Morgunblaðið - 10.03.1993, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993
Farsæll kominn
í slipp í Njarðvík
Grindavík.
„ÞETTA er mikill léttir,“ sagði Grétar Þorgeirsson þegar hann
sá á eftir bát sínum Farsæli út á sundið í innsiglingunni til Grinda-
víkur.
Björgunarskipið Goðinn dró
Farsæl af strandstað í morgunsár-
ið í gærdag þar sem hann hefur
verið síðan hann rak vélarvana
upp í §öru sl. laugardag. Unnið
hafði verið að því að draga hann
á flot síðan þá og meðal annars
grafíð frá bátnum bakborðsmegin
til að auðvelda dráttinn. Þegar
Goðinn síðan hóf dráttinn liðu
ekki nema nokkur andartök þang-
að til Farsæll flaut og var laus
af strandstað.
Liðsmenn Þorbjarnar í Grinda-
vík voru tilbúnir til að fara um
borð í Farsæl úr slöngubát gínum,
Hjalta Frey, og þegar um borð
var komið sögðu þeir að allt væri
í stakasta lagi, enginn sjáanlegur
leki og stefnan var tekin til Njarð-
víkur þar sem Farsæll var dreginn
á þurit.
Grétar sagðist búast við að
gert yrði við bátinn strax því kvót-
inn væri búinn af honum og stutt
væri í páskafrí. Það yrði síðan að
ráðast hvemig gengi með viðgerð
hvenær næst væri róið.
Kominn í slipp
Dráttarskipið Goðinn kom með
Farsæl til Njarðvíkur um hádegis-
bilið í gær. Farsæll var síðan tek-
in í slipp í Skipasmíðastöð Njarð-
víkur á kvöldflóðinu þar sem gera
á við skemmdimar sem urðu á
bátnum við strandið. Botninn er
talsvert mikið dældaður stjórn-
borðsmegin en skemmdir bak-
borðsmegin em ekki eins miklar.
FÓ/BB
*
I örugga höfn
GÖÐINN og Farsæll komnir til hafnar í Njarðvík. Á innfelldu myndinni sjást þeir fylgjast af at-
hygli með björgunaraðgerðum feðgarnir Þorgeir Þórarinsson, Hafsteinn og Grétar Þorgeirssynir.
VEÐUR
IDAGkl. 12.00
Heimild: Veóuratofa íslands
(Byggt ó veðurspá kl. 16.15 í gær)
VEÐURHORFUR í DAG, 10. MARS
YFIRLIT: Yfir landinu er hæðarhryggur sem þokast austur, en um 900
km suður af Hvarfi er vaxandi og víðáttumikil lægð sem hreyfist hægt
austnorðaustur.
SPÁ: Fremur hæg sunnan- og suðaustanátt — súld suðvestan- og vest-
anlands, en úrkomulaust annarstaðar.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG, FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Suðaustlæg
átt, yfirleitt kaldi eða stinningskaldi sunnan og vestanlands, en hægari
norðaustan til. Sunnanlands og vestan verður súld eða rigning með
köflum, en léttskýjað víðast norðanlands. Á fimmtudaginn verður hiti á
bilinu 1-6 stig, en veður fer hlýnandi, og á laugardaginn verður 4-9
stiga hiti.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22.30. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
O 'öl A Q
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað
/ r / * / *
f f * f
f f f f * /
Rigning Slydda
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Skýjað Alskýjað
V $ ❖
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstigv
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
s«g..
FÆRÐA VEGUM:
(Kl. I7.30ígær)
Greiðfært er urri vegi í nágrenni Reykjavíkur en þó hefur snjóað nokkuð
á Mosfellsheiði. Greiðfært með vegum á Suðurlandi og með Suðurströnd-
inni austur á firði og góð færð ytírleitt eystra. Sömuleiðis er greiðfært
fyrir Hvalfjörð og um vegi í Borgarfirði og á Snæfellsnesi og fært í Dali
og Reykhólasveit. Það má reyndar segja að sé hálka vföa, sérstaklega
á heiðum á Vesturlandi og Vestfjörðum. Þaö er fært frá Brjánslæk til
Bfldudals og frá Þingeyri til Isafjarðar og frá ísafirði suður um Steingríms-
fjarðarheiði til Reykjavíkur. Það er fært norður um Holtavörðuheiði til
Akureyrar og það er sömuleiðis góð færða á vegum á Norðurlandi og
fært tii Vopnafjarðar. Möðrudalsöræfi eru fær. Vopnafjarðarheiði er
jeppafær. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-
631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin.
m / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 0 skýjað Reykjavik 2 skúrás. klst.
Bergen 4 rigning
Helslnki 1 skýjað
Kaupmannahöfn 4 þokumóða
Narssarssuaq +5 snjókoma
Nuuk +19 skafrenningur
Osló 4 skýjað
Stokkhólmur 3 alskýjað
Þórshöfn 6 léttskýjað
Algarve 16 léttskýjað
Amsterdam B léttskýjað
Barcelona 12 hálfskýjað
Berlín 3 heiðskírt
Chicago 1 alskýjað
Feneyjar 9 þokumóða
Frankfurt 5 heiðskírt
Glasgow 8 mistur
Hamborg 4 hálfskýjað
London 8 léttskýjað
LosAngeles 12 þoka
Lúxemborg 4 heiðskfrt
Madrid 12 heiðskírt
Malaga 17 mistur
Mallorca 14 skýjað
Montreal +2 snjókoma
NewYork 4 skýjað
Ortando 13 þokumóða
Parfs 8 léttskýjað
Madelra 17 alskýjað
Róm 11 léttskýjað
Vín 1 heiðsklrt
Washington 6 léttskýjað
Winnlpeg +2 alskýjað
25-30% ná ekki lágmarkseinkunn
Lokapróf misjöfn og
samanburður erfiður
SIGÞÓR Magnússon formaður
Skólastjórafélags íslands, segir
það ekki koma á óvart að 25 til
30% nemenda í hverjum árgangi
nái ekki lágmarkseinkunn á loka-
prófi í grunnskólum. Prófin gæfu
hins vegar ekki nákvæma mynd
af þekkingu nemenda, þar sem
einungis er prófað í tveimur til
fjórum námsgreinum og því ekki
hægt að draga álýktanir af niður-
stöðunum um nám i grunnskólum
eða þá kennslu sem þar fer fram.
Auk þess væru prófin misjöfn
milli ára og erfitt að bera saman
niðurstöður þeirra.
„Það er vafasamt að draga stórar
ályktanir af niðurstöðum sam-
ræmdra prófa,“ sagði Sigþór. „Það
er einungis verið að prófa í tveimur
til fjórum bóklegum greinum grunn-
skólans af um 12 til 16 námsgrein-
um. Öll umræða um að hefja verk-
legt nám til vegs er hjóm eitt þegar
eingöngu er prófað í bóklegum grein-
um og mænt er á niðurstöður þeirra
jafnvel til inngöngu í verknámsskóla.
Samræmd próf eru alls ekki algildur
mælikvarði á gæði eða afköst grunn-
skólans."
Skoða þarf forsendur
Sigþór benti á að skoða þyrfti
vandlega hvaða forsendur væru fyrir
prófunum. í þeim fælist ákveðinn
skekkjuvaldur. Þau hefðu reynst
misþung milli ára en niðurstöður
væru engu að síður teknar alvarlega
meðal skólamanna.
-----■
Borgarverkfræðingur
Yfirverkfræð-
ingur ráðinn
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
ráða Ólaf Bjarnason bygginga-
verkfræðing, hjá Verkfræðistofu
Sigurðar Thoroddsen, í stöðu yfir-
verkfræðings á skrifstofu borgar-
verkfræðings. Fjórar umsóknir
voru um starfið.
í erindi Stefáns Hermannssonar,
borgarverkfræðings, til borgarráðs
kemur fram að samþykkt hafi verið
að auglýsa stöðuna og að umsóknar-
frestur hafi verið til 15. febrúar sl.
Leggur hann til að Ólafur verði ráð-
inn þar sem hann sé hæfastur um-
sækjenda og með mesta starfs-
reynslu. Lagt er til að starfsheiti
hans verði framkvæmdastjóri áætl-
unarsviðs borgarverkfræðings.
Stykkishólmur
Agúst Sigurðsson
forsljóri látinn
Ágdisj Sigurðsson, forstjóri Sig-
urðar Ágústssonar hf. í Stykkis-
hólmi, lést mánudaginn 8. mars á
Landspítalanum í Reykjavík á 59.
aldursári.
Ágúst fæddist í Reykjavík 18. júlí
1934. Foreldrar hans voru Sigurður
Ágústsson kaupmaður og alþingis-
maður í Stykkishólmi og kona hans
Ingibjörg Helgadóttir. Ágúst lauk
prófi frá Verzlunarskóla íslands árið
1955. Að verslunarprófi loknu hélt
hann til Bandaríkjanna í framhalds-
nám og störf hjá Coldwater Seafood
Corp. Arið 1958 hóf hann störf hjá
fyrirtæki föður síns í Stykkishólmi
og tók hann síðan við forstjórastarfi
þar árið 1968 sem hann gegndi til
dauðadags. Ágúst starfaði mikið inn-
an skátahreyfmgarinnar um margra
ára skeið, og einnig starfaði hann
ötullega í Frímúrarareglunni á ís-
landi og var í forsvari fyrir Fræðsl-
ustúkuna Borg í Stykkishólmi.
Ágúst Sigurðsson
Eftirlifandi eiginkona Ágústs er
Rakel Olsen og eiga þau fjögur börn.