Morgunblaðið - 10.03.1993, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993
Mínni
véla-
aldar
Það er langt síðan vélaöldin tók
að höfða til myndlistarmanna,
enda vélar iðulega mjög mynd-
rænar, einkum í námunda við
boga- og hringlaga form, því að
þau skapa svo mikla andstæðu
við annars kaldar ómannúðlegar
vélasamstæður.
Á tímabilinu 1918-31 bar mjög
mikið á þreifingum myndlistar-
manna í heim vélaaldar og eru
þeir teljandi á fingrum sér, sem
ekki sóttu eitthvað til forma sem
beint og óbeint tengdust honum.
Hins vegar voru þeir færri sem
alfarið byggðu upp myndheim
sinn á hugmyndum nýtækninnar
og er hér nafnkenndastur franski
málarinn Fernand Léger (1881-
1955). Ferlið gekk út á að gera
vélaheiminn lífrænan á myndfleti
eða í rúmtaki og er þetta tímabil
í listinni mjög áhugavert.
Listrýnirinn sá stóra sýningu á
gamla núlistasafninu í París 1982,
er eingöngu var helguð þessu
tímabili og nefndist hún „Léger
og andi nútímans" og fór hún síð-
an til listasafnsins í Houston í
Texas, en endaði í Rath-safninu
í Genf.
Fjöldi listamanna austan hafs
og vestan var kynntur á þessari
sýningu og má segja að nafngift-
in hafi fyrst og fremst verið til
heiðurs hinum mikla málara Lé-
ger. Geta má þess einnig að hann
hafði einkaskóla á tímabili og lét
um skeið nemendur teikna sama
naglbítinn frá morgni til kvölds
heilan vetur! Úr þeirri eldraun
komu einmitt margir nafnkenndir
og hámenntaðir listamenn og seg-
ir þetta nokkuð um hið sarina
eðli myndlistarkennslu.
Mér er sýningin sérstaklega
minnnisstæð fyrir það hve mynd-
imar voru margar vel útfærðar
og lífrænar. Mikil bók var gefin
út sem sýningarskrá og er það
lystileg og vélræn hönnun.
Þessi sýning kom ósjálfrátt upp
í hugann við skoðun sýningar Sig-
urðar Vignis Guðmundssonar í
listhúsinu einn einn á Skólavörðu-
stíg 4a, er stendur til fimmtudags-
ins 11 marz.
Hann sækir myndföng sín í
vélahluti og gerir það um sumt á
svipaðan hátt og Sigurður Örlygs-
son að því undanskildu, að Sigurð-
ur notast við þrívíð form og mynd-
líki (skabalón), en Sigurður Vign-
ir málar hugmyndir sínar beint á
léreftið og hugsar minna um áferð
og efniskennd.
Mér skilst að þetta sé frumraun
Sigurðar og að vissu marki kemur
hann fram sem þroskaður og full-
mótaður listamaður. Átök til
margra átta og vongleði æskunn-
ar birtist ekki í þessum myndum,
heldur eitthvað sem maður gæti
nefnt afkvæmi kenninga og list-
heimnspeki. Slík viðhorf eiga mjög -
upp á pallborðið nú um stundir,
en ýmsir vilja meina að farið sé
öfugt að hlutunum og að vinnu-
brögðin hafi meira svip af loka-
marki en upphafi. Þeir vilja sjá
meira af óhemjuskap æskunnar
og óseðjandi forvitni gagnvart
umheiminum.
í myndverkum Sigurðar kemur
fram, að hann upplifir ekki hlutina
á sama hátt og sá er finnur, held-
ur staðfestir hugmyndafræði ann-
arra. Þá krefst slíkur myndstíll
meiri þekkingar á sjálfu málverk-
inu og þar með nákvæmari vinnu-
bragða.
Föng Sigurðar Vignis eru að
vísu fullgild, en úrvinnslan er ekki
nægilega sannfærandi, vélahlut-
irnir eru t.d. eitthvað svo settlega
málaðir og hafa jafnvel meiri svip
af mjúku efni en hörðu.
VISANIR
ÍTRÉ
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Það má með sanni segja að
angar hugmyndafræðilistarinn-
ar, eins og hún birtist okkur
fyrir aldarfjórðungi séu lífseigir
hér uppi á íslandi.
Látum það vera að listformið
er fullgilt og því mótmælir eng-
inn, enda hefur hugmyndafræði
verið til í myndlistinni öldum
saman, þó ekki hafi hún á þann
hátt verið einangrað og heim-
spekilegt fyrirbæri.
Menn höfðu líka áhuga á hinu
smágerða í tilverunni og fegurð-
inni við hversdagslega hluti,
jafnvel hinum rotnandi brauð-
hleif og mætti hér jafnvel vitna
til skrifa Markúsar Árelíusar
keisara í Róm.
Það er líkast til kórrétt að
tækniöld hefur gert marga
ónæmari fyrir fegurð hvunn-
dagsins og þannig birtist ýmis-
legt úr umhverfinu nýjum kyn:
slóðum, sem fersk hugljómun. í
gamla daga leituðu ungir í hvers
konar smiðjur til að upplifa æv-
intýri, hvort heldur tré eða jám-
smiðjur, og eldsmiðurinn var
ævintýri út af fyrir sig. Á plast-
öld er þetta orðið að nýjum stað-
reyndum, sem yngri kynslóðir
uppgötva og tengja nýrri hug-
myndafræði.
Fegurðin í sjálfum efniviðnum
getur líka verið opinberun og
efniviðinn má forma til nytsamra
hluta, en einnig taka nytsöm
form og svipta þau almennri
merkingu sinni, - persónugera
þau.
Tréstigi er þá kannski ekki
lengur tréstigi til að príla upp
í, heldur hlutur í sjálfu sér, sem
er ábyrgur fyrir lögun sinni og
ber að skoðast sem form með
sérstakri merkingu og tilgangi.
Það eru ekki ný sannindi, sem
birtast í verkum Ástu Ólafsdótt-
ur á sýningu hennar í Gerðu-
bergi (til 17 marz), en þrátt fyr-
ir það efast enginn um að hún
sé alvarlega þenkjandi listakona,
kannski um of. Þegar fólk vinn-
ur á þennan hátt er stutt í rit-
störfin og heimspekilegar hug-
leiðingar um lífið og tilveruna,
enda hefur Ásta gefið út a.m.k.
þijár bækur. Iðkun myndlistar
hefur í tímans rás fætt af sér
marga rithöfunda og suma
heimsþekkta, en hins vegar eru
þeir líka til sem eru ólæsir og
óskrifandi.
Hér eru ekki til nein algild
lögmál, og það er ei heldur til
neitt algilt lögmál um hvað sé
meginkjami myndlistarinnar og
það gerir hana einmitt svo heill-
andi. Menn leysa ekki leyndar-
málið með heimspekilegum vís-
unum en þau era innlegg í rök-
ræðu sem _stöðugt stendur yfir,
og verk Ástu Olafsdóttur era
hluti þeirrar rökræðu. Myndverk
hennar eru eins konar uppsetn-
ing eða „installation“ og þurfa
rétt umhverfi og mjög hnitmið-
aða útfærslu, og það er ekki til
staðar í sýningarrýminu í Gerðu-
bergi.
Sigríður og Krist-
rún í Nýlistasafninu
Sigríður Hrafnkelsdóttir: Án titils (steinsteypa og gúnimístígvél).
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
í myndlistinni, líkt og á öðrum
sviðum mannlegrar viðleitni, þarf
að eiga sér stað sífelld endumýj-
un, því án hennar tekur við stöðn-
un og afturför. Það er aðal góðra
listamanna að þeir eru stöðugt
að endurnýja list sína, takast á
við ný verkefni og vinna þau út
frá breyttum forsendum; aðrir
hjakka í sama farinu áram eða
áratugum saman, oft í skjóli fyrri
afreka.
Ungt listafólk sem er að hefja
sinn feril er líklegt til að fitja upp
á nýjum hlutum í Iistinni; það er
aðeins bundið af menntun sinni,
og framhaldið ræðst af vægi
hennar og eigin hugmyndum um
listina. Ýmsum reynist þó skólinn
þyngra helsi en búist var við.
í Nýlistasafninu við Vatnsstíg
stóðu yflr einkasýningar tveggja
ungra listakvenna, sem eru að
hefja sinn feril og lauk þeim um
helgina. Þetta eru þær Sigríður
Hrafnkelsdóttir, sem sýndi í
tveimur neðri sölum safnsins, og
Kristrún Gunnarsdóttir, sem kom
verkum sínum fyrir í efri sölunum.
Þó að þær stöllur hafi báðar
stundað nám við Myndlista- og
handíðaskóla íslands, hafa þær
greinilega mótast enn frekar sem
listakonur í framhaldsnámi, sem
þær hafa sótt í sitthvora áttina,
og bera sýningarnar merki þess.
Sigríður Hrafnkelsdóttir stund-
aði nám við Listaakademíuna í
Dusseldorf 1989-92, en þar hefur
andi Joseph Beuys svifið yfír vötn-
um undanfarna þijá áratugi, og
það sambland Fluxus og hug-
myndalistar sem hann stóð fyrir
hefur mótað sterklega flesta þá
listamenn sem þar hafa farið í
gegn; undantekningamar era fá-
einir einstaklingar eins og Milan
Kunc, sem sýndi hér í fyrrasumar.
Verk Sigríðar falla alfarið að
þeim anda einfaldrar hugmynda-
Iistar, sem hér er nefnd; þetta eru
fá verk, unnin með blandaðri
tækni, sem dreifast (og nær týn-
ast, sum hver) um salina, án þess
að vekja teljandi athygli. Öll eru
verkin án titils, og þeim er ekki
fylgt eftir með neinum hugleiðing-
um listakonunnar í sýningarskrá
(sem er raunar aðeins listi yfír
verkin); þvi era sýningargestir
ekki leiddir á neinn hátt inn í þær
hugmyndir, sem liggja á bak við.
Það er helst að kímnin nái fram
í verkum nr. 5 (steinsteypa og
gúmmístígvél) og nr. 6 (trérammi
og skyrtubijóst), en það dugir
ekki til að lífga heildarmyndina
við.
Kristrún Gunnarsdóttir stund-
aði framhaldsnám við California
Institute of Arts, en listaskólar á
vesturströnd Bandaríkjanna hafa
undanfarna áratugi lagt mikla
áherslu á ný tæknisvið innan
myndlistarinnar, t.d. myndbanda-
tæknina, sem Nam June Paik var
einn upphafsmaðurinn að.
Verkin sem Kristrún sýndi hér
eru stækkanir úr myndbandi, sem
hún hefur væntanlega unnið í
tengslum við námið. Þær eru mjög
óljósar og grófar að allri gerð,
eins og eðlilegt verður að teljast,
en litirnir gefa myndunum nokkuð
sterkan svip, þó myndefnið sé
óljóst. Engin sýningarskrá liggur
frammi til upplýsinga fyrir gesti;
nokkrar tilvísanir fást frá stökum
kennisetningum (á ensku), sem
eru handskrifaðar neðan við
myndirnar, en það er allt og sumt.
Hugmyndafræðilegir frasar af
þessu tagi („Discovery - the ha-
bit of asking and observing")
ættu auðvitað að vera á íslensku
(íslenskur listamaður sem sýnir á
Islandi getur vænst þess að flest-
ir sýningargestir séu íslendingar),
og tengsl þeirra við verkin mættu
vera gerð ljósari með einum eða
öðrum hætti; slíkt myndi efla gildi
sýningarinnar í heild.
Ef til vill má segja að þessar
tvær sýningar í Nýlistasafninu
hafi verið góð dæmi um þá akade-
mísku list, sem í raun hefur verið
ríkjandi í myndlistarskólum víða
síðustu áratugina. Árangurinn af
slíku er nokk fyrirsjáanlegur; í
höndum skapandi listamanna get-
ur sterk myndlist og áhrifamikil
orðið til úr litlu efni, en verk ann-
arra verða aðeins sem daufar eft-
irmyndir þess sem áður hefur
komið fram. En hér era ungar
listakonur á ferð, og eiga því
framtíðina fyrir sér.
Sýningum Sigríðar Hrafnkels-
dóttur og Kristrúnar Gunnars-
dóttur í Nýlistasafninu við Vatns-
stíg lauk sunnudaginn 7. mars sl.