Morgunblaðið - 13.03.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.03.1993, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B/LESBÓK STOFNAÐ 1913 60.tbl. 81. árg. LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Leiðir Rússlandsforseta og fulltrúaþingsins skilur Jeltsín treystir á þjóðaratkvæði Moskvu. Washington. Reuter. The Daily Telegraph. TILRAUNIR forseta Rússlands og ráðamanna á fulltrúa- þingi landsins til að ná sáttum um stjórnskipan ríkisins runnu út í sandinn í gær. Borís Jeltsín forseti yfirgaf þing- salinn í fússi ásamt ríkisstjórn sinni eftir að þingið felldi tillögu um óskert vðld forsetans. Ráðgjafar Jeltsíns lýstu því yfir að allar ákvarðanir þingsins væru ólöglegar og nú yrði leitað til almennings í þjóðaratkvæðagreiðslu um stuðning við lýðræði í Rússlandi. Miklar vangaveltur eru nú um það til hverra ráða forsetinn og leið- togar fulltrúaþingsins grípa á næst- unni en víst þykir að landinu verður ekki stjómað með góðu móti á með- an stjómlagakreppa þessi varir, Ráðgjafar Jeltsíns sögðu að forset- inn myndi halda sjónvarpsræðu nú um helgina og höfða þannig beint til þjóðarinnar. Bandarísk stjórnvöld skýrðu frá því í gær að Andrej Kozyrev utanríkisráðherra Rúss- lands hefði hringt í starfsbróður sinn í Bandaríkjunum og fullvissað hann um að Jeltsín hygðist ekki taka öll völd í landinu með stuðningi hersins heldur beita sér fyrir því að almenn- ingur gæti sagt vilja sinn í frjálsum kosningum. Ráðgjafar Jeltsíns kynntu í gær drög að tveimur spum- ingum sem lagðar yrðu fyrir þjóðina 25. apríl. Annars vegar yrði spurt hvort menn væm fylgjandi öflugu forsetavaldi og hins vegar hvort þeir aðhylltust einkaeign jarðnæðis. Fulltrúaþingið framlengt Khasbúlatov þingforseti fékk því framgengt að fulltrúaþingið kemur aftur saman í dag, kvaðst hann vilja hafa vaðið fyrir neðan sig ef forset- inn gripi til óvæntra aðgerða eftir uppgjörið í gær. Búist er við tillögu að stjórnarskrárbreytingu þar sem vald forsetans verði takmarkað og ákveðnar verði kosningar til þings og forsetaembættis samtímis. Stjómmálaskýrendur velta því jafn- vel fyrir sér að þingið samþykki að leggja forsetaembættið af en þó er talið líklegra að svo afdrifarik ákvörðun verði látin bíða næsta fundar þingsins í aprílmánuði. Jeltsín bárast stuðningsyfírlýs- ingar víða að úr heiminum í gær, námumenn í Síberíu kváðust reiðu- búnir til pólitískra verkfalla honum til stuðnings og Úkraínuforseti sagði að sjálfstæði lands síns væri í hættu vegna uppgangs afturhalds- afla í Moskvu. Reuter Reiðilestur JELTSÍN gerir hér síðustu tilraunina til að teþ'a þingmönnum hughvarf og fá þá ofan af áformum um að skerða völd forsetans. í baksýn er helsti andstæðingur Jeltsíns, Khasbúlatov. Stuttur samningafundur þeirra síðdegis var árangurslaus og vakti at- hygli að Khasbúlatov yfirgaf Kreml í bifreið með varaforsetanum Rútskoj sem löngum hefur ásælst forsetaembættið. Reuter Gífurlegt tjón Svona var umhorfs í miðborg Bombay í gær eftir sprengingarnar. Mikið öngþveiti skapaðist í borginni þar sem búa 12 miiyónir manna og blossuðu upp átök milli hindúa og múslima, en 700 manns hafa fallið í átökum þeirra á Indlandi undanfarna mánuði. Neyðarástand í Bombay á Indlandi Mikið manntjón í sprengjuárásum Bombay. Reuter. TVÖ hundruð manns fórust í gær og um ellefu hundruð slösuðust þegar fimmtán sprengjur sprungu víðsvegar í Bombay-borg á Indlandi. Ekki er vitað hveijir stóðu fyrir þessum gríðarlegu sprengjuárásum en innanríkisráðherra landsins sagði að grunur léki á að hér væri um „alþjóðlegt samsæri" að ræða. Með slíku orðavali eiga indverskir ráða- menn oftast við nágrannaríkið Pakistan. Margar af sprengjunum voru í yfirgefnum bifreiðum og sprangu þær í viðskiptahverfum borgarinnar fyrst og fremst. Allar sprangu þær á einum og hálfum tíma. Meðal skot- markanna voru verðbréfahöllin í Bombay, höfuðstöðvar flugfélagsins Air India, tvö glæsihótel, kvikmynda- hús, verslanamiðstöð, gimsteina- markaður og lest sem var að yfir- gefa Viktoríu-brautarstöðina., aðal- jámbrautarstöð Bombay. Talið er að 150 af þeim sem slös- uðust séu alvarlega meiddir. Farið var með flesta á sjúkrahús í miðbæn- um en þar skapaðist mikið öngþveiti er hundruð manna leituðu að ættingj- um sínum. Að sögn yfírvalda var öllum vegum til borgarinnar lokað og herlögregla kvödd til borgarinnar. Indverski her- inn er í viðbragðsstöðu. Niðurskurður í herafla Bandaríkjanna erlendis frá lokum kalda stríðsins Stöðvum fækkað um 42% Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. LES Aspin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kynnti í gær tillögur um að loka 31 herstöð og skera niður í 134 til viðbótar í Bandaríkjunum auk þess sem hætt verður eða dregið úr starfsemi á 29 stöðum erlendis. Þar með hefur verið ákveðið að hætta starf- semi í 704 herstöðvum erlendis og skila þeim í hendur þarlendra sljórnvalda, þar af 650 í Evrópu, frá árinu 1990, að því er segir í fréttatilkynningu, sem varnarmálaráðuneytið sendi frá sér í gær. Er þar um 42% fækkun stöðva að ræða. Niðurskurðurinn hér í Bandaríkjunum mun kosta 57 þúsund almenna borgara vinnuna á næstu sex áram og 24 þúsund hermenn og má vænta þess að hart verði barist gegn þessum aðgerðum, sem þurfa samþykki bæði forseta og þings. Strax í gær létu ráðamenn í Kaliforníu í sér heyra og kváðust ósáttir við fækkun her- stöðva þar. Þegar hafa heyrst raddir um að þjóð- in hafi ekki efni á svo miklum niðurskurði, sem að sögn Aspins mun ekki skila sparnaði fyrr en um aldamót Stefnt er að því að útgjöld til hersins verði árið 1997 40 prósentum minni en árið 1985 og á sama tíma muni starfsfólki hersins fækka um 30 prósent. Samdráttur Bandaríkjahers erlendis nær til Bretlands, Grikklands, Hollands, Japans og Þýskalands þar sem niðurskurðurinn er mestur. Þessar ráðstafanir munu kosta um 2.400 Banda- ríkjamenn vinnuna og um 650 manns í viðkom- andi löndum. Öndvert við þann niðurskurð, sem ráðgerður er innanlands, þarf ekki að leita sam- þykkis þingsins þegar breytingar era gerðar er- lendis. Að auki kannar varnarmálaráðuneytið nú hvort skera eigi niður á 32 stöðum í Evrópu til viðbót- ar. Að sögn George Sillia, höfuðsmanns og tals- manns flughersins, taka þær aðgerðir, sem til- kynntar voru í gær, ekki til íslands. Hann vildi í viðtali við Morgunblaðið ekkert láta uppi um það hvort varnarliðið á Keflavíkurflugvelli færi undir niðurskurðarhnífinn í næstu hrinu. Frakkland Fyrirskip- aði forset- innsím- hleranir? París. Reuter. OPINBER rannsóknar- nefnd staðfesti I gær að sím- ar franskra blaðamanna og lögfræðinga hefðu verið hleraðir en kvaðst ekki hafa komist að því hver hefði fyrirskipað hleranirnar. Dagblað hafði skýrt frá því að öryggissveit Francois Mitterrands forseta hefði hlerað símana og þetta mál kemur sér afar illa fyrir franska Sósíalistaflokkinn nú þegar aðeins átta dagar eru til þingkosninga. Dagblaðið Liberation hafði skýrt frá því að yfirmenn ör- yggissveitar Mitterrands hefðu óskað eftir heimild til 114 sím- hlerana á árunum 1983-86. Þær skýringar hefðu fylgt að hleran- irnar væra nauðsynlegar til að afhjúpa fíkniefnasmygl eða hermdarverkastarfsemi, eliegar til að vemda forsetann. Þeir hefðu látið hlera síma tugi manna á þessum tíma, meðal annars blaðamanna, lögfræð- inga, leikkonu og rithöfundar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.