Morgunblaðið - 10.03.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993
17
Taka upp
samband
við PLO
BRESKA ríkisstjórnin hefur
ákveðið að taka að nýju upp
formlegt samband við Frelssi-
samtök Palestínu (PLO) á ráð-
herrastigi en slíkt samband
hefur ekki verið til staðar und-
anfarin tvö ár. Douglas Hogg
aðstoðarutanríkisráðherra átti
í gær fund með tveimur fulltrú-
um PLO ásamt Faisal al-Hus-
seini, formanni sendinefndar
Palestínumanna í friðarviðræð-
unum um Mið-Austurlönd.
Kasparov
malaði
Karpov
Kasparov lagði Karpov að
velli í 10. umferð stórmótsins
í Linares sem tefld var í gær.
Heimsmeistarinn beitti kóngs-
indverskri vörn, fór í sókn og
fórnaði hrók. Óvenjulegt atvik
varð er Karpov var lentur í
tímaþröng. Kasparov lauk ekki
við að ljúka leik með löglegum
hætti, að því er virðist í því
skyni að nýta sér tímahrak
andstæðings. Skákdómarinn
tók í taumana og fékk Karpov
tvær mínútur aukalega. En það
kom fyrir ekki og féll hann á
tíma í 27. leik. Kasparov er nú
einn efstur með Vh vinning af
10 mögulegum.
Afram
Maastricht
JOHN Major, forsætisráðherra
Bretlands, sagði í breska þing-
inu í gær að hann myndi áfram
berjast fyrir því að þingið stað-
festi Maastricht-sáttmálann,
þrátt fyrir að þingmenn úr röð-
um Ihaldsflokksins hefðu geng-
ið í lið með Verkamannaflokkn-
um og samþykkt breytingartil-
lögu við sáttmálann á mánu-
dag. Sakaði hann Verka-
mannaflokkinn um óhefta
hentistefnu, flokkurinn segðist
vera fylgjandi Maastricht en
greiddi svo atkvæði gegn sátt-
málanum til að koma stjórninni
í vandræði.
Chirac ffeffn
GATT
JACQUES Chirac, fyrrum for-
sætisráðherra Frakklands,
sagði í gær að Frakkar ættu
að hætta að sækja fundi Evr-
ópubandalagsins ef þyrfti til
að stöðva GATT-samkomulag-
ið. Búist er við að flokkur
Chiracs, RPR, muni vinna mik-
inn sigur í þingkosningum í
Frakklandi síðar í mánuðinum.
Annar leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar, Valéry Giscard d’Esta-
ing, fyrrum Frakklandsforseti,
hefur einnig lýst yfir efasemd-
um um GATT-samkomulagið.
„Stríðsótti“ í
N-Kóreu
RÚMLEGA 100 þúsund manns
komu í gær saman til fundar
í Pyongyang, höfuðborg Norð-
ur-Kóreu, til að styðja þá
ákvörðun stjórnvalda að láta
íbúa búa sig undir styijöld. Var
það gert í kjölfar umfangsmik-
illa heræfinga í Suður-Kóreu.
„Það er enginn trygging fyrir
því að [Suður-Kóreumenn og
Bandaríkjamenn] ráðist ekki á
okkur," sagði Choe Tae-pok
einn leiðtoga kommúnista-
flokksins á fundinum. Sagði
hann Norður-Kóreumenn vera
reiðubúna að beijast til síðasta
manns til að veija hið sósíalíska
kerfí sitt.
Reuter
Kveikt í ólöglegum
reknetum
Starfsmaður suður-afríska umhverfis-
ráðuneytisins kveikir í rekneti í Höfða-
borg sem gert hefur verið upptækt.
Tævanskir togarar hafa verið staðnir
að reknetaveiðum við Suður-Afríku en
allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna
lagði bann við slíkum veiðum sem taka
átti gildi um síðustu áramót. Bandarísk
stjórnvöld boðuðu á mánudag aðgerðir
til að framfylgja banninu á alþjóðlegu
hafsvæði. Sannreynt yrði hvar skip
væri skráð, haft samband við heimarík-
ið og gripið til viðeigandi ráðstafana í
samræmi við samninga Bandaríkjanna
og viðkomandi ríkis.
Trúgjörnum íbúum Pétursborgar boðin 250% ávöxtun
Allt að 400.000 blekkt-
ir í svikamáli aldarinnar
Sankti Pétursborg. Frá Lárusi Jóhannessyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
MIKIL reiði hefur brotist út í Sankti Pétursborg í kjöl-
far máls sem embættismenn kalla svikamál aldarinnar.
Allt að 400 þúsund manns fjárfestu um einn milljarð
rúblna, samsvarandi 100 milljónum íslenskra króna, hjá
tveimur fyrirtækjum sem hafa bókstaflega horfið af yfir-
borði jarðar. Fyrirtækin, Amaris Ao og Revansh Ltd.,
eru Iöglega skráð en hafa ekki leyfi til verðbréfavið-
skipta. Þau höfðu lofað viðskiptavinum 250% ávöxtun á
mánuði.
í upphafi var staðið í skilum
við fólk sem varð til þess að vinna
traust þess. Fréttaritari þekkir
nokkur dæmi og lýsandi er saga
Borísar Bogdanovs. Hann fjár-
festi 3.000 rúblur í desember og
fékk 10.000 rúblur um miðjan
janúar. Eftir þetta lét hann af
hendi 50.000 rúblur en hefur
ekki séð eyri eftir það.
Fjöldamótmæli
Fyrir nokkru voru margir famir
að sakna umsaminna peninga-
greiðslna og ekki virtist hægt að
ná sambandi við fyrirtækin. Greip
mikil örvænting um sig í borg-
inni, fjöldagöngur voru farnar og
mótmælafundur haldinn fyrir utan
ráðhúsið. Er lögreglan gekk í
málið voru talsmenn fyrirtækj-
anna horfnir og búið að hreinsa
allt út úr skrifstofum þeirra.
í fyrstu gáfu borgaryfirvöld út
Braskað í aftursætinu
ÞÓTT upphæðirnar séu háar
gera Rússar ekki miklar kröfur
til „viðskiptaumhverfis" ef svo
má að orði komast.
yfirlýsingu um að skaðinn yrði
ekki bættur. Þetta var eins og að
hella olíu á eld enda fólk hér vant
því að yfirvöld grípi í taumana.
Nú hefur verið ákveðið að komast
til botns í þessu máli og þeim efna-
minnstu heitið fullum bótum. Það
eitt segir ekki mikið því talið er
að allt að 90% þjóðarinnar búi við
mikla efnahagslega erfiðleika.
Rannsókn málsins verður erfið
því yfírheyra verður hvern og einn.
Til að flýta fyrir hafa borgaryfír-
völd ákveðið að eyða 100 milljón-
um rúblna til kaupa á tölvum og
öðrum útbúnaði til gagnasöfnun-
ar. Til að undirstrika umfang
málsins má geta þess að hér í
Sankti Pétursborg búa um fímm
milljónir manna og meðailaun eru
á bilinu 6-10 þúsund rúblur, eða
600-1.000 íslenskar krónur, á
mánuði.
Trúgirni og gróðafíkn
Að sögn Alexanders Petrovs,
fulltrúa hjá innanríkisráðuneyt-
inu í borginni, leikur grunur á
að málið tengist skipulagðri und-
irheimastarfsemi. „Margir geta
sjálfum sér um kennt, trúgirni
fólks er með ólíkindum þegar von
er á gróða. Hluti af þessum við-
skiptum fór fram í venjulegum
verslunum eða jafnvel undir ber-
um himni.“ Og hann bætir við:
„Fólki fannst þetta ekkert vafa-
samt og ekki heldur hvernig ná
ætti svo fáránlegri ávöxtun.“
DEMPARAR
í MARGAR
GERÐIR BÍLA
VERÐ FRÁ KR.
1.366.-
Bílavörubú&in
Beresford-
hjónin fá að
vera í Israel
FRÁ því var sagt í Morgunblaðinu
fyrir skemmstu að kristnir gyð-
ingar væru litnir hornauga af
stjórnvöldum í ísrael og til stæði
að reka hjónin Gary og Shirley
Beresford úr landi vegna trúar
sinnar. í nýju hefti fréttabréfsins
A Word from Jerusalem koma
fram nýjar upplýsingar í málinu.
Samkvæmt fréttabréfínu sem gef-
ið er út af kristnum í ísrael urðu
Beresford-hjónin vel þekkt þegar
hæstiréttur ísraels hafnaði umsókn
þeirra um ríkisborgararétt og þeim
var vísað úr landi. 31. janúar síðast-
liðinn komu þau fram í vinsælum
sjónvarpsþætti í ísrael og ræddu um
viðhorf sín. Eftir þáttinn hafði innan-
ríkisráðuneyti ísraels samband við
þau og neitaði því að til stæði að
reka þau eða aðra sem svipað væri
ástatt um úr landi.
3M
Plástrar
HÁSKÓLIÍSLANDS - ENDURMENNTUNARSTOFNUN
PENINGAR OG AHÆTTA
Hvernig á að túlka upplýsingar og fréttir af fjármálamarkaði?
Leiðbeinandi: Sigurður B. Stefánsson, hagfrœðingur ogjramkvœmdastjóri VÍB
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti
slcilið og metið umfjöllun blaða og tímarita um
ávöxtun og fjármál. Það er ætlað starfsfólki
banka, tryggingafélaga og lífeyrissjóða,
endurskoðendum, lögfræðingum, fjölmiðla-
fólki svo og einstaklingum, sem þurfa að taka
ákvarðanir um ráðstömn eigin fjár.
Efni: Upplýsingar af fjármálamarkaði verða
sífellt umfangsmeiri og flóknari. Sífellt þarf
meiri þekkingu til að ráðstafa peningum rétt og
til að meta innri sem ytri aðstæður í íslensku
efnahagslífi. Á námskeiðinu verður fjallað um
helstu tegundir skuldabréfa og verðbréfa og
hvernig meta skal áhættu og ávöxtun þeirra.
Hvernig starfa verðbréfasjóoir og hvernig má
meta stöðu þeirra? Hver er tilgangurinn með
fjárfestingum í erlendum verðorémm og
hvernig skal velja þau? Hvaða áhrif hafa ýmsir
Siættir í íslenskum þjóðarbúskap á þróun á
jármálamarkaði og hvernig verka atburðir
erlendis á þá sömu þætti og þar með ákvarðanir
fjárfesta á fjármálamarkaði?
Tími og verð: Tvö námskeið: Hið fyrra verður
16.-17. mars, kl. 20:00-23:00, en hið síðara
30.-31. mars, kl. 16:30-19:30.
Þátttökugjald er kr. 4.800,-.
Skráning í móttöku Tæknigarðs, í síma 69 49 40. Nánari upplýsingar á skrifstofu
Endurmenntunarstofnunar, í símum 69 49 23, 69 49 24 og 69 49 25.