Morgunblaðið - 03.03.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.03.1993, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1993 32 Ólöf Einarsdóttir Stevens — Minning Fædd 6. maí 1912 Dáin 26. febrúar 1993 Látin er í Grimsby á Englandi móðursystir okkar, Ólöf Einars- dóttir Stevens. Hún andaðist 26. febrúar sl. og verður jarðsungin þar í borg 3. mars. Þegar við kvöddum hana héma heima fyrir rúmum mánuði bauð okkur ekki í grun hversu stutt hún átti eftir ólifað eins ungleg og hressileg sem hún virtist. Ólöf fæddist í Reykjavík 6. maí 1912, annað bam hjónanna Ingi- bjargar Guðjónsdóttur, sem var fædd 6. apríl 1888, og Einars Dagfínnssonar, sem fæddur var 12. október 1885. Ingibjörg móðir hennar andaðist 1955 og faðirinn Einar árið 1970. Ung fluttist Olla með foreldmm sínum til Hafnarfjarðar ásamt bræðmnum Dagfínni og Erlendi. Þar bættust í hópinn þau Páll, Guðný og Kristján. Af þeim systkinum em þau Erlendur og Guðný á lífi. í Hafnarfírði bjó fjölskyldan í 12 ár. Þann tíma sótti Einar afí okkar sjóinn. Kjör alþýðufólks vom erfíð á uppvaxtarámm Ollu og aðstæður þessar mótuðu mjög við- horf og skoðanir hennar. Rifjaði hún oft upp þetta tímabil ævi sinnar í Hafnarfírði. Þar eignaðist Olla góða vini, sem hún hélt ávallt tryggð við. Þrátt fyrir mjög góðar námsgáf- ur og mikinn metnað, varð skóla- gangan aðeins barnaskólinn. Draumurinn um nám í Flensborg rættist ekki því að Olla fór snemma að vinna til að létta undir með heimilinu. Árið 1928 fluttust þau aftur til Reykjavíkur. Olla var í fískvinnu og við aðra almenna vinnu, þar til hún fór í vist til Englands, þar sem hún var í tvö ár. Eftir heimkomuna starfaði hún í skóbúðinni Aðal- stræti 4. Síðan lá leiðin til Dan- merkur í húsmæðraskóla. Að námi loknu vann hún aftur við af- greiðslu í Reykjavík, m.a. í blóma- búðinni Flóm. Árið 1947 fluttist Ólöf til Eng- lands og giftist James Patrick Stevens frá London, fæddur 9. febrúar 1915, og settust það að í Grimsby. Jim starfaði sem vélstjóri á togurum til ársins 1960. Þá hófu þau hjónin rekstur á bjórkrá. Fyrst ráku þau Palace Buffet og síðan Oberon Hotel, en margir íslenskir sjómenn kynntust þeim hjónum á þessum ámm. Olla tók allan tím- ann virkan þátt í rekstrinum og sá m.a. um matargerð. Þau unnu við veitingarekstur þar til Jim fór á eftirlaun. Jim og Olla eignuðust eitt barn, Einar Robert, sem er fæddur 1951. Hann starfar nú sem yfírkennari í framhaldsskóla í Worthing á Suð- ur Englandi. Kona hans er Vivian, sem einnig er kennari. Þau eiga tvær dætur, Hönnu og Fjólu. Jim var ekkjumaður þegar þau Olla kynntust, en með fyrri konu sinni átti hann son, John, sem að hluta til ólst upp hjá Ollu og Jim. John starfar sem skipstjóri og býr ásamt eiginkonu í Grimsby. Þau hjónin eiga fimm börn. Hjónaband Ollu og Jim var mjög gott og vom þau samhent við at- vinnureksturinn og í einkalífinu. Því var missirinn mikill er Jim lést árið 1986. Einvemnni kunni Olla ekki vel því að hún var félagslynd. Hin síðari ár hafði hún ofan af fyrir sér með lestri, hannyrðum og garðrækt, sem hún sinnti af sama dugnaði og öðra, sem hún tók sér fyrir hendur um ævina. Þrátt fyrir búsetu erlendis las hún mikið af íslenskum bókum og bar næmt skyn á íslenskt mál. Hugsunin var skýr og minnið gott allt til hins síðasta og hún varð aldrei „göm- ul“ þó að árin yrðu mörg. I Grimsby eignaðist ðlöf góða vini, bæði meðal nágrannanna og íslendinga, sem þar em fjölmargir. Olla hitti reglulega íslenskar konur búsettar á Humber-svæðinu og tók hún virkan þátt í félagsskap þeirra, Freyjunni. Hún hafði mikinn stuðning af Einari syni sínum, stjúpsyninum John og fjölskyldum þeirra, einnig reyndist Helga Gott henni mjög vel. Þó að hún byggi erlendis meira en hálfa ævina hélt hún ávallt nánu sambandi við ættingja sína og vini hérlendis með bréfaskrift- um, símtölum og tíðum heimsókn- um. Umhyggja Ollu fyrir systkin- um sínum og þeirra fjölskyldum var mikil. Við systkinin eigum bæði góðar minningar frá dvöl okkar hjá Ollu frænku í Grimsby og svo er um fleiri af ættingjunum. Móðir okkar og Olla vora mjög samrýndar. Þær heimsóttu hvor aðra oft, einkum hin síðari ár eftir að þær urðu báðar ekkjur. í fyrra hélt Olla upp á áttræðisafmæli sitt t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, VÉNÝ VIÐARSDÓTTIR, Goðheimum 12, lést í Landspítalanum mánudaginn 1. mars. Gylfi Jónsson, Guðbjörg Gylfadóttir, Viðar Gylfason, Sigurjón Gylfason, Halldór Gylfason. t Útför systur minnar og fóstru, LAUFEYJAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Baldursgötu 1, Reykjavík, sem andaðist þann 23. febrúar, verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavfk fimmtudaginn 4. mars kl. 13.30. Sigríður Guðmundsdóttir, Sigurður R. Sigurðsson. t Hjartkær eiginkona mín, rtióðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 37, verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtudaginn 4. mars. Athöfnin hefst kiukkan 13.30. Ólafur Guðmundsson, Valgerður Ólafsdóttir, Ásgeir Þormóðsson, Guðmundur Ólafsson, Fjóla Guðmundsdóttir og barnabörn. t Elsku faðir minn og tengdafaðir, JÓN MÝRDAL JÓNSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun, fimmtudaginn 4. mars, kl. 15.00. Gisli Jónsson, Heiðbjört Dröfn Jóhannsdóttir. Lokað eftir kl. 12.00 á morqun, fimmtudaqinn 4. mars, vegna jarðarfarar JÓHÖNNU KRISTJANSDÓTTUR. Rekstrarvörur, Réttarhálsi 2. OskarD. Olafs- son - Minning Hann afí er dáinn. Afí sem var allra manna hraust- astur, hvort sem var til líkama eða sálar. Afí sem náði því að verða áttræður síðastliðið sumar, en aldr- ei að verða gamall. Afi var ávallt ungur í anda. Engan þekktum við duglegri og vinnusamari mann. Annaðhvort var afí að fara á slökkvistöðina eða að koma úr saltfiskinum. Hann var rétt nýhættur að vinna fínnst okk- ur. Þegar afí var ekki að vinna þá var hann úti í KR. Afí var einhver besti liðsmaður KR-inga allt fram til hins síðasta. Aldrei lék hann með, heldur studdi lið sitt dyggilega af hliðarlínunni. Og þó við bamabömin höfum ekki séð KR-inga bæta bikuram í safn sitt, kunni afí ráð við því. Hann fylgdist með yngri flokkunum betur en nokkur annar og sá þá vinna hvert mótið á fætur öðm. Afi undi sér best úti í Frosta- skjóli að fylgjast með strákunum og stelpunum spila bolta. íþróttir áttu hug hans allan og aldrei þreytt- ist hann á að kalla leiðbeiningar og hvatningarorð til krakkanna. Hann mundi gullaldarárin og hann hafði þolinmæði til að bíða þeirra næstu. Ertidrvkkjur Glæsileg kafli- IilartlKinV íidlegir sidir og in jög góð þjónusta. I pplýsingar ísíma22322 , FLUGLEIDIR ■ÍTKL LimilllK Það var alltaf jafn gaman að fara með afa á völlinn, en engum fannst samt skemmtilegra en hon- um. Hann tók þátt í leiknum af lífí og sál og gladdist, líka þegar á móti blés. Hann hafði trú á strákun- um, „þetta er alveg að koma“, sagði hann jafnan. En afa kynntumst við best þegar við bjuggum vesturfrá. Flest höfum við notið þeirrar gæfu að búa í húsinu hans, vestur í Sörlaskjóli, sum oft og lengi. Afí bjó með ömmu á miðhæðinni og oftast bjó eitt- hvert okkar þar, annað hvort í kjall- aranum eða í risinu. Þegar við vor- um yngri bjuggum við þar með for- eldram og svo aftur seinna þegar við eltumst og fómm að heiman, þá var flutt aftur vestureftir. Og þó afí hafí verið þekktur fyrir ráð- deild, krafði hann okkur aldrei um húsaleigu nema rétt til málamynda. Á sunnudögum var farið vestur- eftir í heimsókn. Þar hittist fjöl- skyldan og ræddi málin af miklum móð og sýndist sitt hveijum. Afí tók öllu af yfirvegun og ró, hlust- aði þeim mun betur og lagði svo sitt til málanna. Hann var vel að sér í flestu, betur en flestir aðrir. Afi var sérlega vel lesinn þó hann hafí ekki átt langa skólagöngu að baki. Hann var yfírleitt með bók í hönd, nema þegar hann var úti í KR. Hann hafði ótrúlega gott minni og hafði á ámm áður verið í sigur- sælu liði slökkvistöðvarinnar í spumingakeppnum í útvarpi. Sérfræðingar í blóiiinskrovtinguiii við öll Ui'kila ri Skólavöröustíg 12, á horni Bergstaöastrætis, sími 19090 með ættingjunum á íslandi. Síð- ustu ferðina „heim“ kom hún um síðastliðin jól, þá nýkomin úr upp- skurði. Þá var í fylgd með henni önnur sonardóttir hennar. Olla frænka var dugleg og sjálf- stæð kona sem skemmtilegt var að umgangast. Hún var hreinskipt- in og vönduð til orðs og æðis og vildi öllum gott gera. Hún var áhugasöm og víðsýn, fylgdist vel með atburðupi líðandi stundar og hafði ákveðnar skoðanir á þjóðfé- lagsmálum. Olla vandist snemma vinnu og var ósérhlífín og iðjusöm. Hún kappkostaði að hafa heimilið sitt snyrtilegt. Sem dæmi um dugnað hennar og kjark má geta þess að hún tók bílpróf þegar hún var sextug og nú í vetur málaði hún sjálf íbúðina sína. Var Olla mjög eftirminnileg, þeim sem henni kynntust. Ólöf var lengst af við góða heilsu. Fyrrihluta febrúar gekkst hún undir uppskurð og lést þrem vikum síðar. Hún hélt reisn sinni og sjálfstæði til hins síðasta. Það lýsir frænku okkar vel að á sjúkra- húsinu hafði hún áhyggjur af lág- um launum hjúkmnarfólksins, sem annaðist hana svo vel, og ætlaði hún að láta það verða sitt fyrsta verk þegar af sjúkrahúsinu kæmi að bera það upp við bæjaryfirvöld. Við minnumst góðrar frænku með hlýhug og söknuði. Einari syni hennar, John og þeirra fjöl- skyldum sendum við innilegar sam- úðarkveðjur frá íslandi. Blessuð sé minning hennar. Einar Ingi og Ingibjörg. Afi var ekki bara vel gefinn, hann var líka laghentur og útsjónar- samur og kunni ráð við flestu. Allt- af var hann boðinn og búinn að aðstoða ef taka þurfti til hendinni einhvers staðar. Aldrei taldi hann neitt eftir sér. Nú er hann farinn „gamli maður- inn“ án þess að hafa orðið gamall. Við söknum hans, bamabörnin, en hann mun lifa í minningu okkar. Barnabörn. Látinn er í Reykjavík, 80 á_ra að aldri, góður KR-ingur, Óskar Ólafs- son, sem verið hefur einn mesti stuðningsmaður félagsins í 60 ár. Óskar var áhugasamur um íþróttir, einkum knattspyrnu, ekki aðeins meistaraflokk, heldur líka aðra aldurshópa og þekkti unga keppendur með nöfnum. Þá fylgdist hann með öðmm íþróttagreinum af miklum áhuga. Þannig var til- vera Óskars; leikir, æfíngar, koma út í KR-heimili, sem hann gerði nær daglega, spjalla við húsverðina og aðra um málefni félagsins. Það var gaman að heyra hann veija sitt félag, þegar honum þótti á það hallað og sagt var að hann væri öfgafullur KR-ingur. Þá kom fram hve orðheppinn og fastur fyr- ir Óskar Ólafsson var, hann lét ekki sinn hlut, skapmikill, en kurt- eis maður. Ég vil á þessari stundu þakka Óskari Ólafssyni einstaka hollustu við okkar félag, KR, og þakka góð kynni. Eiginkónu og öðmm að- standendum fæmm við innilegar samúðarkveðjur. Kristinn Jónsson, formaður KR. 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 í i i i 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.