Morgunblaðið - 10.03.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.03.1993, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993 Minning- * Jón Kristinn Agústs- son prentari Það hvarf á braut, sem aldrei aftur kemur í orðum, formum, litum, tónastraumi. Vér skynjum óljóst, eins og væri’ í draumi, þann undramátt, er hvergi staðar nemur. Og þótt vér kannski kjósum annað fremur, þá knýr hið nýja’ á dyr með fima valdi, hver aldan rís með hærri’ og hærri faldi hvort hlaupið stendur lengur eða skemur. Og þú ert sjálfur annar en þú varst og annað nú sem vekur hryggð og gieði en forðum, meðan æskan átti völd. Þótt allir dagar eigi’ að lokum kvöld skal eigi bera þungan harm í geði, en standa af sér strauma’ og bylja kast. (Þorsteinn Halldórsson, heiðurs- félagi Hins íslenska prentarafé- lags og hirðskáld stéttarinnar.) Jón Kristin Ágústsson er látinn. Hann var fæddur í Reykjavík 9. september 1917, sonur hjónanna Þórdísar Kristjánsdóttur og Ágústs Jónssonar keyrara. Það rifjast upp minningar um góðan dreng og hugurinn leitar langt aftur í tímann. Eg var ekki hár í lofti er ég heyrði Jón Ágústsson fyrst nefnd- an og auðvitað var það í tengslum við hesta og kappreiðar, en Jón var hestamaður góður og eftirsótt- ur knapi og tók oft þátt í kappreið- um Hestamannafélagsins Fáks sem haldnar voru á skeiðvellinum við Elliðaár hér fyrr á árum. Jón vann oft til verðlauna á góðum gæðingum, en elsti bróðir minn, Ásgeir, var einnig knapi og fékk ég þá að fylgjast með á skeiðvellin- um. Á þessum árum var Jón í ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Fák og til margra ára var hann í ritnefnd tímaritsins „Hesturinn okkar" sem gefíð er út af Landssambandi hestamannafélaga. „Hesturinn okkar“ var prentaður í Prentsmiðj- unni Odda og auðvitað lét Baldur Eyþórsson prentsmiðjustjóri hesta- manninn og setjarann Jón Ágústs- son hafa verkið, en Jón og Baldur voru gamlir samstarfsmenn úr Al- þýðuprentsmiðjunni og perluvinir. Jón Ágústsson hóf nám í setn- ingu 1. júní 1938 hjá mági sínum Jóni H. Guðmundssyni, prentara og ritstjóra, sem rak Prentstofu J.H.G., en hún hætti störfum ári síðar. Jón lauk námi í Alþýðuprent- smiðjunni 1. desember 1942 og var hann í síðasta árgangi sem lauk prentnámi (setjari) á fjóru og hálfu ári. Árið 1942 hóf ég nám í Guten- berg, fyrst sem setjari og síðar í prentun, en á þeim árum voru „lærlingar" yfirleitt látnir kynnast báðum námsgreinunum, setningu og prentun, til að læra að umgang- ast verkefnin, læra að lesa skrifuð handrit, læra á „materíalið" og prentaradönskuna. Þetta var skóli hinnar svörtu listar. Þá kom Jón Ágústsson aftur í sjónmál, nú sem varaformaður nýstofnaðs Prentnemafélags. Upp frá því hófust kynni okkar sem með árunum urðu að órjúfan- legri vináttu — vináttu þar sem margs er að minnast. Að minnast Jóns Ágústssonar opinberlega er jafnframt að minn- ast Hins íslenska prentarafélags, það samtengdur var hann prent- arafélaginu í yfír 50 ár. Jón var félagsþroskamaður enda snemma kosinn.til trúnaðarstarfa í þeim félögum sem hann var með- limur í, t.d. Fáki, í'stjóm Alþýðu- flokksins til margra ára, enda eld- heitur krati og lét aldrei bilbug á sér finna á pólitísku sviði hvað'sem á gekk í krataflokknum, í banka- stjóm Alþýðubankans, eldheitur Framari og lét sig sjaldan vanta á völlinn þegar Framar kepptu. En mestan og lengstan tíma helgaði hann krafta sína Hinu íslenska prentarafélagi. Þar starfaði hann meira og minna í öllum nefndum prentarafélagsins og þá oftast sem formaður nefnda. Jón var formaður HÍP á ámnum 1966 til 1971 eða þar til hann gerðist framkvæmdastjóri Lífeyr- issjóðs prentara og vann þar til sjötugs er hann lét af störfum vegna aldurs. Eins og í öllum málum HÍP vann Jón sér traust og vináttu allra er samskipti höfðu við Lífeyrissjóð- inn. Mörg stórmálin hafa litið dags- ins ljós, aðeins fá talin hér, t.d. stytting vinnuvikunnar úr 48 stundum í 40 eða 5 daga vinnuvik- t Ástkær fósturdóttir mín, sambýliskona, móðir og tengdamóðir okkar, SOFFÍA JÓNA VATNSDAL JÓNSDÓTTIR, Gyftufelli 16, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðarkirkju fimmtudaginn 11. mars kl. 13.30. Arina Ibsen, Eyjólfur Agnarsson, Kristrún Arina Pálsdóttir Hoydal, Jeff Hoydal, Jón Bergmann Pálsson, Dahlia Gutierrez Pálsson, Páll Axel Pálsson, t Ástkær móðir okkar, JAKOBÍNA ODDSDÓTTIR, Háaleitisbraut 32, lóst á Hvítabandinu mánudaginn 8. mars. Krístbjörg Guðmundsdóttir og Fanney Magnúsdóttir. t »Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNJÓNSSON verkstjóri, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, miðvikudaginn 10. mars, kl. 13.30. Guðni Jónsson, Þórunn Haraldsdóttir, Rútur Jónsson, Eva Benjamínsdóttir, Heiða Jónsdóttir, Þorgeir Bergsson, barnabörn og barnabarnabörn. an — stofnun lífeyrissjóðsins, að öll aukavinna var greidd með 100% álagi á dagvinnu, fjölgun veikinda- daga og fjölgun orlofsdaga. Jón vann ötullega að undirbún- ingi og sameiningu fjögurra bóka- gerðarfélaga í eitt félag. Þetta var stór ákvörðun og vandasöm, taka þurfti tillit til allra félaganna sem höfðu ólíkan bakhjarl, ólíkan fé- lagsmannafjölda og ólíka samn- inga við atvinnurekendur. Þetta var ekki þrautalaust, marga hnúta varð að leysa og þá jafnframt að herða aðra, en sameiningin tókst giftusamlega og Félag bóka- gerðarmanna var stofnað í nóvem- ber 1980. Það er altalað að Hið íslenska prentarafélag hafí átt því láni að fagna að eiga fórnfúsa og ágæta forystumenn sem verið hafa langt á undan sinni samtíð. Ekki aðeins hvað varðar launamál eða stétt- arfélags- og hagsmunamál heldur einnig að styrkja aðstöðu félagsins og verða félagsmönnum að liði. Það sýnir best er prentarafélagið keypti hið glæsilega hús á Hverfís- götu 21. Þá var gert landnám í hinum sæla og fagra Laugardal og keypt jörðin í miðjum dal — Miðdalur — árið 1941. Sá sælureitur, sem að- eins var lágt og lítið skógarkjarr, er nú orðinn að einum fegursta skógarreit á Suðurlandi og ára- langur draumur rættist, því strax 1942 heija 14 prentarar byggingu sumarbústaða með meiri bjartsýni og stórhug en fjárhagslegri getu. Hér var verið að ryðja algörlega nýja braut í sögu verkalýðssamtak- anna, að byggja slíkt sumarbú- staðahverfi sem reis í þessum fagra sæludal og undravert var hvað forystumennimir voru fund- vísir á staðarval. Nú eru sumarbú- staðimir orðnir yfír sjötíu talsins og þúsundir prentara og aðstand- enda þeirra hafa notið dvalar í sveitasælunni og teygað að sér tært fjallaloftið, notið hvíldar og hollrar útivistar. Jón varð fullgildur félagsmaður HÍP 1943 og strax á næsta aðal- fundi var hann kosinn í fyrstu nefndina og þá mikilvægustu — fasteignanefndina, en þessar stór- eignir féllu undir hana og allt það umstang hvíldi á fasteigna- nefndarmönnum. Og enn rætast draumar. 1. maí 1960 var fyrsta skóflustungan tek- in að byggingu fjögurra íbúða or- lofsheimilis prentara á svonefndum Höfða, fögrum stað þar sem haft var að leiðarljósi að heimilið félli vel inn í landslagið. Hið íslenska prentarafélag var fyrst allra verka- lýðssamtaka til að byggja orlofs- heimili fyrir félaga sína. Jón var í orlofsheimilanefndinni frá upphafi og sá um byggingarframkvæmdir, en verktakar tóku að sér að gera heimilið aðeins meira en fokhelt, gengu frá tréverki innan dyra og luku því í júlímánuði. Sú vinna sem eftir var þá við orlofsheimilið, að fullgera það svo hægt væri að láta félögum og fjöl- skyldum þeirra líða sem best, lenti á Jóni, Kjartani Ólafssyni starfs- manni HIP, Pálma Arasyni og mér, og með okkur tókst sú vin- átta sem ekki hefur borið skugga á síðan. Eftir þetta hvíldi öll um- sjón og lagfæringar og eiginlega allt sem gera þurfti í Miðdal á okkur fjórmenningunum. Um þess- ar mundir fæddist hjá okkur hug- myndin að stofnun orlofsheimilis- sjóðs, að atvinnurekendur greiddu 0,25% af launum í sjóðinn. Kjartan Ólafsson andaðist 1970 og ég flyst til Akureyrar 1971 og enn varð breyting. Já, í Miðdal höfum við vinirnir átt margar sælustundir með fjölskyldum okk- ar. Jón var iðinn og sívinnandi og nú seinni ár vildi hann helst hvergi annars staðar vera en í sínu Há- koti, en svo nefndi hann bústað sinn, við að dytta að og lagfæra, gaf sér þó stundum tíma frá ann- ríki að koma í heimsókn í Sæluna til eftirlits og fá sér kaffisopa eða annað snarl sem á borðum var. Jón og Pálmi komu oft í heim- sókn hingað til Akureyrar og dvöldust hjá okkur Herdísi sem var nýtt ljós í hans vinahópi og Herdís dáði Jón. Rifja verður upp þegar hann kom norður til að kenna mér að renna fyrir lax, en Jón var laxveiði- maður góður og fískinn. Við veidd- um í Svartá og Eyjafjarðará og við fórum á skíði í Hlíðarfjall, en Jón hafði aldrei stigið á skíði fyrr. Þeir voru svaramenn okkar Her- dísar er við giftum okkur, þeir fluttu með okkur búslóðina í nýju íbúðina okkar í Heiðarlundi og þeir fluttu með okkur nýja sumar- bústaðinn austur í Bárðardal sem ég hafði smíðað ásamt tengdaföður mínum hér á Akureyri. Já, þakklát erum við Herdís Jóni fyrir umsjón hans á bústað okkar, Sælunni í Miðdal, og alltaf þegar við komum suður voru Jón og nú seinni árin Friðjón, tengdasonur hans, búnir að slá grasblettinn í kringum Sæl- una og græna dregilinn hennar Herdísar, en svo nefndu þeir heim- t Ástkær sambýlismaður minn, sonur og faðir okkar, GUÐBJARTUR BENEDIKTSSON múrarameistari, Brekkubyggð 5, Garðabæ, lést í Landspítalanum 7. mars. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju föstudaginn 12. mars kl. 15.00. Kristín Árnadóttir, Benedikt Viggó Jónsson, Guðrún Guðbjartsdóttir, Lilja Guðbjartsdóttir, Vigdis Guðbjartsdóttir. t Innilegar þakkirtil hinna fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð við andlát og útför ÁRSÆLS GUÐJÓNSSONAR, Höfn, Hornafirði, og heiðruðu minningu hans með blóm- um, krönsum, minningargjöfum og nærveru sinni. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á Landakotsspítala fyrir frábæra hjúkrun og umönnun í langri sjúkrahúslegu. Guð blessi ykkur öll. Jónfna Brunnan, Birgir Ársælsson, Aðalheiður Árnadóttir, Ólafur Guðjón Ársælsson, Bragi Ársælsson, Birna Oddgeirsdóttir, Jóhann Heiðar Ársælsson og barnabörn. reiðina að bústað okkar. Ljúfar minningar um vin og góðan dreng hrannast upp. Jón var gerður að heiðursfélaga Prentnemafélagsins 1965 og heið- ursfélagi Hins íslenska prentarafé- lags 1972. Jón var kvæntur Halldóru Guð- mundsdóttur sem lengi vann í Al- þýðuprentsmiðjunni og áttu þau fjögur börn. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: Sigurður, fram- reiðslumaður, búsettur með fjöl- skyldu sína á Höfn í Hornafirði; drengur sem andaðist rúmlega mánaðargamall; Þórir Ágúst, framreiðslumaður, ókvæntur; og Margrét, en maður hennar er Frið- jón Alfreðsson og eiga þau dóttur og tvo syni. Nú seinni árin hefur Jón búið hjá þeim ágætu hjónum og notið hlýju og unaðar á fallegu heimili þeirra í Langagerði 30. Jón minn, hvíl þú í friði, friður Guðs þig blessi. Við vottum öllum aðstandendum samúð okkar. Herdís Gunnlaugsdóttir, Friðrik Ágústsson. Allt orkar tvímælis þá gjört er. Þessi orð komu í hug minn er ég settist niður til að festa á blað kveðju til vinar míns, Jóns Kristins Ágústssonar prentara, en hann lést mánudaginn 1. mars sl. eftir harða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Um Jón mætti skrifa langt mál svo víða hefur hann stigið niður fæti á lífs- leiðinni og alls staðar til góðs. Ég læt aðra um að tíunda öll hans spor. Það er ætlun mín með þessum fátæklegu orðum að kveðja Jón og þakka honum vináttu í starfí og leik síðastliðin 40 ár. Þær eru orðnar margar ferðirnar sem við höfum farið saman í veiði og til fjalla þó að flestar hafí þær þó verið austur í Miðdal þar sem við eigum-sumarbústaði. Jón nefndi sinn bústað Hákot, en þar var þó enginn kotbúskapur, allt í röð og reglu og snyrtimennskan leyndi sér ekki þegar þar var komið í hlað. Rennisléttar grasflatir og tré og runnar þar um kring. Þetta var hans unaðsreitur og þar vildi hann helst dvelja í návist við börn sín, bamaböm og vini. En þetta áttu aðeins að vera örfá kveðju- og þakklætisorð til góðs vinar. Við Nína þökkum þér langa vináttu og tryggð, vináttu sem aldr- ei bar skugga á. Guð blessi þig og varðveiti. Bömum, tengdabörnum og bamabömum sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Pálmi Arason. í hlóniiisUrry(iii!>;Tini vió öll la-Uilæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 Erfidrykkjur Glæsileg kalfi- lilaðborð íiUlegir salir og injög góð þjónustíL llpplýsingar ísíma 22322 FLUGLEIDIR HÍTEL 10FTLEIBIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.