Morgunblaðið - 03.03.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.03.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1993 17 Um inntökuskilyrði í framhaldsskóla eftir Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur Ingvar Asmundsson, skólameist- ari Iðnskólans í Reykjavík, skrifaði kjallaragrein í DV mánudaginn 22. febrúar um inntökuskilyrði í fram- haldsskóla. Þar vitnar hann í tillög- ur Nefndar um mótun mennta- stefnu en nefndin skilaði mennta- málaráðherra áfangaskýrslu ný- lega. 1 umíjöllun Ingvars um náms- framboð í upphafí framhaldsskóla virðist gæta nokkurs misskilnings sem full ástæða er til að leiðrétta ef forðast á rangtúlkanir í frekari umræðu um tillögumar. Er hér einkum átt við skilning Ingvars á námsleiðum sem nefndin leggur til fýrir nemendur sem hafa lokið grunnskóla ýmist með ófullnægj- andi eða frekar slökum árangri. I núverandi fyrirkomulagi bjóða margir framhaldsskólar nemendum með ófullnægjandi undirbúning einnar annar upprifjunamám í ís- lensku, stærðfræði, ensku og dönsku, svokallaða „0 áfanga“. Markmið með slíku uppriijunar- námi er að eftir þessa önn nái nem- endur valdi á viðkomandi náms- grein. Ingvar heldur því fram að þessir 0 áfangar hafí gefíst vel og að eftir slíkan undirbúning hafí mörgum nemendum „tekist að ljúka náminu án teljanlegra tafa“. Þessa fullyrðingu má draga í efa, því reynsla í mörgum skólum er sú að nemendum sem þurfa að setjast í 0 áfanga í upphafi framhaldsskóla reynist erfítt að komast á fastan kjöl í námi og margir þeirra hrökkl- ast úr skóla án formlegra prófa. „í umfjöllun Ingvars um námsframboð í upp- hafi framhaldsskóla virðist gæta nokkurs misskilnings sem full ástæða er til að leið- rétta ef forðast á rang- túlkanir í frekari um- ræðu um tillögurnar.“ Breytinga er þörf Tillögur nefndarinnar um breytt inntökuskilyrði í framhaldsskóla eru settar fram, vegna þess að sýnt er að framhaldsskólinn getur ekki starfað áfram við þær aðstæður sem nú ríkja. Því fer fjarri að hann sinni þörfum allra nemenda. Þá skoðun geta flestir þeir sem starfa innan framhaldsskólanna staðfest, þó að hún byggi fremur á reynslu en rannsóknarniðurstöðum.. En því miður skortir tilfínnanlega rann- sóknir á skólastarfí hér á landi. Sterkar vísbendingar um ástand framhaldsskólans koma þó fram í könnuninni Námsferill í framhalds- skóla, sem menntamálaráðuneyti fól Félagsvísindastofnun að gera, þar sem fýlgst var með námsgengi nemenda sem eru fæddir árið 1969. Af þeim nemendum sem skráðu sig í framhaldsskóla höfðu 47% ekki lokið neinu formlegu prófi sex árum eftir grunnskólapróf. Þeir höfðu ýmist horfið frá námi (35,5%), eða voru enn skráðir í nám í framhalds- skóla (11,5%). Þessar niðurstöður benda til þess að stór hluti ung- menna fái ekki nám við hæfi innan framhaldsskólans. Svo virðist sem setning laga um samræmdan framhaldsskóla þar sem kveðið er á um að framhalds- skólinn skuli opinn öllum ungmenn- um óháð námsárangri í grunnskóla hafí ekki bætt úr því .ástandi sem hér er lýst. Það dugir nefnilega ekki að opna skólana, ef námsinni- haldi og uppbyggingu náms er ekki breytt á þann veg að námsframboð- ið sé í samræmi við undirbúning og áhuga þeirra ijölmörgu nemenda sem þá sækja. Einkum er mikilvægt að námið sé áhugavekjandi. Benda má á að í könnun á viðhorfum brott- fallshópsins í Námsferilsskýrslunni kom í ljós að af ástæðum fyrir brott- hvarfi áttu flestir nemendur það sameiginlegt að nefna áhugaleysi og skólaleiða (59,4% pilta og 40,3% stúlkna). Nýjar áherslur I námsframboði Markmiðið með tillögum um fomám og gagnfræðanám er ein- mitt að koma til móts við þarfír ólíkra nemenda. Þessu námsfram- boði er ekki ætlað „að leggja stein í götu sumra nemenda að ástæðu- lausu og halda þeim í meira bók- námi en ástæða er til áður en þeir hefja verknám", eins og Ingvar heldur fram. Hvoruga námsleiðina er hægt að skilgreina sem bóknám, heldur er þvert á móti lögð mikil áhersla á verklegt nám og skapandi skólastarf. Fomám, eins og nefndin skil- greinir það, er ekki sambærilegt við háls árs 0 áfanga í einstökum Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir námsgreinum sem margir fram- haldsskólar bjóða í dag. Nefndin lítur á fomámið sem sérkennsluúr- ræði, ætlað nemendum sem gengur illa í bóklegu námi og þurfa á sér- stakri aðstoð að halda ef þeir eiga yfírleitt að geta náð námsmarkmið- um grunnskólans. Ljóst er að sér- kennsla fyrir þá sem verst standa í námi getur aldrei verið einskorðuð við bóklegt nám. Þar hlýtur verk- legt nám, persónuleg ráðgjöf og margvísleg aðstoð við nemendur að vega mjög þungt. Fomám svipað því sem nefndin leggur til er nú í boði í Menntaskólanum í Kópavogi og í Réttarholtsskóla. Gagnfræðanám, hin nýja náms- leið sem nefndin kynnir í tillögum sínum, er ekki heils árs bóknám eins og Ingvar heldur fram. Þar er fyrst og fremst um að ræða nám í verkgreinum, listgreinum og öðram valgreinum. Áhersla er lögð á að skólar hafí frumkvæði í uppbygg- ingu og þróun þessa náms í sam- ræmi við kennslukrafta og aðstæð- ur á hveijum stað. Þannig mætti hugsa sér gagnfræðanám í Iðnskól- anum í Reykjavík skipulagt á þann hátt að á þessu ári kynnist nemend- ur vinnubrögðum á mismunandi Skýr skilaboð til bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar eftirÞorgils Ottar Mathiesen Mánudaginn 22. febrúar sl. sendi stjórn Byggðarverndar í Hafnarfírði bæjarstjóm Hafnarfjarðar niður- stöður úr undirskriftasöfnun, sem félagið hafði beitt sér fyrir á meðal Hafnfirðinga vegna fyrirhugaðrar byggingar háhýsis í miðbænum í Hafnarfírði. Undirskriftarsöfnunin hafði fengið mjög góðar viðtökur og 5.356 undirrituðu áskorunina. Skv. staðfestingu frá Hagstofu íslands hefðu um 10.700 íbúar í Hafnarfírði verið á kjörskrá þar þann 1. febrúar 1993 ef þá hefðu farið fram kosningar. Jafnframt er stað- fest af Hagstofunni að sé miðað við sömu hlutfallsþátttöku og í bæjar- stjórnarkosningunum í Hafnarfírði 1990, 85,6%, hefðu 9.159 Hafnfirð- ingar neytt atkvæðisréttar og helm- ingur þeirra tölu er 4.580. Ljóst er af þessu að meira en helmingur kjósenda í Hafnarfirði 1. febrúar 1993 hefur skorað á bæjar- stjórn Hafnarfjarða „að beita sér fyrir því að fyrirhuguð stórbygging við Fjarðargötu falli sem best að umhverfí sínu og verði ekki hærri en þau hús sem fyrir eru á miðbæjar- svæðinu Geta skilaboðin til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar verið skýrari? Á síðasta bæjarstjórnarfundi flutti ég ásamt Hjördísi Guðbjömsdóttur bæjarfulltrúa tillögu þess efnis að bæjarstjórn skipi nú þegar nefnd til þess að gera tillögur til bæjarstjórn- ar „með hvaða hætti staðið skuli að endurskipulagning miðbæjarsins á grandvelli áskorana sem fram koma við þær undirskriftir sem Byggðar- vernd beitti sér fyrir“. Magnús Jón Árnason bæjarfltr. Alþýðubanda- „Tillögunum var báðum vísað til bæjarráðs, en hingað til hafa bæjar- fulltrúar Alþýðuflokks- ins notað neyðarút- göngudyr sínar og lagt til að vísa frá tillögum um þetta viðkvæma mál og það því aldrei fengið efnislega afgreiðslu.“ lagsins flutti einnig tillögu með það að markmiði að skoða möguleika á endurskipulagningu á háhýsinu. Tillögunum var báðum vísað til bæjarráðs, en hingað til hafa bæjar- fulltrúar Alþýðuflokksins notað neyðarútgöngudyr sínar og lagt til að vísa frá tillögum um þetta við- kvæma mál og það því aldrei fengið efnislega afgreiðslu. Það er von mín að bæjarráð gangi nú rösklega til verks í þessum efnum og leggi fyrir.næsta bæjarstjórnar- fund tillögu að endurskipulagningu miðbæjarkjarna á grundvelli vilja meirihluta hafnfírskra kjósenda og Þorgils Óttar Mathiesen komi með því í veg fyrir óbætanlegt umhverfisslys. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Ný sölu-sálfræði (The New Psychology of selling) -forskotid sem vantar Árangursríkt söluþjálfunarkerfi fyrir sölufólk. Námskeiðíð byggist á fyrirlestrum Brian Tracy, myndböndum á ensku, vinnubók og umræðum. Hljóðsnældur til upprifjunar á öllu námsefni fylgja. Námskeiðið er fyrir markaðsfólk sem vill bæta sig og ná afburða árangri. Tfmi: 10., 11., og 15. mars kl. 13-19. Brian Tracy Stjórnunarfélag Islands Ánanaustum 15, sími 621066 Nánari upplýsingar fást hjá Stjórnunarfélagi íslands i sima 621066 sviðum iðngreina. Á þessu ári fengju nemendur þannig tækifæri til að þroskast í glímu við auðgandi viðfangsefni. Að því loknu hefðu þeir mun betri forsendur til að ákveða hvert þeir vilji stefna í námi en þeir höfðu nýútskrifaðir úr grunnskóla. Lagt er til að um þriðjungur gagnfræðanámsins verði helgaður lykilgreinunum, móðurmáli, stærð- fræði og ensku. Þessar greinar verði hins vegar kenndar með öðrum og mun hagnýtari áherslum en nú tíðk- ast í framhaldsskólum. Fyrir þenn- an hluta námsins gildi sameiginleg námskrá sem öllum skólum beri að fylgja. Lagt er til að gagnfræða- náminu ljúki með framhaldsskóla- prófi. Að loknu framhaldsskólaprófí era nemendum opnar leiðir til áframhaldandi náms á námsbraut- um framhaldsskólans. Gagnfræðanáminu er ætlað að vera áhugavert nám fyrir ungt fólk. Þetta á að vera nám sem sniðið er að námslegri stöðu nemenda, fjöl- breytilegt og misjafnt eftir skólum. Nemendur geti valið sér skóla með tilliti til valframboðs, því samræm- ing verði tryggð í kennslu kjama- greina. Gagnfræðanámið býður upp á aukið frelsi í innihaldi og út- færslu náms á framhaldsskólastigi. Frelsi sem ekki er fyrir hendi á hefðbundnum námsbrautum fram- haldsskólans og ætti að vera kenn- uram og öðra skólafólki kærkomið tækifæri til skapandi skólastarfs. Höfundur er framhaldsskólakennari og starfsmaður nefndar um mótun menntastefnu. CLIPTEC rofamir og tenglarnir frá BERKER gegna ekki aöeins nytjahlutverki, þeir eru líka sönn íbúðarprýði! CLIPTEC fæst (ótal litasamsetningum og hægt er að breyta litaröndum eftir þvf sem innbú, litir og óskir breytast. CLIPTEC er vönduð þýsk gæðavara á verði, sem kemur á óvart! Vatnagörðum 10 s 685854 / 685855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.