Morgunblaðið - 03.03.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.03.1993, Blaðsíða 13
__________________MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1993_ Um mikilvægi kynningar eftir Jón Sæmund Sigurjónsson Þegar vel liggur á ristjórum Morgunblaðsins, þá skrifa þeir í Reykjavíkurbréf um nauðsyn á að- haldi upplýsingaþjóðfélagsins eða um mikilvægi kynningar á stefnu- mótun ríkisstjóma. Þegar þeir eru sjálfir teknir upp á sama prófi, þá bregðast þeir ókvæða við og falla á prófinu. Annað er ekki hægt að sedgja um leiðara Morgunblaðsins, laugardaginn 27. febrúar sl., sem ijallaði um fréttamat og heilbrigðis- kerfi í tilefni af athusasemd minni um sama efni nokkur áður. Tilefni þrætunnar Fimmtudaginn 25. febrúar birti Morgunblaðið frétt af skýrslu fjár- málaráðunytisins til Alþingis um ríkisfjármálin árið 1992. Það er í sjálfu sér ekki í frásögu færandi. Skýrslan er sönn og rétt og hvað það snertir ekkert við hana að at- huga. í skýrslunni eru m.a. tíundað- ir útgjaldaliðir sem farið hafa um- fram fjárlög. Væru slíkar skýrslur til allt frá stofnun lýðveldisins, þá væri þar um að ræða nokkuð sam- fellda sögu útgjaldaliða, sem farið hafa umfram fjárlög ár frá ári. Morgunblaðinu fannst hins vegar ástæða í þetta sinn til að flenna út fyrirsögn á baksíðu sem stór- frétt væri, að spamaður í lyfja- kostnaði hafi ekki tekist sem skyldi. Til samanburðar var svipuð fyrir- sögn á forsíðu með raunverulegri stórfrétt, þar sem krafist var inn- flutningsbanns á þorski og ýsu inn í EB. Þetta tvennt lagði Morgun- blaðið augsýnilega að jöfnu. Viðbrögð létu ekki á sér standa þann dag. Ásökun fólks, sem taldi sig skilja skilaboð Morgunblaðsins rétt, var að 'heilbrigðisráðuneytinu hefði alls ekki tekist að hemja lyfja- kostnaðinn. Boðskapurinn var því eins villandi og verið gat. Þótt fyrir- sögnin væri sönn, þá miðlaði hún í þessari uppsetningu gjörsamlega rangri hugmynd um ástand þessara mála. Ég leyfi mér að leiðrétta þessa ímynd í athugasemd í blaðinu daginn eftir. Staðreynd er, að heil- brigðisráðuneytið hefur náð stór- kostlegum árangri í að ná niður lyfjakostnaði og að auki að minnst- um hluta á kostnað neytenda. Deila um viðmiðun Ritstjórinn lét þó svo lítið í leið- ara sínum að segja þetta ákveðinn árangur. Rétt viðmiðun um góðan árangur hljóti þó ætíð að vera fjár- lög íslenska rikisins skv. ákvörðun sem tekin er með handauppréttingu þingmanna. Áætlunartölur sem byggðar eru á raunsannri þróun lyfjakostnaðar á undanförnum árum en slæm viðmiðun að áliti rit- stjóra, en af þeim má lesa að 1.300 milljón króna sparnaður hafi náðst í lyfjakostnaði vegna aðgerða heil- brigðisráðuneytisins á undanförn- um tveimur árum. Hvað eru fjárlög? spyr ritstjórinn og svarar í rétttrúnaðartón, að þau séu eins og hver önnur lög og eftir þeim ber að fara. Ég er hræddur um að hagfræðingar séu almennt ekki á þeirri skoðun. Fjárlög eru fýrst og fremst hagstjómartæki, en ekki bara samlagningarruna sem gildir á hveiju sem tautar. Þannig séð skipta einstakir liðir minna máli, ef heildarmarkmið nást. En þetta eru aðrir sálmar. Gott og vel. Látum viðmiðanir hvíla um stund og þá um leið undar- lega deilu um það, hvort munur er á vegalengd óraíjarlægðar okkar ritstjórans til sovéskra kommúnista. Fram hjá einu verður þó ekki geng- ið. Útgjaldatölur venga lyfja árið 1991 em þær sömu og 1989. Ú gjaldatölur 1992 vegna lyfja er þær sömu og 1990. Kostnaðarþrc uninni á þessum lið hefur veri snúið aftur um tvö ár og það tvö á i röð. Geri aðrir betur. Sighvatur og hans menn hafa náð þessum óumdeilanlega árangri í samvinnu við lækna og heilbrigðis- starfsfólk. Að láta að því liggja, að sá hugsunarháttur sem liggi að baki þessum árangri sé skýringin á því, að illa gangi að ráða við út- gjöld ríkissjóðs, er einfaldlega út í hött. Raunhæfi fjárlaga Raunhæfi áætlunartalna er undir ýmsu komið, t.d. óvæntri þróun á áætlunartímabilinu. Fimm ára ströng áætlun Sovétmanna varð ætíð fyrir áföllum, þó ekki væri nema tímans vegna. Verðbólgan hér á landi fyrr á árum lét engar tölur í friði o.s.frv. Allar áætlanatöl- ur eru mismunandi raunhæfar, hversu traustar sem forsendur ann- ars eru. Það segir ekkert um þá alvöru og vilja, sem án vafa ríkir í öllum ráðuneytum, til að láta áætl- anir standast. Áætlun vegna lyfjakostnaðar á fjárlögum 1992 var mjög krefjandi. Gert var ráð fyrir 800 m.kr. sparn- aði af áætluðum 3.000 m.kr. út- gjöldum. Ljóst var að grípa yrði fjótt til aðgerða, ef ekki átti að ganga of nærri sjúklingum í kostn- aði. Sá tími kom hins vegar ekki fýrr en seint um síðir. Samningar við verkalýðshreyfínguna drógust fram í júlí það ár. Reglugerðin, sem hefði átt að koma í seinasta lagi í febrúar, kom því ekki fyrr en í ágúst, sex til sjö mánuðum of seint. Frumvarp um frelsi í lyfsölumálum varð ekki að lögum á síðasta ári og er enn til skoðunar hjá stjórnar- flokkunum. Þar brást einnig ein af megiaforsendum lyfjasparnaðar á síðasta ári. Fyrst í lok ársins var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur um heimild ráðherra til lækkunar álagningu í lyijaverði. Sú aðgerð kom heldur ekki að not- um á árinu. Það segir sína sögu um mismunandi raunhæfi uppruna- legra áætlunartal’na fram eftir ári, þegar fýrirhugaðar aðgerðir voru ekki mögulegar fyrr en löngu eftir mitt ár, eða gengu álls ekki upp. Hlutverk Morgunblaðsins Útgjöld ríkisins fóru aðeins 0,9% fram úr fjárlögum á síðasta ári en það er merkilegur árangur og nauð- synlegur, ef við eigum að komast hjá að beita finnskum aðferðum við lausn okkar efnahagsvanda, eða að lenda í færeysku efnahagsumhverfi með okkar mál. Það segir líka góða sögu um frammistöðu núverandi ijármálaráðherra. Það gengur hins vegar ekki upp að hæla Friðriki fyrir batnandi ríkisfjármál og skamma Sighvat fyrir of mikinn niðurskurð í sömu andránni. Þetta hangir auðvitað saman. Morgunblaðið verður líka að gera Gjafir til Bamaspítala Hringsins NÝLEGA gáfu Jóhanna Karen Magnúsdóttir og Elín S. Ólafs- dóttir, báðar úr Reykjavík, Barnaspítala Hringsins 2.103 krónur sem var afrakstur af hlut- veltu sem þær höfðu haldið. Ennfremur barst Barnaspítalan- um fyrir fáum dögum peningagjöf 2.300 kr. frá þremur 9 ára gömlum stúlkum á Tálknafirði, Ransy Rut Helgadóttir, Maríu Björk Gunnars- dóttur og Ninju Dögg Torfadóttur. Var þetta ágóði af tombólu og sölu teikninga eftir þær sjálfar. 3M Hljóöbönd „Sighvatur og hans menn hafa náð þessum óumdeilanlega árangri í samvinnu við lækna og heilbrigðisstarfs- fólk. Að láta að því liggja, að sá hugsunar- háttur sem liggi að baki þessum árangri sé skýr- ingin á því, að illa gangi að ráða við útgjöld rík- issjóðs, er einfaldlega út í hött.“ upp við sig, hvaða pól það ætlar að taka í hæðina. í Reykjavíkur- bréfi í lok janúar er heilbrigðisráð- herra skammaður fýrir að fara of- fari í gjaldtöku þjónustugjalda og sennilega að hafa farið yfir strikið að áliti Morgunblaðsins. Það er auðvitað skoðun út af fyrir sig og finnur sæmilegan samhljóm í þjóð- arkórnum. Það er hins vegar nokkuð merki- legt að sjá nokkrum vikum síðar í sama blaði hrokafullan umvöndun- arpistil, þar sem annars vegar er skammast yfir því að ekki sé geng- ið nógu langt í niðruskurði og hins vegar skelfileg afhjúpun „hugsun- arháttar, sem skýrir betur en margt annað, hvers vegna illa gengur að ráða við útgjöld ríkissjóðs“. Ég kann á svona málflutningi ýmis nöfn, en ég staldra við að kalla þetta mismunandi raunhæft. Ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks á við gífurlegan vanda að etja í efnahagslegum sam- drætti, vaxandi atvinnuleysi og verkalýðshreyfingu, sem telur póli- tískar keilur mikilvægari í þessu ástandi, en sameiginlegt átak til að vinna okkur út úr vandanum. Ríkisstjórnin er hins vegar samstæð vel og þar er starfað af heilindum gagnvart samstarfsmönnum og verkefninu, þótt fórnarkostnaður hvers flokks um sig sé töluverður í þessu samstarfi. Það verður hins vegar að segjast eins og er, að á meðan jafn mikilvægur fjölmiðill og Morgunblaðið, sem í Reykjavík- urbréfi 20. febrúar sl., upplýsti okk- ur um mikilvægi kynningar, telur afstætt misgengi ríkiforsjár í lyfja- 13 Jón Sæmundur Sigurjónsson málum jafn mikilvæga frétt og mögulegt innflutningsbann fiskaf- urða okkar á Evrópumarkaði, þang- að sem íjórði hver sporður fer, þá er ekki einungis fréttamat blaðsins undarlegt, heldur rýni þess og inn- sæi í eðli hlutanna dapurt. Höfundur er formaður lyfjahóps heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. vr£V? -007 Upplýsingar: Geislaspilari - þriggja geisla PLLAM/FM-MPX-útvarp Hægt að losa tækið úr sleðanum m/handfangi Siálfvirkt minni Magnari: 70 vött Handahófsspilun Leit áfram ocj afhjrábak Hraðspilun afram/afturábak Sýnishornaspilun Endurtekning Eins rofa útvarpsstilling 30 stöðva minni Sjálfvirk stöðvaleit Ffandvirk fínstilling Mono/stereo-rofi Fader Aðskildir bassa- oq hátónarofar Loudness-stilling Teng’ r Tenai tyrir seai og fjölmargt neira Japönsk gæði Jllll i fyrir aukamagnara li fyrir segulband SKIPHOLTI 19 SIMI29800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.