Morgunblaðið - 03.03.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.03.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUÖAGUR 3. MARZ 1993 Mjólk lækkar um 2 krónur SMÁSÖLUVERÐ á mjólk í eins lítra fernum lækkaði á mánudag úr 69 kr. lítrinn í 67 kr., vegna lækkunar á verðmiðlunargjaldi sem ákveðin var um síðustu helgi. Verð á mjólk í tveggja lítra fernum lækkaði úr 135 kr. í 132 kr. Verð á ijóma lækkaði úr 591 kr. lítrinn í 583 kr., og kostar 1/4 lítri nú 148 kr. í stað 150 kr. áður. Lítr- inn af undanrennu lækkaði úr 46 kr. í 45, og kílóið af skyri lækkaði úr 134 kr. í 131 kr. Verð á 45% osti í heilum stykkjum kostar nú 699 kr. í stað 711 kr. áður, og kílóið af 30% osti 583 kr. í stað 593 kr. áður. -----♦ ♦ ♦---- Fundur um skatt á bækur EIGA bækur að vera undan- þegnar virðisaukaskatti? er yf- irskrift opins fundar, sem Heimdallur, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, efnir til í kvöld kl. 22 á Hressó í Austurstræti. Framsögumenn verða Steingrímur Ari Arason, aðstoðarmaður fjár- málaráðherra, og Þráinn Bertels- son, formaður Rithöfundasambands íslands. Hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi hefur tekið til starfa Fyrstu heimilis- menn fluttir inn HJÚKRUNARHEIMILIÐ Eir í Grafarvogi tók á móti fyrstu heimilismönnum sínum í gær. Þá var opnuð fyrsta hjúkrunar- deildin með rými fyrir 25 sjúklinga, en fyrirhugað er að opna aðra deild í haust. Þriðji og fjórði áfangi verða teknir í notkun að ári, en stefnt er að því að heimilið verði að fullu komið í notkun í janúar 1995. Hjúkrunarheimilið var formlega opnað og starfsemi þess kynnt fyr- ir blaðamönnum í gær. Fullbúið á heimilið að hýsa 120 sjúklinga á 5 hjúkrunardeildum, þar af eru 25 rými fyrir blinda, 19 fyrir alzheim- er sjúklinga, 50 fyrir sjúklinga á almennum deildum og 26 á mót- töku- og orlofsdeild. Heimili fyrir sjúka og ellimóða „Eitt af markmiðum okkar er að viðhalda og endurheimta sjálfs- björg einstaklingsins, þannig að hann geti lifað ánægjulegu lífi í heimilislegu umhverfí,“ sagði Birna Svavarsdóttir hjúkrunarforstjóri. „Veitt verður alhliða hjúkrun, lækning, sjúkra- og iðjuþjálfun eins og best hæfir hveijum og einurn." Hjúkrunarheimilið er ætlað fyrir alla sjúka og ellimóða, þá sem beij- ast við alzheimer-sjúkdóminn og fyrir blinda og sjónskerta. Þá er gert ráð fyrir þjónustu við aldraða krabbameins- og lungnasjúklinga. í desember 1987 tók Hjúkrunar- heimilið Skjól til starfa og þar dvelja nú rúmlega hundrað ein- staklingar. Síðasta haust voru 430 manns á biðlista, þar af um 200 í brýnni þörf fyrir hjúkrun. Byggingin mikið átak Nokkur félög og félagasamtök, ásamt tveimur sveitarfélögum, hafa bundist samtökum um rekstur og byggingu Eirar. Þau eru: Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga, Reykjavíkurborg, Samtök blindra og blindravina, Sjálfseignarstofn- unin Skjól, Seltjarnameskaupstað- ur, Sjómannadagurinn í Reykjavík og Hafnarfirði og Verslunarfélag Reykjavíkur. Heildarkostnaður Hjúkrunar- heimilisins var í fyrra áætlaður 833,9 milljónir króna eða 6.950.000 á hvern einstakling. Nú stefnir í að hann verði eitthvað lægri vegna hagstæðra tilboða í ýmsa verkþætti. Vistherbergi eru 75 og sjúkling- ar vistast í eins, tveggja og þriggja ■manna rýmum. Einnig er fyrirhug- að að byggja hjúkrunaríbúðir í tengslum við Eir, sem er nýjung hér á landi. Innangengt verður á milli íbúðanna og aðalhússins. Áætlað er að á heimilinu verði um 130 stöðugildi. Nýtt heimili FYRSTI vistmaðurinn á Eir, Guðlaug Pálsdóttir, ásamt Magn- úsi L. Sveinssyni, formanni Verslunarmannafélags Reykjavík- ur, Markúsi Erni Antonssyni, borgarstjóra og Páli Gíslasyni borgarfulltrúa. VIÐ hönnun Hjúkrunarheimilisins Eirar var reynt að fella það sem best inn í íbúðabyggðina. Húsið er 3 og 4 hæðir og deilt í litlar húseiningar. Brjálsemi Myndin heitir á ensku Reclaiming Paradise, eða Paradísarheimt. I myndinni lýsa talsmenn umhverfis- samtaka því yfir, að beijast verði gegn græðgi sjómanna um allan heim og birt eru áróðursbréf þar sem því er haldið fram, að fiskveiðar séu ómannúðlegar og kvalafullar fyrir fiskinn, þar á meðal rækjur. Einnig að maðurinn hafí enga þörf fyrir að neyta fiskjar. Fjallað er um afleiðing- ar þess að netaveiðar hafa verið bannaðar við vesturströnd Banda- ríkjanna á samfélag sjómanna. Þá kemur fram að bann við selveiðum þar hafí valdið því að selir og sæljón hafa lagt undir sig svæði sem þau hafa aldrei verið á áður. „Ég tel að þessi mynd muni opna augu fólks þegar það sér hvað þessi bijálsemi er að ná langt,“ sagði Magnús Guðmundsson. Hann sagði að áhugi væri þjá þeim erlendu sjónvarpsstöðvum að sýna þessa mynd, sem sýnt hefðu myndina Lífsþjörg í norðurhöfum. Þá hefðu íslensku sjónvarpsstöðvarn- ar myndina til skoðunar. í NÝRRI heimildarmynd Magnúsar Guðmundssonar kvikmynda- gerðarmanns er því haldið fram, að umhverfisverndarsamtök séu að hefja víðtæka baráttu gegn fiskveiðum. Myndin er mjög gagnrýnin á umhverfisverndarsamtök og aðferðir þeirra í her- ferðum gegn selveiðum og hvalveiðum. „Ég tel að innan skamms þurfi yfir á fískveiðar og hinn almenni sjó- menn að huga verulega að hagsmun- maður að verða skotspónn þeirra,“ um sínum á íslandi. Áhersla um- sagði Magnús Guðmundsson eftir að hverfisverndarsamtaka er að færast hafa sýnt fréttamönnum myndina. Þeir gagnrýna umhverfisverndarsamtök AÐSTANDENDUR myndarinnar Reclaiming Paradise, sem er mjög gagnrýnin á umhverfisverndarsamtök. Frá vinstri eru Martin Regal sem er sögumaður, Guðmundur Á. Arinbjarnarson tæknistjóri og Magnús Guðmundsson framleiðandi. Ný heimildarmynd gagnrýnir umhverfisverndarsamtök Barátta þegar haf- in gegn fiskveiðum Litlu risarnir frá Miele ★ ★ Iðnaðar- og fjölbýlishúsavélar ★ ★ Tilboðsverð: Kr. 112.567Kr. 168.156 Verðlistaverð: Kr. 135.081,- Kr. 201.787,- Húsfélög og aðrir stórnotendur! Grípið gæsina meðan hún gefst! W W Jóhann Ólafsson & Co • sl M)AH()R(I l.l • 104 RKYKJAVlK • SlMihRN.AHR Opnunartími mánudaga til fóstudaga kl. 9-12 og 13-18. Lokað á laugardögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.