Morgunblaðið - 10.03.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.03.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993 9 Franskir kjólar og dragtir Ný sendingfrá stcerb 34 TESS NEÐST VIÐ v /vzri DUNHAGA. °Pið virka daga 9-18, S. 622230. laugardag 10-14. Nú er rétti tíminn til aö hefja reglulegan sparnað með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Notaðu símann núna, hringdu í 62 60 40, 69 96 00 eða 99 66 99 sem er grænt númer. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVÉRÐBRÉFA Ilverfisgötu 6, sími 91- 626040 Kringlunni, sími 91- 689797 Kalkofnsvegi 1, sími 91- 699600 | JSlorden i J5É1 Behov for nye samarbeidsformer En ovalkommen gast 1* En mera grotesk fflustra- Kohls besök var omsorgs- ^Och tion till den spSnningsom för fullt fórberett och ínbiu L illdenspanningsomior imu loiuc.tii Det rádvilde rád . ved«,uw»... ^ttssxssr^*. ■-cptafdet Norræn blöð og Norðurlandaráð Flest dagblöð Norðurlanda hafa fjallað um nýafstaðið Norðurlandaráðsþing í forystugreinum sínum á undanförnum dögum. Hefur hin umdeilda heimsókn Rúslans Khasbúlatovs, forseta rúss- neska þingsins, ekki síst verið þeim hug- leikin og sýnist sitt hverjum. Hvaðan kom boðið? I forystugrein í Svenska Dagbladet er heimsókn Khasbúlatovs gerð að umræðuefni og sagt að þetta „bijálæði" sé gott tákn um þá spennu sem ríki milli þingmanna og ríkis- stjórna á Norðurlanda- ráðsþingi: „Án þess að mjög margir hafi veitt því athygli eða haft inn- sýn í hvemig það gerðist hefur einhver — deilt er um hvort það hafi verið forsætisnefnd ráðsins eða einhver eiim nefnd- armaður — boðið forseta rússneska þingsins, Rúsl- an Khasbúlatov, að halda ræðu á Norðurlandaráðs- þingi ... Líklega ber að líta á þetta sem eins kon- ar framhald af heimsókn Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, á fund ráðs- ins í fyrra. Munurinn er hins vegar verulegur. Heimsókn Kohls var vel undirbúin í alla staði og naut víðtæks stuðn- ings. Hlutverk hans var að ræða við ráðið um mál sem óhjákvæmilega var flestum mjög ofar- lega í huga: Samruna Evrópu og þátt Norður- landa i honum. Boðið til Khasbúlatovs virðist hins vegar bara vera hugdetta, eitthvað sem einhveijum hefur fundist sniðugt ... Það má ganga út frá því sem vísu að Khasbúlatov og stuðningsmenn hans muni nýta sér boð Norð- urlandaráðs sér i hag í valdabaráttunni heima- fyrir ... Norðurlöndin eiga sameiginlegra hags- muna að gæta í mörgum málum. Velgengni manna á borð við Khasbúlatov er hins vegar ekki i þeim flokki.“ Ureltir starfs- hættír I forystugrein Politi- ken segir: „Þing Norður- landaráðs í Ósló staðfest- ir nokkuð sem þegar var orðið Ijóst á þinginu í fyrra: Þeir starfshættir, sem verið hafa við lýði, eru orðnir úreltir og ef Norðurlandasamstarfið á að þróast áfram verður það að taka mið af breytt- um aðstæðum á alþjóða- vettvangi. Með því er fyrst og fremst átt við þá staðreynd að Finnar, Svíar og Norðmenn hafa sótt um aðild að EB. Það er augljóslega í þágu hagsmuna Dana að sem flest ríki á Norður- löndum gerist aðilar að EB. Fleiri Norðurlönd innan EB þýðir að vægi hinna pólitísku/menning- arlegu gilda Norður-Evr- ópu eykst... I stað þeirra deilna um innanrikismál milli þingmanna og þeirra eigin ráðherra, sem tóku mestallan tím- ann í Ósló en hefðu allt eins getað farið fram á viðkomandi þjóðþingum, ætti Norðurlandaráð að leggja áhersiu á að ræða hvemig hið norræna sam- starf innan EB muni líta út“ Ráðvillt ráð Einnig er íjallað um Norðurlandaráð í for- ystugrein í Berlingske Tidender. „Norðurlanda- ráð á erfitt með að aðlaga sig að nútimanum ... Fyrst er Khasbúlatov boðið að halda ræðu, en síðan sagt að hann ætti nú helst ekki að vera að segja neitt stuðandi. Og til að bæta gráu ofan á svart þá mótmæla margir þingmenn, með forsæt- isráðherra Danmerkur og Svíþjóðar í broddi fylkingar, með fjarveru sinni, er Khasbúlatov flutti ræðu sína. Það er fáheyrt og móðgandi að taka á móti gesti, sem maður hefur boðið, með þessum hætti og dæmi um raunveru- leikaflótta sem ekki kem- ur ráðinu að neinu gagni." Blaðið segir að fyrst menn vilji á annað borð líta út fyrir landamærí Norðurlanda þá verði menn líka að horfast í augu við óþægilegar stað- reyndir á borð við þá að Rússar eiga við minni- hlutavandamál að stríða i Eystrasaltsríkjunum, sem Norðurlöndin hafa . tekið upp á arma sína. Þá sé ekki æskilegt að nota Norðurlandaráð tii að lýsa yfir stuðningi við einstaka menn. Það geti vel verið að Poul Nyrup og Carl Bildt lfld betur við Jeltsin en Khasbúl- atov. Það leysi hins vegar engan vanda i Rússlandi að láta sem Khasbúlatov sé ekki til. „Óháð því hver ber sig- ur úr býtum í valdabar- áttunni verður Rússland áfram nágrannaríki Norðurlanda — þá stað- reynd er ekki hægt að afmá með ályktunum, rít- skoðun eða þögn í Norð- urlandaráði." Bókasafn Kópavogs 40 ára Sektaaflausn gefin 8. I TILEFNI af 40 ára afmæli Bóka- safns Kópavogs 15. mars nk. verð- ur boðið upp á aflausn sekta dag- ana 8. til 27. mars. Bókasafn Kópa- vogs skorar á alla þá sem eru með bækur eða önnur gögn í vanskilum að nota tækifærið og gera hreint fyrir sínum dyrum. Á afmælisdaginn verður boðið fram kaffi og kökur fyrir gesti safns- ins frá kl. 14 og til lokunar kl. 21. Eru allir hjartanlega velkomnir. Bókasafnið er opið mánudaga til fimmtudaga kl. 10 til 21, föstudaga kl. 10-17 og laugardaga kl. 13 til 17. Bókasafnið minnir á að böm og unglingar fá ókeypis skírteini í safn- inu svo og þeir sem eru 67 ára og -27. mars eldri. Hinir þurfa aðeins að greiða 550 kr. fyrir ársskírteini. Bókasafnið hefur á boðstólum all- ar íslenskar bækur, blöð, tímarit, plötur, geislaplötur, myndbönd og fleira. Lesstofa safnsins er opin kl. 13 til 19 mánudaga til fimmtudaga og kl. 13 til 17 föstudaga og laugar- daga. (Fréttatilkynning) RABBFUNDUR í V[B-STOFUNNI HVAÐA ÞÆTTIR MUNU RÁÐA SAMKEPPNI Á FLUTNINGAMARKAÐI í FRAMTÍÐINNI? A morgun, fimmtudaginn 11. mars, verður Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, í VIB-stofunni og ræðir við gesti um Eimskip og framtíð íslensks flutningamarkaðs. Hvað olli tapi Eimskips á síðasta ári? Hvernig eru horfurnar? Hversu mikilvæg er starfsemi Eimskips erlendis? Hvað mun ráða samkeppni á flutningamarkaði? Mun Eimskip áfram breikka starfsemi sína? Fundurinn hefst kl. 17:15 og er öllum opinn. Ármúla 13a, 1. hæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.