Morgunblaðið - 03.03.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1993
31
Sigrún Jónsdótt-
ir - Minning
Fædd 5. apríl 1908
Dáin 22. febrúar 1993
í dag kveðjum við Sigrúnu Jóns-
dóttur föðursystur okkar, sem lést
á Borgarspítalanum 22. febrúar
eftir erfið veikindi síðastliðið ár.
Sigrún var lítil og kvik í hreyfing-
um, hafði létta lund og smitandi
hlátur. Þrátt fyrir öll árin var hún
enn ung í anda og fylgdist með
öllu fram undir það síðasta. Hún
var spurul og hafði áhuga á sam-
ferðafólki sínu. Við munum minnast
hennar með hlýhug og þakklæti
fyrir allar skemmtilegu samveru-
stundimar.
Sigrún og Gústi maður hennar
tóku okkur undir sinn vemdarvæng
nokkra vetur á fyrstu skólaámm
okkar í Reykjavík. Á heimili þeirra
í Njörvasundi var gott að vera og
vom þau hjónin samhent og mikilir
félagar. Viðmót þeirra í okkar garð
einkenndist af umhyggju og nota-
legheitum alla tíð. Sigrún missti
mikið við fráfall Gústa, en hélt
áfram sínu góða skapi og tók öllu
mótlæti af styrk og æðruleysi.
Minningin um góða konu mun
lifa í hugum okkar allra.
Svo er því farið:
Sá sem eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnamir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Liya og Guðrún.
Ástkær amma okkar, Sigrún
Jónsdóttir, andaðist mánudaginn
22. febrúar sl. eftir erfitt veikinda-
ár.
Við fráfall hennar skapaðist
tómarúm, sem enginn getur fyllt.
Margar eru minningamar, sem við
eigum í hjörtum okkar. Hún bar
umhyggju fyrir okkur og hugsaði
vel um okkur, vildi passa okkur í
lengri eða skemmri tíma, hvenær
sem var. Þá skellti hún upp pönnu-
kökum eða klöttum með rúsínum,
sem var alltaf vel þegið.
Við systkinin rifumst um að fá
að sofa hjá ömmu og afa í Njörvó.
Lífið var ekki alltaf dans á rósum
hjá ömmu, hún þurfti að beijast við
mikil og langvinn veikindi með afa
okkar, sem var besti afi í heimi.
Blessuð sé minning þeirra.
Mín för er kyrrlát
og fáa varðar.
Sem dropi af vatni
ég dett til jarðar.
Og ég hef starf
minni jarðvist í
að sinna um blóm
og svala því.
En næsti bústaður
bíður mín.
Ég svif til himins
er sólin skín.
Tár af blómi
er burtu strokið.
Þessari jarðvist
er þar með lokið.
(R.I.A.)
Sigrún Ágústa Gunnarsdóttir,
Þorsteinn B. Gunnarsson,
Gunnar Ingi Gunnarsson.
Að leiðarlokum langar okkur
tengdadætur Sigrúnar að minnast
hennar með nokkrum orðum, en
hún lést í Borgarspítalanum aðfara-
nótt mánudagsins 22. febrúar, eftir
langa baráttu við illvígan sjúkdóm
og verður jarðsungin í dag frá Foss-
vogskirkju.
Sigrún var fædd á Eyrarbakka
5. apríl 1908, dóttir hjónanna Guð-
rúnar Guðmundsdóttur og Jóns
Guðbrandssonar skósmiðs. Olst hún
upp í foreldrahúsum ásamt sex
systkinum. Elst var Guðmunda gift
Sveinbirni Einarssyni, bæði löngu
látin, þau áttu tvo syni og bjuggu
í Reykjavík. Svo Ingimar og Sig-
hvatur sem báðir drukknuðu ungir
menn, Sighvatur átti eina dóttur,
sem nú er látin. í miðið var Sigrún
sem hér er minnst, síðan Ólöf gift
Torfa Nikulássyni, eru þau búsett
á Eyrarbakka, þá Guðrún, gift Ólafi
Gíslasyni, og á hún eina dóttur, þau
búa einnig á Eyrarbakka, en yngst-
ur er Jónatan kvæntur Sigrúnu
Ingjaldsdóttur, þau eiga sex börn,
bjuggu lengi á Eyrarbakka, en búa
nú í Reykjavík. Eflaust hefur oft
verið glatt á hjalla hjá þessum stóra
systkinahópi, en sjálf hafði Sigrún
létta lund, var glaðvær og naut sín
vel í góðra vina hópi.
Á þessum árum þurfti fólk
snemma að fara að vinna fyrir sér
og tók þá alla vinnu sem bauðst.
Gerðist Sigrún matráðskona fyrir
sjómenn sem reru frá Sandgerði og
var það í fimm vertíðir ásamt Ólöfu
systur sinni. Síðan var hún um tíma
í vist í Kothúsum í Garði, hjá ágæt-
isfólki, og einnig hjá hjónunum
Margréti og Haraldi Blöndal ljós-
myndara í Reykjavík. Þar passaði
hún meðal annars tvíburadrengi
sem þau hjón áttu. Milli þessara
fjölskyldna og Sigrúnar hélst vin-
átta síðan alla tíð.
Árið 1930 fór Sigrún ásamt fleira
fólki á alþingishátíðina sem haldin
var á Þingvöllum. Þá hitti hún ung-
an mann sem vann þar við lög-
gæslu. Ekki urðu þeirra kynni mik-
il þá, en seinna voru J)au endumýj-
uð. Þessi maður hét Ágúst Ingvars-
son, fæddur í Reykjavík 1. ágúst
1904, og ólst hann þar upp hjá for-
eldrum sínum. Móðir hans hét Sól-
veig og var ættuð ofan úr Borgar-
firði, en faðir hans var Ingvar Guð-
mundsson smiður frá Sólheimum í
Mýrdal, afkomandi séra Högna Sig-
urðssonar sem kallaður var presta-
faðir. Sigrún og Ágúst giftu sig
hinn 23. janúar 1937. Ágúst var
lærður vélstjóri og var yfirvélstjóri
á togurum og fleiri skipum. Tæpu
ári eftir giftingu þeirra var Ágúst
yfirvélstjori á BV Hilmi og var tog-
arinn á leið til Englands hinn 24.
október fullhlaðinn fiski er hann
fékk á sig mikinn brotsjó sem braut
mestalla yfirbygginguna ofan af
skipinu og lagði það á hliðina, en
fyrir fádæma dugnað hjá Ágústi
og hans mönnum, sem í kolsvarta
myrkri, vaðandi í sjónum upp í
mitti, tókst að ná aftur upp eimi
og keyra skipið upp þegar það var
að stökkva. Frá þessu segir í Morg-
unblaðinu 29. október 1937. Þenn-
an atburð mundu þau hjónin alla
tíð, þó ekki væri mikið um það
rætt. Sem betur fer urðu slík stór-
áföll ekki fleiri, en oft munaði mjóu,
einkum á striðsárunum. Sigrún var
heima sem húsmóðir, en eins og
aðrar konur sem áttu menn sína á
sjónum hefur henni sjálfsagt ekki
alltaf verið rótt, þar sem fréttir
bárust ekki heim fyiT en eftir marga
daga ef eitthvað hefði komið fyrir.
En lífið átti einnig sínar björtu hlið-
ar og fór Sigrún með manni sínum
í siglingar bæði til Þýskalands og
Englands, og hafði hún mjög gam-
an af þeim ferðum. Oft þegar Agúst
var á sjónum, fór hún til Eyrar-
bakka og dvaldi hjá sínu fólki í
nokkra daga.
Sigrún og Ágúst eignuðust tvo
syni, Ingvar, fæddan 19. ágúst
1938, kona hans er Bergþóra Óg-
mundsdóttir, eiga þau einn son
Ágúst Ottó, fæddan 11. júní 1974,
einnig ólust upp hjá þeim þijú böm
hennar af fyrra hjónabandi. Og
Gunnar Jón fæddan 31. ágúst 1944,
hans kona heitir Signý Þorsteins-
dóttir, og eiga þau þijú böm, elst
er Sigrún Ágústa, fædd 5. apríl
1966, á afmælisdegi ömmu sinnar
og nöfnu, þá Þorsteinn Bessi, fædd-
ur 26. september 1972, yngstur er
Gunnar Ingi, fæddur 4. júlí 1975.
Fyrsta búskaparárið bjuggu þau
hjónin á Fjölnisveginum, síðan á
Snorrabrautinni í 14 ár, en þar var
mjög gestkvæmt og oft einn eða
fleiri næturgestir, þó að þetta væri
bara tveggja herbergja íbúð. Var
þá sofið í flatsæng á gólfinu eftir
þörfum.
Voru það vinir og vandamenn frá
Eyrarbakka og austan úr sveitum
sem oft nutu gestrisni þeirra hjóna,
enda allt fólk Sigrúnar þaðan að
austan, því að hún var bæði af
Bergsætt og Víkingslækjarætt. Af
Snorrabrautinni var flutt í Klepps-
holtið og byggðu þau húsið í Njörva-
sundi 27, þar sem þau þjuggu fram
í júní 1980, en þá dó Agúst. Eftir
það flyst Sigrún í Álfheima 2_6, og
bjó þar ein alla tíð eftir það. í Álf-
heimunum eignaðist Sigrún margar
góðar vinkonur, og emm við þakk-
látar fyrir þá vináttu og hjálpsemi
sem henni var þar sýnd.
Sigrún starfaði í mörg ár með
Kvennadeild Slysavamafélagsins
bæði í merkjasölu og allskyns söfn-
unum, sótti þar marga fundi og fór
með Slysavarnafélagskonum í
ferðalög, bæði innanlands og utan.
Einnig passaði hún Sigrúnu nöfnu
sína meðan hún var lítil, og þar sem
hún var lengi eina bamabamið var
hún í miklu uppáhaldi hjá ömmu
og afa. Hún var líka hjálpleg við
ömmu sína síðustu árin, þegar hún
þurfti á aðstoð að halda.
Þegar fólk sem hefur verið sam-
tíða manni í tvo til þijá áratugi
kveður, er margs að minnast. Sig-
rún var ákaflega minnug og mann-
glögg, einnig mjög ættfróð og gat
oft sagt manni deili á hinu og þessu
fólki og um margt hefur hún frætt
okkur í gegnum árin. Hér látum
við staðar numið þótt margt sé enn
ósagt. Við sendum öllum ástvinum
hennar okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning Sigrúnar
Jónsdóttur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Tengdadætur.
Minning
Páll H. Wium
málarameistari
Fæddur 15. maí 1911
Dáinn 20. febrúar 1993
Það var árla morguns laugardag-
inn 20. febrúar sl. að tengdafaðir
minn, Páll H. Wium málarameist-
ari, kvaddi þennan heim. Hann
hafði um skeið verið til lækninga á
Landspítalanum vegna meinsemdar
á eyra. Sú lækning bar árangur,
en eitthvað annað og meira, sem
við kunnum ekki skil á, batt að lok-
um enda á jarðvist okkar ástkæra
vinar. Já, kallið er komið. Mætur
og traustur samferðamaður er horf-
inn yfir móðuna miklu og eftir
stendur minningin um ástríkan föð-
ur, tengdaföður, afa og langafa.
Páll var fæddur í Bárugerði í
Miðneshreppi, sonur hjónanna Giss-
urar Hans Wium og Rannveigar
Pálsdóttur. Faðir hans var fæddur
í Bárugerði einn af fimmtán systk-
inum og er ein systir hans enn á
lífi, Guðbjörg á Sjónarhól í Hafnar-
firði sem gift var Birni Eiríkssyni.
Móðir Páls, Rannveig, var fædd í
Vallarhúsum í Kirkjubólshverfi, en
það er mitt á milli Garðskaga og
Sandgerðis. Páll átti þijú systkini,
Guðjón er nú dvelur á vistheimili
aldraðra, Garðvangi í Garði, Kristín
búsett í Garði og Sveinbjörg búsett
í Reyjavík.
Páll var af þeirri kynslóðinni sem
fór ung út á vinnumarkaðinn. Tíu
ára gamall fór hann til sjós og um
fermingu var hann af fullum krafti
þátttakandi í bústörfum ásamt öðru
heimilisfólki. í þá daga var vélarafl-
ið maðurinn sjálfur. Það gerðist
ekkert nema fólkið sjálft hefði
frumkvæðið og gengi að þeim verk-
um sem nauðsynleg voru til þess
að framfleyta sér og sínum. Og
þannig hefur lífsstíll þessa heiðurs-
manns verið.
Árið 1930 fer Páll til Reykjavíkur
og hyggst komast að sem nemi í
málaraiðn. Það má segja að þetta
ár, þegar minnst var 1000 ára af-
mælis Alþingis, hafi eyðilagt ætlan
hins unga manns. Hann yfírgefur
Reykjavík og heldur heim, en biður
frændfólk sitt í Reykjavík að láta
sig vita ef einhver auglýsir eftir
nema. Og svo er það í apríl 1931
að honum berast boð þess efnis,
að Jón Bjömsson málarameistari,
Vesturgötu 17, hafi auglýst eftir
nema. Það er ekki að orðlengja
það. Páll ræðst til Jóns og er hjá
honum í verklegu námi, en stundar
bóklegt nám í Iðnskólanum sem þá
var til húsa í Iðnaðarmannahúsinu
við Tjömina.
Á námsárum sínum bjó Páll hjá
Vigdísi Halldórsdóttur á Bjargar-
stíg 7, en hún rak þar greiðasölu.
Þar bjó einnig frænka Vigdísar,
Þorbjörg Guðlaugsdóttir frá Eski-
firði. Þorbjörg hafði stundað nám
í Samvinnuskólanum, en vann við
verslunarstörf hjá R.P. Leví á þess-
um ámm. Á Bjargarstígnum lágu
leiðir þeirra Páls og Þorbjargar
saman. Málarasveinninn hikaði
ekki, bað um hönd stúlkunnar þótt
námi væri ekki lokið. Þau giftu sig
í september 1934. Hjúskaparár
þeirra urðu tæplega fimmtíu og eitt,
en Þorbjörg lést 23. ágúst 1985.
Fljótlega eftir giftinguna fer Páll
til Kaupmannahafnar og lýkur þar
námi og tekur sveinspróf um vorið
1935. Kemur heim í apríl það ár
og fer að vinna hjá Jóni Ágústssyni
málarameistara. Ungu hjónin festu
kaup á húsi við Hörpugötu 13 í
Skeijafirði og má segja að jiar hafi
þau byijað sinn búskap. Á næstu
árum búa þau á ýmsum stöðum,
en 1946 festa þau kaup á íbúð við
Drápuhlíð 15 í Reykjavík.
Páll og Þorbjörg eignuðust fimm
börn og eru fjögur þeirra á lífi.
Elst var Vigdís og hennar maður
var Einar Sveinbjömsson bóndi á
Ysta-Skála í V-Eyjafjallahreppi og
varð þeim fimm bama auðið og eru
fjögur þeirra á lífí; Narfí, kvæntur
Svanhvíti Aðalsteinsdóttur og eiga
þau fyögur böm; Guðlaug, gift
Ragnari S. Magnússyni, áttu þau
þijú böm og eru tvö þeirra á lífi;
og Karl Viðar og á hann tvö börn.
Og barnabamabömin em þrettán.
Páll naut ætíð virðingar og
trausts þeirra sem hann vann fyrir.
Hann var góður fagmaður sem skil-
aði sínu verki af stakri prýði og
samviskusemi. En honum var fleira
til lista lagt. Mér er nær að halda
að tónlistargáfuna hafi hann fengið
í vöggugjöf. Ekki er mér kunnugt
um hvort hann átti þess kost í
æsku að stunda tónlistarnám, og
hafi svo ekki verið þá hefur verið
um sjálfsmenntun að ræða. Páll
spilaði á orgel og munnhörpu. Þessi
heiðursmaður ræktaði þennan eig-
inleika með sjálfum sér, spilaði fyr-
ir sig og sína, okkur sem á hlustuð-
um til mikillar ánægju.
Og nú hafa síðustu tónar hörp-
unnar hljóðnað. Hendur meistarans
hvíldu létt á munnhörpunni góðu
að morgni laugardagsins 20. febr-
úar sl. Frábært starfsfólk á Land-
spítalanum, á deild 11E, hafði lagt
hann í rúm á stofu 4 og búið svo
um þar inni, að börn og tengdabörn
Páls sem þama komu saman um
morguninn, munu seint gleyma
þessari morgunstund.
Á þessari kveðjustund þakka ég
miklum heiðursmanni samfylgdina.
Bið hinn hæsta höfuðsmið að vaka
yfír börnum hans og afkomendum
öllum og fjölskyldum þeirra, systk-
inum hans og háaldraðri föðursyst-
ur.
Ljúfi Guð þig lofum vér,
lútum, játum, viðurkennum.
Alda faðir, einum þér
ástarfóm til dýrðar brennum.
Hátt þér syngur helgi ljóð
heimur vor og englaþjóð.
(Stefán frá Hvítadal)
Ragnar S. Magnússon.
Nú er lífsgöngu afa míns lokið
hér í heimi. Við sem eftir lifum
erum komin mislangt á okkar
gönguför en enginn veit í raun hvar
hann er staddur. Afi fór hægt og
hljótt um, en skildi efti sig mörg
auðnuspor sem verma hjartaræt-
umar og fylgja manni áfram veg-
inn.
Hlýja, kærleikur, samviskusemi
og heiðarleiki einkenndu meðal ann-
ars afa minn og geislar þetta frá
minningu hans. Hvað er betra en
að skilja þetta líf og hafa gefíð
börnum sínum slíkt veganesti.
Reyndar uppskar afí sem hann sáði.
Eitt af aðaláhugamálum afa var
tónlistin, gaf hún honum ríkulega
lífsfyllingu ekki síst eftir að hann
lagði málningarpenslana á hilluna.
Mér fannst hann bæði hlusta á tón-
list og spila af einhverri mildi sem
ég get ekki lýst. Það fylgdi þessu
einhver lotning. Hin síðari ár eftir
að elskuleg amma mín hvarf úr lífi
hans sefuðu stundirnar við orgelið
og munnhörpuna eflaust sárasta
söknuðinn. Nú eru þau saman á
ný og aftur kemur vor í dal - bara
öðrum dal. Ég mun sakna stund-
anna í Drápuhlíðinni. Þær koma
aldrei aftur en góðar minningar lifa
áfram, verðmætari en nokkurt gull.
Dagurinn í gær er orðinn minn-
ing í dag, þess vegna skulum við
láta gæfusporin hans afa fylgja
okkur á morgun.
Elsku besti-afi minn, ég þakka
fyrir allt og allt.
Guð veri með þér.
Sigríður Anna Einarsdóttir.