Morgunblaðið - 10.03.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.03.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993 7 Flórgoði Flórgoðinn er eina goðategundin sem verpir hér á landi. Nú er talið að aðeins 250 pör séu eftir. Fuglinn er á stærð við litla önd. Vestmannaeyingar aftur farnir að hirða lifrina Vinnslustöðin semur við Dani um lifrarvinnslu VINNSLUSTÖÐIN hf. í Vestmannaeyjum hefur samið við danskt fyrirtæki um sölu á niðurlagðri þorsklifur. Framleiðslustjóri frá danska fyrirtækinu er væntanlegur til Vestmannaeyja til þess að stýra vinnslunni. Lifrin verður markaðssett undir danska vörumerk- inu í dósum frá danska fyrirtækinu. Sighvatur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði að til að byija með yrði lifur niðurlögð í eina milljón dósa, en vel gæti orðið um framhald á samstarf- inu að ræða. Hann sagði að væntan- lega fengju 15 til 20 manns vinnu við þetta verkefni og rætt væri um að Vestmannaeyingarnir lærðu framleiðslutæknina af Dananum sem væntanlegur er hingað til lands til þess að stýra verkefninu. „Við vonumst auðvitað eftir því að komast inn á þennan markað, sem við vorum dottnir út af. Dani vantar lifur og þess vegna ákvaðum við að leita eftir samstarfi við þá, til þess að reyna að opna okkur leið inn á markaðinn. Það tókst með hjálp Eyþórs Ólafssonar," sagði Sighvatur. Hann áætlar að þetta verkefni geti þýtt 30 til 40 milljóna króna tekjuauka fyrir Vinnslustöðina. „Og það er auðvitað jákvætt að menn eru aftur farnir að hirða lifrina, sem áður var hent í sjóinn," sagði Sighvatur Bjarna- son. Stórfelld fækkun flórgoða FLÓRGOÐUM hefur fækkað til muna hér á landi á undanförn- um árum. Aðeins eru eftir 250 pör á landinu öllu og ljóst að tegundin er að mestu horfin úr heilu landshlutunum, að því er segir í fréttabréfi Fuglavernd- arfélags íslands. Vorið 1990 taldi hópur frá Há- skóla Islands flórgoða á Mývatni og komst hann að því að þeim hefði fækkað úr um 250 pörum á árunum 1958-1974 í um 140 pör (44% fækkun). Aðeins á Mývatni í kjölfarið var efnt til allsherjar- úttektar í fyrrasumar og kom þá í ljós að flórgoði var að mestu horfínn úr heilu landshlutunum. Heildarstofninn, þ.m.t. á Mývatni, var um 250 pör. Ekki er vitað hvað veldur þessari miklu fækkun. Sums staðar hafa tjarnir verið eyðilagðar með framræslu en á öðrum stöðum er ekki að sjá að búsetuskilyrði hafi versnað. ---♦ ♦ ♦- Grindavík Fækkar á atvinnu- leysisskrá Grindavík. FÓLKI án atvinnu hefur fækk- að að undanförnu í kjölfar loðnufrystingar. Fækkunin er umtalsverð, eða úr 126 fyrir hálfum mánuði niður í 75 í síðustu viku. Konur á skrá voru 57 en karlar 18. Mest er um landverkafólk að ræða en meðal kvenna eru verkakonur flestar á skrá. Eitthvað hefur verið um að fólk detti af skrá þegar það neitar vinnu en það kemst á skrá að sex vikum liðnum ef það vinnur ekki annað á milli. 75 atvinnulausir Þegar flest var á atvinnuleysis- skrá í Grindavík um áramót voru 144 á skrá. Þeim hefur farið fækk- andi jafnt og þétt síðan og er minnst nú um þessar mundir, eða 75. Ekki er vitað hvað verður þeg- ar loðnufrystingu lýkur en vonast er til að vertíðarvinna veiti fólki atvinnu. FÓ Jakkapeysa 3.690 Buxur 2.990,- Peysa 2.990,- Kynningar Háskólabolir 690 Sendum í velkomin! Laugavegi 81, s. 21444

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.