Morgunblaðið - 10.03.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993
3
Ljós könn-
uð hjá218
LÖGREGLAN á höfuðborgar-
svæðinu og á Suðurnesjum stöðv-
aði 218 ökumenn’ í gær, þegar
kannað var hvort Ijósabúnaður
bíla væri í lagi og hvort ökumenn
væru ölvaðir undir stýri.
Af þessum 218 fengu 106 áminn-
ingu fyrir ýmislegt, sem var að-
finnsluvert við ljósabúnaðinn, 4
voru kærðir þar sem búnaðurinn
var með öllu óvirkur og einn öku-
mannanna reyndist ölvaður.
Sameiginlegt átak lögreglunnar
í, höfuðborginni og á Suðurnesjum
stendur út vikuna og næstu helgi.
Góðsalaá
laxveiði-
leyfum
Heimatilbúin sprengja sprakk í porti við Einholt í gærmorgun
2 drengir
grunaðir
SPRENGING varð í porti við
Einholt í gærmorgun og urðu
nokkrar skemmdir á girðingu,
auk þess sem rúða brotnaði í bíl
í grenndinni. Talið er að dreng-
ir, sem sáust á ferli skömmu
áður, hafi komið heimatilbúinni
sprengju fyrir.
Sprengjunni, sem hefur líklega
verið lítill jámhólkur með púðri,
var stungið niður á milli trébita
og bárujárns í girðingunni. Brot
úr hólknum þeyttust í steinvegg,
svo kvarnaðist úr honum og
steypubrot brutu rúðu í mannlaus-
um bíl, sem var í stæði skammt
frá. Engan sakaði við sprenging-
una.
Ekki er vitað hveijir voru að
verki, en grunur beinist að tveimur
drengjum, sem sáust á ferli í port-
inu skömmu áður en sprengingin
varð.
Morgunblaðið/Sverrir
Skemmdir eftir sprengingu
TIL VINSTRI sést gatið, sem kom á girðinguna. Hægra meginn er bíllinn, sem rúðan brotnaði í.
Alusuisse rekið með 5,2
milljarða króna hagnaði
Bílstjórinn
gleymdi
sér um borð
Bíldudai.
MINNSTU munaði að vöru-
bílstjóri, sem sat við kaffi-
drykkju um borð í línubátn-
um Geysi BA, hafi farið í
tveggja daga sjóferð með
bátnum þegar haldið var úr
höfn sl. sunnudagskvöld.
Verið var að setja línubala
um borð í bátinn og brá bílstjór-
inn sér í kaffisopa um borð á
meðan. En þegar báturinn var
kominn á fullan skrið á leið til
hafs uppgötvaðist að bílstjórinn
var enn um borð. Skipstjórinn
snéri bátnum við hið snarasta
og skilaði honum í land. Ekki
fylgir sögunni hvort kaffið hafi
verið svona gott um borð en
bílstjórinn var í það minnsta
feginn að komast aftur í land.
R. Schmidt.
Tap ISAL nam 645 milljónum króna á síðasta ári
ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
ALUSUISSE-LONZA (A-L) var rekið með 121 milljónar sv. franka (5,2
milljarða króna) hagnaði síðastliðið ár. Þó voru nokkur dótturfyrir-
tæki svissneska efna- og álfyrirtækisins rekin með halla, eða samtals
125 milljóna sv. franka (5,3 milljarða króna) tapi. Theodor M. Tschopp,
framkvæmdasljóri A-L, sagði að um hálf tylft dótturfyrirtækja þess
hefði verið rekih með verulegu tapi og stjórn fyrirtækisins færi nú
rækilega yfir rekstur þessara „vandræðabarna", eins og hann kallaði
tapfyrirtækin á árlegum blaðamannafundi fyrirtækisins í gær.
ÍSAL var rekið með um 15 millj- Þar af voru 83 milljónir (3,5 milljarð-
franka (645 milljóna ISK)
tapi 1992. Edward S. Notter, fram-
kvæmdastjóri hráálsviðs A-L, sagði
að álverið á íslandi væri þó ekki eitt
„vandræðabarnanna“. „Það væri það
ef afköst verksmiðjunnar hefðu ekki
verið aukin á undanförnum árum,“
sagði Notter. „Álverið í Straumsvík
er nú eitt samkeppnisfærasta álver
Evrópu." Mikilvægi þess innan A-L
mun aukast þegar álverinu í Steg í
Sviss verður lokað 1994. A-L gerði
nýlega samning um málmframleiðslu
fyrir álbílaframleiðanda. Málmplöt-
urnar fyrir bílana verða unnar í Si-
erre í Sviss en hráálið í þær mun
meðal annars koma frá íslandi.
Velta A-L var 350 milljónir sv.
frankar (15 milljarðar króna) 1992.
ar króna) á álsviði, 142 milljónir á
efnasviði og 127 milijónir á pakkn-
ingasviði, en pakkningasvið er nú
árangursríkasta rekstrarsvið fyrir-
tækisins. Tschopp sagði að álfram-
leiðsla gæti aftur orðið arðbær hluti
rekstursins ef óarðbærri framleiðslu
yrði hætt eða hún endurbætt. Hnit-
miðuð álframleiðsla fyrir samgöngu-
iðnaðinn, litógrafíu og annan iðnað
væri hluti af framtíðarstefnu A-L.
BETUR gengur að selja laxveiði-
leyfin nú en í fyrra hjá Stanga-
veiðifélagi Reykjavíkur. Jón
Gunnar Borgþórsson sagði í sam-
tali að ef litið væri á staðfestar
og að hans mati tryggar pantan-
ir væri eftirspurnin um 20%
meiri en í fyrra. Segir Jón mest
um vert, að veruleg verðlækkun
hafi náðst í Norðurá og það skili
sér nú í aukinni eftirspurn.
Jón sagði milli 80 og 90 prósent
leyfa í Norðurá ýmist staðfest eða
fastbókuð og reynslan sýndi að ein-
hver hreyfing væri á leyfum allt til
sumars. í fyrra seldust aðeins 68
prósent leyfa í Norðurá. Hins vegar
er allur gangur á sölu og bókun
leyfa í aðrar ár SVFR.
Árni Baldursson, leigutaki Laxár
í Kjós, sagðist vera búinn að selja
um það bil 85% veiðileyfa í Laxá.
Nánast uppselt væri frá 20. júní
og fram í miðjan ágúst.
'2 - 'S- >■ -
Loðnuvertíð virð-
ist vera að ljúka
Um 220 þús. t enn óveidd af kvótanum
EKKI mun veiðast meira úr loðnugöngunni úti fyrir Vest-
fjörðum og eru allir loðnubátar farnir þaðan. Reytings-
veiði var við Eldey í gær en loðnan þar á stutt eftir í hrygn-
ingu. Ekki hefur orðið vart við vestangöngu en hafrann-
sóknaskipið Árni Friðriksson leitar nú loðnu undan Vest-
fjörðum. Rúmlega 220 þúsund tonn eru óveidd af loðnukvót-
anum en útlit er fyrir að loðnuveiði sé að ljúka.
„Loðnan sem var úti af Vestfjörð-
um virðist vera lögst á botninn til
hrygningar og veiðist þá ekki meira
af henni,“ sagði Hjálmar Vilhjálms-
son, leiðangursstjóri á Árna Frið-
rikssyni, í samtali við Morgunblað-
ið. Hann sagði að allir loðnubátar
hefðu verið famir af miðunum fyrir
miðjan dag í gær. Árni Friðriksson
mun leita út af Vestfjörðum næstu
daga en Hjálmar sagði að ekki
væri útlit fyrir vestangöngu. Hann
sagði að það kæmi á óvart hversu
snemma loðnan legðist í hrygningu
að þessu sinni og hefðu menn átt
von á að vertíðin stæði fram undir
20. mars.
Reytingsveiði við Eldey
Reytingsloðnuveiði var við Eldey
í gær. Eggert Þorfinnsson, skip-
stjóri á Hilmi NK, sagði að loðnan
þar væri komin að hrygningu og
myndi ekki veiðast miklu meira af
henni.
Um 220 þúsund tonn eru eftir
af loðnukvótanum en rúmlega 600
þúsund tonn af loðnu hafa borist á
land á haust- og vetrarvertíð.
Njóttu vel!