Morgunblaðið - 10.03.1993, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993
Davíð Oddsson forsætisráðherra um tengsl EES og Maastricht
Vending Spánverja er
uggvænlegt áhyggjuefni
FORSÆTISRÁÐHERRA, Davíð Oddsson, sagði fréttir um
afstöðu Spánar til afgreiðslu EES-samingsins hafa komið
á óvart. Vending Spánar vekti áhyggjur og ugg. Hjörleifur
Guttormsson (Ab-Al) sagði að á Norðurlandaráðsþingi í
síðustu viku hefði hann orðið var við vissan ótta um að
þetta gæti komið upp.
í óformlegum fyrirspumartíma
í gær vitnaði Hjörleifur Gutt-
ormsson til þess að deginum áður
hefði verið haldinn fundur í ráð-
herraráði Evrópubandalagsins,
EB. Þar hefði verið samþykkt við-
bótarbókun við EES-samninginn.
En síðan að loknum þessum ráð-
herrafundi hefði utanríkisráðherra
Spánvetja lýst því áliti, að hann
teldi að ekki gæfist svigrúm til
að leggja samninginn fyrir Spán-
arþing fyrir 1. júlí næstkomandi
og að líkindum ekki fyrr en að
ioknum kosningum í október.
Hjörleifur sagði að utanríkisráð-
herra Spánar hefði í yfirlýsingu á
fréttamannafundi tengt þetta mál
staðfestingu Maastricht-sam-
komulagsins innan EB.
Fyrirspyijandi kvaðst hafa í síð-
ustu viku á þingi Norðurlandaráðs
hafa innt utanríkisviðskiptaráð-
herra Svíþjóðar, Ulf Dinkelspiel,
sérstaklega um þetta efni og hvort
hann teldi vera samhengi á af-
greiðslu EES-samningsins og
meðferðar Maastrict-samkomu-
lagsins innan EB. Dinkelspiel hefði
aftekið þennan möguleika með
öllu. Sænski ráðherrann hefði
svarað því að sér vitanlega væru
engin tengsl þarna á milli og hann
teldi hvorki æskilegt né ástæðu
til að ætla að þau yrðu upp tekin.
Hjörleifur Guttormsson vildi nú
spyija forsætisráðherra hvaða mat
hann legði á þessa stöðu og hvort
hann teldi ekki tímabært að hætta
þessu samfloti innan EES og snúa
sér að því að semja með beinum
hætti við Evrópubandalagið um
hagsmuni íslands.
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra taldi hvorki tímabært né
ástæðu til að hætta_ samfloti um
samninga um EES. Á hinn bóginn
vildi forsætisráðherra ekki neita
því að fréttir af því með hvaða
hætti Spánveijar hefðu gengið
fram, hefðu komið að óvart. Á
formlegum og efnislegum fundi
hefði verið samþykkt og staðfest
viðbótarbókun og ítrekaður sá vilji
samningsaðila að EES-saming-
urinn skyldi fullgildast og koma
til framkvæmda um mitt þetta ár.
En síðan væru á blaðamannafundi
gefnar yfirlýsingar sem gengu í
gagnstæðar áttir. Þessi nýjasta
vending Spánar hlyti að vekja
áhyggjur og ugg. EFTA-ríkin
hefðu teygt sig sérstaklega til að
koma til móts við óskir Spánar.
Forsætisráðherra kvaðst hafa
verið sammála því svari sem Dink-
elspiel utanríkisviðskiptaráðherra
Svíþjóðar hefði gefið Hjörleifi í
Norðurlandaráði. Hann hefði ekki
talið vera neitt samhengi milli af-
greiðslu EES og Maastricht-sam-
komulagsins. Sér kæmi það að
óvart að spænski utanríkisráðherr-
ann skyldi tengja þetta saman með
þessum hætti. Sér væri ekki kunn-
ugt um að aðrir utanríkisráðherrar
EB-landa eða aðrir forystumenn
bandalagsríkjanna gerðu slíkt.
Fyrsta umræða um frumvarp til laga um Tækniskóla Islands
Samræming eða skólagjöld
í GÆR og fyrradag var til fyrstu umræðu frumvarp Ólafs
G. Einarssonar menntamálaráðherra um breytingu á lögum
um Tækniskóla íslands. Frumvarpið gerir ráð fyrir heim-
óíd til að innheimta skrásetningargjöld af nemendum.
Menntamálaráðherra segir að með frumvarpinu sé verið
að samræma lögin um Tækniskólann annarri löggjöf s.s.
um framhaldsskóla, Kennaraháskólann, Háskóla Islands
og Háskólann á Akureyri. Stjórnarandstæðingar segja hins
vegar að með þessu frumvarpi sé menntamálaráðherra að
koma inn eiginlegum skólagjöldum til rekstrar.
Frumvarp menntamálaráðherra
kveður á um að í lögin um Tækni-
skóla íslands komi ný lagagrein
er kveði á um að: „Skrásetningar-
gjöld í sérgreinadeildum skólans
skulu háð árlegu samþykki skóla-
nefndar og menntamálaráðuneytis.
Skólanefnd ákveður upphæð
gjalda er nemendum er gert að
greiða við innritun í námsáfanga
í undirbúningsdeild og raungreina-
deild skólans (frumgreinadeild) svo
sem innritunargjöld, efnisgjöld,
pappírsgjöld og nemendasjóðs-
gjöld."
í frumvarpinu er einnig gerð
tillaga um að ein málsgrein fyrstu
greinar laga um Tækniskólann
falli niður en þar er kveðið á um
að kostnað við stofnun og rekstur
skólans skuli greiða úr ríkissjóði.
Stjórnarandstæðingar töldu að
með framlagningu þessa frum-
varps væri núverandi menntamála-
ráðherra að koma á skólagjöldum,
þ.e. að leggja skólagjöld á nemend-
ur sem rynnu til rekstrar skól-
anna. Einkum og sérlega hafði
Svavar Gestsson fyrrum mennta-
málaráðherra um þetta sterk orð.
Hann var eindregið þeirrar skoðun-
ar að eftirmaður sinn væri að
„smygla inn“ skólagjöldum. Al-
kunna væri að við samþykkt síð-
ustu fjárlaga væru sértekjur taldar
skólunum til tekna. Svavar hvatti
menn nú til að skoða þetta frum-
varp með hliðsjón af þessu og þeirri
tillögu að fella niður síðari máls-
grein 1. greinar svohljóðandi:
„Kostnaður við stofnun og rekstur
skólans greiðist úr ríkissjóði.“
Morgunblaðið/Kristinn
Fundarsljórn
SALOME Þorkelsdóttir forseti
Alþingis stýrir fundi
Svavar innti mjög eftir því hvort
Alþýðuflokkurinn hefði virkilega
samþykkt að þetta frumvarp yrði
lagt fram sem stjórnarfrumvarp.
Mátti glöggt heyra furðu ræðu-
manns; væru menntamálaráðherra
og sjálfstæðismenn „að plata“
krata?
Ólafur G. Einarsson mennta-
málaráðherra benti á það sem
menn gætu reyndar lesið í greinar-
gerð. I lögum um skóla á háskóla-
stigi væri ekki að finna sérstök
ákvæði um greiðslur ríkissjóðs og
fjárveitingar til þeirra færu eftir
fjárlögum. Hann benti einnig á að
um framhaldsskólana giltu lög frá
1988 þar sem gert væri ráð fyrir
því í 8. gr. laganna að skólanefnd
ákvæði upphæð gjalda er nemend-
um væri gert að greiða við innritun
í námsáfanga, s.s. innritunargjöld,
efnisgjöld o.s.frv. Þessum gjöldum
væri ekki ætlað að renna til rekstr-
ar enda kvæði 32. grein sömu laga
á um að ríkissjóður greiddi
rekstrarkostnað framhaldsskóla.
Menntamálaráðherra lagði
áherslu á að með þessu frumvarpi
væri einungis verið að samræma
lögin um Tækniskóla íslands við
lagabálka um aðra sambærilega
skóla.
Gunnlaugur Stefánsson (A-Al)
staðfesti að þessi væri og skilning-
ur Alþýðuflokksins og hefði þing-
flokkurinn samþykkt að frumvarp-
ið yrði lagt fram sem stjórnarfrum-
varp með venjubundnum fyrirvara
um breytingar í meðferð þingsins.
í gær tókst að ljúka 1. umræðu
um frumvarpið en atkvæðagreiðslu
var frestað.
Stuttar
þingfréttir
Ráðherraskipti?
í óformlegum fyrirspurnar-
tíma í gær spurðist Jón Krist-
jánsson (F-Al)
fyrir um það
hvað liði hugs-
anlegum
breytingum á
mannaskipan í
ríkisstjórn-
inni. Jón vitn-
aði til þess að
fjölmiðlum
hefði mjög J6n Kristjánsson
verið tíðrætt um þessi mál,
m.a. hefði verið ítarleg útekt
á þessu máli í Alþýðublaðinu.
Hann vildi fá fréttirnar frá
fyrstu hendi, forsætisráðherr-
ans, Davíðs Oddssonar.
Forsætisráðherra sagði að
nokkuð hefði borið á vanga-
veltum og getsökum í fjölmiðl-
um. Hann
taldi að þessi
umræða væri
að mestu leyti
ótímabær. En
því væri ekki
að leyna að
þess hefði ver-
ið getið við
myndun nú-
verandi ríkis-
stjórnar að breytingar á ríkis-
stjórninni væru ekki útlokaðar
um mitt kjörtímabilið. En
áhersla hefði einnig verið lögð
á að um þetta hefðu flokkarn-
ir nokkuð sjálfræði.
Forsætisráðherra sagði að
svo kynni að vera að breyting-
ar gætu orðið til þess að styrka
stöðu ríkisstjórnar. En svo
þyrfti þó alls ekki að vera.
Forsætisráðherra sagði sam-
starfíð í ríkisstjórninni vera
afskaplega gott og farsælt og
hann tók fram að hann teldi
ráðherra ríkistjórnarinnar
hvern og einn hafa staðið af-
skaplega vel að sínum málum.
Forsætisráðherra ítrekaði
að umræða í fjölmiðlum um
breytingar á ráðherraskipan
hefði verið meiri en efni stæðu
til. Þessi mál hefðu ekki verið
rædd formlega milli stjórnar-
flokkanna. Forsætisráðherra
taldi nauðsynlegt að hefja
umræðu um þessi mál mjög
fljótlega og ljúkja þeim við-
ræðum í kringum tveggja ára
afmæli ríkisstjórnarinnar sem
er 30. apríl.
Safnaðarheimili og pípu-
orgel vígt á Raufarhöfn
liaufarhöfn.
NÝTT safnaðarheimili við Raufarhafnarkirkju var vígt fyr-
ir nokkru, sem og nýtt pípuorgel í kirkjunni. Þá stóð Kirkju-
kórasamband Norður-Þingeyinga fyrir söngæfingu á Rauf-
arhöfn og söngskemmtun var haldin.
Leiðbeinendur á söngæfíngunum
Hioru Margrét Bóasdóttir, sópran-
söngkona, og Jón Stefánsson,
stjórnandi kórs Langholtskirkju, en
um 85 manns sóttu æfínguna. Þau
Margrét og Jón stóðu síðan fyrir
skemmtun í Raufarhafnarkirkju
með söng og orgelleik og var kynn-
ir sr. Kristján Valur Ingólfsson.
Hátíðarmessa var í Raufarhafn-
'arkirkju á sunnudeginum, 17. jan-
úar og dreif að margt fólk af svæð-
inu frá Tjömesi í vestri til Langa-
ness í austri. Þama vom einnig
sóknarpresturinn, sr. Jón Hagbarð-
ur Knútsson, Raufarhöfn, sr. Eirík-
ur Jóhannsson, Skinnastað, sr. Ingi-
mar Ingimarsson, Þórshöfn, sr.
Gunnar Sigurðsson, Skeggjastöð-
um, sr. Kristján Valur Ingólfsson
rektor Skálholtsskóla og sr. Bolli
Gústafsson vígslubiskup i Hóla-
stifti, sem predikaði og vígði nýtt
pípuorgel. Að messu lokinni var
einnig vígt nýtt safnaðarheimili,
sem hlotið hefur nafnið Kirkjuból.
Kirkjukór Raufarhafnarkirkju
söng í hátíðarmessunni undir stjórn
Ivetu Gisárikovu, tónlistarkennara.
Að athöfn lokinni var öllum boðið
af sóknamefnd Raufarhafnarkirkju
til veitinga á Hótel Norðurljósi.
Þarna söng Kirkjukór Raufarhafnar
undir stjóm söngstjóra síns og þau
Margrét og Jón stjómuðu ijölda-
söng.
I hjörtum margra Raufarhafn-
arbúa er þakklæti til þessa söng-
fólks og andans manna sem lagði
Morgunblaðið/Helgi
Safnaðarheimilið
NÝJA safnaðarheimilið stendur við kirkjuna á Raufarhöfn
það á sig á miðjum vetri í misjöfn- baug, en meðan á heimsókninni
um veðrum að sækja heim lítið sjáv- stóð skein sól úr mörgu andlitinu.
arþorp norður undir heimskauts- Helgi