo daga og sendu síðan upp í Kattholt. Eigendur kattarins eru fundnir og hann er kominn til síns heima. Skólataska tapaðist Sá sem fann skólatöskuna mína í biðskýlinu við Kringluna sl. föstudag vinsamlega skili henni í sjoppuna í Hagkaup í Kringlunni. Fundarlaun. Týndur eyrnalokkur Stór silfureymalokkur með grænum og hvítum steinum tap- aðist á Hótel Sögu, annað hvort í Súlnasalnum eða á leiðinni' út í bíl, þann 16. febrúar sl. Finnandi vinsamlega hringi 28212. Kötturinn fannst við Ægis- garð í Reykjavík en átti heima í Grafarvogi, þannig að hann hefur villst illilega af leið. Ef allir sýndu svona aðgát gengi Kattavinafélaginu betur að sinna starfi sínu. Lyklar fundust Tveir lyklar á kippu fundust fyrir nokkru á Frakkastíg í Reykjavík. Eigandi má hafa samband í síma 14826 eftir há- degi. TAPAÐ/FUNDIÐ »,Flugmann^jakki“ týndist á Hótel íslandi Dökkbrúnn loðfóðraður „flug mannajakki" hvarf eða var tekinn í misgripum úr fatahengi á Hótel íslandi 4. febrúar sl. á skólaballi Verslunarskólans. Finnandi vinsamiega hringi í Hrefnu í síma 672720. GÆLUDYR Kettlingnr fæst gefins Níu mánaða svartur kettlingur, blíður og góður, óskar eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 667232. Hund vantar heimili Fallegan, svartan, 11 mánaða labrador-hund vantar gott heim- ili. Upplýsingar í síma 682482 eftir kl. 18. indalegan máta“ hafi menn í „tuga- tali skrifað hinar merkustu ritgerðir" því til stuðnings, að aðild að EES bryti í bága við stjómarskrána. Lík- lega er unnt að telja þá á fingrum annarrar handar, sem hafa leitast við að færa lögfræðileg eða önnur vísindaleg rök fyrir þeirri skoðun. Henni var hafnað af meirihluta Al- þingis. Tillaga um að bera EES-samning- inn undir þjóðaratkvæði var lögð fyrir Alþingi. Meirihluti þingmánna hafnaði henni. Það er fráleitt hjá Jens að lýsa þeirri málsmeðferð á þann veg, að þar hafi verið „einræð- ið í vondri gerð“. Þingmenn eru kjörnir til að taka afstöðu. Kjósend- ur dæma síðan þingmenn á grund- velli verka þeirra. Þetta er kjarni fulltrúalýðræðisins, sem ríkir hér á íslandi. Skömmu eftir að ég var kjörinn á Alþingi vorið 1991 bauð ég mig fram til formennsku S utanríkismála- nefnd þingsins í þingflokki sjálf- stæðismanna. Ég náði ekki kjöri og valdi meirihluti þingflokksins Eyjólf Konráð Jónsson. Reglum samkvæmt þurfti þingflokkurinn að velja menn til setu I nefndum á nýjan leik sum- arið 1992. Enn var kosið á milli okkar Eyjólfs um formennsku í utan- ríkismálanefnd og nú hafði ég bet- ur. Er með öllu ómaklegt af Jens að kenna þessa starfshætti við „ein- ræðisverknað". Hvar vill hann að mörk séu dregin milli einræðis og lýðræðis, ef það er „einræðisverkn- aður“ að láta atkvæði ráða, ef tveir keppa um sama trúnaðarstarf á Al- þingi íslendinga? Getur það alls ekki talist nokkrum þingmanni til „fors- mánar og fyrirlitningar" að standa þannig að málum. Yrðu þingmönn- um flestar bjargir bannaðar ef þeir mættu ekki ganga til atkvæða. Loks er ekki annað unnt en mót- mæla harðlega þeirri firru, að með aukinni samvinnu séu lýðræðisþjóðir Evrópu að koma á laggimar nýju sovésku kerfi. Þeir sem láta að slíku liggja eins og Jens í Kaldalóni gerði í bréfkomi sínu, hafa hvorki kynnt sér stefnu Evrópuþjóðanna né áttað sig á hinu sanna eðli Sovétríkjanna fyrrverandi. Um leið og Jens í Kaldalóni er kvaddur vil ég óska honum alls hins besta en ekki neinnar niðurlæging- ar, þótt við séum ekki á sama máli um aðild íslands að Evrópska efna- hagssvæðinu. BJÖRN BJARNASON, Alþingi, Reykjavík. LEIÐRETTINGAR Misritun 1 heití ljóðs í síðustu Lesbók Morgunblaðsins á bls. 11 var birt ljóð eftir Særúnu Reynisdóttur. Heiti Ijóðsins í Les- bókinni var „Sólin", en það átti að heita „Sálin“. Beðist er velvirðingar á þessu. Misritun á nafni afmælisbarns Rangt var farið með fóðurnafn Guðrún Hallsdóttur í blaðinu í gær þegar tilkynnt var um 90 ára af- mæli hennar. Beðist er velvirðingar á þessu. ALÞJOÐLEGAR SUMARBÚÐIR BARNA CISV, Alþjóðlegar sumarbúðir bama á íslandi, bjóða upp á unglingaskipti í sumar, fyrir unglinga á aldrinum 12-14 ára. Unglingaskiptin í sumar verða við Noreg, Rogaland fyrir 13-14 ára og Bandaríkin, Maine-Bangor, fyrir 12-13 ára. í unglingaskiptum er fyrst og fremst lögð áhersla á samskipti á milli fjölskyldna og fjölskyldulíf í hverju landi, Unglingurinn dveíur á heimili erlendis í tvær vikur en síðan kemur unglingurinn, sem dvalið var hjá erlendis, hingað og er á heimilinu í tvær vikur. CISV eru menningar- og fiiðarsamtök óháð stjómmálum og trúarbrögðum. Markmið CISV er að böm og unglingar kynnist af eigin raun menningu og liftiaðarháttum annarra þjóða. Hvor hópur fyrir sig skipuleggur dagskrá í sínu heimalandi á meðan á dvölinni stendur. íslenskur fararstjóri er með unglingunum allan tímann bæði hér heima og erlendis. Nánari upplýsingar fást með því að skrifa til: eða hringja til: CISV á Islandi Pósthólf 86 212 Garöabær Sigurbjargar Þórnýjar: Guðrúnar: s: 41190 s: 73447 s: 657636 CLAIROL Flestar konur þurfa að glíma við Cellulite■ -purfa appelsínuhuð, einhvemtímann á cefitmi. Nú liefiir Clairol loks tekist að hanna tceki sem hjálparþér í baráttunni við þetta vandamál. uairol Cellutherapie er útbúið með nuddhausum sem renna á sérstakan hátt náttúmlegri húðolíu yfir ójafna húðina, sléttir og styrkir. Á þennan hátt má viðhalda œsku- fegurð húðarinnar. Clairol Cellutherapie fylgja tveir mismun- andi nuddhausar, annar fyrir olíuna, hinn lýpranudd. Náttíínileg nuddolía og reglulegri líkamsþjglfim o$ réttu mataræði tryggir áranguritin. Verð S:9S0,dr. er þráðlaust. Rétt nothm tæksins ásamt Kynningarverb abeSns kr. Nú er rétti tíminn! Umbo&smenn um allt land! Greiöslukjör viö ailra hæfi: 11 mán. 18 mán. 11 mán. S0 mán. ENSKA ER OKKAR MAL ALLIR. KENNARAR SKÓLANS ERU SÉRMENNTAÐIR. í ENSKUKENNSLU INNRITUN STENDUR YFIR Enskuskólinn VINSÆLUSTU ENSKUNÁMSKEIÐ A LANDINU • SÍMI 25900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.