Morgunblaðið - 10.03.1993, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993
Þrýstingiir kominn
á lækkun ufsaverðs
Sjómannasamband íslands skorar á sjómenn að
hlíta ekki einhliða ákvörðunum fiskkaupenda
LÆKKANDI afurðarverð á erlendum mörkuðum kallar á
breytingar á hráefnisverði innanlands. Forsvarsmenn fisk-
vinnslustöðva sem Morgunblaðið hafði samband við hafa
þó ekki ákveðið neinar breytingar á hráefnisverði enn sem
komið er, en Brynjólfur Bjamason, forsljóri Granda hf.,
segir mikinn þrýsting kominn á lækkun verðs á ufsa.
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur breytt hráefnis-
verði sem hún hefur borgað fyrir þorsk og lækkað það
um u.þ.b. 6 kr. á kg. Sjómannasamband íslands hefur skor-
að á sjómenn að hlíta ekki slíkum einhliða ákvörðunum.
Útflytjendur
stoma skoð-
unarstofu
FRJÁLSIR útflytjendur
stofnuðu þann 9. febrúar sl.
skoðunarstofu í Reykjavík.
Stofnendur eru yfir tuttugu
fyrirtæki í útflutningi og
vinnslu sjávarafurða.
Á stofnfundi fyrirtækisins
voru kosnir í stjóm fyrirtækisins
þeir Jón Stejnn Elíasson, Topp-
fiskur hf., Ámi Bjamason, Isl.
Umboðssalan hf., Sigurður
Björnsson, Menja hf. og Einar
Guðbjömsson, Ispólar hf. Vara-
menn eru Kjartan Ólafsson,
Sæmark hf. og Stefán S. Guð-
jónsson, FÍS. Formaður stjómar
er Guðmundur Ingason, G. Inga-
son hf.
Skoðunarstofan hf. er um
þessar mundir að vinna uppsetn-
ingu eigin gæðakerfis og mun
þegar því er lokið sækja um við-
urkenningu hjá Fiskistofu.
Hiutafélagið nefnist Skoðun-
arstofan hf. og er með skrifstofu
á 6. hæð í Húsi verslunarinna.
Framkvæmdastjóri Skoðunar-
stofunnar hf. er Dr. Róbert Hlöð-
versson.
Sigurður Einarsson, forstjóri ís-
félags Vestmannaeyja, sagði að
þessir hlutir væru alltaf í athugun
hjá ísfélaginu. „Fiskverð hjá okkur
gildir til eins mánaðar í senn, eða
út marsmánuð. Við breyttum því
síðast um áramótin, þannig að við
erúm alltaf að skoða þessi mál. Það
er lækkandi afurðaverð og sölu-
tregða á erlendum mörkuðum og
þess vegna eru menn að gera
þetta," sagði Sigurður. Hann sagði
að ekkert lægi fyrir um fiskverð-
breytingar hjá Isfélaginu en þó
væri ljóst að lækkandi afurðaverð
kallaði á einhverjar breytingar.
SQdarvinnslan lækkaði
ufsaverð
Finnbogi Jónsson, framkvæmda-
stjóri hjá Síldarvinnslunni hf. á
Neskaupstað, sagði að Sfldarvinnsl-
an hefði lækkað ufsaverð í byijun
febrúarmánaðar um 13%, en ekkert
hefði verið ákveðið með verðlækkun
á öðrum tegundum og það væri
ekki skoðun sem stendur. Sfldar-
virfnslan greiðir nú 64-69 krónur
fyrir kg af slægðum þorski, eftir
því hve stór hann er „Þessi mál eru
alltaf í skoðun ef það verða breyt-
ingar á mörkuðum og vissulega
hafa orðið breytingar á mörkuðum
núna,“ sagði Finnbogi.
Hjá Granda hf. hefur hráefnis-
verð til eigin vinnslu verið óbreytt
í á þriðja ár, að sögn Brynjólfs
Bjarnasonar, forstjóra Granda. „Við
höfum ekki tekið málið upp, en það
er litið til með þessu alltaf öðru
hvoru. Við höfum ekki séð ástæðu
til að þess að lækka fiskverðið að
svo stöddu a.m.k., en hinu er ekki
að leyna að afurðarverð á ufsa eru
á miklu undanhaldi," sagði Brynj-
ólfur. Hann kvaðst ekki útiloka að
verð á ufsa yrði lækkað á næstunni.
Hann sagði að ef fískverðslækk-
un á erlendum mörkuðum yrði lang-
varandi yrði að taka þessi mál til
endurskoðunar. „Ég er hræddur um
að þessi lækkun sem við höfum
upplifað núna, haldist í það minnsta
út þetta ár,“ sagði Brynjólfur.
Þungt í sjómönnum
Hólmgeir Jónsson, framkvæmda-
stjóri Sjómannasambands íslands,
segir að fijálst fískverð sem ríki í
dag þýði það að menn eigi að tala
saman um hlutina. „Þegar það er
ekki gert þá er brotið á mönnum
og þeir verða grípa til þeirra ráða
sem þeim þykir henta best,“ sagði
Hólmgeir.
Hann sagði að ekki væri verið
að gera kröfu um að þær iækkanir
á hráefnisverði sem orðið hefðu
yrðu dregnar til baka, heldur væri
þetta krafa um að menn vissu um
forsendur sem lægju að baki
breyttu fiskverði. „Það er þungur
hugur í sjómönnum vegna þessa
máls og það er mjög slæmt að út-
gerðarmertn skuli haga sér með
þessum haétti. Þetta er ekki til þess
að bæta samskiptin þama á milli
og það er komið hátt í mælinn. Við
vitum að markaðsverð er að lækka
og það hlýtur að hafa áhrif á verð
á fiski upp úr sjó, og við erum ekki
að gera athugasemdir við það að
verð hækki eða lækki þegar þannig
stendur á, heldur viljum við að
menn tali saman,“ sagði Hólmgeir.
Morgunblaðið/Júlíus
Arsskýrslan kynnt
STARFSKONUR Stígamóta kynna skýrsluna (f.v.) Theódóra Þórar-
insdóttir, Bergrún Sigurðardóttir, Guðrún Jónsdóttir. Jónína Gunn-
laugsdóttir og Heiðveig Ragnarsdóttir.
Ársskýrsla Stígamóta árið 1992
Þriðjungi fleiri
komu í fyrsta sinn
ÞRIÐJUNGI fleiri þolendur kynferðisafbrotamanna leituðu í
fyrsta skipti á náðir Stígmóta á síðasta árið en árið áður.
Samtals leituðu þangað 456 manns sem ekki höfðu komið
áður, flestir vegna sifjaspella og nauðgana. Yfirgnæfandi
meirihluti þeirra voru konur (94%) en karlar (5,9%). Að sögn
Guðrúnar Jónsdóttur, starfskonu Stígmóta, voru fyrstu stuðn-
ingshóparnir fyrir börn stofnaðir á síðasta ári.
Hún segir að þolendur séu færri
en ofbeldismenn og einstaka þolend-
ur hafi orðið fyrir ofbeldi af hendi
allt að 6 manna. Sem dæmi má nefna
að þeir 456 einstaklingar sem leituðu
í fyrsta skipti á náðir Stígamóta árið
1992 höfðu orðið fyrir ofbeldi 786
kynferðisofbeldismanna, 776 (98%)
karla og 10 (1,3%) kvenna. Um helm-
ingur þolendanna hafði orðið fyrir
ofbeldi fleiri en eins ofbeldismanns.
Oftast var um endurtekin siíjaspell
að ræða en 76 einstaklingar eða
16,7% þolenda höfðu orðið fyrir sifi-
aspellum og nauðgun.
Skýrslan gefur ennfremur til
kynna að sumir ofbeldismannanna
beittu ekki aðeins þann sem leitaði
aðstoðar Stígamóta ofbeldi. Þannig
vissu 22% sifjaspellsþolenda að of-
beldismennimir hefðu einnig beitt
önnur böm sifjaspellum.
Neikvæð viðbrögð
Guðrún tók fram að rúmlega helm-
ingur þeirra sem leitað hefði eftir
aðstoð Stígmóta í fyrra hefði áður
leitað aðstoðar annars staðar t.d. hjá
geðlæknum og sálfræðingum. Um
60% þeirra hefðu rætt kynferðisof-
beldi sem þeir hefðu sætt en 44%
fannst þeir hafa mætt neikvæðum
viðbrögðum. Hún lagði ríka áherslu
á að þett væri alvarlegt mál.
Algengustu afleiðingar kynferðis-
legs ofbeldis em samkvæmt skýrsl-
unni depurð og þunglyndi, erfiðleikar
í kynlífi, léleg sjálfsmynd, einangrun
og erfiðleikar í tengslum við aðra
og sjálfsvígshugleiðingar. Sjötíu og
þrír (16%) þolenda höfðu gert tilraun
til sjálfsvígs, sumir fimm sinnum eða
oftar. Þess má geta að tengsl ofbeld-
ismanna og þolenda era oftast náin.
Miimingarsýning um Jón Sigurðsson
opnuð í Jónshúsi að tilstuðlan Alþingis
FRÁ OPNUN sýningarinnar, f.v. Aðalgeir Krisljánsson, skjalavörður, Salome Þorkels-
dóttir og Bryndís Sverrisdóttir, þjóðháttafræðingur.
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttarit-
ara Morgunblaðsins.
í TILEFNI þess að 150 ár eru liðin
frá endurreisn Alþingis var opnuð á
laugardaginn var minningarsýning
um Jón Sigurðsson og Ingibjörgu
Einarsdóttur konu hans í Jónshúsi í
Kaupmannahöfn. Salome Þorkels-
dóttir, forseti Alþingis, opnaði sýn-
inguna að viðstöddum gestum. I
hópnum voru gestir bæði héðan og
frá íslandi, auk þess sem sendiherr-
ar íslands í Stokkhólmi og Osló voru
viðstaddir, en þeir voru í bænum til
fundahalda. Bryndís Sverrisdóttir
þjóðháttafræðingur setti sýninguna
upp og var hún einnig viðstödd opn-
unina. Aðalgeir Kristjánsson skjala-
vörður afhenti bókasafninu eintak
af bók sinni Endurreisn Alþingis og
þjóðfundurinn, sem kemur út um
þessar mundir í tilefni afmælisins.
Við vígsluna þakkaði Ingvi S. Ingvarsson
sendiherra fyrir hönd Jónshússtjórnar Salome
fyrir að koma og opna sýninguna, sem væri
til sóma fyrir hjónin, sem bjuggu í húsinu í
27 ár. Hann færði Alþingi þakkir frá íslend-
ingum í Kaupmannahöfn fyrir að koma minn-
ingarsafni um Jón í núverandi horf og þakk-
aði áhuga þingmanna og starfsmanna þings-
ins, ekki síst Guðrúnar Helg&dóttur, fyrrver-
andi þingforseta, og starfsmannanna Friðriks
Ólafssonar, Helga Bernódussonar og Karls
M. Kristjánssonar. Sendiherrann sagði að nú
væri verið að auka veitingasölu í húsinu, sem
væri til góða bæði fyrir Islendinga hér og að
heiman.
{ ávarpi sínu þakkaði Salome sendiherran-
um hlýleg orð í garð Alþingis og starfsmanna
þess. Hún sagði að þegar rætt hefði verið um
á hvem hátt Alþingi gæti minnst áranna 150
hefði þótt tilvalið að endurreisa minningarsýn-
inguna um Jón Sigurðsson og konu hans.
Bryndís Sverrisdóttir sagði síðan frá starfi
sínu við sýninguna og hversu skemmtilegt
henni hefði þótt að fá tækifæri til að kynn-
ast manninum að baki ímynd sjálfstæðishetj-
unnar og að fá tækifæri til að kynna Jón fyrir
öðrum.
Stúlknagullið og vinnuþjarkurinn
Bryndís rifjaði upp að Jón var annáiað
stúlknagull, sem bar sig og klæddi eins og
leiðtogi, bauð löndum sínum í kaffi á fínustu
hótelin og reykti dýra vindla. Á borðum hans
var ætíð íslenskur matur, utan á jólum, þegar
dönsk gæsasteik var borin á borð, ásamt rauð-
víni og svo púrtvíni á eftir. Bryndís rifjaði
líka upp að Jón þótti afreksmaður til vinnu.
Sagt var að hann gæti lesið tveimur mönnum
fyrir bréf, meðan hann sjálfur skrifaði það
þriðja. Gestrisni hans var rómuð og Bryndís
bætti því við að núverandi Hafnarpresthjón,
sr. Lárus Guðmundsson og kona hans, héldu
því merki dyggilega á lofti.
Gestir á sýningunni voru sammála um að
Bryndísi hefði tekist einkar vel upp með verk-
efnið. í samtali við Morgunblaðið sagði Bryn-
dís að hún hefði lesið allt sem hún hefði kom-
ist yfir um Jón, um heimilishagi hans, híbýli
og aðstæður á þessum tíma. Markmiðið með
sýningunni væri að gefa almenningi innsýn
í ævi hans og störf, en hann var fræðimað-
ur, auk þess að vera stjómmálamaður. Við
verkið naut Bryndís hjálpar Þórunnar Þor-
grímsdóttur leikmyndahönnuðar, Ólafs Ein-
arssonar smiðs í Kaupmannahöfn og Símonar
Unndórssonar, sem sá um lýsingu. Helga
Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Jónshúss,
þýddi texta á dönsku.
í samtali við Morgunblaðið sagði Salome
Þorkelsdóttir að sér þætti sýningin hafa tek-
ist vel, því hún væri bæði falleg og aðgengi-
leg. Þama í húsi Jóns Sigurðssonar sagði hún
að sér væri efst í huga bjartsýni hans og
kjarkur og hvemig þessi ótrauði hugsuður
hefði hrifkl þjóðina með sér í baráttunni fyrir
sjálfstæði íslendinga.