Morgunblaðið - 03.03.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.03.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1993 ísland - ísrael eftirlnga Eldjárn Það greinarkorn sem birtist und- ir fyrirsögninni ísland — Palestína, 10. febrúar sl. eftir Svein Rúnar Hauksson sem svar við fyrri grein minni um „Hamasmálið“ og tengsl þess við hérlend samtök er kjósa að kalla sig ísland — Palestína, er tilefni skrifa minna á ný. Eftir að ísraelsstjóm féllst á að stytta útlegðartíma útlaganna í eitt ár, og að 100 af u.þ.b. 400 þeirra gætu snúið heim til hemumdu svæðanna, hafa Sameinuðu þjóðim- ar lýst yfir að ekki sé frekari að- gerða þörf, jafnvel þótt Hamas- menn vilji ekki hlíta þeim úrskurði. ísraelar hafa boðið hjálp í formi lyfja og sjúkraaðstoðar og aðra aðstoð, en Palestínumennimir vilja einungis eitt og það er að spilla friðarviðræðum Abrahamsniðja. Það hefur því nú, samkvæmt rök- semdafærslu Sveins Rúnars, um að það sé „krafa alls heimsins" að mótmæla brottvikningu hryðju- verkamannanna, orðin krafa alls heimsins að hætta við öll mótmæli sakir brottvikningarinnar. Sveinn Rúnar talar um að brottvikningin sé mannréttindabrot sem teljist til stríðsglæpa, og siðan segir hann: „Krafan um tafarlausa heimferð Palestínumannanna þykir svo óum- deilanleg, að ekki einu sinni Banda- ríkjastjóm treysti sér til að bera blak af Israelsstjóm að þessu sinni“, en samkvæmt síðustu fréttum em SÞ og heimurinn nú á öðm máli en Sveinn og vinir hans í Hamas. Því næst greinir Sveinn frá því að hann sé mér sammála, að það hefði » verið full ástæða til að halda fund þegar hundmð þúsunda Palestínu- manna vom rekin frá Kúveit, „sem afleiðing Persaflóastríðsins“, eins og hann orðar það, en nær væri að segja að Arafat og kumpánar hefðu komið þjóðinni í eina hörm- ungina enn, með vinskap sínum við Við getum þoggað niður í þeim flestum Sendum í póstkröfu! Gott verð — Gæðaþjónusta ÍSETNING Á STAÐNUM írakskonunginn margfræga, jafn- vel þó að Sveinn reyni að bera blak af PLO í þessu máli í fyrri grein sinni. „Líbanon" Sveinn vill halda því á loft að PLO hafí síst orðið til þess að borg- arastyijöldin í Líbanon (1975- 1990) varð að veruleika en sagan segir annað. Koma PLO til Beirút, sem var við komu þeirra 1970 köll- uð perla Miðausturlanda, sneri borginni og landinu öllu til borgara- stríðs og hörmunga. Áður höfðu kristnir menn og múslimar verið saman í nokkuð góðri sambúð, en eftir að PLO kom til Líbanon var þeim att saman. Skæmliðar PLO vom í Líbanon fyrst og fremst vegna þess að þeir komust ekki upp með háttarlag sitt í neinu öðm ríki. Allir leiðtogar PLO, að Arafat und- anskildum, lifðu sældarlífí á kostn- að íbúanna. Verslanir Líbana vom iðulega rændar af skæmliðum og enginn gat varið réttindi íbúanna fyrir þeim. Síðan tóku áhrif PLO að aukast og unga fólkið fékk ekki að komast áfram í lífínu, nema að taka þátt í störfum hreyfíngarinn- ar, og unglingar gátu ekki fengið aðgang að skólakerfinu, nema að skrá sig í skæmliðahreyfíngu. íbúar landsins vom fylltir ótta, þar sem enginn var til að vernda þá fyrir yfírgangi skæruliða PLO. Borgir og bæir vom gerðir að vopnabúrum, loftvamabyssur vom geymdar á skólalóðum, milli íjölbýlishúsa og við kirkjur. Stöðvar PLO vom sett- ar inn í mið íbúðarhverfí, í næstu hús við sjúkrahús eða skóla til að draga úr hættu á loftárásum ísra- ela. Síðan fylltist fólkið hatri til PLO, sem vom famir að drepa sak- laust fólkið, sérstaklega hina kristnu. PLO gerði reglulegar árás- ir inn í ísrael og varð ástandið þann- ig 1980 að sprengjuárásir vom orðnar næstum hluti af daglegu lífi íbúa í N-ísrael, sem varð til þess að ísraelsher gerði innrás í Líbanon til að uppræta ítök í S-Líbanon og reka þá síðan frá landinu, með sam- þykki hins kristna forseta Líban- onsv Gemayels. Ur því að svona var farið með Líbani, hvemig yrði þá farið með gyðinga ef PLO myndi stjóma ísra- el. Hlutskipti þeirra yrði eflaust, eins og Laqueur orðaði það, „að fá að vera jarðaðir í sínum eigin graf- reitum“. Hamasmenn em hæstánægðir með að Líbanir skuli ekki vilja taka við þeim eins og þeir höfðu búist við (sjá grein um Hamas 7. jan. í Pressunni), því það var ávallt ásetn- ingur þeirra að spilla friðarviðræð- unum milli araba og ísraela, sem þeim og tókst. Skæmliðahópar eins og Hamas meina Palestínufólkinu að eiga frið- samleg samskipti við ísraela, en þeir hafa drepið ótalmarga af sínu fólki til að halda ófriðnum við í nafni Allah íslams. Ísraelar þurfa að vakta skóla og ýmsar stofnanir vegna þess að palestínskir skæmlið- ar vilja sprengja þær upp í nafni Allah. Sveinn vitnar í umsögn mína: „... að launþegasamtök landsins virðast hafa verið blekkt til þátttöku á þessum fundi,“ en gleymir vísvit- andi seinni hluta setningarinnar, sem hljóðar svo: „... eða höfðu þau kannski fullan stuðning félaga sinna?" Þótt einhveijir fomstumenn verkalýðshreyfinga séu á sama máli og Sveinn, Hamas og PLO vom engar ályktanir eða stuðningur þinga þessara hreyfínga lagðar til grandvallar þátttöku þeirra í úti- fundinum, og þar við situr. „Markmiðin góðu?“ Eitt af markmiðum félagsins Is- land — Palestína er „að vinna að því að ríkisstjóm íslands veiti PLO, Frelsissamtökum Palestínumanna, stjómmálalega viðurkenningu sem réttmætum fulltrúa Palestínuþjóð- arinnar". Hamas hefur, eins og menn vita, engan hug á að lúta stjóm PLO og PLO vill sem minnst við þá kannast. Þess vegna stang- ast enn markmið félagsins á við baráttuaðferðir þeirra, fyrst PLO er eini réttmæti fulltrúi þeirra. Eða veittu þeir ekki Hamas stjómmála- lega viðurkenningu með fundi sín- um? Sveinn segir ennfremur í grein sinni að FÍP hafí enga sérstaka afstöðu til einstakra fomstumanna Palestínumanna, en í næstu máls- grein segir hann okkur þó að PLO sé eini lögmæti fulltrúi þjóðarinnar og vinur hans Arafat sé hvort tveggja leiðtogi PLO og forseti „Palestínuríkisins" hins „sjálf- stæða“, sem hafí stuðning einhvers meirihluta fulltrúa SÞ. En eins og málkunnugir vita er þetta „sjálf- stæða ríki“ hvorki viðurkennt sem ríki af SÞ né hefur það fulltrúa þar, ekki nema vera skyldi áheym- arfulltrúa. Þau ríki sem styðja Pa- lestínu sem ríki em annars vegar íslömsku ríkin sem styðja hana á gmndvelli trúar sinnar, og hins vegar ríki sem eiga efnahagslegra hagsmuna að gæta, því að olíu- þrýstingur araba hefur pólitísk markmið, eins og sagan kennir okk- ur. Annað markmið þeirra er „að skapa jákvæð viðhorf meðal íslend- inga til þjóðanna sem búa í Palest- ínu og efla vináttu við þær“. Á vogarskálum vináttu og jákvæðni hallar því miður á ísraela, og telst félagið því miður til and-ísraelskra samtaka. Ég vil palestínsku þjóð- inni hið besta, og meðferð þeirrar þjóðar og rétt viðhorf gagnvart henni er gmndvallaratriði fyrir Guði og svo á einnig að vera hjá hinum kristnu. En FIP styður sam- tök sem em mestu hryðjuverkasam- tök sem sagan greinir frá, samtök sem hafa verið samofín samtökum s.s. Baader-Meinhof, IRA, Carlos og Japanska rauða hemum. Sam- kvæmt rannsóknum Pluchinskys, sérfræðings Bandaríkjanna um al- þjóðleg hryðjuverk, vom á ámnum 1980-1989 framin af PLO, Hiz- bollah og öðmm sunnudagaskóla- drengjum 418 alþjóðleg hiyðjuverk, þar af vom tæp 90% framin í V-Evr- ópu. Síðan hin svokallaða uppreisn Palestínumanna (araba) byijaði, sem þekkt er undir hinu arabíska nafni „Intifada“, hafa bara á ámn- um 1980-1989 318 arabar verið myrtir á eigin umráðasvæðum af eigin mönnum. Ástæðan fyrir þessu er talin vera hefndir vegna vinsam- legra samskipta þeirra við Israel. Vilja íslensk stjómvöld taka þetta upp á arma sína? ísland hefur átt því láni að fagna að hafa staðið við hlið ísraela í allflestum þeirra mál- um, alveg frá stofnun ríkis þess, og tel ég að íslendingar hafi hlotið af því hina mestu blessun, sem og ríki eins og Bandaríkin, enda segir um ísrael, í orði Guðs, víða: „Bless- aður sé hver sá, sem blessar þig, en bölvaður sé hver sá, sem bölvar þér.“ 3M Endurskinsefni Ingí Eldjárn „Sérhver sem vefeng’ir rétt Israels til Kanaans- lands er í rauninni mót- fallinn Guði og hans heilaga sáttmála við ættfeðurna. Hann berst á móti friðhelgum orð- um og fyrirheitum Guðs, sem hann hefur svarið að halda.“ Jerúsalem Sveinn segir mig snúa út úr Nýja testamentinu til að réttlæta gyðinga nútímans, sem hann kallar illvirkja og morðingja sem hafí auk þess „hertekið“ Jerúsalem. Borgin Jerúsalem var stofnsett af ísraelum fyrir þijú þúsund ámm og var og er höfuðborg ísraelsríkis. Gyðingar hafa í gegnum tíma herleiðingar þeirra, frá þeirra eigin elskaða landi, sagt hver við annan á hveiju ári, á hátíðum sínum, „sjáumst að ári í Jerúsalem“, með von í hjarta. Borgin hefur ávallt verið höfuðborg ísraela, og engra annarra þjóða. Jafnvel þær þjóðir sem hemumdu landið til skiptis í ijarveru gyðinga áttu hana aldrei sem höfuðborg, sbr. Egyptar með Kairó, Babelónía með Babel, Rómveijar með Róm, Tyrkir með KonstantínópeJ og Bret- ar með Lundúnir. Landið Israel var fæðingarstaður gyðingaþjóðarinn- ar, þar vom hennar andlegu, trúar- legu og stjómmálalegu einkenni mótuð, þar öðluðust gyðingar fyrst ríkisstöðu og sköpuðu menningar- leg gildi af þjóðemislegu og al- heimslegu mikilvægi og gáfu heim- inum Bók bókanna. ísraelar hert- óku ekki Jerúsalem, heldur endur- heimtu þeir hana af aröbum sem töldu sig eiga hana án sögulegra röksemda. Jórdanir höfðu sett gaddavírsgirðingu í gegnum borg- ina, sem Israelar tóku i burtu í sex daga stríðinu, þar sem herir ísraela gjörsigraðu arabaherina allt í kring, sem höfðu sett sér það markmið eitt að útrýma ísrael. Eins og kem- ur fram í bókinni „Sex daga stríð- ið“ sem til er á íslensku, er með ólíkindum hversu mikil guðleg for- sjá var með ísraelsku þjóðinni í stríðinu. Arabar hafa aldrei átt sjálfstætt ríki í Palestínu og ekki haft neina sögulega hefð sem gerir ráð fyrir að þeir séu neitt öðmvísi en aðrir arabar. Fyrsti foringi PLO, Ahmed Shukeiri, sagði 31. maí 1956: „All- ir vita að Palestína er ekkert nema suðurhluti Sýrlands." Assad, forseti Sýrlands, tók í sama streng. Allt fram á þessa öld var Palestína ekki til sem sjálfstæð eining, heldur sem hluti af Sýrlandi. Zuheir Muhsin, þáverandi æðsti yfírmaður heija PLO og foringi Saiga, sagði í við- tali við hollenskt dagblað árið 1977: „í raun er palestínska þjóðin ekki til. Krafan um að aðskilja palent- ínskt þjóðemi er notuð í taktískum tilgangi. Stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínuaraba er verkfæri í barátt- unni gegn ísrael og til að sameina araba ... Aðeins vegna pólitískra ástæðna tölum við um palestínskt þjóðemi, vegna þjóðarávinnings araba gegn ísrael." Svo mörg vora þau orð. Helsti sérfræðingur nútím- ans um málefni Palestínu, M. E. Yapp, sagði um þetta málefni: „Jafrivel árið 1948 sáu Palestínu- arabar sjálfa sig frekar sem meðlimi ættar eða staðbundinna, trúarlegra eða þjóðlegra samfélaga en sem Palestínumenn." Þannig að þeir em aðeins þjóðarbrot sem stofnað var í pólitískum tilgangi. „Útvalning" í fyrri köflum fyrstu bókar hinn- ar heilögu Ritningar, kemur ljóslega fram að Guð ætlaði Isak Abrahams- syni og afkomendum hans, gyðing- um, Landið helga, en ekki Ismael syni Hagar, ambáttar Söm og af- komendum hans, aröbunum. I 17. kafla kemur fram að afkomendun- um, ísak og ísrael, var gefíð landið til „ævarandi eignar". Guð staðfesti þetta fyrirheit síðan með sáttmála og tákni. Guð sagði fyrir að ísraelar myndu verða herleiddir þrisvar, burt frá landinu, en síðan myndi Guð leiða þá til baka, sem hann hefur og gjört; bæði frá Egypta- landi, Babýlon og nú síðast — sem stendur enn yfír — frá öllum þjóðum jarðar. í fímmtu bók, 28. og 30. kafla Ritningarinnar, stendur t.d.: „Og Drottinn mun dreifa þér meðal þjóðanna frá einu heimskauti til annars", og síðan, „og þú snýrð þér aftur til Drottins Guðs þíns, og hlýð- ir raust hans í öllu, sem ég býð þér í dag, bæði þú og böm þín, af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni, þá mun Drottinn Guð þinn snúa við högum þínum og miskunna þér og safna þér aftur saman frá öllum þjóðum, þeim er Drottinn Guð þinn hefir dreift þér á meðal.“ Hið nýja ísraelsríki var stofnað 14. maí 1948 eftir hálfrar aldar baráttu. Þá hófst lokakaflinn í dreif- ingu ísraela meðal þjóðanna. Nær óteljandi spádómar Ritningarinnar, sem varða síðustu tima, eiga eitt sameiginlegt: Þeir gera ráð fyrir því að ísrael sé til sem þjóð í eigin landi. Nú er Guð að leiða þá heim til þess að spádómar hans rætist, eftir þúsund ára bið. Lærisveinar Jesú spurðu hann: „Herra ætlar þú á þessum tíma að endurreisa ríkið handa ísrael?" Hann svaraði: „Ekki er það yðar að vita tíma eða tíðir, sem Faðirinn setti af sjálfs síns valdi.“ Jesús afneitaði ekki, að á einhveijum tímapunkti myndi gyð- inglegt fullveldi verða endurreist. í rauninni, eftir þeim hætti sem hann svaraði spumingu þeirra, gefur það til kynna að það mun verða endur- reist. Sveinn Rúnar segir okkur frá því að honum hafí verið kennt og hann hlotið hjálpræðið í Drottni vomm Jesú Kristi, sem gleður mig sannarlega. Mér er því spurn hvers vegna hann hefír ekki meðtekið allan þann boðskap sem Ritningin og Drottinn Jesús Kristur kennir. Því Ritningin segir: „Sérhver Ritn- ing er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leið- réttingar, til menntunar í réttlæti, til þess að sá, sem tilheyrir Guði, sé albúinn og hæfur gjör til sér- hvers góðs verks." Og „því að aldrei var nokkur spádómur borinn fram af vilja manns, heldur töluðu menn orð frá Guði. knúnir af heilögum anda“. Aftur og aftur og nær því á hveij- um degi fá þjóðimar að heyra eða lesa nafnið Israel sem oft er nefnt „Klukka Guðs“, og er það ekki að ófyrirsynju, þar sem tilurð þess í nútímanum og tengsl við önnur ríki er þungamiðja þeirra atburða er hæst ber á komandi tímum. Sú stað- reynd að þetta litla ríki hefur verið stöðugt fréttaefni allra helstu fjöl- miðla heimsins í áratugi er ekki til- viljun, heldur vinsamleg ábending um að hyggja að hvar við emm í tímanum og minnir okkur um leið á ósýnilega hönd sem öllu stýrir. Sérhver sem vefengir rétt ísraels til Kanaanslands er í rauninni mót- fallinn Guði og hans heilaga sátt- mála við ættfeðuma. Hann berst á móti friðhelgum orðum og fyrirheit- um Guðs, sem hann hefur svarið að halda. Biðjum Jerúsalem friðar. Höfundur ersölumaður og meðlimur í Zlon — vinir ísraels.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.