Morgunblaðið - 03.03.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.03.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1993 7 ■KBIáÐSISS iwEISTSMWA Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Eyjamenn fá Moggann sinn VARÐSKIPIÐ Óðinn fór sl. sunnudag frá Þorláks- höfn til Vestmannaeyja til að sækja þangað hóp söng- fólks, þar sem ekki var flugveður og yfirmenn á Heijólfi í verkfalli. Ferðin var auðvitað notuð til að flytja sunnudagsblað Morgunblaðsins út í Eyjar og hér sést Sigurgeir Jón- asson, ljósmyndari og um- boðsmaður Morgunblaðs- ins í Eyjum, fara með blöð- in frá borði. Skemmdarverk unnin á Hvolsvelli Áætlað að tjónið geti numið einni milljón Neyðar- sendingar frá læstu flugskýli LANDHELGISGÆSLAN fékk í gærmorgun skeyti um að gervi- hnattakerfí næmi sendingar neyðarsendis. Flugvél Gæslunn- ar flaug yfir Rangárvelli þaðan sem boðin komu og reyndist neyðarsendirinn vera í flugvél í læstu flugskýli á flugvellinum við Hellu. Fyrsta skeytið sem Landhelgis- gæslan fékk um neyðarboðin benti til að neyðarsendirinn væri á svæðinu frá Hellu og niður á Rangársand. Engra flugvéla var saknacl á þeim tíma. Gæsluvélin TF-SÝN var send á svæðið og tókst. henni að staðsetja sendinn í flugskýli við flugvöllinn á Hellu. Flugbjörgunarsveitin á Hellu fór á staðinn. Flugskýlið var læst og í því voru fímm flugvélar sem allar komu til greina. Björgunar- sveitarmennirnir gátu fundið út frá hvaða vél boðin komu og slökkt á neyðarsendinum. Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunn- ar er talið að sendirinn hafi farið í gang við samslátt vegna tæring- ar. ----» » ♦ Mikill rottugang- ur við Eskifjörð Eitrað á haugunum MIKILL rottugangur hefur ver- ið á sorphaugum Eskfirðinga sem eru handan fjarðar skammt frá bænum. Á haugana fer mik- ið af fiskúrgangi en bæjar- sljórnin hefur nú tekið þessi mál til athugnar og hefur verið eitrað á haugunum. Vel hefur gengið að eyða rott- unum að sögn Rúnars Hákonars- sonar meindýraeyðis á Eskifírði. Hann sagði þó að vandamálið yrði ekki með öllu úr sögunni fyrr en hætt yrði að flytja sorp á haugana en bæjarsjórnin hefur nú til athug- unar að urða sopið annars staðar. Rúnar sagði að rottur væru í hol- ræsakerfí Eskifjarðarbæjar en yrði sjaldan vart í bænum. MIKIL skemmdarverk voru unnin á nokkrum bílum og skurðgröfu á Hvolsvelli aðfaranótt sunnudagsins. Var ráðist á tvo bíla í eigu verktakafyrirtækisins Suðurverks og allt brotið sem brotið varð í öðrum þeirra samkvæmt upplýsingum lögreglu og ljósum stolið. Einnig voru rúður brotnar í lítilli rútu og VHF-talstöð stolið. Þá var brotin rúða á nýrri skurðgröfu, ljóskastarar skrúfaðir af og aðalljós- um stolið. Að sögn lögreglu var einnig brot- ist inn í tvo númerslausa bíla sem stóð við fyrirtæki í bænum og rúð- ur í þeim brotnar og allar rúður voru brotnar í tveimur bílum sem stóðu fyrir utan bílaverkstæði Kaupfélags Rangæinga. Þá var far- ið inn í mannlaust fjölbýlishús sem er í byggingu og stolið þaðan tals- verðu magni af rafmagns- og hand- verkfærum. Auk þessa hafði verið brotist inn í vinnuskúr.' Samkvæmt upplýsingum lög- reglu hefur þarna verið unnið mjög mikið tjón sem áætlað er að geti numið allt að einni milljón króna. Lögreglunni hefur ekki tekist að upplýsa hver eða hveijir voru að verki en biður alla sem geta veitt einhveijar upplýsinar sem leitt gætu á sporið að hafa samband við lögreglu. Fylgstu meb á mibvikudöguin! Myndasögur Moggans koma út á miðvikudögum. Myndasögurnar gleðja yngri kynslóðina sem fær blað fullt af skemmtilegu efni sem þeir fullorðnu hafa einnig gaman af. Einnig er að finna í blaðinu gátur, þrautir og aðra dægradvöl auk fallegra mynda sem börnin hafa sjálf teiknað og sent Morgunblaðinu. - kjarni málsins! & m Hót1] I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.