Morgunblaðið - 03.03.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.03.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1993 Orkusala tíl útlanda eftir Guðmund Einarsson Á undanförnum árum hef ég undirritaður haft mikinn áhuga á því að kannaður verði, betur en gert hefur verið, möguleiki á orku- sölu í gegnum sæstreng til Evrópu. Ég gerði um það tillögu 1987 að málið yrði tekið upp í samvinnu milli Norðurlandanna, sem norrænt verkefni. Málið fékk ekki afgreiðslu þá, var talið of stórt í sniðum og að líkast til væri ekki rétt að vinna að slíkum málum á þjóðlegum grunni. Mál þetta er búið að koma oft upp á yfirborðið á undanförnum árum, án þess að fá þá umfjöllun _ sem nauðsynleg er til þess að niður- ^ staða fáist í málinu. Mitt mat er það nú, að þetta stafí aðallega af tvennu. í fyrsta lagi er málið aldrei rætt í heild sinni og í öðru lagi er málið ekki í þeim farvegi sem það ætti að vera. Ég mun nú gera stuttlega grein fyrir þessari ályktun minni. Málið snýst ekki bara um sæstreng Heildarmálið er virkjanir og allt sem þeim tilheyrir, byggingar- mannvirki, túrbínur, rafalar, stjómborð og stjómtæki og allt þessu tengt, afriðlar og háspennul- ínur til sjávar, sækapallinn til út- landa og kapalskipin svo það stærsta sé nefnt. Ef hugsað er til þess að selja rafmagn eftir sæstreng á að leggja áherslu á, að eins mikið af þessum þáttum eins og kostur er á verði framleiddur í landinu. Raunhæft __________Brids____________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Sauðárkróks Sl. laugardag var spilaður aðaltví- menningur félagsins. Verðlaun voru gefin af Landsbankanum. Efstu pör urðu: Ingvar Jónsson - Kristján Blöndal 81 Birkir Jónsson - Jón Sigurbjömsson 34 Erla Guðjónsdóttir - Haukur Haraldsson 30 Bjami S. Brynjólfsson - Gunnar Þórðarson 26 Jón S. Tryggvason - Lárus Sigurðsson 25 Ingvar Jónsson er 12 ára og Birkir Jónsson er 14 ára. Þarna eru mikil efni á ferðinni. Báðir eru frá Siglu- firði. Keppnisstjóri var Ólafur Jónsson. Eldri borgarar Reykjavík Fjórtán pör spiluðu 21. febrúar og urðu úrslit þessi: KristinnGíslason-MargrétJakobsdóttir 211 Elín Jónsdóttir - Lilja Guðmundsdóttir 178 Samúel Samúelsson - Kjartan Þorleifsson 162 Meðalskor 165 Sl. fimmtudag spiluðu 8 pör og þá urðu úrslitin þessi: Bergur Þorvaldsson - Þórarinn Ámason 107 Sigurleifur Guðjónsson - Þorsteinn Erlingsson 103 Eysteinn Einarsson - Gísli Guðmundsson 98 Meðalskor 84. Reykjanesmót í tvímenningi Reykjanesmót í tvímenningi verður haldið 6.-7. marz og hefst spila- mennskan kl.'lO báða dagana. Spilað verður í BSÍ-húsinu, Sigtúni 9. Skrán- ing er hafin og stendur til fimmtudags 4. marz kl. 20. Skráning er hjá eftirtöldum aðilum: Gísla R. ísleifssyni í síma 92-13345 eða 92-16700. Einari Sigurðssyni í síma 91-41570 eða 91-31249. Jóni Steinari Ingólfssyni í síma 91-12952 eða hjá Eyþóri Jónssyni í síma 92-37788 eða síma 92-37623. Bridsfélag Sauðárkróks Úrslit í 5. umferð aðalsveitakeppn- innar: ElísabetKemp-BirgirRafnsson 19-11 Ólöf Hartmannsdóttir - Eiður Arason 25-0 Einar Svavarsson - Ingibjörg Guðjónsdóttir 23-7 Gunnar Þórðarson - Jón S. Tryggvason 16-14 Bjami R. Brynjólfsson - Erla Guðjónsdóttir 25-3 Staða efstu sveita: ÓlöfHartmannsdóttir 99 Jón S. Tryggvason 96 EinarSvavarsson 87 markmið er að ca 'h af þessum hlutum sé framleiddur hér. Upphaf- ið á að vera samsetningarvinnan, þ.e.a.s. við eigum að taka að okkur að selja saman túrbínurnar, rafal- ana, stjórntækin o.s.frv., en með aukinni reynslu færast stærri og stærri þættir inn í larídið. Þetta verður best gert með samningum við fyrirtæki á þeim sviðum sem hér um ræðir. Framtíðarsýnin er að við getum orðið útflutningsaðilar á þessum vettvangi. Flutt út túrbínur, rafala, kapalskip, sækapla (og aðra kapla), stjórnbúnað virkjana og háspennu- lína, afriðlastöðvar o.s.frv. Fjármagnið sem við leggjum fram, á að vera í formi ýmiss kon- ar aðstöðu og þáttum sem eru til- tölulega dýrir erlendis (land, virkj- unarréttur, hafnaðaraðstaða, námugjöld, orka o.fl.). Þetta verður lagt fram í formi hlutafjár sem gefur væntanlegan arð á lengri tíma, eins og eðlilegt er, því hér er í mörgum tilfellum um hlunninda- aðgengi að ræða, sem lögum sam- kvæmt skal ekki selja heldur skal viðhaldið hlunnindum jarða eins og kostur er á. Auk þess er að sjálf- sögðu eðlilegt að fyrirtækjum og einstaklingum sé gefínn kostur á að koma inn í fyrirtækin með bein- um eða óbeinum hlutafjárframlög- um. Tryggja þarf íslenska lögsögu og aðlaga núgildandi lög að málun- um og að íslensk skattalöggjöf verði aðhæfð þeim staðreyndum sem upp koma í sambandi við þessa þróun. Til athugunar er að sumt af fyrirtækjunum (sérstaklega orku- fyrirtækin sjálf) verði þjóðareign með tímanum. Þetta er háð heildar- samningum um málið og er of flók- ið að koma inn á það hér. Þegar ég ræði um það hér að framan að málið sé ekki í þeim „Framtíðarsýnin er að við getum orðið útflutn- ingsaðilar á þessum vettvangi. Flutt út túrb- ínur, rafala, kapalskip, sækapla (og aðra kapla), stjórnbúnað virkjana og háspennu- lína, afriðlastöðvar o.s.frv.“ farvegi sem það eigi að vera, þá á ég við að það séu ekki réttir aðilar að fást við málið. Það er nokkuð ljóst að ríkið sem slíkt hefur ekki fjárhagslegt né þekkingarlegt bolmagn til þess að fást við málið. Þetta má glögglega sjá á einu atriði sem þegar er kom- ið fram. Fleiri atriði má að sjálf- sögðu draga fram. I fyrstu fréttum af umfjöllun Pirelli-fyrirtækisins kemur í ljós að fyrsta nálgun að verkefninu sé hagkvæmnikönnun, markaðskönn- un og fleira sem kosti þúsundir milljóna króna, sem að sjálfsögðu á að borgast af ríkinu. Þetta hlýtur að vekja þá spurningu af hveiju á ríkið að taka á sig áhættusamasta þáttinn í svona máli, hafandi í raun ekkert til málanna að leggja nema viljann til þess að eitthvað gerist og möguleikana til þess að skatt- leggja borgarana, til þess að kosta málið. Ríkið á ekki einu sinni virkjunar- réttinn. Nei, svona á ekki að nálgast málið að mínu mati. Hugmyndin er komin fram, hana á að reyna að selja. Hræðumst ekki um of alþjóða- fjármögnunarfyrirtæki í heiminum er fjöldi svokallaðra fjármögnunarfyrirtækja sem sjá sér hag í að byggja upp arðvænleg fyrirtæki. Þau ganga inn í mál sem aðalverktakar, skipuleggja það og safna með sér hæfum ráðgjöfum, verktökum og rekstraraðilum, gera frumhagkvæmniathuganir og að þeim fengnum, sýni þær fram á hagkvæmni, er haldið áfram og böndin tengd enn frekar, lokahag- kvæmniathuganir gerðar, markað- ur kannaður og fjármagn tryggt til framkvæmdanna, ráðgjafar, framkvæmdaaðilar, stjórnvöld, rekstraraðilar bindast saman í fyr- irtæki og markaður tryggður. Samningar eru gerðir og málið fer í framkvæmd. Nú er eðlilegt að spurt sé hvern- ig kemur landinn inn í málið: íslenska ríkið á ekki að vera aðal-aðili í þessu máli. Það á að leggja fram ramma um málið eins og nú hefur verið gert að nokkru og afhenda það síðan stóru og sterku fjármögnunarfyrirtæki: Innan rammans þurfa að liggja fyrir nokkur meginmarkmið: Sem dæmi nefni ég: - Stærð verkefnisins t.d. 1.000- 2.000 MW virkjanir. - Gróf heildaráætlun (liggur nú í raun fyrir). - Krafa um uppbyggingu hérlend- is með að sjálfsögðu aðgengileg- um skilyrðum. Samanber það sem áður er sagt um aðstöðu- sköpun fyrir fyrirtæki til þess að framleiða hér allt sem þarf til málsins. - Gera má t.d. kröfu um að 30% af þeim búnaði sem til þarf verði framleiddur hér á landi. - Lagaákvæði þurfa að vera skýr varðandi uppbyggingu þeirra fyrirtækja sem koma til með að rísa hér: - Eignaraðild landsmanna þarf að verða eins mikil og kostur er á. - Öll aðstöðusköpun og yfirtaka Guðmundur Einarsson fyrirtækjanna á aðstöðu (hlunn- indum) skal í sem mestum mæli vera í formi framlagðs hlutafjár, t.d. land undir fyrirtækin skal vera framlag landeiganda í hlutafélagið að mestum hluta: t.d. 10% greiðsla og 90% hluta- fjárframlag, þetta gefur landinu (landeiganda) framtíðartekjur. - Það sama þarf að gilda um bein hlunnindi, svo sem virkjunarrétt, vatnsréttindi, námugjöld o.fl. Hér skal tryggja að hlunnindin fylgi með landinu í formi arð- greiðslu af hlutafé. Hér hef ég kastað fram hug- mynd sem á engan hátt er fullmót- uð, en orð eru til alls fyrst. Ég er sannfærður að ýmsir sjá agnúa á þessu máli eins og ég hef sett það fram hér. Þótt ég hafi hugsað málið nokk- uð mikið þá verð ég ekkert hissa þótt aðrar hugmyndir verði settar fram. Ef svo verður er markmið þessarar stuttu greinar náð. Málið fer í umræðu. Höfundur er verkfræðingur. Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída Glæpur o g refsing Eins og ykkur er vel kunnugt á íslandi, þá er dálítið mikið um glæpi héma í henni Ameríku. Hér er auðvitað misjafn sauður í mörgu fé, hér er nóg af byssum og hér eru fíknilyf og er þá bara talið upp það helsta í glæpaheim- inum. Landsfeðurnir köstuðu höndunum til gerðar stjómar- skrárinnar á sínum tíma. Riffla- eigendafélagið og aðrir byssuunn- endur hafa hengt hatt sinn á það ákvæði, sem mæli svo um, að hin- um almenna borgara sé heimilt að bera vopn og veija heimili sitt. Hefír ekki tekist að loka flóðgátt- um byssuseljenda og eru nú tugir milljóna af skotvopnum í eigu al- mennings. Til þess að halda uppi lögum og reglu og beija á vondu köllun- um, þarf auðvitað að hafa á að skipa miklu lögregluliði. Em nú um 550.000 lögreglumenn af öll- um tegundum starfandi í landinu og þeim til aðstoðar 200.000 borgarar, sem vinna á skrifstofum og við önnur störf. Þetta þekkið þið auðvitað vel, því þeir eru ekki svo fáir lögregluþættimir, sem sýndir eru í sjónvarpinu hjá ykk- ur. Margir af þessum þáttum eru afleitir. Það undrar mig oft, hve margt af því slæma frá Ameríku, er í hávegum haft á Fróni. Mest ber á kvikmyndum og sjónvarps- efni. En það er nú annað mál. Eftir því sem fleiri íslandsmenn heimsækja Flórída og dvelja hér, verðúr varla hjá því konjist að einhveijir þeirra lendi í klandri við löggæsluna. Og það hafa þeir gert. A þeim 12 árum, sem ég hefí verið hér ræðismaður, hafa milli 25 og 30 landar verið hand- teknir fyrir ýmis lögbrot. Næstum öllum hefír verið sleppt fljótlega og nokkrum vísað strax úr landi. Einn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi en sleppt eftir tæp tvö ár og þá vísað úr Iandi. Tveir sitja nú inni og bíða dóms fyrir smygl á hormónalyfjum, eins og ykkur er kunnugt. Afbrot landa okkar hafa verið margvísleg. Flestir hafa verið teknir fyrir ölvun við akstur og einn fyrir að valda slysi og meiðsl- um á fólki í annarri bifreið. Svo koma innbrot í hús og bfla, fjár- svik, smygl á fíkniefnum og búð- arhnupl. Einnungur maður með strípihneigð var handtekinn fyrir að svipta sig klæðum á almanna- færi. Það er ólíkt þægilegra að stunda slíkt sport hér í hitabeltis- hlýju heldur en í kuldanum og nepjunni á íslandi. Af öllum þeim, sem ég hefí vitneskju um, hlutu allir einhvern dóm nema tveir, sem sýknaðir voru og svo þeir, sem vísað var úr landi strax. í gamni hefí ég haldið skrá yfír lögbrot íslendinga í Suður- Flórída og einnig yfir glæpi, sém framdir hafa verið af Ameríkön- um á íslendingum hér. Mér er ánægja að tilkynna ykkur að glæpavísitalan er okkur í hag, þ.e. við höfum framið fleiri lög- brot á heimamönnum hér heldur en þeir á okkar mönnum. Áfram ísland! Þeir landar sem hér hafa kom- ist undir manna hendur hafa allir kvartað yfir harðýðgi lögreglu- manna og harkalegri meðferð al- mennt. Ekki efast ég um það, að það er miður skemmtileg reynsla að vera handtekinn fyrir lögbrot, hér sem annars staðar. Lögreglu- starfíð er ekki vel launað og í það veljast ekki margir blíðir og sætir menn. Sagt er, að best sé að brúka ekki kjaft heldur vera auðmjúkur og fullur af iðrun. Ég þekki hér einn ágætan blámann, sem heldur því fram að hann og kynbræður hans hafí meiri ástæðu til þess að vera hræddir við lögguna held- ur en glæpamennina. En það er nú hans skoðun. Láta mun nærri, að nú séu um 950.000 manns í Bandaríkjunum undir lás og slá. Þið getið ímynd- að ykkur allan þann fjölda fang- elsa sem byggja hefír þurft til þess að hýsa þennan fjölda. Hér í Flórída munu um 60.000 manns vera lokaðir inni. Aukningin á dvalarmönnum fangelsa í landinu hefír orðið yfir 100% á síðustu 10 árum. Fíkniefnum er kennt að mestu um þessa ævintýralegu aukningu. Fyrir okkur físksalana hér, er fangelsismarkaðurinn fyrir okkar afurðir bæði traustur og öruggur. Skiljanlega hafa fangarnir lítið val í mat og verða að eta það sem þeim er gefið. Samt kaupa flest fangelsin sæmilegan fisk handa „gestum" sínum, þótt stundum sé þar pottur brotinn. Verðið skiptir auðvitað miklu máli og eru lang- flest kaupin gerð með útboðum. Við erum mjög hreyknir af því, að okkur tókst fyrir nokkrum árum að fá fangelsiskerfið í Miami til þess að haga vörulýsingunni fyrir fískkaupin á þann veg, að okkar íslenski fiskur er sá eini sem heimilt er að kaupa. Við höfum setið að viðskiptunum síðan! Við glottum undir niðri, þegar við les- um í blöðum um aukningu á*af- brotamönnum í borginni, þótt við teljum það nú vera ýkjur, að menn bijóti af sér til þess að komast í steininn í Miami vegna þess, að þar framreiði þeir góðan, íslensk- an físk á föstudögum. Borgarar annarra landa en ís- lands og Bandaríkjanna lenda hér auðvitað all oft í steininum. Nokk- ur lönd hafa því sérstaka samn- inga við Bandaríkin um skipti á tugthúslimum. Þannig er til dæm- is með frændur okkar, Svía. Sænskir borgarar, sem hér eru dæmdir til fangelsisvistar, fá að fara heim til að afplána þar sína dóma. Sama gildir um Amerík- ana, sem bijóta sænsk lög. Slíkur samningur hefír ekki verið gerður við ísland. Af öllu þessu getið þið séð, að varasamt er að bijóta hér lögin, að minnsta kosti þar til ísland er búið að gera gagnkvæman samn- ing við Ameríkanann um fanga- skipti. Þá verður náttúrulega allt í lagi, því hægt verður að afplána dóminn á Litla-Hrauni eða ein- hveijum öðrum þægilegum stað. En ef þið getið ekki beðið eftir samningnum, þá skuluð þið reyna að fremja glæpinn í Miami. Þá getið þið alla vegana notið fisksins okkar góða einu sinni í viku, á meðan þið sitjið inni!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.