Morgunblaðið - 10.03.1993, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993
fclk í
fréttum
FRJALSIR DANSAR
Desire-hópurinn sigraði ásamt
Guðfinnu Björnsdóttur
Guðfínna Bjömsdóttir, 14 ára
nemi í Garðaskóla, varð ís-
landsmeistari unglinga í fijálsum
dönsum 1993. í öðru sæti hafnaði
Ragndís Hilmarsdóttir og í þriðja
sæti varð Margrét Takyar, en hún
vann 10-12 ára keppnina í fyrra.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Guðfínna tekur á móti þessum titli,
þvi hún hefur keppt frá 10 ára
aldri og alltaf orðið í 1. sæti nema
í fyrra þegar hún lenti í 2. sæti.
Þá hefur hún alltaf verið í hópi
þeirra stelpna sem hafa hlotið titil-
inn íslandsmeistarar í „frístæl"
danskeppni 1993. Svo var einnig
að þessu sinni, en hópurinn Desire
lenti í 1. sæti. í 2. sæti varð hópur-
inn Kúnst og í þriðja sæti hópur-
inn Jamalat frá Selfossi.
Guðfínna og vinkonur hennar í
hópnum Desire eru í dansfélagi í
World Class og hafa verið þar
undanfarin þijú ár. Stulkumar era
14 og 15 ára og era allar í Garða-
skóla. Nemendur skólans fá vænt-
anlega að sjá dans stelpnanna
fljótlega, því árshátíð skólans
IÆRIDINN-
OG ÚTFLUTNING
á stuttum namskeióum
Markaöskennslan hf. stendur nú fyrir kennslu i
inn- og utflutningi, alþjóöaviöskiptum og post-
verslun i samstarfi viö hiö þekkta alþjóöafyrir-
tæki Wade World Trade Ltd. Auk þess veröur
boöiö upp á fjármálaráðgjöf viö stofnun og upp-
byggingu fyrirtækja, auk upplýsingaþjónustu viö
markaðssetningu erlendis.
Þátttaka á námskeiðunum tryggir aögang aö al-
þjóölegu gagnaneti og markaösráögjöf Wade
World Trade. Meö námskeiöunum fylgir auk
þess ítarlegt kennsluefni hannað af WWT og
..diploma" undírritað af Peter J. von Berckel
stjórnarformanni WWT Ltd. Swindon Englandi.
Námskeiðin verða haldin i Perlunni dagana
15. mars til 22. april næstkomandi. Allar frekari
upplýsingar verða veittar næstu daga a skrif
stofu okkar Nóatuni 17, i sima 621391.
Vió opnum pÓA VnumtíÓ
MARkADSklW'SI
PRUTTSALA
Nú prúttum við á
síðustu dögum útsölunnar
FIÐRILDIÐ
BORGARKRINGLAN
103 Reykjavík.
Sími 68 95 25.
verður í lok mars og þá hyggjast
þær sýna. „Danskennarinn okkar,
Bima Bjömsdóttir, samdi eigin-
lega alveg dansinn fyrir hópinn,
en við hjálpuðum henni svolítið.
Hún samdi líka dansinn sem ég
dansaði og nefnist Pride,“ sagði
Guðfínna í samtali við Morgun-
blaðið.
Hún æfði einnig samkvæmis-
dansa í eitt ár en vantar dans-
herra og aðspurð hvort hún færi
aftur út í samkvæmisdansinn ef
hún fengi dansherra svaraði hún
játandi. „Mér fínnst bæði
skemmtilegt að dansa samkvæm-
isdansa og fijálsa dansa hvora
með sínum hætti. Þeir era auðvit-
að ólíkir, en hvorir tveggja
skemmtilegir.“
Þetta er í tólfta sinn sem „frí-
stæl“-keppnin er haldin og sögðu
forráðamenn Tónabæjar, þar sem
keppnin fer fram, að aldrei hefðu
jafnmargir sýnt keppninni áhuga
og stemmningin hafí verið gífur-
lega góð.
Undankeppni hafði farið fram
um allt land en um helgina kepptu
10 hópar og 12 einstaklingar til
úrslita. Þess má geta að Guðfínna
Bjömsdóttir vann Reykjavíkur- og
Reykjanestitilinn í undanúrslitun-
um.
Kynnir keppninnar var Páll
Óskar Hjálmtýsson. Dansarinn Clé
Douglas frá Kramhúsinu sýndi
nýstárlegan dans og töframaður-
inn Gareth sýndi töfrabrögð.
10-12 ára keppnin í fijálsum
dönsum verður haldin laugardag-
inn 13. mars og hefst kl. 14.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Stelpurnar í hópnum Desire, þær Hrafnhildur Helgadóttir, Anna S.
Sigurðardóttir, Sigrún E. Elíasdóttir, Erla Bjarnadóttir, og Guðfínna
Björnsdóttir, hlutu titilinn íslandsmeistarar í „frístæl“-danskeppni
1993 en í öðru sæti varð hópurinn Kúnst og í þriðja sæti hópurinn
Jamalt sem er frá Selfossi.
Keppnin er að vinna sér fastan sess hjá unglingunum og hefur hún
aldrei verið eins jöfn og nú og áhorfendur aldrei jafnmargir. Hér
má sjá örfáa þeirra greinilega skemmta sér vel.
IÞROTTIR
Iþróttamaður Mos-
fellsbæjar 1992
Iþróttamaður Mosfellsbæjar 1992
var kjörin FWða Rún Þórðardótt-
ir, fijálsíþróttakona úr Aftureld-
ingu. í 2. sæti var Guðmar Þór
Pétursson, hestamaður úr hesta-
íþróttafélaginu Herði, og í 3. sæti
var Hrafnhildur Hákonardóttir,
COSPER
sundkona úr Aftureldingu. Þetta
er í fyrsta skipti sem Tómstundaráð
Mosfellsbæjar stóð í fyrsta skipti
fyrir kjöri íþróttamanns Mosfells-
bæjar.
Fríða Rún sigraði í 800, 1.500
og 3.000 m hlaupi á Meistaramóti
Íslands 22 ára og yngri. Auk þess
stóð hún sig vel á mótum erlendis.
Þá sigraði hún einnig í kvenna-
flokki í skemmtiskokki Reykjavík-
urmaraþons á sl. ári. Fríða Rún
stundar nú nám í Georgíuháskóla
í Bandaríkjunum og keppir þar með
fijálsíþróttaliði skólans.
Auk kjörs íþróttamanns ársins
voru veittar viðurkenningar til ís-
landsmeistara og til efnilegra
íþróttaunglinga.
COSPER
Þú ert strax orðin miklu fallegri!
HEIMILISIÐNAÐARSKOLINN
Laufásvegi 2 - sími 17800
Spjaldvelnaéur
Kennari: Ólöf Einarsdóttir.
25. mars - 13. maí. Miðvikudaga kl. 19.30-22.30.
Skráning fer fram á skrifstofu skólans mánudaga
-fimmtudaga kl. 14-16 í síma 17800.
■ — * m ■ — ~ m - — i __ -1_ i
A
Fríða Rún Þórðardóttir