Morgunblaðið - 10.03.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.03.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993 21 Formaður Samstarfsnefndar atvinnurekenda í sjávarútvegi Lífsnauðsynlegt er að lækka raunvexti strax um 3 prósent EINAR Oddur Kristjánsson formaður Samstarfsnefndar atvinnu- rekenda í sjávarútvegi segir stöðu fiskvinnslunnar um þessar mund- ir vera með þeim hætti að lífsnauðsynlegt sé að lækka raunvexti strax um að minnsta kosti 3%. „Því miður höfum við ástæðu til að halda að við séum ekki búnir að sjá fyrir endan á þessu, en 3% raunvaxtalækkun, að minnsta kosti til að byrja með, slær strax á. Það er bara fyrsta skrefið," segir hann. Einar Oddur sagði í samtali við Morgunblaðið að fréttir sem upp á síðkastið hefðu verið að berast Háskólarektor Skýringar taldar full- nægjandi VEGNA fréttar í ýmsum fjöl- miðlum undanfarna daga af at- viki sem átti sér stað í kosning- um til stúdentaráðs og háskól- aráðs fimmtudaginn 25. febrúar sl. þar sem einn stúdent kaus tvívegis vill rektor Háskóla ís- lands taka fram eftirfarandi: „Kjörstjóm kosninganna ritaði háskólaráði bréf þar sem mála- vextir voru skýrðir og lagði jafn- framt fram bréf sem stúdentinn hafði lagt fyrir fund kjörstjórnar áður en kjörfundi lauk 25. febrúar þar sem hann skýrði mistök sín. Ljós er að hér urðu mistök sem gefa tilefni til strangari aðgæslu við gerð kjörskrár í framtíðinni. Kosning til stúdentaráðs og há- skólaráðs er á ábyrgð stúdenta sjálfra, kjörstjórn annast fram- kvæmd hennar og ber ábyrgð á að kosningin fari rétt fram. Niður- staða kjörstjórnar var að aðhafast ekkert að eigin frumkvæði annað en að láta hlutaðeigandi aðila vita hvernig í málum lægi. Á fundi háskólaráðs fimmtu- daginn 4. mars sl. voru áðurnefnd bréf lögð fram til kynningar án þess að málið væri rætt sérstak- lega og síðar sama dag átti rektor fund með forseta lagadeildar, ein- um fulltrúa stúdenta í háskólaráði og stúdentinum sem í hlut á og óskaði eftir þessum fundi. Þar gaf stúdentinn skýringar á málavöxt- um. Þær voru taldar fullnægjandi og ekki ástæða til frekari að- gerða.“ -----»-♦.----- ■ NÝDÖGUN, samtök um sorg og sorgarviðbrögð í Reykjavík, standa fyrir fræðslufundi fimmtu- daginn 11. mars kl. 20.30-22 í safnaðarheimili Grensáskirkju. Efni fundarins er atvinnumissir. Fyrirlesari er Halldór Júlíusson, framkvæmdastjóri Miðstöðvar fólks í atvinnuleit. ■ OPINBER fyrirlestur verður haldinn í guðfræðideild Háskóla Islands fimmtudaginn 11. mars kl. 10.15. Robert Benne, siðfræðipró- fessor frá Bandaríkjunum, heldur þá fyrirlestur í V. kennslustofu aðalbyggingar og nefnir hann: „Christianity at the Dawn of the 21st Century“. 3M Scotchcal um ástandið á fiskmörkuðunum væru hreint skelfilegar, og því miður virtist ekki vera bitið úr nálinni með það. Hann hefði lengi verið þeirrar skoðunar að það væri lífsnauðsynlegt að beita öll- um ráðum til þess að lækka vexti verulega, og hann væri sannfærð- ur um að það mætti lækka raun- vexti hér um að minnsta kosti 3% í fyrstu atrennu. I fréttatilkynningu sem Samtök fiskvinnslustöðva sendu frá sér fyrir síðustu helgi kom m.a. fram að botnfískvinnslan væri nú rekin með 6,5% halla af tekjum miðað við rekstrarskilyrði eins og þau voru í febrúar, og þær breytingar sem hér hefðu verið gerðar á vöxt- um að undanförnu væru það smá- vægilegar að gagnsemi þeirra væri vart mælanleg og gætu naumast flokkast undir annað en sýndaraðgerðir. Einar Oddur sagðist taka undir að menn hefðu ástæðu til að ætla að svo væri. „Ég gekk í gegnum það á síð- astliðnum vetri að fá alla aðila á fjármagnsmarkaði til þess að standa að þeim ferli að vextir gætu lækkað hér umtalsvert, og það var einn af aðal liðunum í því að við náðum síðustu kjarsamning- um. Eftir þá reynslu er ekkert skrýtið þó að ég sé mjög tortrygg- inn í garð þessara manna, og ég er mjög tortrygginn gagnvart tali um vaxtalækkanir. Eg vantreysti mönnum stórkostlega í þessu. Það er þegar sýnt og margra ára reynsla er fyrir því að það er fá- keppnin á þessum markaði sem heldur uppi vöxtunum, og menn halda hér uppi vöxtum sem engin atvinnurekstur getur borgað. Þessir aðilar halda uppi vöxtunum og ríkið ber þar höfuðábyrgð nú eins og fyrr,“ sagði hann. Agúsáfrr si Ifaífsff ) i •': ; ) f*4 | tófere: \ \ _ 4 m 'm -1 s&œim- : i SifÁA ús- ■ " 4 &imká&i0sKtev. :*» I * i&tiíœía-.' ■ SitjtóKtoatif,.; SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG uaMFLETT il1 Wlarfes&ir i UWHíf Fylgstu meb á miðvikudögum! Úr verinu kemur út á miðvikudögum. Þar er ítarleg umfjöllun um allt sem viðkemur sjávarútveginum, allt frá veiðum til sölu sjávarafurða. Nýjustu fréttir eru sagðar af sjávarút- veginum, birt eru aðgengileg yfirlit yfir aflabrögð, fréttir af fiskmörkuðum, kvóta, dreifingu skipa á miðunum og fleira. Úr verinu er blað sem allir lesa sem láta sig sjávarútveginn, höfuðatvinnuveg landsins, einhverju varða. - kjami málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.