Morgunblaðið - 10.03.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993 Brýtur af sér enn o g aftur TUTTUGU og sex ára síbrota- maður hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Maðurinn losnaði úr fangelsi hinn 14. febrúar og var handtekinn við innbrot um síðustu helgi. Síbrotamaðurinn hefur komið við sogu hjá lögreglunni í ótal skipti undanfarin 10-12 ár. Hann hefur fengið nokkra fangelsisdóma og fjór- um sinnum fengið reynslulausn, en ávallt brotið af sér að nýju. Þann 14. febrúar lauk hann afplánun eins árs dóms, en lögreglan greip hann við innbrot í fyrirtæki í Örfirisey hinn 7. mars. Rannsóknarlögregla ríkisins fór fram á að maðurinn yrði úrskurðað- ur í þriggja vikna gæsluvarðhald, þar sem allar líkur bentu ti! þess að hann héldi afbrotunum áfram. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins verður líklega felldur dómur í málinu vegna nýjasta afbrots mannsins áður en gæsluvarðhalds- ________________________ tíminn rennur út. í dag verðum við að greiða sama . . I ' , v, . . . 7Z I verð fyrir stórfískinn og miiiifískinn. Aðilar vinnumarkaðar kynna raðherrum meginmarkmið k]araviðræðna Framkvæmdastj óri Vinnslustöðvarinnar Allt eins von á meiri lækkun SIGHVATUR Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinn- ar í Vestmannaeyjum, segir að mikil birgðasöfnun eigi sér stað í landinu í frystum fiski. „Við erum að framleiða mikið af fryst- um fiski um þessar mundir, en hann bara fer ekki neitt, heldur safnast birgðir. Þess vegna var ekki annað þorandi fyrir okkur en laga verð að því, þar sem við eigum alveg eins von á enn frekari verðlækkun í kjölfar birgðasöfnunarinnar,“ sagði Sig- hvatur í samtali við Morgunblaðið. Sighvatur sagði að ef verðþróunin fyrirtækisins bréflega til sjávarút- yrði sú að afurðaverð fyrir frystan fisk færi lækkandi gæti það jafngilt því að frystihúsin töpuðu fleiri millj- ónum króna hvert um sig. Því hafi ekki verið um annað að ræða en að lækka hráefnisverð það sem Vinnslu- stöðin greiðir fyrir þorsk. Öðruvísi hafi ekki verið hægt að aðlaga verð- ið að markaðsverði í heiminum í dag. Breyttar forsendur „I gegnum tíðina hefur smærri og millifiskur farið í frystingu, en stærri þorskur farið í salt. Sú for- senda er ekki fyrir hendi lengur, og vegsráðherra. Þar segði m.a: „Vinnslustöðin hf. sá sig tilneydda að semja við útgerð sama fyrirtækis, sem gerir út flota fyrirtækisins, um lækkun á hráefnisverði til fískvinnslu fyrirtækisins. Vinnslustöðin er því aðili báðum megin við borðið að þess- um samningum, enda er fískverð frjálst milli kaupenda og seljenda." „Við erum bæði kaupendur og selj- endur og því í fullum rétti að semja um þetta á þennan hátt,“ sagði Sig- hvatur Bjamason. Sjá einnig bls. 18: „Þrýstingur kominn á lækkun ufsaverðs.“ LJósmynd/Jón Guðmundsson Bóklestur í Hallormsstaðaskógi NEMENDUR í Hallormsstaðaskóla keppast við að lesa sem flestar bækur í Lestrarkeppninni miklu, og njóta um leið veðurblíðunnar úti í skóginum en undanfamar 5 vikur hefur ríkt sól og blíða á Héraði. Sjá einnig bls. 19: „Lestrarverkefni sótt í skóginn". Við erum því að færa allt hráefnis- verð inn á miðjuna, sem hentar fryst- ingunni, til þess að lágmarka þá áhættu sem við tökum. Á meðan verð á frystum físki er á niðurleið eigum við engra kosta völ,“ sagði Sighvatur. Vinnslustöðinni hefur borist afrit af bréfí frá Farmanna- og físki- mannasambandi íslands sem sent var Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráð- herra, þar sem ofangreindri hráefnis- verðlækkun Vinnslustöðvarinnar á þorski er mótmælt og staðhæft að ákvörðunin bijóti gegn ákvæði 6. greinar laga um Verðlagsráð sjávar- útvegsins, sem kveði á um að físk verð skuli ákveðið með fijálsum samningum milli kaupenda og selj- enda. Sighvatur sagði í samtali við Morgunblaðið um ofangreint bréf að hann hefði gert grein fyrir afstöðu Áhersla á að kjarasamn- ingar náist til tveggja ára VERULEG lækkun raunvaxta til frambúðar, stöðugleiki í gengi og verðlagsmálum og stöðugleiki á vinnumarkaði, sem þýðir að lgarasamningar þurfa að nást til allt að tveggja ára, eru meðal þeirra meginmarkmiða sem aðilar vinnumarkaðarins leggja til grundvallar í þeim viðræðum um kjarasamninga sem nú standa yfir og voru kynnt ríkisstjórninni í gær. í yfírlýsingu aðila vinnumarkað- fundi í Ráðherrabústaðnum í gær arins um markmið í atvinnumálum sem kynnt voru fjórum ráðherrum á Sáttafundur í Herj- ólfsdeilu fram á nótt SÁTTAFUNDUR ríkissáttasemjara með aðild fulltrúa allra starfs- hópa um borð í ms. Heijólfi hófst á Hótel Þórshamri í Vestmannaeyj- um um miðjan dag í gær og-stóð enn laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. I upphafi fundarins las Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari yfírlýsingu stjórnar Heijólfs um að boðaðar uppsagnir undirmanna á skipinu væru dregnar til baka þar sem fulltrúar þeirra hefðu nú mætt til viðræðnanna. Ríkissáttasemjari boðaði alla starfhópa til fundar, en ásamt for- svarsmönnum Sjómannasambands íslands mætti formaður Sjómanna- félagsins Jötuns í Eyjum fyrir hönd undirmanna. Samninganefnd stýri- manna er skipuð fulltrúum frá Stýri- mannafélagi íslands og einnig stýri- mönnum um borð í Heijólfí, sem átt hafa í verkfalli í á sjöttu viku. Þátt- takendum var skipt í hópa og annars vegar rætt um mál undirmanna og hins vegar kröfur verkfallsmanna. Hlé var gert á samningafundum meðan deiluaðilar fylgdust með landsleik íslendinga og Svía í hand- knattleik í sjónvarpi en síðan var sest að samningaborði að nýju og stóðu viðræður enn þegar Morgun- blaðið hafði síðast spumir af. segir að vaxandi atvinnuleysi og versnandi afkoma heimila og fyrir- tækja hljóti að ákvarða meginvið- fangsefni hagstjómar á næstunni og setji mark sitt á umhverfí og forsend- ur kjarasamninga. Efnahagsstjóm verði að stuðla að auknum vexti og verðmætasköpun til lengri tíma. Jafnframt þurfí að skapa ný störf með markvissum aðgerðum sem skili árangri á næstu mánuðum og misser- um. Þrátt fyrir að framangreind mark- mið náist sé ljóst að atvinnuleysi á þessu og næsta ári verði óásættan- legt. Móta þurfí öfluga atvinnumála- stefnu með samstarfí aðila vinnu- markaðar og stjómvalda. „I slíkri stefnu þarf annars vegar markvissar breytingar á ýmsum starfsskilyrðum, skipulagi og starfsaðferðum sem skila munu árangri til lengri tíma. Hins vegar þarf sú stefna að beinast að aðgerðum sem skilað geta árangri hratt og gera aðilar sameiginlegar tillögur til stjómvalda um þau efni,“ segir meðal annars í yfírlýsingunni. Sjá ennfremur miðopnu: „Lægri raunvextir ...“ dag „Svikamál aldannnar“ Talið er að allt lað 400 þúsund íbúar Sankti Pétursborgar bafí ver- ið blekktir til að fjárfesta í svindl- fyrirtækjum 17 Vann dunska kerfið íslendingur vann sigur á danska skrifræðinu eftir að hafa neitað að borga ljósritunargjöld sonarsíns 23 Fólk i fréttum % fuL Guðfínna Bjömsdóttir varð íslands- meistari í frjálsum dönsum 32 Leiðari Barátta Jeltsíns við„sovéska" kerf- ið 22 Úr verínu ► Verðmæti sfldarafurða 1,7 milljarðar króna - Nýtingin aukin með betri hausun - Marel setur upp linu fyrir leirgedduvinnslu - Verðfall á saltfiskmörkuðum Myndasögur ► Myndir ungra listamanna - Gettu nú - Línur - Stafarugl - Gátur - Vísa - Myndasögur - Drátthagj blýanturinn - Fimm villur - Brandarar Á fund ráðherra Björn Grétar Sveinsson formaður Verkamannasambands íslands og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra í Ráðherrabústaðnum í gær. Borgarsjóður semur um að kaupa Aðalstræti 6 SAMNINGAR hafa tekist um að borgarsjóður Reykjavíkur kaupi eignarhlut Árvakurs hf. í Aðalstræti 6, þar sem Morgunblaðið er til húsa, með það fyrir augum að starfsemi Borgarbókasafnsins flytjist þangað. Kaupverðið er 112 miUjjónir króna. Kaupsamningurinn var undirritaður með fyrirvara um samþykki borgarráðs en á fundi ráðsins í gær var afgreiöslu málsins frestað að ósk Sigurjóns Péturs- sonar borgarfulltrúa. Eignarhluti Árvakurs í Aðal- stræti 6 er 39,59%, alls 2.881 fer- metri að flatarmáli samkvæmt fast- eignamati. Fasteignamat eignar- hlutans er 54,5 milljónir og lóðar 36,5 milljónir en brunabótamat er 232 milljónir. Kaupverðið, 112 milljónir, greiðist þannig að 10 milljónir greiðast við undirritun kaupsamnings og 10 milljónir við afhendingu 1. júlí. Afgangurinn, 92 milljónir, greiðast með skulda- bréfí til 12 ára. í bréfi sem Hjörleifur Kvaran forstöðumaður lögfræði- og stjóm- sýsludeildar Reykjavíkur hefur skrifað borgarráði kemur fram, að þetta húsnæði henti vel fyrir Borg- arbókasafnið en gera þurfi ýmsar breytingar á núverandi fyrirkomu- lagi. Áætlað sé að nauðsynlegar breytingar á húsnæðinu með flutn- ing aðalsafns Borgarbókasafnsins í huga, geti numið 90-100 milljónum króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.