Morgunblaðið - 10.03.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.03.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993 Michigan í Bandaríkjunum, gift Grétari Tryggvasyni doktor og pró- fessor í vélaverkfræði við háskólann þar og eiga þau tvö börn. Ég flyt hér kveðjur og_ þakkir mínar og þeirra allra. Mér verður oft hugsað til þess, hver gæfa það er að hafa átt svona góða nágranna í tvær kynslóðir. Með þeim orðum lýk ég þessari minningu um Nonna-Stóra, Mömmu-Siggu og Pabba-Jón. Jón Brynjólfsson. í morgunsárið á afmælisdaginn sinn andaðist Jón tengdafaðir minn. Miðjan þann sama dag var jarðsett við hlið Sigríðar heitinnar Oddleifs- dóttur, tengdamóður minnar, systir hennar, Elín Oddleifsdóttir, sem andaðist fyrir skömmu, nær eitt hundrað ára. Þetta var undarlegur dagur, þar sem kvödd var Ella, sem svo lengi hafði beðið þess að mega leggjast til hinstu hvfldar við hlið systur sinnar, en Jón, sem hafði allur verið að hressast, var sam- kvæmt venju búinn að tryggja sér konfektkassa af stærstu gerð til að gæða gestum sínum á er líta myndu inn til hans á St. Jósepsspítala. Hann vaknaði, átti orðastað við hjúkrunarkonu, sem brá sér frá að hans ósk í mínútu eða svo. Þegar hún kemur aftur er hann allur. Jón fæddist 26. febrúar 1914 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Herdís Kristjánsdóttir og Jón Jóns- son. Alsystkini hans voru Alfreð, Kristján og Bára. Hálfsystkinin sammæðra voru Karitas, Hafsteinn og Lilla. Þegar Jón er á fyrsta ári verða sraumhvörf í lífi hans. Við sambúð- arslit fer hann í fóstur til fjölskyld- unnar í Þúfu í Landsveit, þar sem bjuggu sæmdarhjónin Hans Brynj- ólfsson og Guðrún Jónsdóttir ásamt börnum sínum. Hjá þessu öndvegis- fólki elst Jón upp við besta atlæti, sem völ er á. Árið 1930, þegar Jón er sextán ára og fóstri hans látinn, flytjast þau, sem eftir eru í Þúfu, til Reykja- víkur í nýbyggt hús Þormóðar og Jónínu, fóstursystur hans, á Báru- götu 22. Stefán og Guðrún, fóstur- systkini Jóns, voru þama einnig. Þar með er hafin samfelld 30 ára búseta Jóns í þessu íjölskyldusetri. Skólagangan hafði verið hefðbund- in farkennsla í Landsveit, en 1931, þá sautján ára, bætir hann við ein- um vetri í Ingimarsskóla. Jóni var það ljóst að honum stóð til boða stuðningur til frekara náms ef hann kærði sig um, því að hæfíleikana hafði hann, en hann kaus að verða fyrr að gagni og tók því meirapróf með kennsluréttindum átján ára og byrjar að aka leigubíl frá Nýju bíla- stöðinni í Reykjavík, ásamt öku- kennslu. Þessa atvinnu stundar hann í tvö ár eða þar til hann ræð- ur sig 1935 sem bílstjóra hjá Pönt- unarfélagi verkamanna, sem síðar varð KRON. Virðing bílstjóra hefur ekki í annan tíma verið meiri á ís- landi en þá og mikið lán að hafa svo góða vinnu. Næstu árin er hann í þessu starfí og enn eltir lánið Jón. Hann kynnist verslunarstjóra hjá KRON, Sigríði Oddleifsdóttur. Þau gifta sig og hefja búskap í fjöl- skyldusetrinu á Bárugötu 22 og fýrsta bamið, Guðni, fæðist 30. ágúst 1942, Rútur fæðist 8. nóvem- ber 1943 og loks_ Heiða 15. júní 1948. Árið 1943 er Jón ráðinn aðal- verkstjóri, annar af tveimur, í vöm- geymslur, fóðurblöndunarstöð og skipadeild SÍS með aðalstöðvar við Geirsgötu niðri við höfn í Reykja- vík. Þar með hefst samfelldur giftu- ríkur 38 ára ferill í þessu starfí, sem lýkur ekki fyrr en Jón fer á eftir- laun 1981 sextíu og sjö ára gam- all. Framan af er stöðug aukning í starfseminni og vinnuálag mikið og sýnu mest á áranum 60-65. Jóni líkaði vistin vel hjá SÍS og víst er að eiginleikar númer eitt, tvö og þrjú hjá Jóni; samviskusemi, heiðarleiki og reglusemi (gildir einu hvaða röð er á þeim) nýttust vel hjá SÍS. Aldrei hafði Jón órað fyrir því að hann myndi lifa SÍS. Árið 1960 ræðst Jón í að kaupa stóra og myndarlega íbúð í Hvassa- leiti og er flutt inn í hana tilbúna með öllu nýju innanstokks. Þetta er stór biti, en það er unnið myrkr- anna á milli og synimir komnir á árina líka, svo að allt lukkast þetta eins og allt hjá Jóni. Þegar fækkaði í heimili er skipt yfir í minni íbúð í Fellsmúlanum. Jón og Sigga vora alla tíð vin- mörg, enda ræktarsöm við fjöl- skyldur sínar og leið varla sá dagur að ekki væri einhver í heimsókn. Jón var stálminnugur og hafði gam- an af segja frá á sinn græskulausa hátt, hafsjór af fróðleik, eftirtektar- samur og gamansamur og gjörsam- lega laus við rætni og illkvittni, þannig að öllum leið vel í návist hans. Umhyggju fyrir vinum og vandamönnum var við bragðið og vandlega var þess gætt að gera ekki upp á milli. Siggu sinni gaf hann gjaman fallega hluti og handa börnum átti hann alltaf góðgæti, þannig að Fellsmúlinn virkaði á börnin eins og segull á jám. Það sem vantaði upp á Jón bætti Sigga upp því að hún var gersemi, sem Jón kunni að meta og mátti ekki vera án. Þau sátu á friðarstóli í Fellsmúlanum, ungarnir löngu flognir úr hreiðrinu, en þá dregur ský fyrir sólu, Sigga, sem aldrei varð veik og alltaf til reiðu, leggst á spítala 1984 og á ekki aftur- kvæmt. Þetta var reiðarslag. Jón flutti inn á heimili okkar og kom sér þar vel fyrir. Nærvera hans var okkur og bömunum mikil ánægja, hann tefldi við þau og spilaði, hann var einn póll í viðbót á heimilinu, sem við kunnum vel að meta. Jón kom vængbrotinn inn á heimilið og á hann sótti astminn og fleiri kvill- ar, en af eigin rammleik og með aðstoð dóttur sinnar, sem hann tre- ysti fullkomlega, komst hann á nokkurt flug aftur og fer síðan að sækja dagvistun á Hrafnistu í Hafn- arfirði og eignast þar nýja félaga. Eftir íjögurra ára dvöl á heimili okkar tekur hann flugið á ný og kemur sér fyrir í frábærlega góðu íbúðarherbergi á Hrafnistu í Hafn- arfírði, með málverkin sín, bækurn- ar, fjölskyldumyndirnar og aðra persónulega muni, sem voru honum kærir. Síðustu tvö árin dvaldist Jón á sjúkradeild Hrafnistu með hléum er hann hefur legið á Vífílsstöðum, en astminn lét hann aldrei alveg í friði. Síðustu tvo mánuði lagðist margt þungt á hann í senn. And- legri reisn hélt hann allt þar til er yfír lauk, augun voru jafn skýr og handtakið þétt er ég kvaddi hann á sjúkrasænginni, eins og þegar ég hitti hann í fyrsta skipti í Fells- múlanum. Vel lukkað lífshlaup er svo sann- arlega gleðilegt en varir því miður ekki að eilífu og það er sárt þegar kærir hverfa á braut, en Jón er áreiðanlega sáttur við að vera kom- inn til fundar við Siggu sína á ný. Hann trúði að svo myndi verða. Tengdaföður minn kveð ég með innilegu þakklæti, því að hann reyndist mér svo einstaklega vel. Blessuð sé minning hans. Tengdasonur. Okkur systkinin langar að minn- ast ástkærs afa okkar með nokkram orðum. Okkur er það efst í huga nú á kveðjustundu hversu heppin við vorum að eiga svo góðan afa, hversu áhugasamur hann var um okkar nám og stárf. Hann spurði mikið hvernig gengi í skólanum og hafði mikinn metnað fyrir okkar hönd. Hann studdi okkur alltaf, hvatti okkur áfram og hrósaði þeg- ar vel gekk. Afí hafði alltaf tíma fyrir okkur, tíma til að setjast niður og spjalla eða spila, t.d. kenndi hann okkur að tefla. Það era okkur sérstaklega minnisstæðar stundir. Hann gaf okkúr forgjöf í byijun, svo við næð- um að vinna hann. Þó að við yrðum betri með tímanum var alltaf jafn gaman að tefla við afa. Það var líka gott að setjast niður með afa Jóni og spjalla um daginn og veginn. Hann fylgdist ætíð með tíðarandan- um og gerði sér grein fyrir breyttum aðstæðum og viðhorfum unglinga í dag. Hann sagði okkur margar sögur frá því í gamla daga, enda hafði hann frá mörgu að segja, frá áran- um sem hann keyrði leigubíl, vöra- bfl eða tímanum sem hann var verk- stjóri hjá Sambandinu. Við bömin náðum líka að kynn- ast afa Jóni sérstaklega vel er hann bjó hjá okkur í nokkur ár eftir að amma Sigga dó. Það var afa þung- bært að missa ömmu, enda var hún yndisleg og samband þeirra sér- staklega náið og gott. Eigum við eldri bræðurnir margar góðar minn- ingar um ömmu og afa í Fellsmúla, t.d. þegar við fengum að gista hjá þeim. Var þá ávallt passað upp á að uppáhaldsmaturinn okkar væri á borðum, og dekrað við okkur á alla kanta. Nokkrum mánuðum eft- ir Iát ömmu Siggu, fæddist litla systir sem ber nafn ömmu, og var hún mikil sólargeisli hjá afa. En það sem stendur alltaf mest uppúr er hve mikla væntumþykju hann bar til okkar og hve mikinn áhuga hann hafði á leik okkar og starfí, hve mikla áherzlu hann lagði á að okkur liði vel og gengi vel í lífinu. Hversu reiðubúinn hann var alltaf að rétta styrka hjálparhönd ef eitthvað bjátaði á hjá okkur. Við kveðjum nú yndislegan afa, sem skilur eftir sig djúpar og hlýjar minningar. Við vitum að vel verður tekið á móti afa í nýjum heimkynnum. Hann hefur nú hitt aftur ömmu Siggu. Það var h'ann sjálfur alveg viss um. Og saman munu þau halda áfram að fylgjast með okkur systk- inunum. Við eram þakklát fyrir að hafa átt svo góðan afa. Blessuð sé minning afa Jóns. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var,gleði þín. (Kahil Gibran) Jón Þór, Kjartan Örn, Birgir Már og Sigríður Ásta. Heildsöluverð á undirfatnaði frá CACHAREL og PLEYTEX. Einnig snyrtivörurá kynningarverði. VERSLUNIN ÞOKKI Glæsibæ, sími 677594 HEIMILISIÐNAÐARSKOLINN Laufásvegi 2 - sími 17800 Leikbrúdugerd Kennari: Helga Arnalds. 25. mars - 29. apríl. Fimmtudaga kl. 19.30- 22.30. Skráning fer fram á skrifstofu skólans mánudaga -fimmtudaga kl. 14-16 í síma 17800. V i Olöf Einarsdóttír Stevens - Minning Föðursystir mín, Ólöf Einars- dóttir Stevens, lést 25. febrúar sl., en hún var búsett í Grimsby í Englandi. Mig langar að minnast hennar með nokkram orðum. Ólöf bjó meirihluta ævinnar erlendis, en hélt góðu sambandi við ætt- ingja og vini á íslandi. Hún missti ekki niður íslenskuna þrátt fyrir áratuga dvöl erlendis. í maí síðast- liðnum hélt hún upp á áttræðisaf- mæli sitt hér á landi. Einnig var hún hér um síðustu jól ásamt barnabami sínu, Hönnu. Ólöf giftist Englendingi, James P. Stevens, og bjuggu þau í Grimsby. Þau eignuðust einn son, Einar Róbert, sem er kennari í S-Englandi, kvæntur enskri konu, og eiga þau tvær dætur, Hannah og Viola. Fyrir nokkurm árum lést James, og var það mikill missir fyrir Ól- öfu, því að þau voru mjög samrýnd hjón og hjónaband þeirra sérstak- lega ástríkt. Eftir dauða manns síns bjó hún ein í Grimsby, en hafði gott samband við son sinn og fjölskyldu hans. Ég dvaldi sumarlangt hjá þeim hjónum árið 1961 og þá kynntist ég henni vel. Síðan hef ég dáðst mjög að þessari frænku minni sem var mjög dugleg og jákvæð kofia. Síðustu ár höfum við skrifast á og báru bréf hennar vitni um hve annt henni var um fjölskyldu sína á íslandi. Sendi ég Einari Róbert og fjöl- skyldu hans samúðarkveðjur. Bróðurdóttir. Ráðstefna Samtaka félagsmálastjðra 1993: Námskeið um liðveislu við fatlaða Málbing um sjálfræðishugtakið Samtök félagsmálastjóra gangast fyrir fimmtu ráðstefnu sinni dagana 15. og 16. mars nk. í Borgartúni 6, Reykjavík. Ráðstefnan er tvíþætt. Mánudaginn 15. mars, kl. 9.00 til kl. 17.00 síðdegis, er námskeið um liðveislu við fatlaða, en samtökin Geðhjálp, Sjálfsbjörg, Landssamband fatlaðra, Lands- samtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag íslands standa að því með samtökum félagsmálastjóra. Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi: Setning. * Lagaákvæði um liðveislu: Bragi Guðbrandsson, aðstoðarm. félagsmálaráðherra. Fyrirkomulag liðveislu hjá sveitarfélögum: Aðalsteinn Sigfússon, féiagsmálastjóri í Kópavogi. SJÁLFSBJÖRG: Þörfin fyrir liðveislu. Liðveisla og líkamlega fatlaðir: Jóhann Pétur Sveinsson, form. Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. ÞROSKAHJÁLP: Liðveisla, fjölfötluð börn og fjölskyldur þeirra: * Andrés Ragnarsson, foreldri og sálfræðingur. Liðveisla og framhaldsskóli: Ágústa Unnur Gunnarsdóttir, námsráðgjafi M.H. GEÐHJÁLP: Liðveisla og geðfatlaðir: Sigrún Bára Friðfinnsdóttir, framkvstj. Geðhjálpar. Steinunn Arnórsdóttir. Leiksýning: Hala-leikhópurinn. ÖRYRKJABANDALAG ÍSLANDS: Liðveisla blindra og daufblindra: Kristín Jónsdóttir, blindraráðgjafi. Táknmálið, liðveisla heyrnarskertra: Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður samskiptastöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Umræður í smáhópum - almennar umræður. Þriðjudaginn 16. mars, kl. 9.00 til kl. 17.00 síðdegis, er málþing um sjálfræðishugtakið, en dagskrá þess er eftirfarandi: Setning. Sjálfræðishugtakið í heimspeki: Guðmundur H. Frímannsson, heimspekingur. ri Sjálfræðishugtakið og félagsleg þjónusta: Jón Björnsson, félagsmálastjóri. Sjálfræðishugtakið: Guðbergur Bergsson, rithöfundur. Sjálfræðishugtakið í lögum: Davíð Þór Björgvinsson, lögfræðingur. Sjálfræðissvipting og afleiðingar hennar: Sigmundur Sigfússon, geðlæknir. Athugasemdir og umræður. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Þátttöku er æskilegt að tilkynna fyrirfram til Félagsmála- stofnunar Kópavogs, Fannborg 4, sími 91-45700, fax 91-46240. Móttaka gesta hefst kl. 8.30 báða dagana. Mætið tímanlega til að forðast ös. Þátttökugjald er kr. 3.500 fyrir námskeiðið eitt, kr. 3.500 fyrir málþingið eitt, en kr. 6.000 fyrir hvort tveggja. Innifalið í gjaldinu eru gögn, kaffi og meðlæti. Gjald greiðist við komu. Samtök félagsmálastjóra á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.