Morgunblaðið - 03.03.1993, Blaðsíða 23
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1993
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR. 3 MARZ 1993
23
flirrgminlíWII*
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. ( lausasölu 110 kr. eintakið.
Þáttaskil í
landbúnaði
Ræða Halldórs Blöndals
landbúnaðarráðherra á
Búnaðarþingi í fyrradag mark-
ar ákveðin þáttaskil í afstöðu
stjórnvalda og ekki síður Sjálf-
stæðisflokksins til landbúnað-
armála. í áratugi hefur sömu
stefnu verið fylgt í landbúnað-
armálum í meginefnum og
Sjálfstæðisflokkur og Fram-
sóknarflokkur fylgt þeirri
stefnu fram, eftir því hvor
flokkurinn hefur haft stjórn
landbúnaðarráðuneytis á
hendi. Nú kveður við nýjan tón.
í ræðu sinni sagði Halldór
Blöndal m.a.: „... héðan af
höfum við ekki leyfi til að
meta stöðu íslenzks landbúnað-
ar og framtíðarhorfur nema í
ljósi vaxandi heimsviðskipta
með búvörur, sem hefur í för
með sér opnun markaða.“ í
þessum orðum felst yfirlýsing
landbúnaðarráðherra Sjálf-
stæðisflokks um að landbúnað-
urinn verði að búa sig undir
vaxandi samkeppni á næstu
árum frá innfluttum landbún-
aðarvörum.
Landbúnaðarráðherra vék
að viðskiptum bænda og af-
urðastöðva og sagði að bændur
hlytu að íhuga „hvort ekki sé
tími til kominn að þeir taki
afurðastöðvarnar í sínar hend-
ur, beri ábyrgð á rekstrinum
og sýni fram á að unnt sé að
koma framleiðslunni á markað
ódýrar en gert hefur verið. Það
er gott og raunar nauðsynlegt
fyrsta skref til að mæta þeirri
erlendu samkeppni, sem óum-'
flýjanleg er á næstu árum, því
að eftir að hún er komin getur
innlenda framleiðslan ekki reitt
sig á fákeppni". Með þessum
orðum er Halldór Blöndal í
raun að hvetja bændur til þess
að fækka milliliðum á milli
þeirra sjálfra sem framleið-
enda, og neytenda. í því sam-
bandi er ástæða til að minna
á orð talsmanns kúabænda hér
í blaðinu fyrir skömmu, þar
sem svo var komizt að orði að
kúabændur hefðu ekki efni á
að halda uppi hinum mörgu
mjólkurstöðvum í landinu.
Verulega athygli vekja vam-
aðarorð landbúnaðarráðherra
vegna „ótta manna við [að]
fákeppni í verzlun með matvör-
ur fari vaxandi“. Og Halldór
Blöndal sagði ennfremur:
„Slíka þróun er ekki hægt að
leiða hjá sér. Vegna fámennis
okkar og dreifðrar byggðar er
það kannski í Reykjavík einni,
sem við getum búizt við að
lögmál markaðarins hafí nægi-
legt svigrúm til að geta breitt
úr sér, en því aðeins að fleiri
en einn og fleiri en tveir eigist
þar við.“ Með þessum orðum
vekur landbúnaðarráðherra
máls á því, sem fleiri en hann
hafa vaxandi áhyggjur af, að
einn aðili sé að verða of ráð-
andi í matvöruverzlun á höfuð-
borgarsvæðinu.
í framhaldi af þessum um-
mælum sagði Halldór Blöndal:
„íslenzkir bændur hafa ekki
lengur ráð á því að láta sig
þennan feril engu skipta. Þeir
hljóta að íhuga hvort ekki sé
tími til kominn að þeir taki
afurðastöðvamar í sínar hend-
ur, beri ábyrgð á rekstrinum
og sýni fram á að unnt sé að
koma framleiðslunni á markað
ódýrar en gert hefur verið. Það
er gott og raunar nauðsynlegt
fyrsta skref til að mæta þeirri
erlendu samkeppni, sem óum-
flýjanleg er á næstu árum, því
að eftir að hún er komin, getur
innlenda framleiðslan ekki reitt
sig á fákeppni.“
Fjölmörg fleiri atriði mætti
nefna úr ræðu Halldórs Blön-
dals landbúnaðarráðherra á
Búnaðarþingi, sem eru til
marks um að ný viðhorf og
gjörbreytt sjónarmið eru að
ryðja sér til rúms í landbúnað-
arráðuneytinu. Það er tími til
kominn. Bændur hafa vissu-
lega sýnt vaxandi skilning á
nauðsyn þess að taka upp
breytta starfshætti á undan-
fömum ámm. Samt sem áður
hefur hin opinbera stefna í
landbúnaðarmálum verið eins
og farg á þjóðinni og oft hefur
virtzt sem litlu væri hægt að
hnika í þeim efnum.
Ræða Halldórs Blöndals er
vísbending um að landbúnað-
arráðherra sé reiðubúinn til að
taka forystu fyrir nýrri og
raunsærri stefnumörkun í
landbúnaðarmálum, þar sem
tillit er tekið til hagsmuna
bænda en ekki síður til hags-
muna neytenda og skattgreið-
enda.
Nú verður þess vænzt að
ráðherrann fylgi eftir þeirri
stefnumörkun, sem felst í ræðu
hans á Búnaðarþingi. Búast
má við að jarðvegur til þess
að koma slíkum breytingum
fram sé betri en nokkm sinni
fyrr. Bændur og talsmenn
þeirra era opnir fyrir nýjum
viðhorfum og nýjum vinnu-
brögðum. Þess vegná á nú að
grípa það tækifæri til breyt-
inga í landbúnaðarpólitíkinni,
sem fyrir hendi er.
42. ÞING NORÐURLANDARAÐS I OSLO
Davíð Oddsson
EB-aðild
Norður-
landa hef-
ur áhrif á
stöðuokkar
DAVÍÐ Oddsson forsætisráð-
herra ítrekaði í ræðu sinni á
Norðurlandaráðsþinginu í Osló í
gær þá afstöðu íslendinga að
sækja ekki um aðild að Evrópu-
bandalaginu. Hins vegar myndi
væntanleg aðild annarra Norður-
Ianda „að sjálfsögðu hafa áhrif á
stöðu íslands" og endurskoða
þyrfti Norðurlandasamstarfið
þegar að því kæmi að löndin
gengju inn i EB.
„Saga íslands, menning og hefðir
hafa í för með sér að spumingar
um fullveldisframsal myndu setja
mikinn svip á hugsanlega umræðu
um aðild íslands að EB,“ sagði for-
sætisráðherra í ræðu sinni. Hann
sagði að annar lykiiþáttur í slíkum
umræðum yrði yfirráð fiskimiðanna.
Óformlegt samstarf eflt
„ísiendingum er mikið í mun að
bæta samskipti sín við Evrópu, ekki
sízt í samstarfí við vini okkar á hin-
um Norðurlöndunum," sagði Davíð.
„Þegar ljóst verður, hversu mörg
þeirra fá aðild að EB verða menn
að meta norrænt samstarf á ný og
sjá til þess að það uppfylli þarfir
allra Norðurlandanna. í þessu sam-
bandi er afar þýðingarmikið að auk-
ið óformlegt samráð og samstarf,
sem nú er verið að leggja grunninn
að, verði eflt.“
í þingsal
Davíð Oddsson hlustar á umræður á þingi Norðurlandaráðs í Osló.
HEFÐBUNDIN togstreita þingmanna og ríkisstjórna í Norðurlanda-
samstarfinu kemur skýrt fram í umræðum á Norðurlandaráðsþingi
um breytingartillögur þær, sem norræna ráðherranefndin hefur lagt
fram um breytingar á Helsinki-sáttmálanum vegna endurskipulagning-
ar norræns samstarfs. Margir þingmenn segjast óánægðir með tillögur
ráðherranna um fjárlagavald Norðurlandaráðs.
Norðurlandaráð hefur aldrei haft
neitt formlegt lagasetningarvald,
heldur getur það aðeins beint til-
mælum til ríkisstjóma Norðurland-
anna. Sú grein í Helsinki-sáttmál-
anum, sem fjallar um fjárlög, gerir
ráð fyrir að ráðið fái að tjá sig um
fjárlagatillögur ráðherranefndar-
innar, en formleg áhrif ráðsins eru
engin.
Tillöguréttur innan
fjárlagaramma
Ráðherranefndin leggur nú til að
ráðið fái að gera tillögur um áherzl-
ur innan þess ramma, sem ráðherr-
arnir setja. Nema mikilvægar
ástæður mæli á móti því, eigi ráð-
herrarnir að fara eftir tilmælum
ráðsins í þessu efni. Ráðherrarnir
em hins vegar ekki tilbúnir að af-
henda ráðinu endanlegt ákvörðunar-
vald innan fjárlagarammans. Við
þessar tillögur vildu þingmenn illa
sætta sig. Laganefnd Norðurlanda-
ráðs lagði til að ráðið fengi endan-
legt ákvörðunarvald, en ljóst er að
ráðherranefndin mun ekki fara eftir
tillögum hennar.
Geir H. Haarde, þingflokksfor-
maður Sjálfstæðisflokksins, vék að
tillögum ráðherranefndarinnar í
ræðu sinni á þinginu í gær og sagði
að fagna bæri þeim áfanga, sem
næðist með tillögurétti Norð-
urlandaráðs. Þess vegna bæri að
styðja tillögur ráðherranefndarinn-
ar, annars væri hætta á að þing-
menn næðu alls engum árangri í
baráttu sinni fyrir að hafa áhrif á
fjárlög Norðurlandaráðs. Þau nema
nú um sjö milljörðum króna.
■ NORSKI
hægrimaðurinn
Jan Per Sys e var
í gær kjörinn nýr
forseti Norður-
landaráðs. Syse,
sem var forsætis-
ráðherra Noregs
árið 1989, er einn
þekktasti talsmað-
ur norræns sam- Jan Per Syse
starfs í Noregi og
jafnframt ákafur
Evrópusinni.
■ FULLTRÚAR
íslands í forsætis-
nefnd Norður-
landaráðs verða
áfram þeir Geir
H. Haarde, þing-
# f flokksformaður
Reynt að gera minna ur komu Khasbulatovs vegna harðra viðbragða Sjáifstæðisfiokks
ins, og Halldór
Geir H. Ha-
arde
Spennan í Rússlandi er
stórlega ýkt í fjölmiðlum
— sagði rússneski þingforsetinn er hann ávarpaði Norðurlandaráðsþing
Ásgrímsson,
varaformaður
Framsóknar-
flokksins. Rann-
veig Guðmunds-
dóttir, þingmaður
Alþýðuflokksins,
var einnig endur-
kjörin formaður
menningarmála-
nefndar ráðsins. Halldór Ás-
Hún er eini íslend- grímsson
ingurinn sem fer
með formennsku í nefndum Norður-
landaráðs.
Deilt um fjár-
lagavald Norð-
urlandaráðs
Osló. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins.
RÆÐU Rúslans Khasbúlatovs, forseta rússneska þings-
ins, var tekið með litlum fögnuði á 42. þingi Norðurlanda-
ráðs í Osló í gær, þrátt fyrir að ekkert yrði úr því að
hann notaði ræðutíma sinn til að ráðast á Borís Jeltsín
Rússlandsforseta, eins og margir höfðu óttazt. Ræða
Khasbúlatovs var fremur innihaldslítil að mati við-
staddra og snerist einkum um samskipti þingmannaráðs
Samveldisríkjanna og Norðurlandaráðs, en Khasbúlatov
var boðinn á Norðurlandaráðsþingið sem formaður þing-
mannaráðsins. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins
brást forsætisnefnd þingsins við gagnrýni á komu Khasb-
úlatovs með því að gefa ræðu hans mun minna vægi á
þinginu en áður hafði verið ráðgert.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins deildu norrænu forsæt-
isráðherramir á ákvörðun forsæt-
isnefndarinnar, að bjóða Khasbúl-
atov, á fundi með nefndinni á
mánudag, og átöldu að ekki hefði
verið haft samráð við ríkisstjómir
Norðurlandanna. Niðurstaða fund-
arins varð meðal annars sú, að
reynt var að draga úr mikilvægi
ræðu Khasbúlatovs með því að
leyfa öðrum erlendum gesti, sir
Michael Marshall, forseta Alþjóða-
sambands þingmanna, að ávarpa
þingmenn strax á eftir ræðu rúss-
neska þingforsetans.
Aðeins Gro vildi hitta
Khasbúlatov að máli
Enginn forsætisráðherranna
fimm vildi hitta rússneska þingfor-
setann að máli nema Gro Harlem
Bmndtland. í samtölum við þing-
menn kom líka fram að margir
eru afar óánægðir með að Khasb-
úlatov skuli hafa verið boðið og
telja að Ilkka Suominen, fyrrver-
andi forseti Norðurlandaráðs, hafi
tekið þá ákvörðun nánast upp á
sitt eindæmi. Mörgum þingmönn-
um þykir það skjóta skökku við
að á sama tíma og norrænir stjórn-
málamenn lýsa því yfir að þeir
Þingforsetinn
Khasbúlatov þingforseti Rúss-
lands á blaðamannafundi eftir
að hann ávarpaði þing Norður-
landaráðs í Osló í gær.
vilji styðja við bakið á lýðræðisöfl-
unum í Rússlandi, fái einn af leið-
togum harðlínumanna að ávarpa
Norðurlandaráðsþing.
Spennan í Rússlandi
millibilsástand
Khasbúlatov lagði í ræðu sinni
áherzlu á að þingmannaráð Sam-
veldisríkjanna gæti margt lært af
Norðurlandaráði. Hann sagði
marga telja að Norðurlöndin gætu
stutt lýðræðisþróunina í Rúss-
landi. Hann mælti með samvinnu
og samráði Samveldislandanna og
Norðurlanda í gegnum Barents-
ráðið og Eystrasaltsráðið og sagð-
ist horfa með bjartsýni til ráð-
stefnu þjóða á heimskautaslóðum,
sem haldin verður í Reykjavík í
ágústmánuði næstkomandi.
Þingforsetinn sagði að rúss-
neska þingið væri nú að breytast
í venjulegt þing, með löggjafar-
og eftirlitshlutverk. „En í æðstu
stöðum eru ekki allir ánægðir með
þessa þróun. Þingið á í höggi við
embættismenn, sem ekki eru vanir
því að neinn hafi eftirlit með störf-
um þeirra,“ sagði Khasbúlatov.
„Þetta er orsök spennunnar í Rúss-
landi. Þessi spenna er að sjálf-
sögðu ýkt stórlega í fjölmiðlum.
Við lítum á þetta sem millibils-
ástand. Við þurfum heiðarlegt og
gagnkvæmt samstarf allra stjórn-
málaflokka um að hrinda lýðræðis-
umbótum í framkvæmd."
■ JÓN Sigurðsson, iðnaðarráð-
herra, lagði til í ræðu sinni á Norð-
urlandaráðsþinginu í gær, að Nor-
ræni fjárfestingarbankinn (NIB)
yrði í auknum mæli að beina kröft-
um að eflingu nýrra framleiðslu-
greina og markaða. Þannig þyrfti
að leggja nýjan og sveigjanlegri
skilning í skilgreiningu bankans á
„norrænum hagsmunum". Jón
sagði í samtali við Morgunblaðið
að sú skilgreining ætti við um það
þegar tvö eða fleiri Norðurlandanna
ættu hagsmuna að gæta, en ástæða
gæti verið til að bankinn lánaði til
fjárfestinga aðeins eins norræns
fyrirtækis, sem væri að hasla sér
völl á Evrópumarkaði.
■ DAVÍÐ Oddsson forsætisráð-
herra tók upp beiðni íslendinga um
aðild að Eystrasaltsráðinu á fundi
sínum með hinum forsætisráðherr-
um Norðurlanda á mánudag. Þing-
mannaráð Eystrasaltsríkjanna og
öll Norðurlöndin nema Danir hafa
stutt aðild íslendinga að ráðinu, að
sögn Davíðs. Hann sagði í samtali
við Morgunblaðið að hinir forsætis-
ráðherramir hefðu tekið undir mál
sitt og Poul Nyrup Rasmussen,
hinn nýi forsætisráðherra Dana,
hefði sagzt myndu kanna máiið.
„Ég hef góðar vonir um að þessi
afstaða breytist,11 sagði Davíð.
Kristján Jóhannsson semur um fleiri sýningar á Metropolitan
Syngur á frumsýningn
nýrrar uppfærslu á Valdi
örlaganna eftir Verdi
KRISTJÁN Jóhannsson hefur gert samning við Metropolitan-óperuna
í New York um syngja á fjölmörgum sýningum þar í tveimur óperum
á næstu árum, þar á meðal á frumsýningu og öðrum fyrirhuguðum
sýningum á óperu Verdis, La Forza del Destino, eða Vald örlaganna,
sýningarárið 1995-1996. Kristján er nú á heimili sínu á Ítalíu eftir
að hafa sungið i II Trovatore í Metropolitan en þangað heldur hann
að nýju næstkomandi mánudag til að syngja í Cavallleria Rusticana.
„Eg er heima að skipta um gír og slappa svolítið af og búa mig undir
að skipta um stíl þvi nú þarf ég að fara syngja i Cavalleria Rusticana
sem er allt annar hlutur en II Trovatore,“ sagði Kristján við Morgun-
blaðið.
Áður en Kristján tók sér frí milli
verkefna í Metropolitan gekk hann
frá samningi um að syngja í Aidu
eftir Verdi á a.m.k. sex sýningum í
febrúar og mars á næsta ári og tíu
sýningar á Cavalleria Rusticana í
nóvember 1994.
Hann sagði að enn væri ekki full-
ljóst hve margar sýningamar á Aidu
yrðu þar sem þær kynnu að ein-
hveiju leyti að stangast á við þátt-
töku sína í sýningum á Grímudans-
leik Verdis í Covent Garden í Lund-
únum.
Fólki skipt út eins og
strætisvagnabílstjórum
„Hins vegar er það sem mér fínnst
mest spennandi og ánægjulegast að
mér stendur til boða að syngja í
nýrri uppfærslu á óperu Verdis, La
Forza del Destino, Valdi örlaganna.
Þar sem um nýja uppfærslu er að
ræða er í boði fullur æfíngatími og
að sömu listamenn taki þátt í a.m.k.
6-8 fyrstu sýningunum en ég kann
því miklu betur en því að sífellt sé
verið að skipta út fólki eins og stræt-
isvagnabílstjórum. Auk þess fær
þetta meiri umfjöllun og athygli þar
sem um nýja uppfærslu er að ræða,“
sagði Kristján.
Kristján Jóhannsson kemur í
fyrsta skipti fram í Cavalleria Rustic-
ana á Metropolitan laugardaginn 13.
mars og fer til æfinga fyrir þá sýn-
ingu á mánudag. Cavalleria Rustic-
ana er einþáttungur og sýnd á Metro-
Kristján Jóhannsson.
politan ásamt I Pagliacci eftir
Leoncavallo. Kristján syngur aðalte-
nórhlutverkið í Cavalleria en fyrst
um sinn syngur rússneski tenórinn
Vladímír Atlantoff í I Pagliacci. Hinn
17. mars leysir Plaeido Domingo
Atlantoff af hólmi.
Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda
Nauðsynlegt að lög nái yfír
fákeppni í matvöruverslun
HAUKUR Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda segir
nauðsynlegt að samkeppnislög nái yfir fákeppni í verslun með
matvörur, en hér á landi sé komið langt út fyrir þá markaðs-
hlutdeild sem eðlilegt geti talist að einstaka aðilar hafi. í ávarpi
við setningu Búnaðarþings gat Halldór Blöndal landbúnaðarráð-
herra þess að ófcti manna við fákeppni í verslun með matvörur
hefði farið vaxandi, og sagði hann að slíka þróun væri ekki
hægt að leiða hjá sér.
í samtali við Morgunblaðið sagð-
ist Haukur sammála þessum um-
mælum landbúnaðarráðherra. „Það
er hvergi nokkursstaðar sem ég
þekki til í nágrannalöndum okkar
sem einstaka verslanahringar hafa
orðið eins stóra markaðshlutdeild
og geta nánast skammtað sér af-
slætti og greiðsluskilmála. Þetta er
hættulegt," segir Haukur.
Við setningu Búnaðarþings
sagði Halldór Blöndal að íslenskir
bændur hefðu ekki lengur ráð á því
að láta sig engu skipta ferilinn frá
framleiðanda til neytanda, og þeir
hlytu að íhuga hvort ekki væri kom-
inn tími til að þeir tækju afurða-
stöðvamar í sínar hendur og bæru
ábyrgð á rekstri þeirra. „Eg get
út af fyrir sig tekið undir þessa
skoðun ráðherra ef um einhvers
konar umboðssölufyrirkomulag af-
urðanna yrði að ræða, en ég tel að
að það verði að fylgja því að bænd-
ur ráði afurðastöðvunum. Ég get
því í aðalatriðum tekið undir þetta
verði horfið að umboðssölu, en það
þýðir að bændur þurfa að koma
meira að stjórn afurðastöðvanna
en er í dag,“ sagði Haukur.
Hvað varðar þau orð landbúnað-
arráðherra að innlendir framleið-
endur verði að gera ráð fyrir því
að þurfa að keppa við innfluttar
landbúnaðarafurðir í kjölfar þess
að alþjóðleg viðskipti með búvörar
verði frjálsari á næstu árum sagð-
ist Haukur álíta að það yrði hvorki
GATT samningurinn eða samning-
urinn um Evrópska efnahagssvæðið
sem myndi ráða örlögum íslensks
landbúnaðar, heldur íslensk stjórn-
völd miklu frekar.
Bændur njóti skilnings
„Það verður meiri samkeppni, en
það ræðst mjög af hugarfari og
skilningi stjórnvalda á hveijum
tíma hvaða rekstrarskilyrði greinin
Yfírskrift ráðstefnunnar er „Ný
afstaða til aldraðra“ og gefur til
kynna að meðal samtakanna sem
standa að ráðstefnunni sé ætlunin
að breyta um stefnu í málefnum aldr-
aðra. Stefnubreytingin er ekki síst
mikilvæg í ljósi þess að um aldamót-
in er búist við að um tuttugu pró-
sent Evrópubúa verði 65 ára og
eldri.
Við opnunina flutti Sigurður
Guðmundsson ávarp og talaði
fær. Á þetta hef ég oft bent. Þetta
er því ekki einungis spumingin um
að bændur hagræði sjálfír í rekstri
sínum heldur einnig að þeir njóti
skilnings á því hvað sé eðlileg sam-
keppni. Það er enginn vandi að
flytja til landsins vörar sem fá nið-
urgreiðslur og útflutningsbætur og
leggja engin jöfnunargjöld á þær
og eyðileggja allt með því. Það e^r
hægt að selja rafmagn hér dýrara,
olíu og áburð og vera auk þess með
dýrari gjöld, en menn mega ekki
gleyma að skoða þessa hlið líka.
Bændur eru að taka mjög á hjá sér
eins og fram kom í ræðu landbúnað-
arráðherra og auðvitað verður það
einnig að eiga sér stað í vinnslunni."
meðal annars um þau verðmæti,
sem aldraðir byggju yfír og miðl-
uðu þeim er yngri væra. Einnig
voru flutt erindi um einsemd og
einangrun aldraðra, aðbúnað
aldraðra í Suður-Evrópu og um
hlutfall aldraðra í hinum ýmsu
Evrópulöndum. Margrét Dana-
drottning er verndari ráðstefn-
unnar en Ingiríður drottning móð-
ir hennar, sem er rúmlega áttræð,
situr ráðstefnuna.
Ráðstefna EB um málefni aldraðra
Ný viðhorf í öldr-
unarmálum kynnt
__ Kaupmannaliöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur fréttaritara Morgunbiaðsins.
Á MORGUN lýkur í Kaupmannahöfn ráðstefnu um málefni aldraðra.
Ráðstefnan er haldin af evrópsku ráðherranefndinni, sem hefur helg-
að öldruðum árið í ár. Ráðstefnan er haldin i samstarfi við samtök
aldraðra á Norðurlöndum, Alþjóða heilbrigðismálastofnunina og Evr-
ópuráðið. Fimmtíu manns sækja ráðstefnuna af hálfu íslands. Meðal
þeirra er Sigurður Guðmundsson, sem er formaður samtaka aldraðra
á Norðurlöndum.