Morgunblaðið - 10.03.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.03.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993 15 Hernaðaráætlun hafnað eftirBjörn Bjarnason Þeir, sem hvöttu til þess, að heim- ild til verkfalls kennara og opin- berra starfsmanna yrði samþykkt, eru nú í svipaðri stöðu og þeir, sem efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og tapa henni. Danska stjómin lenti í miklum vandræðum innan Evrópu- bandalagsins (EB), eftir að meiri- hluti Dana hafnaði Maastricht-sam- komulaginu. Svissnesk stjórnvöld vita ekki, hvernig þau eiga að haga samstarfinu innan EFTA eða við EB, eftir að Svisslendingar höfnuðu aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Samkvæmt stjórnskipun Dan- merkur og Sviss var stjórnvöldum landanna skylt að bera fyrrgreind mál undir þjóðina. Sambærileg ákvæði eru ekki í stjórnlögum hér, en sem kunnugt er hvöttu margir til þess, að efnt yrði til þjóðarat- kvæðagreiðslu hér um EES. Þar var fremstur Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Hann hefði vafa- laust túlkað það sem mikið áfall fyrir ríkisstjórnina, ef farið hefði verið að kröfunni um þjóðaratkvæði um EES-samninginn og þjóðin hafnað honum. Er fullvíst, að Ög- mundur og aðrir stjórnarandstæð- ingar hefðu talið ríkisstjórninni ófært að sitja áfram eftir slíka út- reið. Reynslan annars staðar sýnir einnig, að falli málstaður ríkis- stjórnar í þjóðaratkvæðagreiðslu líða aldrei margir mánuðir, þar til stjórnin eða einhver ráðherra segir af sér. Aðeins tveir kostir Strax og forystusveitir Kennara- sambands íslands (KÍ) og BSRB höfðu tekið ákvörðun um að bera það undir félagsmenn sína, hvort þeir samþykktu að efna til verk- falls, ef samningar hefðu ekki tek- ist 22. mars nk., kom fram sú gagn- rýni, að með öllu væri ótímabært fyrir forystumennina að munda verkfailsvopnið. Samningaviðræður væru skammt á veg komnar og ástæðulaust að gera því skóna, að ekki mætti ná viðunandi samkomu- lagi við núverandi aðstæður án þess tjóns, sem allir yrðu fýrir í verkföll- um. Forystumenn KÍ og BSRB blésu á rök af þessu tagi. Ógnarverk stjórvalda voru sögð þess eðlis, að tafarlaust yrði að beita breiðu spjót- unum. í Morgunblaðsgrein föstu- daginn 26. febrúar komst Ögmund- ur Jónasson þannig að orði: „Þegar að fólki 'er vegið með þeim hætti sem nú er gert á það ekki annarra Háskóli Reykjavík- ur - Háskóli Islands eftir Tryggva Gíslason Þegar Háskólinn á Akureyri tók að vinna að því að mennta fólk til starfa í sjávarútvegi, dustaði Háskóli íslands rykið af gömlum hugmyndum um sjávar- útvegsdeild. Nú hefur verið ákveðið að stofna embætti pró- fessors í sjávarútvegsfræðum við Háskóla Islands til höfuðs Há- skólanum á Akureyri. Þegar loks virðist sjá fyrir endann á stofnun kennaradeildar við Háskólann á Akureyri tók menntamálaráðuneytið sig til og fól Kennaraháskóla íslands að efna til fjarkennslu fýrir kennara úti á landsbyggðinni — til höfuðs kennaradeild á Akureyri. Nú er kennaradeild á Akureyri öll í vindinum fyrir vikið. Þegar menntunarþing var haldið í Reykjavík um síðustu helgi lagði Olafur Proppé, kenn- ari við Háskóla íslands í Reykja- vík, til að íhugað yrði að koma upp sameinuðum háskóla í Reykjavík, sem hlyti nafnið Há- skóli Reykjavíkur. Ágætum rekt- or Háskóla íslands, dr. Svein- bimi Björnssyni, þótti með þessu vegið að Háskólanum á Ákur- eyri. Allt er þegar þrennt er, segir orðtakið. Ekki miklast mér viska mannanna enda hefur heimskan leitt þá lengra en viskan. í þrí- gang er nú vegið að Háskólanum á Akureyri sem á að verða ann- ars konar háskóli en Háskóli ís- lands og þjóna einkum atvinnu- lífi landsmanna til sjávar og Tryggvi Gíslason sveita. Oft var líka þörf en nú er nauðsyn. En þótt heimska manna eigi að sjálfsögðu eftir að leiða þá enn lengra vildi ég biðja Ólaf Proppé og aðra góða menn fyrir sunnan að kalla hinn sameinaða háskóla heldur Háskólann í Reykjavík — ekki Háskóla Reykjavíkur. Þá gætum við púls- menn fyrir norðan ef til vill trúað því að sameinaði háskólinn í Reykjavík ætti að verða háskóli allra landsmanna — nema því aðeins að ísland sé í hugum manna ekki annað en Reykjavík og Háskóli Reykjavíkur merki þá í raun Háskóli íslands. Höfundur er skólameistari Menntaskólans & Akureyri. Síðasta hraðlestrarnámskeiðið Síðasta námskeið vetrarins hefst fimmtudaginn 11. mars nk. Viljir þú margfalda lestrarhraðann, hvort heldur er til að bjarga næstu prófum með glæsibrag eða til að njóta þess að lesa meira af góðum bókum, ættir þú að skrá þig strax á næsta námskeið. Lestrarhraði nemenda fjórfaldast að jafnaði. Við ábyrgjumst að þú nærð árangri! Skráning alla daga í síma 641091. HRAÐLESTRARSKOLINN ...við ábyrgjumst að þú nærð árangri! S 1978-1992 CE kosta völ en velta fyrir sér þeirri spurningu hvort það sé reiðubúið að treysta samningsstöðu sina með því að samþykkja verkfallsboðun.“ Fyrr í greininni spyr Ögmundur meðal annars: „Hversu ómögulegt má það verða að framfleyta sér áður en menn ná raunsæisstigi for- sætisráðherra?" Formenn Starfsmannafélags rík- isstofnana og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar rituðu saman grein, sem birtist í Morgunblaðinu 2. mars og lauk með þessum orðum: „Nei, hér þarf meira til að koma, en góðar vonir. Verkfall er ekkert markmið, hvorki nú né endranær, heldur neyðarúrræði þegar troðið er miskunnarlaust á fólki.“ Hveijir eru það, sem sýna þetta miskunnar- leysi að mati formannanna? Að sjálfsögðu stjórnvöld, en um þau er þetta meðal annars sagt í grein- inni: „Misréttið í þjóðfélaginu hefur aukist. Ekkert, nákvæmlega ekkert bendir til þess að núverandi stjóm- völd hyggist breyta um stefnu í þessu efni.“ í Morgunblaðinu 2. mars hefst frétt á þessum orðum: „Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði á baráttufundi bandalagsins í Bíó- borginni í gær, að til þess að skapa sér stöðu til að fylgja eftir kröfum sínum þyrfti BSRB að geta gengið til samningaborðsins með verkfalls- vopnið í höndum. Einungis væri um tvo kosti að velja í komandi samn- ingum og væri hinn sá, að taka því sem viðsemjendur byðu.“ Með öðr- um orðum, ef Ögmundur fengi ekki verkfallsvopnið, yrði hann að taka því, sem ríkið byði honum. Vopnlaus forysta Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, sagði í sjónvarpsviðtölum 6. mars, að forystumenn KÍ og BSRB hefðu verið skildir eftir vopnlausir í kjara- báráttunni, þar sem félagsmenn þeirra afhentu þeim ekki verkfalls- vopnið. Niðurstaðan af hinni ótíma- bæru kröfu forystusveitar KÍ og BSRB um verkfallsboðunina er ótví- Björn Bjarnason „Niðurstaðan af hinni ótímabæru kröfu for- ystusveitar KÍ og BSRB um verkfallsboðunina er ótvíræð. Málstaður hennar naut ekki þess styrks, sem hún vænti. Hernaðaráætluninni í átökunum var hafnað.“ ræð. Málstaður hennar naut ekki þess styrks, sem hún vænti. Hern- aðaráætluninni í átökunum var hafnað. Veruleikafirringu hefur borið töluvert á góma í umræðum um málflutning Ögmundar Jónassonar að undanförnu. Slík fírring á enn erindi í umræðumar, ef forystu- menn KÍ og BSRB telja, að þeir geti látið eins og ekkert hafí í skor- ist varðandi stöðu þeirra sjálfra vegna úrslitanna, sem nú liggja fyrir. Formenn Starfsmannafélags ríkisstofnana og Starfsmannafélags Reýkjavíkurborgar ættu ekki síst að líta í eigin barn. 59% félaga í Starfsmannafélagi ríkisstofnana sögðu nei við áskorun formanns síns um verkfallsboðun og 70% fé- laga í Starfsmannafélagi Reykja- víkurborgar. Stjórnarandstöðuflokkarnir á Al- þingi hafa greinilega litið þannig á undanfarið, að þeir þurfi ekki að hafa sig mikið í frammi gagnvart ríkisstjórninni, því að forystusveit KÍ og BSRB hafí tekið að sér stjórn- aranstöðuna fyrir þeirra hönd. Póli- tísk framganga verkalýðsforingj- anna hefur einnig vakið umræður um þá staðreynd, að hér á landi hafa menn ekki frelsi til að standa utan verkalýðsfélaga eða losna und- an greiðsluskyldu til þeirra. Við- brögð forystumanna KI og BSRB við því að hernaðaráætlun þeirra í kjaramálunum var hafnað verður einnig að meta í þessu ljósi. Viðkvæm staða í þann mund sem opinberir starfsmenn voru að gera það upp við sig, hvort þeir ættu að segja já eða nei við verkfallsboðun, átti ég leið inn í pósthús. Starfsfólk ræddi kjaramálin í sinn hóp. Einn úr hópn- um sagði mér, að hann vildi ekki verkfall. Það töpuðu allir á því. Ekki mætti þó skilja nei-atkvæði á þann veg, að fólk sætti sig við kjör sín. Loks skyldu menn átta sig á því, að nei við verkfalli fæli í sér þá von, að ábyrgðarmeiri afstaða, en forystumennirnir vildu taka, skil- aði meiri kjarabótum en vopnaskak forystunnar. Staðan í samningaviðræðum op- inberra starfsmanna og annarra er ákaflega viðkvæm um þessar mundir. Ógjörningur er að segja, hver niðurstaðan verður. Hitt er víst, að verkfallsófriður bætti hvorki samningsstöðuna né hag þeirra, sem í verkfall færu. Þjóðin öll hefði tapað. Hún hlýtur þess vegna að meta það mikils, að fé- lagsmennimir sýndu meiri ábyrgð- artilfinningu en forystumennirnir f KÍ og BSRB. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Beint leiguflug til Benidorm með Turavia og Heimsferðum frá kr. 34.900,- í 2 vikur í sumar bjóða beint leiguflug til Benidorm í samvinnu við Turavia, eina stærstu ferðaskrifstofu Spánar. Með einstökum samningum getum við nú boðið ótrúlega hagstætt verð í glæsilegum nýjum íbúðahótelum og fyrsta flokks þjónustu reyndra fararstjóra okkar á staðnum. Kr. 34.900,- Verð pr. mann fyrir hjón með 2 börn. Evamar í 2 vikur I4.júlí. Kr. 49.600, Verð m.v. 2 í íbúð. Evamar í 2 vikur I4. júlí. Páskar á Kanarí Glæsilegur aðbúnaður í nýjum smáhýsum með góðri staðsetningu og sannkölluðu sumarverði um páskana á Kanaríeyjum. Verð frá kr. 57.400 pr. mann m.v. hjón með 2 börn 2-I4 ára, Koala Garden. Verð frá kr. 64.900 pr. mann m.v. 2 í smáhýsi. g TURAUIA alr europa HEIMSFERÐIR hf. Austurstræti 17,2. hæð • Sími 624600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.